Morgunblaðið - 29.08.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 27
Fjarhitun hf.
er flutt á
Suðurlandsbraut 4
Nýtt símanúmer er
578 4500
Kennt í Jógastöðinni
Heilsubót, Síðumúla 15.
Hefst 8. september - mán. og mið. kl. 20.00.
JÓGA GEGN KVÍÐA
Skráning í síma 544 5560
og á www.yogastudio.is
með Ásmundi Gunnlaugssyni
Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið
námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða
eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu.
Næsta jógakennaraþjálfun hefst í haust.
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Bændaferðir kynna:
Haust-2 og
Aðventuferð
Haust-2
Austurríki - Þýskaland - Ítalía
14.-24. október
Flogið til Frankfurt. Fyrstu 3
næturnar verður gist í Seefeld í
Austurríki. Næstu 6 nætur verður
gist í Riva á Hótel Enrica og í lokin
1 nótt á Hótel Maritim í Würzburg.
Aðventuferð
Þýskaland - Austurríki
28. nóvember - 5. desember
Flogið til Frankfurt. Þaðan ekið til
Ulm og gist í 1 nótt. Síðan ekið til
Seefeld í Austurríki og gist þar í 5
nætur. Í lokin verður gist 1 nótt í
Würzburg.
Verð kr. 98.700 á mann
í tvíbýli. Innifalið: flug, skattar, gisting, allur
akstur erlendis, morgun- og kvöldverður og
íslensk fararstjórn.
Verð kr. 84.500 á mann
í tvíbýli. Innifalið: flug, skattar, gisting, allur
akstur erlendis, morgun- og kvöldverður og
íslensk fararstjórn.
Á haustin er mikið rætt um bækur,einkum eru námsbækur þá í
brennidepli.
Þegar ég var lítil fannst mér bækur
afar merkilegar. Ég drakk í mig sög-
ur á borð við Kapitolu, ævintýrasögur
eftir Sabatini, ævisögu Napóleons og
Heilsurækt og mannamein, en þessar
bækur ásamt fleirum mynduðu uppi-
stöðu í bókasafni
heimilis þar sem ég
var í sveit. Kapitola
var í eldgömlu
skinnbandi en sag-
an var síung og
fjallaði um hvernig
hinir góðu eiga æv-
inlega um sárt að
binda vegna að-
gerða illmenna en hið góða sigrar þó
eftir langvarandi erfiðleika. Sabatini
mótaði hugarfar mitt gagnvart karl-
mönnum í upphafi; glæsilegir en mis-
skildir ævintýramenn voru efstir á
óskalistanum þá. Napóleon fannst
mér dapurlega smávaxinn en ég lofaði
Guð í huganum þegar ég sá löngu
seinna í höll hans í París á gömlum
kjólum hvað Jósefína hafði verið lítil.
Heilsurækt og mannamein voru þó
áhrifaríkasta lesningin. Meðan ég las
þá bók var ég við fremur lélega heilsu;
ég fékk aðkenningu að flestum þeim
sjúkdómum sem lýst var en einkennin
breyttust sem betur fer hratt í takt
við lesturinn.
Ég trúði öllu sem í þessum bókum
stóð, meira að segja Basil fursti fékk
raunveruleikablæ í huga mér. Það var
varla fyrr en ég sjálf hafði skrifað bók
sem það rann upp fyrir mér fyrir al-
vöru að bækur eru allar, hver og ein
einasta, skrifaðar af mönnum, fólki
sem hefur fæðst, fengið fullorðins-
tennur, unglingabólur, lært að lesa og
skrifa og farið í fyllingu tímans að
hugsa. Á einhverjum tímapunkti fór
það svo að skrá hugsanir sínar og gefa
þær út á bók.
Reynsluskilningur er engum skiln-
ingi líkur. Þegar mér var orðinn kýr-
skýr bakgrunnur bóka hætti ég að
trúa öllu því sem í þeim stóð og tók í
staðinn að efast um allt sem þar var
fram sett.
Stundum finnst mér gæta nokkurs
misskilnings á því hvað bækur eru.
