Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 11
Morgunblaðið/ÞÖK
Stutt heimsókn Bills Clintons til
Íslands á þriðjudag vakti mikinn
áhuga landsmanna.
’Ein helsta áskorun 21. ald-arinnar er að skapa þau skilyrði
að fólk þurfi ekki að velja á milli
starfsframa og einkalífs.‘Cherie Blair , eiginkona Tonys Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, virtur lögfræð-
ingur og fjögurra barna móðir, á mál-
þinginu Konur, völd og lögin, sem fram fór
í Háskólabíói á föstudag á vegum Rann-
sóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og
lagadeildar Háskóla Íslands.
’Pólitísk rétthugsun er kominút í öfgar í Bretlandi og er að
gera fólk brjálað.‘Michael Howard , leiðtogi breska Íhalds-
flokksins, í ræðu á fimmtudag.
’Framsóknarkonur sætta sigekki við annað en að vera metn-
ar að verðleikum og að hafa
sömu möguleika og karlar til
áhrifa og valda innan flokksins
og úti í þjóðfélaginu.‘Úr ályktun fundar Landssambands fram-
sóknarkvenna á miðvikudagskvöld, þar
sem rædd var sú staða sem upp er komin í
jafnréttismálum innan flokksins eftir að
ljóst varð að Siv Friðleifsdóttir myndi
missa ráðherraembætti þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn tekur við umhverfisráðu-
neytinu í september.
’Í mínum huga hefur Ísland ogöll saga þess alltaf verið eins
konar fyrirmynd mjög mik-
ilvægs þáttar frjálsra ríkja. Ég
hef lengst af starfað í opinbera
stjórnkerfinu og ríkisstjórn þarf
að hafa nægilegt vald til að gera
það sem þarf í þágu fólksins en
um leið verður að koma í veg
fyrir misnotkun valds.‘Bill Clinton , fyrrverandi forseti Banda-
ríkjanna, ræddi við fréttamenn á Þingvöll-
um á þriðjudag, en hann var hér á ferð
ásamt eiginkonu sinni Hillary, sem kom
með nefnd bandarískra öldungardeild-
arþingmanna til að kynna sér orkumál.
’Það er mín skoðun að við ætt-um að halda varnarviðbúnaði
hér.‘Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn
John McCain, sem veitir orkunefnd
Bandaríkjaþings forystu, en nefndin
kynnti sér vetnisverkefnið og önnur orku-
tengd málefni á Íslandi á þriðjudag.
’Ég er himinlifandi með þennanárangur.‘Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari,
sem stökk á þriðjudag yfir 4,55 metra og
varð í fimmta sæti í stangarstökki kvenna
á Ólympíuleikunum í Aþenu.
’Það var mikill sigur fyrir migað komast í úrslitin og að ná sjö-
unda sæti finnst mér frábær ár-
angur.‘Fimleikamaðurinn Rúnar Alexandersson
hafnaði í 7. sæti í æfingum á bogahesti á
Ólympíuleikunum í Aþenu á sunnudags-
kvöld.
’Við höfum ekki varið menning-arverðmæti okkar nægilega vel.
Við verðum að læra af þessari
reynslu.‘Valgerd Svarstad Haugland , menningar-
málaráðherra Noregs, eftir að einu þekkt-
asta málverki heims, Ópinu eftir Edvard
Munch, var rænt úr Munch-safninu í Ósló
á sunnudagsmorgun, ásamt öðru verki
málarans, Madonnunni.
’Það blundar í mér að hvíla migaðeins, ég get vel þegið að eiga
einu sinni rólegan janúarmánuð
á ævinni.‘Ólafur Stefánsson , landsliðsmaður í
handknattleik og íþróttamaður ársins tvö
síðustu ár, sagðist íhuga það alvarlega að
taka sér frí frá landsliðinu og leika ekki
með því á heimsmeistaramótinu í Túnis á
næsta ári.
Ummæli vikunnar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 11
hljóða samþykkt sú krafa að konum
yrði ekki fækkað í ráðherraliði
flokksins. Nú liggur fyrir að sú krafa
var virt að vettugi. Eru eitthvað
meiri líkur á að áskorun fundar
framsóknarkvenna sl. miðvikudag
muni hafa áhrif innan flokksins?
„Það er alveg ljóst að þessar kon-
ur mæla af heilum hug því þær vilja
sjá aukinn framgang kvenna, og það
á ekki bara við um Landssamband
framsóknarkvenna, heldur konur og
jafnréttissinna í öllu samfélaginu.
