Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 52
MENNING 52 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 7. ágúst kl. 12.00: Stephen Tharp orgel 8. ágúst kl. 20.00: Stephen Tharp frá BNA leikur verk eftir Handel, Bach, Mendelssohn, Vierne og Stravinsky. Dansleikur í kvöld Hljómsveitin Furstarnir og Geir Ólafsson Fös . 13 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 14 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALA: 552 3000 Miðasalan er opin frá kl. 10-18 SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK SÖNGSKEMMTUNIN HARLEM SOPHISTICATE Föstud. 13. ágúst kl. 20.00 Frumsýning Laugard. 14. ágúst kl. 20.00 Föstud. 20. ágúst kl. 20.00 Laugard. 21. ágúst kl. 20.00 AÐEINS ÞESSAR FJÓRAR SÝNINGAR!MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 13.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau. 7. ágúst kl. 19.30 Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 ÞAR sem Reykjavíkurborg hefur helst heillað mig um verslunar- mannahelgar síðan ég bjó unglingur í Eyjum hélt ég mig að vanda innan borgarmarkanna. Í hádegi á laugar- degi fékk ég mér súpu með góðum vinum á Horninu og svo var stefnt á Jómfrúna – ekki til að skrifa um þann djass sem þar yrði boðið upp á og hvergi hafði verið auglýstur, held- ur njóta þess sem þar væri að heyra á góðum frídegi. Margt fer þó öðru- vísi en ætlað er og svo fín var tónlist- in þetta laugardagssíðdegi að ég verð að stinga niður penna. Efnisskráin var af hefðbundnum toga nýboppara. Þarna mátti heyra lög sem tengd eru Miles Davis órjúf- anlegum böndum eins og All of you og Pee Wee sem Tony Williams samdi fyrir Sorcere-skífu hans Giant steps Coltranes og You’re my every- thing. Sum lögin voru flutt á hinum mýkstu nótum, önnur boppuð og enn önnur fönkuð eins og Sunny, sem ég tengi alltaf Ellington og Sinatra, en það hljóðrituðu þeir saman. Aftur á móti var lagið flutt af meira grúfi af kvartettinum, enda þeir kunnugri flutningi Boney M á verkinu í útsetn- ingu Þóris Baldurssonar. Það var semsagt ekki efnisskráin sem vakti athygli heldur spila- mennskan. Snorri blés að mestu í flygilhorn og verður æ betri í hvert skipti sem maður heyrir hann spila. Tónninn silkimjúkur og spuninn hugmyndaríkur. Guðmundur Pét- ursson er alltaf blúsgítaristinn villti í huga manns, en þarna var hann djassleikari í fyrsta klassa. Hug- myndirnar spruttu fram undan fingrum hans að því er virtist fyr- irhafnarlaust: línurnar einfaldar og klassískar svo minnti oft á Doug Raney og jafnvel uppáhald Guð- mundar, Jim Hall, og hljómaleikur- inn oft í stíl Wes Montgomerys. Pét- ur Sigurðarson er kornungur bassaleikari af Akranesi sem nemur við djassdeild Tónlistarskóla FÍH og lofar góðu, tónninn fínn og ryþma- tilfinningin sterk. Hann hafði ég aldrei heyrt fyrr. Jóhann Hjörleifs- son hefur verið akkeri Stórsveitar Reykjavíkur um árabil og keyrt áfram popphljómsveitir í tugatali. Hann stóð sig með sóma sem oftast. Að ósekju hefði Snorri mátt sleppa trompetblæstrinum á þessum tónleikum og hin klassíska sveifla var á stundum dálítið stirð hjá hryn- sveitinni. En það skipti ekki höfuð- máli því þeim félögum tókst að kveikja djasseldinn í hjörtum þeirra sem á þá hlýddu. Það er alltént fyrir mestu. Þeir Jómfrúarmenn anna ekki að- sókninni þá laugardaga sem ég hef heimsótt þá og gott er að Borgar- menn hlaupa undir bagga og setja út borð. Það er alltaf þess virði að heim- sækja Jómfrúna því þó að djassinn sé ekki alltaf jafn góður og þetta laugardagssíðdegi klikkar rifjasteik- in aldrei hjá Jakobi að tónleikum loknum. Óvænt skemmtun DJASS Jómfrúin Snorri Sigurðarson flygilhorn og trompet, Guðmundur Pétursson gítar, Pétur Sig- urðarson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Laugardaginn 30. júlí. SNORRI SIGURÐARSON OG FÉLAGAR Vernharður Linnet Lengi vel hefur samslátturrokktónlistar og pólitískr-ar hugsjónamennsku legið niðri og slík starfsemi hreint og beint þótt hallærisleg. Sú var tíðin, gróflega á ára- bilinu 1985 til 1990, að rokk- tónlistarmenn voru einstaklega virkir í málefnum sem „skiptu máli“ og var þeim sinnt af mikilli alvöru og einlægni, hvort sem um var að ræða regnskóga, kjarn- orkuvopn eða illa einræðisherra. Upphaf þessa má rekja til söfn- unartón- leikanna miklu Live Aid og segja má að listamenn eins og U2, Sting og Peter Gabriel hafi á þessum árum trúað því einlæglega að rokktónlist gætti breytt heim- inum. Það kom því í hlut Bono, söng- spíru U2, að enda þetta skeið enda enginn jafn heitur bar- áttumaður fyrir þessum efnum og hann. Bono og félagar hans um- breyttust frá og með plötunni Achtung Baby (’91) og var merk- ingar- og tilgangsleysi jarðlífsins nú orðið meginþema. Bono var nú til muna áhugasamari um Trab- anta, flatbökur og sítrónur en það sem „máli skipti“.    