Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 49 F A B R IK A N í Akoges-salnum, Sóltúni 3, Reykjavík og í Gróttu-salnum, Suðurströnd, Seltjarnarnesi Swing, salsa og fleiri samkvæmisdansar - fyrir hjón, pör og vini. Línudans með stæl - skemmtun, útrás og góð hreyfing fyrir einstaklinga á öllum aldri. Krakkagleði – dansað og sungið á Nesinu! Einkatímar - frábærir fyrir einstaklinga eða pör til að læra það sem hver og einn óskar sér. Stutt námskeið - fyrir litla og stóra hópa sem vilja vera sér á parti og skemmta sér saman. Dans í vinnunni - við mætum á vinnustaðinn og hristum hópinn saman. Sýningar & Ráðgjöf - við útvegum flott atriði og sýningar eða tryggjum að heimatilbúin atriði slái í gegn. Danssmiðjan veturinn 2004 - 2005 Fyrri önn frá 13. september - 16. desember Seinni önn frá 11. janúar - 22. apríl 2005 Innritun og nánari upplýsingar í síma: 862 4445 og á www.danssmidjan.is Hulda, Thea, Jói, Berglind og Hrafnhildur Ve tu ri nn 20 04 -2 00 5 Danssmiðjan Á FYRSTU plötu Brúðarbandsins, hinni kröftuglega titluðu Meira! gefst loksins tækifæri til að athuga hvort eitthvað haldbært leynist á bakvið slæðuna. Eða með öðrum orðum; eiga brúðirnar sjö til tónlist til að bakka athyglisverða ímynd sína upp? Meðlimir koma nefnilega alltaf fram í brúðarkjólum á tón- leikum og um það hefur fréttaflutn- ingur af bandinu iðulega snúist, frekar en tónlistarlega innstæðu. Og hvernig er þetta svo? Eigum við ekki bara að orða það þannig að ég taki bónorði Brúðarbandsins? Þetta er nefnilega fínasta plata, hrein grallaragleðin kemst til skila ásamt mjög svo heilnæmu „kýlum á það“ viðhorfi. Tónlistin fylgir fagurfræði pönks- ins. Söng og hljóðfæraleik er oftast ábótavant en það er allt saman „partur af prúgramet“ eins og það var orðað í ofmetinni íslenskri kvik- mynd. Lagasmíðarnar eru eftir þessu og á meðan ekkert laganna hér er helber snilld detta þau hins vegar aldrei niður í einhverja logn- mollu, hvert og eitt þeirra hefur eitthvað við sig. Það er helst í „Sæt- ar stelpur“ og „Brúðarbands- mantran“ sem trúðslætin keyra úr hófi fram. Brúðarbandið spilar athyglisvert og melódískt síðrokk, dettur t.d. nið- ur á nánast Cure-lega þunglynd- isnýbylgju í „Lítil vísa um landið okkar“ og viðlagið þar er glettilega fallegt og djúpt. „Sid“ minnir á skóglápssveitir eins og Lush eða Ride og laglínan í „Smjörkúkinum“ líkist einna helst eldri lögum Bag of Joys. „Lagið um Jón“ kallar þá Wedding Present fram í hugann (og varla er það til- viljun. Eða hvað?). Gítarleikararnir í sveitinni eiga oft stórleik og lyfta plötunni upp þar sem hugmyndaríkar og frumlegar gítarlínur skjóta iðulega upp kolli. Textasmíðin er hins vegar upp og ofan, oftast skopkennd og í sumum tilfellum með pólitískum undirtón (háttvirtur þingmaður, Pétur Blön- dal, fær það óþvegið í „Fátæk í hel- víti“). Stundum hitta textarnir í mark en stundum eru þeir fremur ódýrir. Brúðarbandið sýnir hér dug og þor, skeytir lítt um „vandaðan hljóð- færaleik“ en lætur í þess stað vaða sem er hið besta mál. Heildarupplif- unin af plötunni er bráðgóð því af henni stafar krafti – fölskvalaus og hressandi ástríða. Og já, ég væri al- veg til í að heyra Meira! Morgunblaðið/Þorkell „Og hvernig er þetta svo?“ spyr Arnar Eggert Thoroddsen í dómi sínum um fyrstu plötu Brúðarbandsins. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að ég taki bónorði Brúðarbandsins?“ Já TÓNLIST Íslenskar plötur Brúðarbandið er skipað Melkorku (söngur), Kötu (harmonika), Unni Maríu (bassi), Sunnu (trommur), Guggu (hljómborð), Eygló (gítar, söngur) og Siggu (gítar, söngur). Danni Pollock tekur gítarsóló í „Gítarinn brennur“. Meðlimir semja lög og texta. Upptökustjórn var í höndum Birgis Bald- urssonar en um hljóðblöndun og hljóm- jöfnun sáu Birgir og Orri Harðarson. Að- stoðarmaður var Guðmundur Kristinn Jónsson. Það eru 12 tónar sem gefa út. BRÚÐARBANDIÐ - MEIRA!  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.