Morgunblaðið - 02.09.2004, Page 29

Morgunblaðið - 02.09.2004, Page 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 29 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG SEGI það strax. Mér líst alveg bráðvel á hana Siv Friðleifsdóttur. Hún hefur að mínu mati staðið sig stórvel í miklum málum á síðustu ár- um. Maður hittir menn á förnum vegi, sem segja hana ómögulega, en ég afgreiði þá sem karlrembur. Þessi kona er ung, lítur vel út. Hún er samt reynd í sveitarstjórnarmálum, var í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi. Það tekur sinn tíma að komast inn í mál á þessu sviði. Sem fyrrverandi um- hverfisráðherra gæti hún farið létt með félagsmálaráðuneyti, léttar en krónprinsinn. Hún er íþróttamaður og meistari í fjaðurboltaleik með föð- ur sínum. Hún ekur stóru mótorhjóli og gengur hress um grundu með tveimur stöfum, göngustöfum. Menn segja nú í umræðunni, að karlarnir séu hræddir við klárar konur. Kannski er eitthvað til í því. Kon- urnar, einkum framsóknarkonur, eru æfar. Af hverju er Halldór Ásgrímsson svona stífur og klaufskur? Ég var að hlusta á útvarpsþátt í dag, laug- ardag. Í honum voru þrír lögfræð- ingar, Kristín Heimisdóttir, alveg eldklár og skemmtileg; Guðjón Ólaf- ur Jónsson, hinn leiðinlegi ungi vara- þingmaður Framsóknar, svo og Jón Magnússon, hinn ágæti fyrrverandi íhaldsmaður í nýjum fötum. Enginn fannst mér þó komast að kjarnanum eins og ég skil hann. Jón sagði, að formaður í flokki, Halldór Ásgríms- son, hefði klúðrað máli. En hver klúðraði þessu fyrir formanni Fram- sóknarflokksins? Mín kenning er sú, að það hafi verið formaður Sjálfstæð- isflokksins. Halldór hlýtur að hafa verið búinn að lofa Davíð því að fækka kven- ráðherrum flokks síns. Allt til þess að fá stóra stólinn. Flokkur Davíðs, með atgöngu ungliðanna, hafði í forkosn- ingum sparkað einum þremur ágæt- um konum til þess að þeir sjálfir kæmust á þing, aðallega til þess að segja já og amen við forystuna. Þetta leit ekki vel út fyrir flokkinn. Sjálf- stæðisflokkurinn bætir því við kon- um í ríkisstjórn. Nú kemur Sigríður A. Þórðardóttir inn fyrir Siv Frið- leifsdóttur. Davíð vill greinilega bæta fyrir misgjörðir flokks síns gagnvart konum. Nú eftir 15. september getur Sjálfstæðisflokkurinn státað af helm- ingi fleiri konum í ráðherrastólum en Framsóknarflokkurinn. Gæti þetta ekki verið skýringin. Ég ber mikla virðingu fyrir Davíð Oddssyni. Hann er klókur og hann framkvæmir. SVEINN GUÐMUNDSSON, verkfr., Háteigsvegi 2, 105 Reykjavík. Kenning um kvennamál Frá Sveini Guðmundssyni: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unn- in í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryfir- valda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Á mbl.is Aðsendar greinar og allt sem henni er bundið er orðið einhvers konar andlitslaust vald, kafkaískt völundarhús, ófreskja sem enginn kann skil á en allir vilja leggja að velli, enda veltur það á henni hvort endar ná saman hjá fólki, því skuldir fólks fylgja henni dyggilega, en launin hins vegar ekki. Hvað er svona sérstakt hér? Ef ég hef skilið rétt eigum við Ís- lendingar ekki einungis heimsmet í vaxtaokri, heldur virðumst við vera eina vestræna þjóðin sem bindur lán við vísitölu, raunar ásamt Rúmeníu minnir mig. Þetta hefur m.a. haft þær afleiðingar að bankar og lána- stofnanir geta blóðmjólkað lántak- endur, fullkomlega löglega og skilað stjarnfræðilegum arði, fært fé frá skuldugu fólki til fjármagnseigenda og viðhaldið þannig nokkurs konar nútímalegu lénsskipulagi. Guma síð- an af öllu saman á hluthafafundum og í fjölmiðlum í stað þess að skammast sín ofan í tær gagnvart viðskiptavinunum. Hvers