Bækur eru „niðursoðnar“ hugsanir
einhvers. Með þetta í huga er næsta
furðulegt hvað fólk er hátíðlegt yfir
bókum. „Ég er mikil bókamann-
eskja“, segir fólk t.d. alvarlegt í við-
tölum. Það er svo sem ágætt en rétt
er ævinlega að hafa í huga að höf-
undar bóka eru bara fólk rétt eins og
maður sjálfur og alveg undir hælinn
lagt hvort þeirra hugsanir eru nokkuð
merkilegri en annarra þeirra sem á
vegi manns verða, þær eru bara skrif-
aðar niður en ekki sagðar fram.
Það er í raun bara stigsmunur en
ekki eðlismunur á því að lesa eftir fólk
eða tala við það. Reyndar eru bækur
oftast skipulegri en lifandi frásögn, en
einnig stundum þess leiðinlegri.
Raunar geta bækur aldrei orðið
skemmtilegri en höfundar þeirra.
Eftir að þessi uppgötvun varð að
lifandi sannindum með mér les ég
bækur á annan hátt en áður. Ég les
þær kurteislega en vænti endilega
ekki mikils af þeim, verð glöð ef höf-
undi tekst að koma fram með ný sjón-
arhorn sem ég hef ekki heyrt eða lesið
um áður eða sjálf komið auga á. Mér
hugnast hins vegar verr allar fyrirsjá-
anlegar lausnir og niðurstöður og all-
ar „standard“ mannlýsingar. Allt sem
snertir drykkjusiði, tísku og heim-
spekilegar umþenkingar tek ég til
vandlegrar íhugunar – þær opinbera
oft höfundinn, drykkju- og matar-
venjur hans eða ættmenna hans og
vina, löngun hans til að líta út eða
koma fyrir á ákveðinn hátt og loks op-
inberast í ýmsu smálegu heilastarf-
semi hans og skipulagsgáfur, sem og
frumleiki.
Til eru auðvitað alls konar bækur –
skemmtibækur og námsbækur og allt
þar á milli – en allar eiga þær höfund
eða höfunda. Því fleiri sem höfund-
arnir eru því „sálarlausari“ eru bæk-
urnar gjarnan, ef svo má að orði kom-
ast – þá þarf að koma til samvinna
sem einkennist oft af málamiðlunum.
Við lestur slíkra bóka hugsar maður
af og til um hvor/hver höfundanna
eigi þessar eða hinar lausnir eða nið-
urstöður.
Sumar bækur eru undirbyggðar af
rannsóknum. Fyrst hélt ég að þar
hlyti hinn algildi sannleikur að ráða
ríkjum en seinna sá ég að rannsókn-
um um sama efni ber hreint ekki allt-
af saman og augu mín lukust upp fyrir
því að fólk útbýr líka spurningarnar
og stjórnar rannsóknunum, svo að
bækur um það efni þarf líka að skoða
með gagnrýnu hugarfari.
Loks er forvitnilegt að sjá umbún-
að bóka, þar kemur í ljós smekkvísi
höfunda og annarra sem að útgáfunni
koma. Þá sést hvort um er að ræða
vandvirkni eða hroðvirkni, rómantík
eða naumhyggju, svo dæmi séu
nefnd.
Eftir að ég fór að lesa bækur með
tilliti til alls þessa urðu þær ekki leið-
inlegri heldur skemmtilegri. Þá er að
mörgu að hyggja, ekki bara stíl og
söguþræði. En allar eru bækur í einum
flokki hvað það snertir að þær eiga
höfunda og það ber að taka mátulega
mikið mark á þeim. Það sem í þeim er
fram sett þarf að íhuga og taka afstöðu
til. Hafa má hugfast að höfundar eru
háðir upplagi sínu, uppeldi og um-
hverfi – og síðast en ekki síst ber að
muna að þekking hefur tilhneigingu til
þess að úreldast, oft furðu fljótt. En
það góða við allar bækur er að þær eru
misvel heppnaðar tilraunir til að ná
sambandi við annað fólk – niðurstöður
hugsana eða athugana fyrir aðra að
gæða sér á – og því allrar athygli verð-
ar sem slíkar.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Eru bækur merkilegar?
Bók verður ekki skemmti-
legri en höfundur hennar
Eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur