Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 234. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Fær Bush byr
í seglin?
Flokksþing repúblikana hefst í New
York á morgun | 14
Atvinna | Félagsmálaskóli alþýðu og Háskólinn á Akureyri í
samstarf Dampi haldið í atvinnuleit Tímaritið | Músík og
minningar fyrir nátthrafna Lækningajurt erkiengilsins
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu
og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar.
BANDARÍSKA al-
ríkislögreglan (FBI)
hefur hafið rannsókn
vegna grunsemda um
að háttsettur starfs-
maður varnarmála-
ráðuneytisins hafi
stundað njósnir í
þágu Ísraela.
Að sögn banda-
rískra fjölmiðla ræðir
hér um sérfræðing í
málefnum Írans sem sagður er náinn
samstarfsmaður Douglas Feiths en
hann er einn helsti ráðgjafi Donalds
Rumsfelds varnarmálaráðherra.
Feith er ásamt Paul Wolfowitz að-
stoðarvarnarmálaráðherra talinn
hafa verið einn helsti skipuleggjandi
innrásarinnar í Írak.
Í sambandi við þrýstihóp
Grunur leikur á um að maðurinn
hafi komið leynilegum upplýsingum
um Íran í hendur fulltrúa þrýstihóps,
„American-Israeli Public Affairs
Committee“, sem styður ísraelsk
stjórnvöld í einu og öllu. Ónefndur
embættismaður sagði í samtali við
AP-fréttastofuna hugsanlegt að mað-
urinn yrði handtekinn í vikunni.
Talsmaður þrýstihópsins vísaði
ásökunum þessum á bug í gær, kvað
þær „fráleitar“ og „tilhæfulausar með
öllu“. Hið sama gerði talsmaður
sendiráðs Ísraela í Washington.
Trúnaðarskjöl um Íran
Upplýsinga um meintar njósnir
mannsins mun hafa verið aflað með
hlerunum og ljósmyndum auk þess
sem fylgst hefur verið með ferðum
hans. Skjölin sem hann er sagður
hafa látið af hendi vörðuðu stefnu
Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran en
spenna hefur aukist í samskiptum
ríkjanna vegna kjarnorkuáforma
klerkastjórnarinnar í Teheran. Ísra-
elar hafa lýst yfir þungum áhyggjum
sökum þeirra.
Ísraelar eru sérlega nánir banda-
menn Bandaríkjamanna og þykja
upplýsingar þessar alvarlegar í því
ljósi. Hins vegar hefur áður komist
upp um ísraelska njósnara í Banda-
ríkjunum. Árið 1985 var leyniþjón-
ustumaðurinn Jonathan Pollard
handtekinn fyrir njósnir í þágu Ísra-
ela. Hann var dæmdur í ævilangt
fangelsi.
Njósnari
í starfsliði
Rumsfelds?
Washington. AFP.
Donald
Rumsfeld
TIL eru þeir sem halda því fram að
nútímalist sé almennt og yfirleitt
algjört rusl en gagnrýnendur eru
yfirleitt ekki jafn beinskeyttir og
ræstitæknir sem starfar í einum af
virtustu sýningarsölum Bretlands.
Hreingerningarkona í Tate
Britain-sýningarsalnum í Lund-
únum gekk á dögunum fram á stór-
an plastpoka sem reyndist geyma
pappa, gömul dagblöð og annan úr-
gang sem hún taldi flokkast undir
stór abstraktmynd. Verk Metzgers
er frá árinu 1960.
Starfsmenn Tate fundu pokann í
ruslinu en Metzger var þeirrar
hyggju að þessi hluti listaverksins
hefði orðið fyrir óbætanlegum
skaða. Til allrar lukku reyndist
honum unnt að leggja fram nýjan
plastpoka sem hann náði að fylla
með gömlum dagblöðum og pappa.
Talsmaður Tate sagði að starfs-
fólki hefði verið gerð grein fyrir
því að umræddur plastpoki væri
listgripur.
sorp. Hún tók því pokann og henti
honum í ruslið, öldungis grunlaus
um að hún hefði þar með fargað
hluta listaverks eftir Þjóðverjann
Gustav Metzger.
Verk Metzgers, sem nefnist
„Endursköpun fyrstu almennu sýn-
ingarinnar á sjálfseyðandi list“, var
sumsé á sýningunni í salnum en
verk þetta samanstendur af áð-
urnefndum plastpoka sem stillt er
upp við borð en í bakgrunni hangir
Listaverkið fór í ruslið
Lundúnum. AFP.
