Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 28
28 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
28. ágúst 1994: „Margt bend-
ir til þess að harka færist í
vöxt í fíkniefnaheiminum hér
á landi og að fleiri en áður séu
djúpt sokknir í neyzlu eitur-
lyfja. Þeir, sem neyta fíkni-
efna og umgangast aðra
neytendur og fíkniefnasala,
bera í auknum mæli á sér
vopn. Morgunblaðið greindi
frá því í vikunni að maður,
sem kunnur er að fíkniefna-
neyzlu, hefði haft hlaðinn riff-
il og heimatilbúna eldvörpu í
fórum sínum. Ekki var þá
langt síðan lögregla hafði
tekið af honum tvær hagla-
byssur. Ofbeldi og líflátshót-
anir virðast vera daglegt
brauð meðal þeirra, sem lifa
og hrærast í svartnætti fíkni-
efnaheimsins.
Að mati SÁÁ eru að
minnsta kosti 300 manns hér
á landi svokallaðir sprautu-
fíklar; sprauta sig með am-
fetamíni og jafnvel sterkari
efnum á borð við heróín.
Sprautufíklum hefur farið
fjölgandi á undanförnum ár-
um. Mestur hluti fíkniefna-
neytenda heldur sig vænt-
anlega við „vægari“ fíkniefni
á borð við hass, en nýleg
dæmi um innbrot í apótek og
heilsugæzlustöðvar til að
stela lyfjum eru talin benda
til þess að fólk sækist í vax-
andi mæli eftir sterkari efn-
um.“
. . . . . . . . . .
29. ágúst 1984: „Tuttugu
menn tóku sig til og sendu
sjónvarpinu bréf þar sem
þeim tilmælum var beint til
stofnunarinnar, að það veldi
íslenska söngva og hljómlist í
ríkara mæli en nú er gert
milli táknmáls og kvöldfrétta.
Auk þess verði leikin sígild
lög eða nútímatónlist, enda sé
kostað kapps um að vanda val
hverju sinni. Í tilmælunum
kemur einnig fram sú ábend-
ing að vel kæmi til greina að
útvarpa ljóða- og sagnalestri
íslenskra skálda og lista-
manna á fyrrgreindum tíma.
Minnt er á að fjöldi þeirra
hafi lesið ljóð, ritgerðir og
sögur á hljómplötur og
hljómbönd. Af því megi velja.
Þessum tilmælum lýkur á
orðunum: „Íslensk tunga á
við í sjónvarpi og útvarpi.“
Tilmælin stafa af því að skipt-
ar skoðanir hafa verið um
jafn sjálfsögð atriði og þar
koma fram. Hefur oftar en
einu sinni verið vakið máls á
því smekkleysi sem sjón-
varpið hefur sýnt í lagavali á
þessum mínútum.“
. . . . . . . . . .
30. ágúst 1974: „Stefnu-
yfirlýsing ríkisstjórnar
Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins hefur nú
verið birt. Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra, gerði grein
fyrir henni á fundi í samein-
uðu Alþingi í gær. Eins og
gert hafði verið ráð fyrir er
þar lögð þyngst áherzla á
brýnustu aðgerðir í efna-
hagsmálum til þess að koma í
veg fyrir rekstrarstöðvun at-
vinnufyrirtækja, treysta at-
vinnuöryggi, bæta gjaldeyr-
isstöðuna, styrkja hag
fjárfestingarlánasjóða og rík-
issjóðs og sporna við hinni
öru verðbólguþróun. Víst er,
að nauðsynlegt er að grípa til
þess háttar aðgerða til þess
að tryggja lífskjör almenn-
ings í landinu.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
ennilega gera fæstir af yngri
kynslóðum sér grein fyrir
hvers konar bylting hefur
orðið á húsnæðislánamark-
aðnum hér á einum áratug.
Það er ekki breyting heldur
bylting og þar hafa þrír aðilar
komið mest við sögu: Jóhanna
Sigurðardóttir, sem í félagsmálaráðherratíð
sinni hafði forystu um að taka upp húsbréfa-
kerfið, Árni Magnússon, núverandi félagsmála-
ráðherra, sem hefur beitt sér fyrir 90% lánum
frá Íbúðalánasjóði og bankarnir.
Húsnæðismál voru áratugum saman þáttur í
kjarabaráttu verkalýðsfélaganna. Bygging
Verkamannabústaðanna á fjórða áratugnum
hlýtur að hafa verið mikið átak og ekki að
ástæðulausu, að þar hefur höggmynd af Héðni
Valdimarssyni, formanni Dagsbrúnar á sínum
tíma, verið sett upp. Þar á hún heima.
Um þremur áratugum seinna urðu stórfelld-
ar umbætur í húsnæðismálum láglaunafólks
lykilþáttur í lausn kjaradeilu. Það var sumarið
1965, þegar samið var um byggingu 1.250 íbúða
fyrir láglaunafólk í Breiðholti.
Það var ekki að ástæðulausu að sérstakar
ráðstafanir voru gerðar á sínum tíma í húsnæð-
ismálum verkafólks. Um tíma ríkti neyðar-
ástand í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæð-
inu. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk var
gripið til þess að taka braggana, sem hermenn-
irnir skildu eftir sig til þess að leysa brýnustu
húsnæðisneyð fólks. Þeir voru óviðunandi vist-
arverur og höfðu slæm félagsleg áhrif á þá,
sem þar bjuggu. Þeir urðu fyrir aðkasti frá öll-
um hinum. Allt var þetta til marks um þá stað-
reynd að Íslendingar voru fátæk þjóð fyrir
hálfri öld.
Húsnæðismál voru því pólitískt viðfangsefni
áratugum saman og mikið baráttumál verka-
lýðsfélaganna að koma þeim í viðunandi horf.
Í grundvallaratriðum má segja, að lánakjör-
in, sem leitazt var við að tryggja láglaunafólki í
kjarasamningunum 1965 hafi verið þau kjör,
sem allir landsmenn geta nú notið. Og ekki
óeðlilegt að byrja á þeim hópi.
Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, laug-
ardag, er vikið að sjónarmiði, sem brezkur
kaupsýslumaður setti fram í bréfi til The Tim-
es í London, á níunda áratugnum og hefur
raunar verið fjallað um áður á þessum vett-
vangi. Það hafði vakið athygli hins brezka
kaupsýslumanns, sem búsettur var í Þýzka-
landi, að einn meginmunur var á húsnæðislán-
um í þessum tveimur löndum. Í Þýzkalandi
voru vextir fastir. Í Bretlandi voru þeir breyti-
legir. Bréfritarinn sagði sem svo: fólk getur
þolað margt, m.a. sveiflur í afkomu sinni, svo
lengi, sem það er öruggt um þak yfir höfuðið.
Fastir vextir eru meiri trygging fyrir því, að
fólk geti haldið húsum sínum eða íbúðum, þótt
erfiðleikar steðji að en ef þeir eru breytilegir.
Þetta var sagt á tíma, þegar vextir af húsnæð-
islánum í Bretlandi ruku upp úr öllu valdi.
En það eru mikil sannindi í grunnhugsun
þessa manns, sem hér var vitnað til. Húsnæð-
iskerfi, sem er þannig vaxið, að það tryggir
jafnvægi í þjóðarbúskapnum og festu og öryggi
í daglegu lífi fólks er líklegt til þess að tryggja
almennt jafnvægi í samfélaginu og stuðla m.a.
að því að kaupkröfum verði haldið innan þeirra
marka, sem þjóðfélagið þolir og atvinnuveg-
irnir geta staðið undir.
Við Íslendingar erum nú að nálgast húsnæð-
islánakerfi, sem lengi hefur verið við lýði í ná-
lægum löndum. Það er einhver mesta bylting í
þjóðfélagsmálum á Íslandi frá lýðveldisstofnun.
