Morgunblaðið - 02.09.2004, Qupperneq 22
DAGLEGT LÍF
22 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 3. september
Umgjarðakynning
Nýtt frá
Lafont Paris
ALLIR VELKOMNIR
580 80 80
Vilt þú auglýsa!
Þetta svæði er laust núna
hringdu í síma
midlun@midlun.is
Einnota frauðmál
fyrir kaffi
nú á 20% afslætti
1000 stk á 1.980.-
af 200 ml. glösum
Brautarholti 28
Sími: 5 600 900
www.akarlsson.is
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Ásólríkum sumardegi erheilmikið rennerí af fólkiá húðflúrstofunni Studio54 á Laugavegi, sem
flestir þekkja sem JP Tattú. Sumir
leita skjóls frá heitum geislum
utandyra, aðrir svala forvitni og
berja augum stórar hauskúpur vel
hyrndar sem hanga á veggjum
uppi og einhverjir dunda sér við að
fletta möppum með myndum og
táknum sem hægt er að láta húð-
flúra á sig. Og svo eru það þeir
sem eru búnir að velja sér mynd
og bíða spenntir í sófanum eftir
tattúmeistaranum Jóni Páli Hall-
dórssyni.
Hann minnir óneitanlega dálítið
á Frelsarann þar sem hann storm-
ar inn síðhærður og brosmildur ut-
an úr sólskininu. En stóri hvíti
páfagaukurinn sem situr á öxl
hans gerir hann líkari sjóræningja
en Jesú, þó svo að fuglinn sé vissu-
lega í hvítum lit hreinleikans og
beri nafn erkiengilsins Gabríels.
Slær kettinum við
Jón Páll kemur gauknum fyrir á
þar til gerðu priki og býður fram
aðstoð sína. Á meðan hann beitir
nálinni fagmannlega og teiknar
varanlegan sporðdreka á herðablað
manns sem er fæddur í sporð-
drekamerkinu, segir hann blaða-
manni allt um gaukinn góða.
„Gabríel er frábært gæludýr og
þótt mér hafi þótt afskaplega vænt
um kisurnar sem ég hef átt, þá
hefur þessi fugl svo margt fram
yfir köttinn að ég er nokkuð viss
um að ég fái mér aldrei aftur kött.
Fyrst og fremst er það sterkur
persónuleikinn sem gerir hann ein-
stakan og svo er hann líka bráð-
gáfað kvikindi.“
Alinn upp af mannfólki
Jón Páll og Birta Björnsdóttir
spúsa hans eiga tvo aðra stóra
páfagauka sem eru aðeins eldri en
Gabríel og þeir heita Erlendur og
Kári. Þeir eru af annarri tegund
en hvíti prinsinn. „Þeir eru báðir
fæddir í búrum af búrfuglum og
aldir upp af fuglum en tamdir eftir
á af mönnum, og eru því ekki eins
mannelskir og Gabríel sem er
handmataður. Handmötun felst í
því að fuglinn er tekinn strax þeg-
ar hann kemur úr egginu og er
mataður af manneskju fyrstu mán-
uðina í lífinu. Slíkir fuglar eru því
mjög mannvanir og allt aðrir per-
sónuleikar en þeir fuglar sem aldir
eru upp af fuglum og tamdir eftir
á. Erlendur og Kári sækja til
dæmis ekki nærri eins mikið í að
láta klappa sér og Gabríel.“
Frekjudós og mikil félagsvera
Gabríel kemur frá Bretlandi þar
sem hann var ræktaður af
löglegum fuglaræktendum
og á bakvið hann standa
nokkrar kynslóðir fugla
sem allir eru ræktaðir af
mönnum. „Við fengum
hann eftir að hann hafði
verið í sóttkví hér heima.
Þá var hann átta mánaða
gamall en nú er hann orð-
inn eins og hálfs árs.