Það er alveg ljóst að sú breiðfylking
kvenna, sem fram kom á fundinum
telur að það verði tekið mark á þeim.
Formaður flokksins hefur brugðist
við á jákvæðan hátt nú í lok vikunn-
ar. Þessi barátta mun skila sér.“
Kom ekki nálægt
blaðaauglýsingunni
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþing-
maður Framsóknarflokksins, hefur
haldið því fram í pistli á vefsíðu að
það þurfi ekki reynslumikla menn í
pólitík til að sjá handbragð Sivjar og
Jónínu Bjartmarz alþingismanns á
blaðaauglýsingunni sem 40 fram-
sóknarkonur stóðu fyrir. Spurð
hvort þetta sé rétt segist Siv ekki
hafa komið nálægt þessari auglýs-
ingu:
„Þetta er alrangt og það er með
ólíkindum ósvífið að á sama tíma og
það er eitt brýnasta verkefni okkar
framsóknarmanna að auka fylgi okk-
ar í þéttbýlinu skuli hann, varaþing-
maður okkar í Reykjavík norður,
fara ítrekað fram með ófriði gagn-
vart oddvita flokksins í fjölmennasta
kjördæmi landsins, Suðvesturkjör-
dæmi.
Konurnar héldu fund þar sem þær
ákváðu að standa fyrir þessari aug-
lýsingu. Ég vissi ekki af þeim fundi
og frétti ekki af auglýsingunni fyrr
en skömmu áður en hún birtist,“ seg-
ir Siv.
-Það er ljóst að þingflokkurinn
snérist að stærstum hluta á sveif
með tillögu formannsins. Höfðu
þessi mótmæli engin áhrif í þing-
flokknum þegar ákvörðunin var tek-
in um að þér yrði gert að hverfa úr
embætti umhverfisráðherra?
,,Það held ég ekki. Þetta gengur
þannig fyrir sig, að formaðurinn
leggur fram tillögu eftir að hafa átt
samtöl við þingmenn. Síðan er hún
samþykkt.
Yfirleitt tala menn ekki um hvern-
ig þeir kjósa en engu að síður hefur
Guðni Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, nú stigið fram
opinberlega og kosið að gera það.
Hann hefur sagt að hann hefði gjarn-
an viljað að ég yrði áfram í ríkis-
stjórninni en engu að síður hafi hann
stutt tillögu formannsins.“
-Hvernig túlkar þú þessi ummæli
Guðna?
„Mér þykir vænt um þau, en holl-
usta hans við Halldór kemur mér
ekki á óvart.“
Það að efla flokkinn skiptir
öllu máli í stjórnmálastarfi okkar
-Styður þú kynjakvóta innan
flokksins?
„Ég hef stutt þau lög sem flokk-
urinn hefur sett sér, þ.e. að leitast
skuli við að hlutur hvors kyns verði
ekki minni en 40% í öllu okkar starfi.
Í jafnréttisáætluninni segir að þetta
sé markmið okkar og það hafa fram-
sóknarmenn stutt einróma á flokks-
þingi. Við erum ánægð með jafnrétt-
ismarkmið og reglur okkar og
munum auðvitað leitast við að vinna
eftir þeim reglum.“
-Í nýlegum vefpistli fjallar Val-
gerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-
herra um þessi ágreiningsmál innan
Framsóknarflokksins og segir orð-
rétt: „Við erum fyrst og fremst fram-
sóknarkonur. Flokkurinn hlýtur að
vera númer eitt af því að ef að við
höfum hann ekki þá verður engin
okkar ráðherra á hans vegum.“ Ertu
sammála þessari sýn flokkssystur
þinnar?
„Það er alveg ljóst að það að efla
flokkinn skiptir öllu máli í stjórn-
málastarfi okkar. Spurningin snýst
um það hvernig við eflum hann. Það
gerum við með því að fylgja fram-
sýnni stefnu, eins og við framsókn-
armenn höfum fylgt s.s. öflugri at-
vinnustefnu sem leggur grundvöll að
og stendur undir okkar góða velferð-
arsamfélagi, sem er eitt hið besta í
heiminum. Framsóknarflokkurinn
hefur verið mjög traust stjórnmála-
afl. Hann þarf að sýna breidd og afla
sér fylgis með því að vera trúverð-
ugur. Flokkurinn þarf að byggjast á
slíkum sjónarmiðum. Einungis á
þann hátt getur hann eflst.“
Þýðir ekkert að líta til baka
Spurð hvort hún hafi orðið fyrir
vonbrigðum með afstöðu kynsystra
sinna í þingflokknum og ráðherralið-
inu í þeim deilum sem upp hafa kom-
ið segist Siv ekki vilja tala um von-
brigði í þessu sambandi.