Áhrif óðaverð-
bólgu og verð-
tryggingar
Óðaverðbólgan, sem
skall á í kjölfar
valdatöku vinstri
stjórnarinnar 1971
var upphaf 20 ára
tímabils, sem jók
mjög efnamun í samfélaginu og skapaði marg-
víslegt þjóðfélagslegt ranglæti. Í hita leiksins
var kannski gengið fulllangt í að kenna þeirri
vinstri stjórn um allt, sem aflaga fór í þeim
efnum m.a. af hálfu Morgunblaðsins. Auðvitað
átti fyrri olíukreppan á áttunda áratugnum
sinn þátt í að kynda undir óðaverðbólguna,
þótt efnahagsstefna ríkisstjórnar Ólafs Jó-
hannessonar hafi átt þar mestan hlut að máli.
Og það átti sú síðari raunar líka.
Óðaverðbólgan leiddi til þess, að þeir, sem
stofnað höfðu til mikilla skulda á því tímabili
ekki sízt vegna húsnæðiskaupa fylgdust með
verðbólgunni greiða skuldir sínar upp. Þetta
hafði raunar gerzt á áratugunum áður en ekki í
sama mæli og á áttunda áratugnum.
Verðtryggingin, sem upp var tekin að frum-
kvæði seinni ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar
var sjálfsögð ráðstöfun og stuðlaði m.a. að því
að lífeyriskerfi landsmanna kom undir sig fót-
unum. Sem leiddi til þess, að við Íslendingar
búum nú við öflugra lífeyriskerfi en flestar aðr-
ar þjóðir. Og sýnir framsýni þeirra, sem stóðu
að uppbyggingu þess í upphafi. Líklega hafa
fáir einstaklingar haft jafnmikil áhrif á sam-
félagsþróunina seinni hluta síðustu aldar og
þeir, sem lögðu línur um uppbyggingu lífeyr-
iskerfisins á sínum tíma. Einn þeirra, sem þar
kom hvað mest við sögu var Guðmundur H.
Garðarsson, fyrrum alþingismaður og formað-
ur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um
langt árabil.
Um leið og verðtryggingin var sjálfsögð og
nauðsynleg lagði hún grunninn að því að þeir,
sem höfðu safnað eignum í skjóli verðbólgu og
óðaverðbólgu gátu notið góðs af verðtryggingu,
þegar hún kom til sögunnar. En jafnframt var
grundvallarhugmyndin sú, að verðtryggð hús-
næðislán ættu að vera með lágum vöxtum, sem
þau voru í upphafi og má þar m.a. nefna verð-
tryggðan lánaflokk Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, sem þótti marka tímamót fyrir ald-
arfjórðungi eða svo.
Snemma á níunda áratugnum fóru hugmynd-
ir um stóraukið frjálsræði í viðskiptum og fjár-
málalífi að ryðja sér til rúms. Þær leiddu til
þess að vextir voru gefnir frjálsir, sem leiddu
til þess að þeir hækkuðu verulega á skömmum
tíma. Þá hafði það gerzt, að verðtrygging fjár-
skuldbindinga hafði verið tekin upp, sem verk-
aði að sjálfsögðu á báða bóga, bæði gagnvart
innlánum og útlánum, vextir höfðu verið gefnir
frjálsir en jafnframt var óðaverðbólgan enn í
fullum gangi. Á einu ári hækkaði verðtrygging
lánaskuldbindinga jafnvel um 80%. Og frá-
dráttarbærni vaxta í skattakerfinu hafði verið
breytt verulega. Þá varð svonefndur Sigtúns-
hópur til, þegar fólk, sem varð illa úti í hús-
næðismálum vegna þessarar þróunar, hóf að
mótmæla.
Það varð svo ekki fyrr en með tímamóta-
samningunum á vinnumarkaðnum í febrúar
1990, sem óðaverðbólgan var brotin á bak aft-
ur, að verðtryggingin og vaxtastefnan fóru að
virka með þeim hætti, sem að var stefnt. Þar
með var grundvöllur skapaður fyrir þeim um-
bótum í húsnæðismálum, sem síðar hafa orðið.
Húsnæði
og lífeyrir
Húsnæði og lífeyrir
eru grundvallarþætt-
ir í nútímalífi fólks.