Svo virðist sem Bruce Spring-steen og fleiri bandarískir tónlistarmenn ætli sér að breyta þessu og í raun er búið að gefa út yfirlýsingu eða manifesto þessa efnis í formi aðsends bréfs, sem birtist í New York Times í fyrra- dag. Kveikjan er forseti Banda- ríkjanna, George W. Bush, og væntanlegar kosningar í haust þar sem demókratinn John Kerry er í mótframboði. Höfundurinn, sjálfur Bruce Springsteen, slær tóninn strax í upphafi þegar hann segir að lista- menn hvers lands eigi sér ákveð- inn stað í samfélagslegri og póli- tískri verund þess. Hann segir svo frá nýjum samtökum sem hann og fleiri tónlistarmenn eru búnir að stofna, samtökunum Vote for Change, en þau ætla að einbeita sér að því að stuðla að falli Bush í haust með tónleikaferð um landið í október. Með Springsteen eru listamenn eins og REM, Dave Matthews, Pearl Jam, James Tayl- or og Dixie Chicks. Síðasta nafnið er athyglisvert en þetta sveita- tónlistartríó varð frægt fyrir það á sínum tíma að andæfa Bush op- inberlega. Eftir það, aðallega í ljósi minnkandi plötusölu, reyndu þær að draga í land. Það að þær skuli nú hafa beygt af leið og fylgi Springsteen að málum segir ýmislegt um andrúmsloftið í Bandaríkjunum í dag. Í vel skrifuðu bréfi heitir Springsteen Kerry og varafor- setaefni hans, John Edwards, stuðningi. Springsteen við- urkennir að hann hafi stutt inn- rásina í Afganistan en tilgangs- leysi stríðsins í Írak hafi fyllt mælinn. Springsteen endar bréfið með því að lýsa því yfir að núver- andi ríkisstjórn Bandaríkjanna sé komin of langt frá bandarískum gildum og að það sé orðið tíma- bært að stefna fram á við því „landið sem lifir í hjörtum okkar bíður“.    Það verður spennandi að fylgj-ast með því hvort nýr „rokk- pólitískur“ tími hjá meginstraums- listamönnum sé runninn upp. Hver veit. Kannski verður Bono farinn að veifa hvíta fánanum á nýjan leik í enda þessa árs, með eld í augum, líkt og hér áður fyrr. Það færi honum svei mér þá betur en þetta dufl hans við kaldhæðni og hið „póstmóderníska ástand“. Síðustu fimmtán ár eða svo hefur þessi frábæra írska sveit nefnilega verið í tómu rugli, svo ég kveði nú fast að orði. Það er því einkennilegt til þess að hugsa – en þó spennandi – ef það verður hægt að þakka jóla- sveininum Bush Bandaríkjaforseta endurreisn U2 sem gjaldgengrar og góðrar hljómsveitar. Fylgiskannanir hafa sýnt að mjótt er á mununum hjá Kerry og Bush. Fari svo að Kerry sigri í kosningunum í haust er því vel hægt að gera ráð fyrir að fleiri tónlistarmenn fylgi fordæmi Springsteens og félaga. Endurkoma pólitísks rokks? ’Kannski verður Bonofarinn að veifa hvíta fán- anum á nýjan leik í enda þessa árs, með eld í aug- um, líkt og hér áður fyrr. ‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÍTALSKI óperu- söngvarinn Luciano Pavarotti fær held- ur slæma útreið í nýrri ævisögu fyrr- verandi umboðs- manns hans, Her- berts Breslin, samkvæmt frétta- stofu BBC. Breslin var umboðsmaður Pavarottis í meira en þrjátíu ár, en í fyrra slitnaði upp úr samstarfinu og seg- ir hann bókina vera „sögu um fagran, einfaldan og ynd- islegan náunga sem varð að mjög ein- beittri, frekri og … óhamingjusamri súperstjörnu“. Titill bókarinnar er „Kóngurinn og ég: Óritskoðuð saga af rísandi frægðarsól Lucianos Pav- arottis sögð af um- boðsmanni hans, vini og stundum andstæðingi“. Bókin er ekki enn komin út, en The Washington Post hefur fengið eintak af henni. Blaðið sagði meðal annars að samkvæmt Breslin hefði Pavarotti gagnrýnt kollega sinn Placido Domingo og sagt að jafnvel „í draumi hefði Placido ekki rödd eins og Pavarotti“. Breslin kemur einnig upp um ýmsar kenjar Pav- arottis, eins og að nota orðið „stup- ido“ sem blíðuhót, heimta að vera keyrður jafnvel stystu mögulegu vegalengdir og hræðslu hans við framandi mat, sem leiddi til þess að með Pavarotti í för til Kína var eitt sinn heilt veitingahús. Undarlegt nokk lýkur bókinni á viðtali við Pavarotti sjálfan, sem The Washington Post segir fara fögrum orðum um fyrrverandi umboðsmann sinn, en hann er sagður eiga heið- urinn af frægð Pavarottis utan tón- listarheimsins, með tónleikum á stórum leikvöngum og sjónvarps- uppákomum. Í fyrra sagði Breslin þegar fréttir bárust af samstarfs- slitum þeirra: „Við höfum fengið nóg. Ég hef fengið nóg.“ Bækur | Fyrrverandi umboðsmaður Pavarottis gefur út ævisögu Vinir og andstæðingar Reuters Luciano Pavarotti er sagður hafa verið bæði einfald- ur og yndislegur náungi, en síðan þróast út í freka og óhamingjusama söngstjörnu. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.