Morgunblaðið - 29.08.2004, Side 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Frönskunámskeið
hefjast 13. september
innritun frá 29. ágúst
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík, fax 562 3820.Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: alliance@simnet.is
Innritun í síma
552 3870
„NÚ ER ljóst að skatttekjur hins
opinbera eru að aukast, einkum
vegna mikilla framkvæmda á Aust-
urlandi. Af þeim sökum má vænta
þess að hagur sveitarfélaganna
vænkist einnig frá því sem verið
hefur. Þetta sést meðal annars á því
að hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga í innheimtum skatttekjum
ríkissjóðs á síðasta ári voru um
hundrað og fimmtíu milljónum
króna hærri en gert var ráð fyrir í
fjárlögum og munu þeir fjármunir
væntanlega skila sér í auknum
framlögum til sveitarfélaganna á yf-
irstandandi ári.“ Þetta sagði Árni
Magnússon, félagsmálaráðherra á
tólfta ársþingi Sambands sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra sem sett
var á föstudag í félagsheimilinu
Héðinsminni í Akrahreppi í Skaga-
firði. Í almennum umræðum á fund-
inum kom m.a. fram að tryggja
þyrfti fjármuni í samræmi við ný
verkefni sveitarfélaga, en það hafi
ekki orðið raunin þegar sveitar-
félögin tóku við málefnum grunn-
skólanna.
Eftir þingsetningu Ársæls Guð-
mundssonar, sveitarstjóra í Skaga-
firði, sem flutti skýrslu stjórnar, og
kosningu starfsmanna þingsins,
flutti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,
verkefnisstjóri um málefni fatlaðra
á Norðurlandi vestra, starfsskýrslu,
Bjarni Þór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri sambandsins, lagði
fram reikninga ársins 2003 og fjár-
hagsáætlun næsta starfsárs auk
starfsskýrslu framkvæmdastjóra.
Eftir fyrirspurnir og umræður,
voru lagðar fram tillögur stjórnar
og einstakra fulltrúa og þeim vísað
til nefnda.
Ágreiningur innan
tekjustofnanefndar
Árni ræddi sérstaklega um fjár-
málaleg samskipti ríkis og sveitarfé-
laga á þinginu. Sagði hann að í upp-
hafi verkefnis um eflingu
sveitarstjórnarstigsins var gert ráð
fyrir því að breytingar á tekjustofn-
um sveitarfélaga yrðu ákveðnar út
frá þeim tillögum sem verkefnis-
stjórn og sameiningarnefnd mundu
leggja fram um breytingar á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga og á
sveitarfélagaskipan. Sérstök tekju-
stofnanefnd hafi verið skipuð í lok
síðasta árs, „og hefur það verið af-
staða mín að umræðu um fjármála-
leg samskipti ríkis og sveitarfélaga
væri sem mest beint í þann farveg.
Því miður hefur verið ágreiningur
innan nefndarinnar, um verksvið
hennar og hafa þeir sem að verkinu
standa komist að þeirri sameigin-
legu niðurstöðu að tillögur samein-
inganefndar um breytingu á sveitar-
félagaskipan, sem eru nánast
tilbúnar, verði ekki kynntar fyrr en
sátt hefur náðst um þennan ágrein-
ing,“ sagði Árni.
