Morgunblaðið - 02.09.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.09.2004, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR dætur Halldórs Kilj- ans Laxness, sem eru handhafar höfundarréttar hans, hafa reynt að koma í veg fyrir, að ég skrif- aði bók mína um skáldið, en ég hafði í sakleysi mínu haldið, að ég nyti málfrelsis til jafns við aðra landsmenn. Dæturnar tak- mörkuðu aðgang minn að skjöl- um skáldsins í Þjóðarbókhlöð- unni, sem þangað höfðu verið gefin án nokkurra kvaða, um leið og þær hleyptu þangað tveimur nafngreindum einstak- lingum, sem þær treystu ber- sýnilega betur til að skrifa eins og fjölskyldunni þóknaðist. Þær tilkynntu málshöfðun gegn mér og kærðu mig líka til siðanefnd- ar Háskóla Íslands fyrir að hafa brotið á sér höfundarrétt og ekki vísað fullnægjandi í verk föður þeirra í fyrsta bindi bókar minnar. Ég óskaði af fimm ástæðum eftir því, að siðanefndin vísaði kærum þeirra frá. Í fyrsta lagi hafði ég skrifað ritið, áður en siðareglurnar voru settar. Í öðru lagi varðaði kæran heim- ildanotkun, en heimildaskrá verður í þriðja bindi verksins og ekki tímabært að ræða tilvísanir í heimildir fyrr en þá. Í þriðja lagi er mælt fyrir um það í siða- reglum Háskólans, að vísa skuli frá málum, sem leitað er til dómstóla um, eins og Laxness- dætur hafa boðað, að þær muni gera. Síðan benti ég á, að engar lagaheimildir eru til setningar siðareglna fyrir háskólakennara, er breytt geti starfsskilyrðum þeirra verulega, auk þess sem þessar siðareglur hafa ekki ver- ið birtar á lögmæltan hátt. Siðanefndin ákvað þrátt fyrir þetta að taka nokkur kæruatriði Laxnessdætra til meðferðar. Ég vildi ekki una því og skaut til dómstóla, hvort nefndinni hefði af fyrrgreindum fimm ástæðum ekki verið skylt að vísa málinu alveg frá. En þá er komið að því, sem er mér óskiljanlegt. Siðanefndin tilkynnti, að hún hygðist ekki bíða eftir úrskurði dómstóla um, hvort hún mætti taka málið til efnislegrar með- ferðar. Hún myndi strax taka það til slíkrar meðferðar, jafn- vel þótt úrskurður dómstóla kynni auðvitað að verða sá, að henni hefði verið skylt að vísa því frá. Hvers vegna liggur nefndinni svo á, að hún getur ekki beðið úrskurðar dómstóla? Hverra hagsmuna gætir hún með slíku óðagoti? Sagan er ekki öll. Héraðs- dómur Reykjavíkur samþykkti á dögunum í vönduðum og vel rökstuddum dómi hina eðlilegu ósk mína (sem hefði auðvitað ekki þurft að verða neitt dóm- stólamál), að nefndin tæki málið ekki til efnislegrar meðferðar, fyrr en dómstólar hefðu skorið úr um, hvort henni hefði verið skylt að vísa því frá. Nú ætlar nefndin að halda áfram baráttu sinni gegn mér og áfrýja þeim úrskurði héraðsdóms til Hæsta- réttar. Enn spyr ég því: Hverra hagsmuna gætir nefndin? Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hverra hags- muna gætir siðanefnd? Höfundur er áhugamaður um málfrelsi. TÖLUVERÐ umræða hefur orðið undanfarið um fjárfestingar Orku- veitunnar í fjarskiptum. Þegar þessi mál eru rædd þarf að halda til haga að fleiri hliðar eru á málinu en fram hafa komið. Staða málsins í dag er sú að Orkuveita Reykjavíkur á ljósleið- arakerfi sem nær um Reykjavík og ná- grannasveitarfélög og tengist auk þess Akra- nesi, Hveragerði, Sel- foss og Hellu til Vest- mannaeyja. Þessi ljósleiðari er mikils virði, kostnaðurinn við að leggja hann í dag færi vart undir 4 millj- örðum kr. og tækifær- in til tekjusköpunar eru mörg. Í dag eru flest stórfyrirtæki landsins, bankar, sjúkrahús, menntastofnanir og fleiri tengd ljósleiðarakerfinu og það hefur átt stóran þátt í lækkun verðlags á gagnaflutningi og þar með stórstígum framförum í nýtingu nýrrar tækni í þjóðfélaginu. Þróun undanfarinna áratuga hef- ur verið að þörfin fyrir bandbreidd hefur vaxið mjög hratt og á eftir að vaxa enn hraðar þegar þörfin fyrir myndflutninga verður almennari. Orkuveitan tók þátt í tilraunaverk- efni sl. vetur þar sem hundrað heim- ili voru tengd við myndveitu yfir ljósleiðarakerfið og komu mögu- leikar og kostir kerf- isins þar vel í ljós. Nú nýverið var skrifað undir viljayfirlýsingu milli OgVodafone og Orkuveitu Reykjavíkur um aukið samstarf við nýtingu ljósleiðarans þar sem OgVodafone mun sjá um markaðs- setningu og smásölu meðan Orkuveitan mun einbeita sér að ljósleið- aranum og heildsölu- markaðnum. Þessi viljayfirlýsing skapar algjörlega nýjar víddir í markaðsetningu á þjónustu yfir ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar. Þörf fyrir aukna bandbreidd Fjölmiðlar hafa rætt um kostnað Orkuveitunnar af þátttöku á fjar- skiptamarkaði og ýmsar tölur verið settar fram og helst látið að því liggja að þeir peningar séu glataðir. Þessar tölur hafa því miður verið villandi og blandað saman ólíkum at- riðum. Stærsta fjárfesting Orkuveit- unnar er í tengslum við ljósleið- arakefið og þátttökuna í rekstri Línu.Nets hf. sem Orkuveitan á um 67% í. Tölurnar sem þar eru réttar eru að kaup á hlutafé í Línu.Net hf. stendur nú í 550 milljónum og fyrir ljósleiðarakerfið sem Orkuveitan keypti af LN voru greiddar 1.750 milljónir. Nokkurs misskilnings hef- ur gætt í fréttum undanfarið þar sem sá hluti ljósleiðarans sem greiddur var með hlut í LN var tal- inn tvisvar og blés því fjárfestingin út þegar tölur voru tvítaldar. Fyrst og fremst bókhaldslegt tap Fyrst og fremst hefur verið haldið fram fjárfestingu og tapi í um- ræðunni undanfarið en ekki eins leit- að skýringa á því hvernig tölurnar eru til komnar. Fyrst er að benda á að fjárfestingar Orkuveitunnar í LN eru síður en svo glataðar. Eins og áður sagði er eignin í ljósleiðaranum mikils virði og hefur verið að skila tekjum á undanförnum árum. Hins vegar hefur mikið verið gert úr tapi LN á undanförnum 5 árum. Það er í fyrsta lagi ekki undarlegt að fyrir- tæki sem er að koma nýtt inn á fjar- skiptamarkað tapi í byrjun þar sem mikill kostnaður kemur til í byrjun vegna fjárfestinga í kerfum og mik- ils markaðskostnaðar en við- skiptavininir eru oftast í viðskiptum árum saman. Tap LN hefur farið hratt minnkandi undanfarin ár og hefði stefnt í að fyrirtækið skilaði hagnaði ef ekki hefði komið til að það var selt til OgVodafone. Stærsti hlutinn, eða 650 milljónir sem er 67% af tapi Línu.Net hf., er kominn til af því að verið er að afskrifa og gjaldfæra viðskiptavild. Þessi við- skiptavild var þannig til komin að í upphafi starfsemi LN sameinuðust inn í LN fyrirtæki og rekstrarein- ingar sem aðrir voru að reka á svip- uðu