Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 34
Sölufulltrúi: Guðmundur Valtýsson, gsm 865 3022, gudmundur@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Til leigu funkishús við Ásvallagötu í Reykjavík, húsið hefur verið endurnýjað að stórum hluta, eignin er öll 191 m² Lýsing á aðalhæð: Komið er inn í forstofu með fataskáp, þrjár samliggjandi bjartar stofur, eru með gegnheilu eikarparketi á gólfum. Á aðalhæð er eldhús með ljósri innréttingu með flísum á milli skápa og gaseldavél. Efri hæð: Fallegur stigi er á milli hæða þar sem komið er inn á gegnheilt eikarparket sem er á efri hæð hússins. Þrjú svefnherbergi eru stór og björt með fataskáp í einu herbergjanna. Baðherbergi er með flísum á gólfi og sturtu. Úr sameiginlegu rými efri hæðar er gengið út á góðar suðursvalir. Kjallari: Í kjallara hússins eru tvö herbergi, eldhúskrókur og þvottaherbergi auk salernis. Sérinngangur er í íbúðina. Húsið leigist annað hvort í einu lagi eða kjallari sér. Til leigu Ásvallagata - 101 Reykjavík AUÐLESIÐ EFNI 34 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HILLARY og Bill Clinton heim-sóttu Ísland fyrr í vikunni. Hillary er öldunga-deildar-þingmaður í Bandaríkjunum en Bill er fyrrum forseti. Þau hittu marga Íslendinga, meðal annars Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, fjölda stjórnmála-manna og almenning. Bill Clinton fór í gönguferð um Reykjavík. Hann fékk sér pylsu á Bæjarins beztu, keypti íslensk listaverk og skoðaði verk Errós. Hillary Clinton heimsótti Bláa lónið og var mjög hrifin. Hjónin voru hrifin af stefnu Íslendinga í orku-málum. Bill Clinton sagðist þá vilja beita sér fyrir því að breyta stefnu Bandaríkjanna í orku-málum. Í staðinn fyrir að nota olíu ætti að huga að hreinni orku-gjöfum. Morgunblaðið/Jim Smart Hillary Clinton heimsótti m.a. Bláa lónið. Clinton hjónin heimsóttu Ísland Morgunblaðið/ÞÖK Bill Clinton fékk sér pylsu á Bæjarins beztu. SJÓNVARPS-ÞÆTTIRNIR um Latabæ, Lazytown, voru frumsýndir í Bandaríkjunum í síðustu viku. Mikill áhugi var fyrir þessum nýja barnaþætti. Hlaut enginn þáttur meira áhorf meðal barna á aldrinum 2 til 11 ára. Alls horfðu um 10 milljónir manna á þættina í síðustu viku. Þættirnir voru sýndir á barna-sjónvarpsstöðinni Nick Jr. Enginn nýr þáttur hefur fengið eins mikið áhorf á stöðinni síðast-liðinn fjögur ár. Það er Magnús Scheving sem bjó þættina til. Hann leikur líka hlutverk Íþrótta- álfsins katt-liðuga. En það voru ekki aðeins börn sem kunnu að meta Íþrótta-álfinn, Sollu stirðu, Glanna glæp og alla hina íbúa Latabæjar. Þættirnir mældust með mesta áhorf meðal kvenna á aldrinum 18 til 49 ára í allt sumar hjá Nick Jr. Latibær slær í gegn í Bandaríkjunum Íþróttaálfurinn er kominn til Ameríku. SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) segja „þögult neyðar-ástand“ blasa við heiminum. Um 40% jarðarbúa njóti ekki lágmarks hreinlætis-aðstöðu. Þar að auki drekki milljarður manna mengað vatn. Sjúkdómar breiðast hratt út vegna vatns-mengunar. Það gerist sérstaklega í fátækum og van-þróuðum Afríku-ríkjum. Er það talið eiga þátt í dauða 10 milljóna barna á ári. Fólks-fjölgun og hröð iðn-væðing í heiminum hafa dregið úr áætlunum sem gera ráð fyrir að 75% jarðarbúa muni njóta lágmarks-hreinlætis-aðstöðu árið 2015. Óttast SÞ að 800 milljónir manna muni enn þurfa að drekka mengað vatn eftir rúm tíu ár. Reuters Íbúar þorpsins Jaspar í Ind- landi sækja sér allt sitt drykkjarvatn í stóran þorps- brunn en grunnvatn minnkar sífellt í Asíu. Milljarður manna drekkur mengað vatn Cherie Blair á íslensku mál-þingi FJÖLMENNI var á málþinginu Konur, völd og lögin sem fram fór á föstudag. Cherie Blair, lögmaður frá Bretlandi, var sérstakur gestur. Hún er eiginkona Tony Blair, forsætis-ráðherra Bretlands, en hefur getið sér gott orð sem mannréttinda-lögfræðingur. Blair flutti erindi á ráðstefnunni og fjallaði um mikilvægi þess að konur ynnu saman. Hún talaði líka um jafnvægi milli einka-lífs og vinnu. En helsta áskorun 21. aldarinnar væri að fólk þyrfti ekki að velja milli starfs-frama og einka-lífs. FH-ingar í þriðju umferð FH-INGAR eru komnir í þriðju umferð Evrópu-keppni félags-liða. Er FH fyrsta íslenska liðið sem nær þessum árangri. Náði FH þessum áfanga eftir sigur á Dunfermline, skosku úrvalsdeildar-liði. Leiknum lauk með 2:1 sigri FH. Fyrri leikur liðanna endaði 2:2 og því varð FH að vinna leikinn til að komast áfram. Tvö mörk á síðustu sjö mínútunum gerðu gæfu-muninn. Skoraði Tommy Nielsen sigur-markið á síðustu mínútu leiksins, en hitt mark FH gerði Ármann Smári Björnsson. Skólavörðust íg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husav ik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 14.00-16.00 Mjög sjarmerandi 76,4 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (aðalhæð) í góðu þrí- býlishúsi. Íbúðin er með fallegu parketi á gólfum. Baðherbergi með nýlegum innréttingum, flísum í hólf og gólf og glugga. Stórt hjónaherbergi og tvær stofur með útgangi út á suðursvalir sem eru með tröppum niður í garð. Búið er að endurnýja rafmagn og skolplagnir. Þá er einnig þrefalt hljóðeinangrandi gler í íbúðinni. Áhv. 6,3 millj. Verð 12,5 millj. (442). Þorbjörn Atli tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum. Hringbraut 83 Garðatorg - Eign í sérflokki Húsavík – Þar sem gott orðspor skiptir máli Stórglæsileg 135 fm lúxusendaíbúð á fjórðu hæð (efstu) í þessu fallega lyftu- húsi í hjarta Garðabæjar ásamt góðu stæði í lokaðri bílageymslu (innangengt úr sameign). Um er að ræða sérstæða byggingu þar sem sameiginlegur garður er torg sem er yfirbyggt með glerþaki og stutt er í alla nauðsynlega þjónustu. Einstaklega glæsileg og vönduð eign með samstæðum innréttingum úr kirsu- berjaviði, parket og flísar á gólfum. Íbúðin er laus fljótlega. Óskað er eftir til- boðum í eignina. Áhv. 5,5 millj. húsbréf. Allar nánari upplýsingar gefur Elías sölustjóri í síma 898 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.