Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Verð: 39.900kr.
2 fyrir 1
*
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
56
87
08
/2
00
4
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu
bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann.
Haustsólin
Örfá
sæt
i - bó
kaðu
stra
x!
Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is
Tilboðið gildir í brottfarir 31. ágúst - 16. sept.
Einungis valdir gististaðir á tilboði.
Fleiri en tveir? Verð á mann er óháð fjölda í gistingu.
til Portúgal, Mallorca, Benidorm eða Costa del Sol
á mann í stúdíói í 7 nætur.
Aukavika: 19.900 kr.
Verð: 46.900kr.* á mann í íbúð í 7 nætur.Aukavika: 24.900 kr.
Þetta er bara vitleysa hjá ykkur, þetta hefur ekkert með jafnrétti að gera, ég notaði hana
bara sem skiptimynt fyrir forsætisráðherrastólinn.
Líta má á auglýsinga-og markaðsher-ferðir sem hverja
aðra fjárfestingu, sem
skila verður ákveðinni
arðsemi. Hönnun og dreif-
ing auglýsinga, hvort
heldur í prent- eða ljós-
vakamiðlum, kostar fé og
gæta þarf að því að aug-
lýsingarnar berist í réttar
hendur.
Vel heppnuð auglýsing
fyrir tannlím gerir lítið
gagn ef hún birtist í
barna- og unglingatíma-
riti. Markaðsgreiningu er
ætlað að leysa þetta
vandamál, en hún eykur
óhjákæmilega á kostnað-
inn við auglýsingaherferðina.
Við þessi fjárhagslegu vanda-
mál bætist svo auglýsingaþreyta
fólks. Almennt streitist fólk á móti
því að vera „matað á auglýsing-
um“, og eru þeir ófáir sem slökkva
á viðtækinu eða skipta um stöð í
auglýsingahléi.
Auglýsandinn stendur því
frammi fyrir nokkrum vanda.
Hann verður að koma vöru sinni
eða þjónustu á framfæri við neyt-
endur, en kostnaður við þróun og
dreifingu auglýsingarinnar má
ekki vera of hár, hún verður að
berast í réttar hendur og henni
verður að vera vel tekið.
Ólaunuð markaðsgreining
Sumir auglýsendur telja Netið
hafa leyst nokkur af þessum
vandamálum, séu möguleikar
þess nýttir á réttan hátt. Hefð-
bundnar auglýsingar eru háðar
fjölmiðlum um dreifingu, og sjái
neytandi auglýsingu sem snertir
við honum á hann óhægt um vik
með að fjölfalda hana og dreifa til
vina sinna. Hann nefnir hana
kannski í samtölum, ef hún hefur
ekki þá þegar gleymst.
Netið og stafræn tækni tölv-
unnar gerir fjölföldun gagna og
dreifingu tafarlausa og nánast
gjaldfrjálsa. Netnotandi sem
rekst á áhugavert efni á Netinu
getur á augabragði sent það öllum
vinum og vinnufélögum sínum.
Flestir netnotendur kannast við
að hafa fengið með tölvupósti frá
vinum eða vandamönnum skrýtlu
eða skopmynd, stafrænan undir-
skriftalista eða viðvörun um nýj-
ustu tölvuveiruna. Stundum öðl-
ast þessir tölvupóstar að því er
virðist eigið líf, og hefur verið líkt
við veirur, þótt sú samlíking sé
e.t.v. óheppileg.
Munurinn á tölvuveirum og
„skrýtlupóstinum“ er að sjálf-
sögðu sá að pósturinn er sendur
með vitund og vilja sendanda og
gerir viðtakanda engan skaða eða
óskunda. Veiran dreifir sér hins
vegar sjálf og getur mikil eyði-
legging fylgt í kjölfarið.
Samlíkingin er samt sem áður
ekki alveg út í hött. Líta má á efn-
ið – skrýtluna, skopmyndina
o.s.frv. – sem veiru og netnotand-
ann sem hýsil sem fjölgar og
dreifir veirunni. Nái „veiran“ að
„smita“ nógu marga „hýsla“ getur
hún náð veldisvaxandi dreifingu
og þannig sýnt hegðun sem er
ekki ósvipuð smitsjúkdómafar-
öldrum.
Hagsmunir auglýsenda af því
að nýta sér þessa tækni og til-
hneigingu netnotenda eru aug-
ljósir. Nái auglýsingar þeirra að
komast inn í þetta óskipulagða,
dreifða, en mjög áhrifamikla
dreifikerfi, getur hún náð til mik-
ils fjölda fólks, án þess að auglýs-
andinn þurfi að greiða krónu fyrir
dreifinguna. Auk þess sendir fólk
áhugavert efni iðulega á þá sem
það heldur að njóti þess, og því er
líkt og þúsundir ólaunaðra mark-
aðsgreinenda vinni fyrir auglýs-
andann, þótt í skamman tíma sé.
Eins og gefur að skilja skiptir
miklu máli hvernig auglýsingin er
hönnuð og hvert innihald hennar
er. Fólk dreifir ekki efni um Netið
til þess eins að auglýsa fyrirtæki
og vörur, heldur vegna þess að
efnið sjálft er einhvers virði. Aug-
lýsingar í formi tölvuleikja og
stuttmynda eru dæmi um góðar
smitleiðir, og eru auglýsingastof-
ur erlendis sem sérhæfa sig í gerð
auglýsinga fyrir Netið með það að
markmiði að ná smitdreifingu.
Auglýsir sig sjálf
Frægasta dæmið um smither-
ferð er sú aðferð sem vefpóstfyr-
irtækið Hotmail notaði, og notar
enn, til að auglýsa þjónustu sína.
Neðan á hvern tölvupóst sem not-
endur Hotmail senda eru hengdar
þrjár línur af texta þar sem við-
takandinn er hvattur til að kynna
sér kjör Hotmail og að verða sér
úti um ókeypis netfang. Notend-
urnir dreifa auglýsingunni fyrir
fyrirtækið, og varan – þ.e. tölvu-
pósturinn – auglýsir sig sjálf.
Auðvitað munu ekki allir aug-
lýsendur geta nýtt sér þessa smit-
dreifingaraðferð. Vörur eða þjón-
ustu sem ætluð er fyrir
þjóðfélagshópa sem lítið eða ekk-
ert nota Netið er ekki hægt að
auglýsa þar. Þá hentar þessi aug-
lýsingaaðferð frekar fyrirtækjum
sem þjóna stórum svæðum, eða
geta sent vöru sína hvert á land
sem er. Staðbundin fyrirtæki
græða lítið á því þótt auglýsing
þeirra njóti vinsælda á Netinu.
Fyrir þá sem geta komið boð-
skap sínum á framfæri með þess-
um hætti er um gullið tækifæri að
ræða – svo lengi sem auglýsingin
er nægilega smitandi.
Fréttaskýring | Auglýsingaherferðir
Smitandi
auglýsingar
Hvernig má gera auglýsinguna sjálfa
eftirsóknarverða fyrir neytendur?
Herferð Hotmail er talin afar vel heppnuð.
Netið virkjað í þágu
markaðsaflanna
Smitmarkaðssetning (e. viral
marketing) nýtur sívaxandi vin-
sælda meðal auglýsenda erlend-
is, en smitauglýsingar eru af-
sprengi nútímatölvutækni og
netvæðingarinnar.
Helstu kostir hennar eru lágur
dreifingarkostnaður og hag-
kvæmari dreifing á auglýsing-
unni. Tölvuleikir, stuttmyndir og
vefsíður eru notaðar til að koma
skilaboðunum áleiðis, og geta
herferðirnar verið langvarandi
og íburðarmiklar.
bjarni@mbl.isÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122