Hann sagði fulltrúa sambandsins
hafa viljað ræða ýmis gömul ágrein-
ingsmál, svo sem um tekjutap vegna
einkahlutafélaga og húsaleigubæt-
ur, auk þess sem þeir telja nauðsyn-
legt að endurskoða tekjustofna
sveitarfélaga í heild sinni. „Um
þetta hefur ekki náðst sátt í nefnd-
inni og hefur það óneitanlega bitnað
á verkefninu í heild sinni.“
Þá drap ráðherrann á samskipti
ríkis og sveitarfélaga, stefnumótun í
lánamálum vegna húsnæðiskaupa
og nýjustu tíðindi í kjölfar þeirra
breytinga og í lokaorðum sínum
sagði hann: „Hlutverk sveitarfélag-
anna hefur breyst mikið og það mun
halda áfram að taka breytingum á
komandi árum. Það er skýr afstaða
Alþingis, ríkisstjórnar og mikils
meirihluta sveitarstjórnarmanna að
við eigum að efla og stækka sveit-
arfélögin til að þau geti sinnt betur
þeim auknu verkefnum sem þeim
eru falin af löggjafanum og innt af
hendi þá þjónustu sem íbúarnir gera
kröfu um. Í þeim efnum megum við
ekki tala aðeins um stöðuna eins og
hún er í dag, við verðum að horfa til
framtíðar. Flest getum við verið
sammála um að ýmis þjónusta sem
ríkisvaldið innir af hendi geti allt
eins verið á ábyrgð sveitarfélaganna
og að sveitarstjórnarmenn hljóti, að
minnsta kosti flestir, að hafa miklu
skýrari hugmyndir um þarfir íbú-
anna heldur en embættismenn rík-
isins.“
Óskað eftir tillögum um
sameiningu sveitarfélaga
Að loknum framsögu ráðherra og
erindum þeirra Guðjóns Bragason-
ar, formanns sameiningarnefndar,
sem hann nefndi: Eflingu sveitar-
stjórnarstigsins; Hjálmars Árnason-
ar, alþingismanns og formanns
verkefnisstjórnar, sem nefndist Ný
verkefni sveitarfélaga, svo og Lín-
eyjar Árnadóttur sem fjallaði um
viðhorf sveitarstjórnamanns tóku
við almennar umræður um fram-
söguerindin. Þar kom fram í máli
margra að til þess að unnt væri að
fjalla um frekari eflingu þessa um-
rædda stjórnsýslustigs vantaði þær
upplýsingar sem ráðherra hefði boð-
að að væru væntanlegar, það er
hverjar tillögur um sameininguna
væru, og einnig minntu nokkrir á að
ekki mætti það gerast aftur að fjár-
munir í samræmi við umfang hvers
verkefnis fylgdu ekki með í yfir-
færslunni til sveitarfélaganna, eins
og menn vildu meina að gerst hefði
við yfirtöku grunnskólans.
Í svörum Hjálmars Árnasonar og
Árna Magnússonar kom fram að nú
loks hafi náðst um það samkomulag
milli fjármálaráðherra og fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra
sveitarfélaga að fara í viðræður um
það hvaða verðmiði fylgi hverju
verkefni, og fullyrti Hjálmar að
kominn væri grundvöllur til að finna
sanngjarna lausn sem sveitarfélögin
ættu að geta vel við unað. Ráðherra
sagði að ekki yrði gengið fram með
neinu offorsi í sameiningartillögun-
um, „það verður ekki gengið til
þessa verks nema um þau ríki sátt,
og það verða heldur ekki flutt verk-
efni frá ríki til sveitarfélaga með
neinu ofbeldi, heldur unnið að þess-
um málum á þann veg að um þau
skapist friður,“ sagði ráðherra að
lokum.
Þinginu lauk í gær, laugardag.
Ársþing sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra
Framlög til sveitar-
félaga aukin á árinu
Skagafirði. Morgunblaðið.
Íslenska sendiráðið í Lundúnum
Framkvæmdum við
Kárahnjúka mótmælt
AÐGERÐAHÓPUR umhverfis-
verndarsinna frá samevrópsku sam-
tökunum Earth First heimsótti ís-
lenska sendiráðið í Lundúnum á
föstudag til að vara íslensk stjórn-
völd við að umhverfisverndarsinnar í
Evrópu eru reiðir vegna fram-
kvæmda Landsvirkjunar og Alcoa
við Kárahnjúka.
Þetta kemur fram í frétt sem
Morgunblaðinu hefur borist. Fram
kemur að meðlimir Earth First og
annarra umhverfisverndarsamtaka í
Evrópu eru staðráðnir í að taka þátt
í baráttunni fyrir því að koma í veg
fyrir að lokið verði við stífluna við
Kárahnjúka og önnur sambærileg
verkefni sem ógna náttúrunni á Ís-
landi.
Fram kemur að samtökin Earth
First voru stofnuð fyrir tíu árum og
hafa átt hlut að mörgum aðgerðum á
sviði umhverfisverndarmála bæði í
Stóra-Bretlandi og annars staðar.
BIRGIR Ármannsson
alþingismaður hefur
verið kjörinn formað-
ur Vestnorræna ráðs-
ins til eins árs og tók
hann við embættinu af
Jonatan Motzfeld á
ársfundi samtakanna í
Grænlandi fyrir
skömmu.
Vestnorræna ráðið
er samstarfvett-
vangur þinganna á Ís-
landi, í Færeyjum og á
Grænlandi og eiga
sæti í ráðinu sex þing-
menn frá hverju land-
anna. Markmið með
starfinu er að efla samvinnu land-
anna á sem flestum sviðum.