Þegar horft er yfir
farinn veg er engin spurning um, að okkur hef-
ur tekizt betur að koma lífeyrismálum þjóð-
arinnar í réttan farveg en í húsnæðismálum. Sú
leið, sem valin var í lífeyrismálum í upphafi var
rétt. Hins vegar kom óðaverðbólgan í veg fyrir,
að lífeyriskerfið fengi notið sín fyrr en verð-
tryggingin kom til sögunnar. Eftir það hefur
uppbygging lífeyriskerfisins og sá þjóðar-
sparnaður, sem þar fer fram verið ævintýri lík-
astur.
Húsnæðiskerfi okkar hefur verið brokkgeng-
ara undanfarna áratugi og það er fyrst nú, sem
það er að komast á það stig, sem nágranna-
þjóðir okkar hafa lengi búið við. Engin spurn-
ing er um að Jóhanna Sigurðardóttir alþing-
ismaður á þar mikinn hlut að máli. Hún barðist
eins og ljón fyrir húsbréfakerfinu, þegar hún
var félagsmálaráðherra, sem markaði þáttaskil
og upphafið að því kerfi, sem nú er að verða til,
þótt margir hefðu efasemdir um það.
Stefnumörkun framsóknarmanna fyrir síð-
ustu kosningar var rétt eins og þróun mála
hefur sýnt og Árni Magnússon, núverandi fé-
lagsmálaráðherra, hefur fylgt því eftir af mikl-
um krafti.
En jafnframt er ljóst að nýtt og endurskapað
bankakerfi á hér einnig mikinn hlut að máli.
Þótt margt megi segja um þróun bankakerf-
isins á undanförnum árum fer ekki á milli
mála, að þar hefur mikil nýsköpun átt sér stað.
Ungir menn með nýjar hugmyndir hafa komið
til sögunnar. Sumt af því, sem þeir hafa gert
hefur ekki hugnast öllum, sem með hafa fylgzt
en þegar á heildina er litið fer ekki á milli
mála, að framlag þeirra til betra samfélags á
Íslandi er umtalsvert.
Það er svo annað mál, að þótt bankarnir hafi
tekið skemmtilegt frumkvæði í húsnæðislánum
í samkeppni við Íbúðalánasjóð er ekki þar með
sagt, að tímabært sé að leggja Íbúðalánasjóð
niður. Þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi sú
ábending Einars K. Guðfinnssonar, formanns
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að með því hafi
Íbúðalánasjóður verið festur í sessi vegna mis-
mununar í lánakjörum milli þéttbýlis og dreif-
býlis. Og í öðru lagi óvissa um hvað gerast
HJÁLP VIÐ GEÐRÖSKUNUM
Geðraskanir eru alvarlegur vandi ííslensku samfélagi. Samkvæmttölum, sem birtast í nýjasta hefti
Læknablaðsins og greint er frá í Morg-
unblaðinu í dag voru 2.237 konur og
1.943 karlar metin til 75% örorku vegna
geðraskana 1. desember árið 2003. 1.
desember árið 1996 voru 1.214 konur og
931 karl metin til 75% örorku vegna geð-
raskana og hefur fjöldinn því nær tvö-
faldast á átta árum.
Í grein Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur,
blaðamanns á Morgunblaðinu, í dag er
fjallað um vanda geðsjúkra og kemur
fram að fjöldi fólks með geðraskanir í
sjálfstæðri búsetu hafi ekki verið met-
inn til 75% örorku og teljist því ekki til
áðurnefnds hóps. Þar segir Sigursteinn
Másson, formaður Geðhjálpar, að fjöldi
fólks með geðraskanir hér á landi sé
mikill og fari vaxandi. Hann segir að
gera þurfi verulegt átak til að ná utan
um þennan hóp til að geta nálgast hann
og boðið upp á þjónustu.
