Morgunblaðið - 29.08.2004, Side 23

Morgunblaðið - 29.08.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 23 Fyrir bráðum fjórum árumsíðan greindi ég í sam-bærilegum pistli fránokkrum hugleiðingummínum um eðli og um- fang hamingjunnar. Hugleiðing- arnar gengu í örstuttu máli út á það að hamingjan væri í eðli sínu fremur óundirbúin andartök á lífsleiðinni, en raunhæft markmið, eða áfangastaður, er unnt væri að stefna markvisst að, finna og njóta síðan upp frá því. En þessi síðari skilgreining væri vinsæl og leiddi stundum til of- mats á fyrirbærinu. Sjálft tilefnið var samtal sem ég hafði þá nýlega átt, í góðra vina hópi, á veitingastað í Holly- wood. Spjallið átti ég við hana Sally, mjög ríflega þrítugan bandarískan barnasálfræðing með demantshring frá auðugum teppasala á fingri, en tóma óvissu í höfðinu. Óvissan var til komin vegna þess að Sally hafði skyndi- lega hætt við að giftast honum Teppa-Manga sínum, rétt fyrir áætlað brúðkaup. Nú efaðist Sally um að hún hefði breytt rétt og hafði áhyggj- ur af því að með þessu bráðræði hefði hún misst af tækifærinu til að höndla hamingjuna stóru, vegna þess að hún hlustaði um of á eigin tilfinningar og kenndir, fremur en að trúa á mátt hjóna- bandsins til þess að laða fram ástina, lukkuna og lostann, smám saman. Í téðum pistli hét ég áhuga- sömum lesendum því að ef ég fregnaði eitthvað um lyktir þess- arar ástar- og örlagasögu, skyldi ég greina frá þeim þegar þær bærust. Þar eð ég hef nýlega fengið frekari fréttir af Sally og teppasalanum efni ég hér með heitið. Það sem hafði gerst var sem sé þetta: Teppasalinn var og er auð- ugur maður en pasturslítill, af vellauðugri fjölskyldu. Hann var afar natinn og vænn við Sally og gjafmildur svo af bar, og bæði skartgripasalar og eðalbílasalar gátu borið vitni um. Sally er frískleg kona af miðstéttarupp- runa og hreint engin meydrottn- ing að eigin sögn. Hún hafði með öðrum orðum umtalsvert meiri áhuga á nánu líkamlegu samneyti en teppasalinn, sem var snerti- fælinn, inn í sig og að sumra áliti meiri skápamaður en teppa. Á ýmsu gekk í sambandi þeirra um hríð. Hitt var þó verra í huga Sallyar hve lítið gekk á að til- teknu leyti. En eftir ítrekuð bón- orð og gjafaburð endaði með því að Sally ákvað að þetta væri fyrsti og síðasti aðgangsmiði hennar að hamingjuhúsinu mikla og hún sagði hið langþráða já. Hófst nú mikill undirbúningur og ekkert til sparað, eins og vænta má af manni sem vanur er að leggja teppi á uppsprengdu verði út í öll horn. En nákvæmlega sjö dögum fyr- ir brúðkaupið mætti hann ófor- varandis í íbúðina hennar með kaupmála til undirskriftar, þess efnis að hún afsalaði sér öllu til- kalli til umtalsverðra eigna hans ef til skilnaðar kæmi og svo fram- vegis. Þetta kom illa við hina þol- inmóðu og sífellt agaðri Sally. Henni fannst þetta jafngilda van- traustsyfirlýsingu gagnvart sér og sambandinu og sagði pass. Og á þeim tímapunkti átti fyrrnefnt samtal mitt við hana sér stað. En viti menn, ekki var sagan þar með öll. Ó, nei. Nokkrir dagar liðu nú með tár- votum símtólum og símsvara- skilaboðum jafnlöngum og með- alstór hljóðbók. Og sjá, hr. Renningur bankaði loks upp á með tárin í augunum og sundurrifinn kaupmálann í hanskaklæddri hendi og bað Sallyar enn á ný og án allra skil- yrða og kvaða. Enn og aftur stóð Sally frammi fyrir hinni flóknu ákvörðun. Sally sagði já. Engum sögum fer af hjónalífinu eða því hvort djásnið á fingrinum hefur loks náð að stugga óvissunni og ef- anum um dvalarstað hamingj- unnar úr höfði Sallyar. Þaðan af síður liggur nokkuð fyrir um það, hvað hefur þá komið í staðinn. Þau hjónin búa í Los Angeles, í húsi á stærð við meðal klaust- urskóla og hafa starfslið á þönum í garðinum, við sundlaugina, í eld- húsinu og fjórfalda bílskúrinn. Hr. Axminster ku vera mikið í burtu, starfsins vegna. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Er hamingjan ofmet- in? II – Sally og teppa- salinn hittast á ný Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol í september. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 3 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Flugsæti m.v. 2 fyrir 1, 1. sept. Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 7 nætur, 1. sept. Netverð. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 1. sept., 7 nætur. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 1. sept. frá kr. 19.990 Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur tilkynnir! Getum bætt við nokkrum röddum í 1. sópran nú í haust. Lysthafendur hafi samband gegnum tölvupóst lettsveit@lettsveit.is Stjórnandi. Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands RagnheiðurSólveigMargrét HuldaLilja Rut Rebekka Ný námskeið hefjast mánudaginn 6. sept. 2004 Námskeið í boði • Létt leikfimi • Hádegisleikfimi • Vefjagigtarhópar • Bakleikfimi karla • Jóga fyrir gigtarfólk • Vatnsþjálfun í Sjálfsbjargarlauginni Góð leikfimi í notalegu umhverfi fyrir gigtarfólk og aðra er áhuga hafa á góðri hreyfingu undir stjórn fagfólks. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.