Birgir sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þrenn málefni hefðu
helst verið til umræðu á ársfundi
samtakanna að þessu sinni. Í
fyrsta lagi hefði verið rætt um
orkumál í framhaldi af þemaráð-
stefnu um endurnýjanlega orku
sem fram hefði farið hér á landi í
júní í sumar á vegum ráðsins og
hefði ráðið samþykkt ályktun þar
sem hvatt væri til þess að rík-
isstjórnir landanna og þá sér-
staklega orkumálaráðherrar
þeirra efldu samvinnu sín í milli á
þessu sviði.
Birgir sagði að í öðru lagi hefði
verið rætt um ályktun sem varðaði
fiskveiðistjórn á Norður-
Atlantshafi og sam-
skipti við Evrópu-
sambandið á því
sviði. Í ályktuninni
komi fram að löndin
hafi hvert með sínum
hætti ákveðna samn-
inga við Evrópusam-
bandið. Hins vegar
kæmi fram að það
væri miklvægt að
vestnorrænu löndin
héldu á loft því sjón-
armiði í samskiptum
sínum við Evrópu-
sambandið að á
þeirra hafsvæðum
væri rekin ábyrg
fiskveiðistjórn, sem hefði það að
markmiði að tryggja sjálfbæra og
skynsamlega nýtingu auðlind-
arinnar.
Aukin samvinna á sviði rann-
sókna á loftslagsbreytingum
Í þriðja lagi hefði einnig verið
rædd og samþykkt ályktun sem
fæli í sér aukna samvinnu á sviði
rannsókna á loftslagsbreytingum
á svæðinu. Það væri mikilvægt að
upplýsingar lægju fyrir um hugs-
anlegar breytingar á loftslagi ekki
síst með tilliti til áhrifa þess á haf-
ið. Vestnorræna ráðið hvetti til
þess að þeir aðilar sem beri
ábyrgð á rannsóknum í hverju
landi fyrir sig efli samvinnu og
upplýsingastreymi sín í milli.
Birgir Ármannsson formað-
ur Vestnorræna ráðsins
Birgir Ármannsson
TÆPLEGA 20% reykvískra barna
og unglinga nota hjálma við hjólreið-
ar samkvæmt könnun sem Slysa-
varnafélagið Landsbjörg gerði
helgina 21.–22. ágúst sl.
Könnunin náði til níu bæjarfélaga
og var hlutfall barna og unglinga
sem nota hjálma minnst í Reykjavík
en mest á Dalvík og Akureyri, þar
sem rúmlega 60% barna nota
hjálma. Í aðeins þremur af níu bæj-
arfélögum var hlutfallið yfir 50%.
Sambærileg könnun var gerð um
miðjan júní í sumar og var þá hjálm-
notkunin 31% í Reykjavík. Í frétta-
tilkynningu frá Landsbjörg segir
m.a að „athyglisvert [sé] að sjá að
engin aukning [hafi] orðið í hjálm-
notkun meðal barna og unglinga í
Reykjavík þó að töluverð umræða
hafi orðið um málið í sumar“. Í til-
kynningunni er ítrekað að það sé for-
eldra að brýna fyrir börnum og ung-
lingum að nota hjálma þegar þau
nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupa-
hjól.
Tæp 20% barna í Reykja-
vík nota hjólreiðahjálma
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
greiddi á síðasta ári meira en helm-
ing af öllum greiðslum sínum vegna
tannlækninga beint til tannlækna
og er það í fyrsta skipti sem það
gerist, en beingreiðslur til tann-
lækna hafa tvöfaldast á síðustu
fimm til sex árum.
Á vef Tryggingastofnunar kemur
fram að augljóst hagræði er að því
fyrir fólk sem á rétt á endur-
greiðslu vegna tannlækninga að
greiða einungis það sem því ber hjá
tannlækninum, sem síðan innheimt-
ir hluta trygginganna hjá Trygg-
ingastofnun beint. Það spari fólki
ferð til Tryggingastofnunar til að
sækja þá endurgreiðslu sem það á
rétt á.
Beingreiðslur
til tannlækna
tvöfaldast
á 5–6 árum
LÖGREGLU barst tilkynning um
brotna rúðu í Tómstundahúsinu í
Nethyl í Reykjavík kl. hálffjögur í
fyrrinótt. Við rannsókn kom í ljós
að fimm fjarstýrðum bensíndrifn-
um smábílum að verðmæti rúmar
tvær milljónir króna hafði verið
stolið.
Dýrum leik-
fangabílum
stolið
♦♦♦