Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 263. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sumar hjá Paul Smith Hann er þekktur fyrir sígild snið og litrík munstur | 27 Fasteignablaðið | Íbúðalán bankanna L50776 Ókeypis kransagerðarefni L50776 Á rölti með augun opin L50776 Samskonar íbúðir ? Ólíkur stíll Íþróttir | Norðurlandameistarar L50776 Ævintýri HK á enda L50776 Ólafur horfir til Noregs Fasteignir og Íþróttir í dag COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að uppreisnaröflin í Írak sæktu í sig veðrið og erfitt gæti reynst að skipu- leggja kosningar í öllu landinu í jan- úar. Powell sagði þó í sjónvarpsviðtali að hann teldi enn að hægt yrði að halda kosningar í öllu landinu í jan- úar eins og stefnt væri að. ?Jú, þetta er að versna og ástæðan er að þeir eru staðráðnir í því að trufla kosningarnar,? sagði Powell um uppreisnarmennina. ?Vegna þess að uppreisnaröflin sækja í sig veðrið þurfum við að herða aðgerðir okkar til að sigrast á þeim.? Yfirlýsingar bandarískra embætt- ismanna um hvort allir Írakar geti tekið þátt í kosningunum í janúar eru mjög misvísandi. Donald Rums- feld varnarmálaráðherra sagði á dögunum að ef til vill þyrfti að fresta kosningunum á nokkrum svæðum vegna átaka. Richard Armitage aðstoðarutan- ríkisráðherra sagði hins vegar á fundi með bandarískri þingnefnd á föstudag að halda þyrfti kosningar í öllu landinu. Þegar hann var spurður eftir fundinn hvort til greina kæmi að fresta kosningum á svæðum þar sem átök hafa geisað svaraði hann: ?Nei. Ekki núna. Ekki svo ég viti.? Powell segir ástandið í Írak fara versnandi Viðurkennir að erfitt verði að halda kosningar í öllu landinu Reuters Colin Powell utanríkisráðherra í viðtali við Fox News í gær. Washington. AFP, AP. BRÓÐIR breska verkfræðingsins Kenneths Bigleys, sem mannræn- ingjar halda í gíslingu í Írak, kvaðst í gærkvöldi hafa fengið upplýs- ingar um að hann væri enn á lífi. ?Hjálpið mér að halda honum á lífi,? sagði Paul Bigley, bróðir gísls- ins, við hóp þingmanna á flokks- þingi breska Verkamannaflokksins í Brighton. Hann gagnrýndi einnig þá af- stöðu Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, að ekki kæmi til mála að semja við mannræn- ingjana. ?Þögn Blairs síðustu tíu daga er koss dauðans fyrir bróður minn.? Bróðir Bigleys segir hann á lífi Brighton. AFP. FLÓRÍDABÚI í bátahöfn í Titusville í Flórída eftir að fellibylurinn Jeanne gekk þar yfir í gær. Óveðrið olli tjóni víða á suðausturströnd Flórída, þök fuku af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnsstaurar brotnuðu. Milljónir manna voru án rafmagns og búist var við að sumstaðar yrði raf- magnslaust í nokkrar vikur. Víða urðu einnig flóð vegna úrhellis. Vindhraðinn var um það bil 54 m/s, en á Íslandi telst það fárviðri þegar vindhraðinn fer yfir tæpa 33 metra á sekúndu. Að minnsta kosti þrír létu lífið af völdum fellibylsins, en ekki var vitað um afdrif fólks sem varð ekki við tilmælum um að forða sér af hættu- svæðunum. Var þetta fjórði fellibylurinn í Flórída á sex vikum. Milljónir manna án rafmagns í Flórída AP INDVERSK yfirvöld segja að kjörstaður í afskekktu þorpi nálægt Tíbet verði opinn í níu klukkustundir þótt aðeins einn íbúanna sé á kjörskrá. Manjulikh Chakma, 26 ára kona, er eini skráði kjósandinn í þorpinu Miao í indverska rík- inu Arunachal Pradesh þar sem þingkosningar verða haldnar 7. október. Í þorpinu búa 150 fjöl- skyldur. Kjörstjórn ríkisins sagði að samkvæmt lögum ættu allir kjörstaðirnir að vera fullmann- aðir og þess vegna þyrfti hún að senda fjórtán starfsmenn til þorpsins. Þeir þurfa að ganga í sex klukkustundir í gegnum frumskóg til að komast þangað ? jafnvel þótt Chakma ákveði að mæta ekki á kjörstað. ?Kjörfundurinn hefst klukk- an sjö um morguninn og starfs- mennirnir verða á staðnum til klukkan fjögur eftir hádegi þegar kjörfundinum lýkur,? sagði