Hann er bara smábarn
ennþá, því þessir fuglar
verða ekki kynþroska fyrr
en við þriggja til fjögurra
ára aldur. Við erum því
enn í uppalendahlutverk-
inu en Gabríel er mjög
frekur og hann krefst
mikillar athygli. Þegar ég
kem heim eftir langan
vinnudag þá vill hann að
ég taki hann á höndina,
spjalli við hann og klappi
honum, en ég verð að
passa mig á að ofdekra
hann ekki. Hann er mikil fé-
lagsvera og honum finnst mjög
gaman að hafa fólk í kringum sig
og þess vegna tek ég hann stund-
um með mér hingað í vinnuna. En
hann er samt var um sig þegar
ókunnugir gefa sig að honum og
hann er sjaldnast til í að gera ein-
hverjar kúnstir fyrir gesti.“
Jón Páll segir að Amazon-
fuglarnir Erlendur og Kári hafi
mikinn félagsskap af hvor öðrum
en Gabríel blandi ekki geði við þá.
„Hann vill bara vera með okkur
mannfólkinu.“
Takkaóður tætari
Þegar Jón Páll og Birta fengu
Gabríel var hann mikið væng-
stýfður en hann hefur safnað fjöðr-
um síðan þá. „Núna getur hann
flögrað aðeins um en hann nær
ekki fullu löngu flugi, enda gengur
það ekki upp að hafa hann alveg
fleygan, því þá gæti hann týnst.“
Gabríel er aðeins byrjaður að
læra að tala og segir halló í mörg-
um mismunandi útgáfum. „Hann
lærir þetta sjálfur og tekur upp á
því að segja þau orð sem honum
hentar.“
Gabríel fer sínar eigin leiðir á
fleiri sviðum, til dæmis þegar hann
ferðast milli hæða á heimili sínu,
þá rennir hann sér fimlega niður
handriðið. En hann getur líka ver-
ið uppátektarsamur.
„Hann slapp úr búrinu sínu um
daginn og þegar ég kom heim var
ekki snyrtilegt um að litast. Slóðin
eftir hann var út um alla íbúð.
Hann var búinn að borða heilt
vítamínspjald og ég fann hann í
vinnuherberginu mínu þar sem
hann var við tölvuna að dunda sér
við að kroppa hvern einasta takka
af lyklaborðinu. Nokkrum dögum
seinna hafði honum tekist að
brjóta upp nýja lásinn á búrinu og
þá var hann búinn að tæta niður
öll kerti heimilisins og hann hafði
smeygt sér undir teppi sem hylur
tölvuna og rústað nýja lyklaborð-
inu. Við verðum að passa vel að
skilja engin tæki eftir þar sem
hann kemst í þau. Ef hann kemst í
farsíma þá er hann ekki nema
fimm mínútur að stúta honum.“
Fær að koma með í sund
Jón Páll og Birta taka Gabríel
gjarnan með sér á flakk og nýlega
fékk hann að fara með þeim hring-
inn í kringum landið. „Við leyfum
honum að vera lausum í bílnum og
honum finnst fínt að vera í bíl. Er-
lendur og Kári kæra sig aftur á
móti ekkert um bíltúra og verða
bara órólegir við slíkar aðstæður.
Við tökum Gabríel líka með okkur
í sumarbústaðaferðir ef svo ber
undir og stundum fær hann að
koma með okkur í sund þegar við
erum á litlum sundstöðum úti á
landi. Þá er hann bara að vappa
um á bakkanum og skoða mann-
lífið.“
Gabríel lifir greinilega skemmti-
legu lífi og kemur til með að vera
gæludýrið hans Jóns Páls næstu
hálfa öldina og ekki ólíklegt að
hann lifi eiganda sinn því fuglar af
hans tegund geta orðið allt að
hundrað ára gamlir.
GÆLUDÝR | Gaukurinn Gabríel er uppátektarsamur og hefur gaman af farsímum og tölvum
Athyglissjúkur gáfufugl
Gæludýr eru margskonar og sumir taka
þau með sér í vinnuna. Kristín Heiða Krist-
insdóttir fékk að vita allt um páfagaukinn
Gabríel á meðan eigandi hans flúraði húð
viðskiptavinar með nál og bleki.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón Páll og Birta: Að leika sér með gæludýrin.
Allir þrír saman á grein: Gabríel telur sig
greinilega ekki samboðinn þeim grænu,
sem heita Kári og Erlendur.
khk@mbl.is