sviði svo sem tvö örbylgjukerfi eitt IP-símkerfi, samningur um gagnaflutninga yfir Cantat o.fl. kerfi. Á þessum tíma voru vænt- ingar mjög hátt verðlagðar en í til- felli LN var greitt fyrir með hluta- bréfum í LN sem voru mjög hátt verðlögð út frá væntingunum um framtíðarverðmæti LN. Þannig var gengið á þeim bréfum sem notuð voru til að greiða fyrir viðskiptavild frá 5-földu nafnvirði að 10,5-földu nafnvirði. Það að afskrifa við- skiptavildina svona hratt var meðal annars gert til að mæta ásökunum um að verið væri að fegra afkomu LN með því að halda inni við- skiptavild. Þá er á annað hundrað milljónir af tapinu vegna gengis- breytinga sem hækka langtímalán. Það má því segja að hér sé að stærstum hluta um bókhaldslegt tap að ræða. LN mikilvægur viðskiptavinur OR Ekki má gleyma því að samskipti LN og Orkuveitunnar hafa ekki ein- ungis verið á einn veg heldur hefur LN verið einn af stærri viðskipta- vinum Orkuveitunnar og leigt af henni aðstöðu í spennistöðvum, ídráttarrör í jörðu, aðgöngu að land- upplýsingakerfi, lagerhald og vinnu að ógleymdu því að eftir að Orku- veitan keypti ljósleiðarann af LN hefur LN verið lang stærsti við- skiptavinur hennar í leigu á ljósleið- ara. Undanfarin 5 ár hefur Orkuveit- an selt LN þjónustu o.fl. fyrir 512 milljónir á verðlagi hvers árs. Sérstök ástæða væri til að fara yf- ir sögu Tetra-kerfisins og aðkomu Landsvirkjunar og Símans að því máli sem gjörbreytti rekstrargrunni þeirrar starfsemi, en það verður að bíða betri tíma. Að lokum vill undirritaður taka fram að þó að á mörgu hafi gengið í stuttri sögu Orkuveitu Reykjavíkur á fjarskiptamarkaði er enginn spurning að framtíð þessa hluta starfseminnar er björt. Viljayfirlýs- ingin við OgVodafone býður upp á marga nýja möguleika og sannar enn og aftur að samkeppni hefði ekki komist á með sama krafti ef ný- ir aðilar á markaði hefðu verið of- urseldir þjónustu Símans á sama tíma og þeir kepptu við hann. Þá ber að halda því til haga að þjónusta Símans á þeim markaði sem Orku- veitan er á hefur lækkað svo veru- lega í verði á undanförnum 5 árum að ekki hefði verið stofnað til ljós- leiðaranetsins ef hún hefði verið í boði þá. Fjögurra milljarða ljósleiðarakerfi OR Guðmundur Þóroddsson skrifar um fjárfestingar OR ’Þessi viljayfirlýsingskapar algjörlega nýjar víddir í markaðs- setningu á þjónustu yfir ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar.‘ Guðmundur Þóroddsson Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn Framlengdu sólbrúnkuna fram á vetur Hausttilboð: Glæsilegt skartgripaskrín, Illusionist maskari, Perfectionist, Resilience Lift Overnight creme og Pleasures bodylotion fylgja ef keyptar eru Estée Lauder vörur fyrir 3.900 krónur eða meira.* * Meðan birgðir endast. Nýtt. Amber Bronze. Sólgullinn farði fyrir andlit og varir. Dulúðug litbrigði rafsins og silkiglóð bronsins mætast í þessari nýju gullnu farðalínu. Viljirðu vera sólbrún framá vetur gerir Amber Bronze þér það kleift. Í úrvalinu er: Svalt laust púður í dós, bursti með innbyggðu sólarpúðri, brúnkukrem, brúnkumjólk og spennandi sólheitir varalitir. Þín bíður gullin vetrartíð - með Amber Bronze.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.