kjörstjórnin. Kjörstaður fyrir einn kjósanda Guwahati. AFP. KJÓSENDUR í Sviss ? þar sem út- lendingar eru um fimmtungur íbú- anna ? höfnuðu tillögu um að slaka á ströngum reglum um veitingu rík- isborgararéttar í þjóðaratkvæða- greiðslu í gær. Tæp 57% þeirra sem greiddu at- kvæði höfnuðu tillögu stjórnarinnar um að þriðja kynslóð útlendinga í landinu, þ.e. barnabörn innflytjenda, fengi ríkisborgararétt sjálfkrafa. Þessi niðurstaða kom á óvart þar sem búist var við að tillagan yrði samþykkt með miklum mun. Tæp 52% höfnuðu tillögu um að auðvelda börnum innflytjenda, sem fæðast í Sviss, að fá ríkisborgararétt. Þurfa að bíða í 12 ár Um 20% 7,2 milljóna íbúa landsins eru af erlendu bergi brotin, flest frá Ítalíu og löndum á Balkanskaga. Útlendingar þurfa að bíða í að minnsta kosti tólf ár áður en þeir geta sótt um ríkisborgararétt. Marg- ir þeirra hafa kosið að sækja ekki um vegna þess hversu flókið það er. Meðal annars eru heimili umsækj- enda skoðuð til að ganga úr skugga um hvort þeir fullnægi kröfum um hreinlæti. Tillögur ríkisstjórnarinnar nutu mikils stuðnings í frönskumælandi kantónum Sviss en flestir þýsku- mælandi Svisslendingar voru and- vígir þeim. Fá ekki sjálfkrafa ríkisfang Genf. AP. Ströngum reglum haldið í Sviss Um niðurstöðuna segir í skýrsl- unni: ?Milli áranna 2001 og 2003 hef- ur útstreymi á íbúa aukist um 5% en yfir tímabilið 1996 til 2003 hefur út- streymið á íbúa aukist um 21,4% en 30,8% milli áranna 1990 og 2003. Þessa miklu aukningu má helst rekja til vaxandi ökutækjaeignar enda eru um 94% útstreymis [koltvísýrings] í Reykjavík vegna brennslu jarðefna- eldsneytis árið 2003. Mesta aukning- in hefur verið í díselnotkun.? ?Ljóst er að aukin mengun stafar einkum af vaxandi bílaumferð í borg- inni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af áhrifum þessa á lífsgæði borgar- búa hvað varðar umhverfi og heilsu. Ef svo fer fram sem horfir mun þró- un útstreymis gróðurhúsaloftteg- unda í Reykjavík verða langtum meiri en markmið Kyoto-bókunar- innar gera ráð fyrir,? segir ennfrem- ur í bókuninni. Er í því sambandi minnt á að í Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík hafi borgin einsett sér að leggja sitt af mörkum til að Ísland geti uppfyllt Rammasamning Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar, en Kyoto-bókunin heyrir und- ir þann rammasamning. Unnið að ítarlegri úttekt Hjalti segir að á næstu dögum verði farið í mun ítarlegri úttekt. Vonast sé til að þær niðurstöður verði tilbúnar eftir um það bil tvær vikur. ?Ef ítarlegri úttekt staðfestir þessa frumniðurstöðu er ljóst að það verður að skoða þessi mál í heild sinni og leggja fram áætlanir um það hvernig draga megi úr þessari aukn- ingu.? Til dæmis megi draga úr út- streymi með fræðslu og aukinni notkun almenningssamgangna. Vaxandi umferð ógnar lífsgæðum ÚTSTREYMI koltvísýrings á hvern íbúa í Reykjavík hefur aukist um 5% frá árinu 2001 til 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfis- og heilbrigð- isstofu Reykjavíkurborgar, sem unnin var af Hjalta J. Guðmundssyni, land- fræðingi og framkvæmdastjóra Staðardagskrár 21. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að þessi niðurstaða sé reiknuð út frá meðalakstri ökutækja í Reykjavík og meðaleldsneytiseyðslu. Hann segir niðurstöðuna vera ?gróft meðaltal af þessum þáttum?. Um frumniðurstöðu sé m.ö.o. að ræða. Milli áranna 2001 og 2003 hefur út- streymi á íbúa í Reykjavík aukist um 5% Ný skýrsla um útstreymi koltvísýrings KOLTVÍSÝRINGUR (CO2) er efni sem kallast gróðurhúsalofttegund, útskýrir Hjalti J. Guðmundsson landfræðingur. ?Koltvísýringur er ekki beint loftmengandi efni, eins og t.d. svifryk, heldur er þetta efni sem veldur þessum svokölluðu gróðurhúsaáhrifum, sem til lengri tíma litið eru talin geta valdið veð- urfarsbreytingum,? segir hann. Ekki bein loftmengun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.