Þjónustu við þá, sem eiga við geð-
raskanir að stríða, er alltaf hægt að
bæta og ber að bæta. Ein nýjung í þess-
um efnum er geðteymi, sem Miðstöð
heimahjúkrunar innan Heilsugæslunn-
ar í Reykjavík hefur rekið síðan í vor. Í
teyminu eru fjórir, tveir hjúkrunar-
fræðingar og tveir sjúkraliðar. Teymið
heimsækir skjólstæðinga sína og veitir
þeim aðstoð af ýmsum toga, tryggir til
dæmis að þeir taki lyfin sín, hjálpar við
sprautugjöf, aðstoðar í samskiptum við
aðrar meðferðarstofnanir og jafnvel
nánustu aðstandendur. Sigríður Bjarna-
dóttir, verkefnisstjóri teymisins, segir
að einnig sé rík áhersla lögð á að eitt-
hvað komi í staðinn þegar þjónustu þess
sleppir: „Við reynum að hjálpa fólki að
finna rétta stuðninginn og halda áfram
að fóta sig úti í samfélaginu.“
Birna Hrönn Sigurjónsdóttir er í hópi
þeirra, sem hafa notið hjálpar geðteym-
isins. Birna Hrönn er 31 árs gömul
þriggja barna móðir og lýsir hún sjúk-
dómi sínum í viðtali við Morgunblaðið:
„Þegar sjúkdómurinn er sem verstur er
líðan mín hreint út sagt ömurleg. Eins
og ég sé með krabbamein í sálinni og
krabbameinið sé að éta mig upp til agna.
Ég reyni að vera á stöðugri hreyfingu til
að deyfa sársaukann. Ég þríf íbúðina og
bílinn eins og brjálæðingur á hverjum
degi. Ég hef tekið upp á því að þrífa
svalirnar klukkan fjögur að nóttu. Ef ég
sest niður til að hvíla mig líður aldrei á
löngu þar til ég finn sársaukann færast
nær.“
Birna Hrönn hefur tekið miklum
framförum upp á síðkastið og horfir
bjartsýn fram á veginn þegar hún er
spurð hvaða draum hún eigi um framtíð-
ina: „Eins og er kemst ekkert annað að
en draumur minn um að ná fullri heilsu.
Mér hefur ekki liðið jafn vel í 10 ár. Ef
ég sé beran nagla í vegg er ekki lengur
mín fyrsta hugsun hvernig ég geti borað
naglanum hérna inn í hauskúpuna, held-
ur hvað væri hægt að hengja skemmti-
legt á hann. Mig langar til að halda
áfram að vakna til að hlakka til að gera
eitthvað skemmtilegt með stelpunum
mínum. Ekki til að hugsa um hvernig ég
geti drepið sjálfa mig í dag eins og ég
gerði svo oft áður. En veistu – það er
fullt af svoleiðis fólki þarna úti.“
Það er þyngra en tárum taki að hugsa
til allra þeirra, sem eru á ystu nöf
„þarna úti“ og hárrétt hjá Sigursteini
Mássyni að það þarf að ná utan um
þennan hóp til þess að hægt sé að bjóða
honum hjálp. Heilbrigðiskerfið þarf að
vera fært um að veita þessu fólki aðstoð
sem er á persónulegum grunni og lögð
er áhersla á mannlegt viðmót. Allt er til
vinnandi til að koma í veg fyrir að sjúk-
lingur á batavegi fari út af sporinu og
þurfi að byrja aftur frá grunni. Leiðin,
sem Birna Hrönn er að feta úr heimi
geðröskunar til fullrar heilsu, er torfær.
Enginn vafi leikur á því að fólk með geð-
raskanir á nú meiri möguleika á að leita
hjálpar en áður og sem betur fer hefur
orðið breyting til batnaðar á viðmóti al-
mennings til geðsjúkdóma. Á hinn bóg-
inn vekur ugg hversu stór sá hópur er,
sem er með geðraskanir, og að hann
skuli fara vaxandi. Það sýnir að hvergi
má slá slöku við. Þvert á móti þarf að
leggja aukna áherslu á heilbrigðisþjón-
ustu vegna geðraskana og geðteymi
Heilbrigðisþjónustunnar í Reykjavík er
gott dæmi um hvernig það má gera.