KENNSLA í skólum landsins er óðum að hefjast og
venju samkvæmt er nóg að gera í bóka- og fataversl-
unum um þessar mundir. Miðborg Reykjavíkur er
þar engin undantekning, ungt fólk er alls staðar á
ferð og hefur dregið fram þykkari flíkur enda hefur
heldur kólnað í veðri.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Á bak við dropana
„ÞEGAR sjúkdómurinn er sem
verstur er líðan mín hreint út sagt
ömurleg. Eins og ég sé með
krabbamein í sálinni. [...] Ég reyni
að vera á stöðugri hreyfingu til að
deyfa sársaukann. Ég þríf íbúðina
og bílinn eins og brjálæðingur á
hverjum degi. Ég hef tekið upp á
því að þrífa svalirnar klukkan fjög-
ur að nóttu.“
Þannig lýsir Birna Hrönn Sig-
urjónsdóttir, 31 árs gömul, einstæð
þriggja barna móðir, sjúkdómsein-
kennum sínum, en hún hefur frá
barnsaldri þjáðst af persónuleika-
röskun, þunglyndi, þráhyggju og
áráttu, auk einkenna átröskunar.
Birna hefur gert tvær alvarlegar
sjálfsvígstilraunir með lyfjum og
skipulagt margar tilraunir til að
enda líf sitt með öðrum hætti.
Hún er í hópi þeirra sem hafa
þegið aðstoð Geðteymisins, sem
sett var á laggirnar snemma í vor
og rekið er af Miðstöð heimahjúkr-
unar innan heilsugæslunnar.
Reglubundnar heimsóknir hjúkr-
unarfræðings hafi breytt miklu um
bata hennar og gefið henni lífsvon.
„Eins og er kemst ekkert annað
að en draumur minn um að ná fullri
heilsu. Mér hefur ekki liðið jafn vel
í 10 ár. Ef ég sé beran nagla í vegg
er ekki lengur mín fyrsta hugsun
hvernig ég geti borað naglanum
hérna inn í hauskúpuna,“ segir
Birna og kímir, „heldur hvað væri
hægt að hengja skemmtilegt á
hann.“
Fleiri konur en karlar
Fjöldi fólks með 75% örorku
vegna geðraskana hefur nær tvö-
faldast á undanförnum 8 árum.
Alls höfðu 1.214 konur og 931 karl
verið metin til 75% örorku vegna
geðraskana 1. desember árið 1996,
en 2.237 konur og 1.943 karlar 1.
desember í fyrra. Að því er fram
kemur í grein eftir Sigurð Thorlac-
ius og Sigurjón B. Stefánsson
lækna í nýjasta hefti Læknablaðs-
ins hækkaði hlutfall kvenna sem
metnar höfðu verið til 75% örorku
vegna geðraskana úr 28 í 33% á
tímabilinu og hjá körlum úr 31 í
42% þeirra sem metnir höfðu verið
til 75% örorku. Á sama tíma jókst
fjöldi nýrra 75% öryrkja vegna
geðraskana hjá konum úr 68 árið
1996 í 182 árið 2003 og hjá körlum
úr 51 í 134.
Fjöldi fólks með 75% örorku af völdum geðraskana nær tvöfaldast á átta árum
„Eins og ég sé með
krabbamein í sálinni“
Samfélagið þarf/18–20
NOKKUR þúsund manns tóku
þátt í mótmælum í New York á
föstudagskvöld þar sem ríkisstjórn
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta var fordæmd.
Rúmlega 250 manns voru hand-
teknir. Paul Browne aðstoðarlög-
reglustjóri sagði að mótmælend-
urnir hefðu valdið miklum
truflunum og stofnað öryggi öku-
manna í hættu. Þátttakendur í að-
gerðunum sögðu hins vegar að
mótmælaaðgerðirnar hefðu verið
friðsamlegar og sökuðu lögreglu
um að beita óhóflegu valdi.
Flestir þeirra sem handteknir
voru verða ákærðir fyrir óspektir.
Búist er við umfangsmiklum
mótmælum í New York í vikunni
þegar fram fer þing Repúblikana-
flokksins. Er þetta fyrsta lögreglu-
aðgerðin gegn mótmælendum og
því var spáð í gær að fleiri myndu
fylgja í kjölfarið
Gert er ráð fyrir að um 250.000
manns taki þátt í mótmælum í dag,
sunnudag, við Madison Square
Garden þar sem flokksþingið fer
fram.
Mótmæli
stöðvuð í
New York
New York. AFP.
Atvinna og Tímaritið í dag