„Ég vildi að niðurstaðan hefði orð-
ið önnur, en það þýðir ekkert að líta
til baka. Ég vil líta fram á veginn.
Það kemur nýr dagur eftir þennan
dag.
Ég tel það vera mikil foréttindi að
starfa í stjórnmálum og vil gjarnan
leggja mitt af mörkum á meðan ég
hef afl og krafta til. Ég mun halda
mínu striki. Framsóknarflokkurinn
hefur skipt miklu máli fyrir íslenska
þjóð og við höfum miklu hlutverki að
gegna í framtíðinni. Framsóknar-
flokkurinn er miðjuflokkur, og sú
staðreynd veitir honum mörg tæki-
færi. Framsóknarflokkurinn hafnar
öfgum til hægri og vinstri. Við viljum
ekki haftalausa einkavæðingu, held-
ur að einkaframtakið njóti sín þar
sem það á við. Við viljum ekki blinda
ríkisvæðingu sem öfgafyllstu vinstri
sjónarmiðin standa fyrir. Framsókn-
arflokkurinn ber mikla ábyrgð á því
hvernig þetta samfélag hefur þróast
hingað til og ég er sannfærð um að
við munum bera mikla ábyrgð í
framtíðinni. Ég lít mjög bjartsýn
fram á veginn.
Núna brettum við upp ermar, snú-
um bökum saman og eflum okkur,
þrátt fyrir að aðeins hafi gefið á bát-
inn. Ég er bjartsýn og vongóð um að
Framsóknarflokkurinn haldi áfram
að standa fyrir góðum málum og hafi
afl til þess að fylgja þeim fram, í
góðu samstarfi við aðra,“ segir Siv
ennfremur.
Ótímabært að ræða
breytingar á forystunni
Spurð hvort búast megi við því í
ljósi ólgunnar að undanförnu að kon-
ur muni sækjast eftir embætti for-
manns eða varaformanns í Fram-
sóknarflokknum á næsta
flokksþingi, segir Siv erfitt að átta
sig á því á þessari stundu.
„Næsta flokksþing er snemma á
komandi ári. Það er mjög mikilvægt
að við framsóknarmenn snúum þar
bökum saman og nýtum það sem
vettvang til sóknar, m.a. í næstu
sveitarstjórnarkosningum.“
-Hefur þú hug á að sækjast eftir
formennsku eða varaformennsku í
flokknum?
„Ég er hógvær stjórnmálamaður
og hef ekki boðið mig fram gegn sitj-
andi manni. Tíminn verður að leiða í
ljós hvernig mál þróast og hvernig
við viljum skipa okkar forystu. Það
er ótímabært að ræða eitthvað um
breytingar í því sambandi,“ segir Siv
að lokum.
’ Í raun er umræðan um þessa niðurstöðufyrir löngu hætt að snúast um mína per-
sónu. Hún er farin að snúast um jafnrétti og
kvennabaráttu, lýðræði, réttlæti og sann-
girni.‘
’... það er með ólíkindum ósvífið að á samatíma og það er eitt brýnasta verkefni okkar
framsóknarmanna að auka fylgi okkar í
þéttbýlinu skuli hann, varaþingmaður okk-
ar í Reykjavík norður, fara ítrekað fram
með ófriði gagnvart oddvita flokksins í fjöl-
mennasta kjördæmi landsins, Suðvest-
urkjördæmi.‘
’Ég er hógvær stjórnmálamaður og hefekki boðið mig fram gegn sitjandi manni.
Tíminn verður að leiða í ljós hvernig mál
þróast og hvernig við viljum skipa okkar
forystu. Það er ótímabært að ræða eitthvað
um breytingar í því sambandi.‘
’Að sjálfsögðu hljóta mínir kraftar semannarra í þingflokknum að koma til greina
við næstu uppstokkun. Aðalatriðið er að
skipa sem öflugasta sveit. Ég finn að fjöldi
flokksmanna telur að við þurfum að við-
halda breiddinni. Það er hins vegar alveg
óljóst í dag hvernig þetta verður.‘
Morgunblaðið/Árni Torfason
Siv segir ljóst af fundi framsóknarkvenna sl. miðvikudag að þær ætli að styrkja sig enn frekar innan Framsóknarflokksins.
omfr@mbl.is