vegna verðtrygging? Allt eru þetta mannanna verk, kerfi sem menn hafa komið sér upp og þverpólitísk samstaða virðist vera um hérlendis. Kerfið er nánast farið að lúta eigin lögmálum án þess að neinn viti hvers vegna, menn berjast hetjulega við rauð strik, líkt og Don Kíkóti við vindmyllurnar forðum, en það hvarflar að því er virðist ekki að nokkrum manni að spyrja: Nú, þeg- ar umhverfi fjármála og banka- starfsemi er farið að lúta sömu lög- málum og almennt gerist hjá vestrænum þjóðum, hvers vegna er séríslenska verðtryggingin þá ekki afnumin? Hvers vegna ekki að hugsa þetta frá grunni? Hvaða glóra er í því að lán almennt hækki vegna þess að neyslufíknin ber hluta þjóð- arinnar ofurliði, eða forseta stór- veldis langar að sýna vald sitt? Hverjir hafa hag af því að viðhalda þessu kerfi hérlendis? Bankar og fjármálafyrirtæki, augljóslega, enda eru þeir þar með allt sitt á þurru, bæði með lögbundin belti og axla- bönd í þessu efni. En hvað um stjórnmálamenn? Hvernig væri að þeir tækju kosti og galla afnáms verðtryggingar á dagskrá og ræddu það í ljósi breyttra aðstæðna á fjár- málamarkaði og nútímavæðingar hans almennt? Ruslahaugar mannkynssögunnar eru yfirfullir af alls kyns hug- myndakerfum sem trénuðu og logn- uðust út af vegna þess að þau urðu ógagnsæ, andlitslaus og fóru að lúta eigin lögmálum, eða vegna þess að skyndilega rann upp fyrir fólki hversu svívirðilega óréttlát þau voru. Og þá hefur nú stundum hvesst. Höfundur er bókmenntafræðingur. ÞESSI orð Jesú Krists komu mér í huga á sunnudagsmorguninn er ég hafði áttað mig á því að forseti vor þarf nú að sætta sig við það að sitja næstu fjögur árin í skjóli minnihluta kosn- ingabærra manna á Íslandi. Já, öðruvísi var tónninn í skoð- anakönnunum fyrstu dagana eftir að hann hafnaði að undirrita lög um fjöl- miðla, þau er meirihluti alþingis hafði samþykkt og sent frá sér sem lög. Þá vantaði ekki húrra- og halelújahrópin til handa forseta vorum. Á embættistíma sínum hefur forseti vor mátt reyna margt og á erfiðum sorgartímum fékk hann og fjölskylda hans eðlilega mikla samúð og styrk frá þjóðinni, sem hann hefur oft þakkað fyrir. Nú nýlega hefur hann beitt valdi sínu á mjög umdeildan hátt, en af um- sögn fjölmiðla og skoðanakannana þeirra virtist hann hafa stuðning þjóð- arinnar með sér. Ég spyr: Hvar voru þeir á laug- ardaginn sem hæst göluðu og fögnuðu höfnun forseta að undirrita? (Eða var hinn þögli meirihluti aldrei spurður?) Kristur spurði: Hvar eru hinir níu? er hann hafði læknað tíu líkþráa menn en aðeins einn sneri aftur til að þakka honum lækninguna og gefa guði dýrð- ina. Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson geta gert þessi orð að sínum. Hvar voru hinir níu? GUÐGEIR SUMARLIÐASON, Bjarghólastíg 24, 200 Kópavogur. Hvar eru hinir níu? Frá Guðgeiri Sumarliðasyni: GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Dömugötuskór FIMMTUDAGS TILBOÐ Verð áður 4.995 kr. Verð nú 2.995 kr. Litur: Svartur Stærðir: 36-42 Suðurlandsbraut, sími 533 3109 Áskorun til Seltirninga Áhugahópur um betri byggð á Seltjarnarnesi Sími: 864 2112 • netfang: verndum@nesid.is Mótmælum skipulagsslysi! Undirskriftasöfnun stendur yfir gegn þeim áformum bæjaryfirvalda að keyra í gegn breytingar á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Seltjarnarnesi. Þar er gert ráð fyrir stórfelldum blokkabyggingum við Suðurströnd en engar raunhæfar tillögur gerðar um þróun lífvænlegs miðbæjar. Þeir, sem vegna fjarvista eða af öðrum ástæðum hafa ekki átt þess kost að skrifa undir mótmælin, eru hvattir til að hafa sem fyrst samband við umsjónarmenn. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.