Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● BILL Gates, stofnandi og stjórn-
arformaður bandaríska hugbún-
aðarfyrirtækisins Microsoft, er enn
ríkasti maður í Bandaríkjunum að
mati bandaríska
fjármálatímarits-
ins Forbes. Hefur
Gates setið í
efsta sætinu á
lista blaðsins yfir
helstu auðmenn
landsins í 11 ár.
Auðæfi Gates
eru metin á 48
milljarða dala,
jafnvirði um
3.400 milljarða
íslenskra króna.
Kaupsýslumað-
urinn Warren
Buffett er í 2.
sæti á listanum en eignir hans eru
metnar á 41 milljarð dala.
Samtals eru eignir 400 ríkustu
Bandaríkjamannanna metnar á
u.þ.b. eitt þúsund milljarða dala,
sem er um 45 milljarða aukning frá
því í fyrra. Segir tímaritið að aukn-
inguna megi rekja til batnandi efna-
hags í heiminum.
Paul Allen, sem stofnaði Micro-
soft með Gates, er í 3. sæti yfir rík-
ust Bandaríkjamennina. Í næstu
fimm sætum er fólk úr Walton-
fjölskyldunni, sem á verslunarkeðj-
una Walmart.
Þeir Sergey Brin og Larry Page,
stofnendur netleitarinnar Google,
komast í fyrsta skipti á lista Forbes,
en fyrirtæki þeirra var sett á hluta-
bréfamarkað í sumar. Þeir eru yngst-
ir á listanum.
Bill Gates enn rík-
astur í Bandaríkjunum
Ánægður Bill Gat-
es, stjórnarfor-
maður Microsoft,
og ríkasti maður
veraldar, brosir
framan í heiminn.
● ÚTFLUTNINGSRÁÐ tekur þátt í
skipulagningu á Norrænu fjárfesting-
arþingi sem haldið verður í Kaup-
mannahöfn í dag. Á þinginu er sjónum
beint að líf- og hátæknigeirum sem
byggst hafa upp á Norðurlöndum und-
anfarin ár.
Í tilkynningu frá Útflutningsráði seg-
ir að yfir 40 norræn fyrirtæki hafi sér-
staklega verið valin til að kynna afurð-
ir sínar á fjárfestingarþinginu og þar á
meðal séu fjögur íslens fyrirtæki,
Hex, Lífeind, Lyfjaþróun og Orf.
Fjögur fyrirtæki á nor-
rænu fjárfestingarþingi
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
GERT er ráð fyrir að ótilgreindur
fjöldi hlutabréfa í Símanum verði boð-
inn almenningi til kaups á markaði, að
því er segir í lýsingu framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu á verkefni
ráðgjafa, sem auglýst verður eftir á
næstu dögum, í tengslum við sölu á
hlut ríkisins í Símanum. Jafnframt
kemur til greina að selja ótilgreinda
stærð hlutar í Símanum til kjölfestu-
fjárfestis eftir forval eða lokað útboð.
Fram kemur í verkefnalýsingu
einkavæðinganefndar að við ráðningu
ráðgjafa, sem tilkynnt verður um í
síðasta lagi 10. nóvember, verði tekið
mið af alþjóðlegri reynslu og þekk-
ingu á sviði innlendra og erlendra
fjarskiptafyrirtækja. Einnig verði
tekið mið af reynslu af gerð skráning-
arlýsinga og sölu á hlutabréfum á inn-
lendum og erlendum markaði,
reynslu einstakra ráðgjafa, tilboðs-
fjárhæð og tillögum um fyrirkomulag
verkefnisins.
Einkavæðingarnefnd áskilur sér
rétt til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna þeim öllum og ekki verður
samið við aðila sem tengjast fyrir-
tækjum í samkeppni við Símann.
Verkefni ráðgjafa felst m.a. í því að
meta kosti sem koma til greina við
sölu hlutabréfa í Símanum, þ.á m.
stærð hlutar, verð og tímasetningu.
Einnig að meta kosti og galla þess að í
stað sölu til kjölfestufjárfestis, verði
hlutir í Símanum boðnir fjárfestum
og/eða almenningi til kaups í tiltekn-
um áföngum. Þá skal veita ráðgjöf um
hvort og þá hvernig standa megi að
sölu til kjölfestufjárfestis, og hversu
stór hlutur yrði boðinn slíkum fjár-
festi. Ráðgjafa er ennfremur ætlað að
taka við tilboðum frá áhugasömum
fjárfestum og yfirfara þau.
Ráðgjafi má
ekki tengjast
keppinautum
Lýsing á verkefni ráðgjafa vegna sölu
á hlut ríkisins í Símanum liggur fyrir
FYRIRTÆKI og einstaklingar með
rekstur geta nú, í gegnum Netbanka
Íslandsbanka, gengið frá greiðslu á
virðisaukaskatti um leið og þeir skila
virðisaukaskattsskýrslum rafrænt.
Marteinn M. Guðgeirsson sérfræð-
ingur í fyrirtækjaþjónustu Íslands-
banka, sem býður upp á þessa nýju
þjónustu, segir að í þessu felist mikið
hagræði. „Menn hafa getað skilað
virðisaukaskattsskýrslum rafrænt í
gegnum vef ríkisskattstjóra,
www.rsk.is, í einhvern tíma, en þetta
er í fyrsta skipti sem hægt er að
klára málið frá a-ö á einum stað, það
er að gera skýrsluna og greiða skatt-
inn um leið,“ segir Marteinn.
Hann segir að með þessari nýju
þjónustu Íslandsbanka sé einnig
hægt að ganga frá greiðslunni fram í
tímann með framvirkri greiðslu í
Netbankanum.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka
segir að í þessu felist bæði hagræði
og betri yfirsýn því hægt verði að
nálgast eldri virðisaukaskatts-
skýrslur í Fyrirtækjabankanum. Þá
segir í tilkynningunni að Fyrir-
tækjabankinn villuprófi skýrslurnar
til að lágmarka hættu á mistökum.
Íslandsbanki með
nýjung í VSK-skilum
Morgunblaðið/Golli
Nýjungin kynnt Jón Ingi Þorvalds-
son, forstöðumaður netþróunar Ís-
landsbanka, kynnir nýjung bankans
fyrir starfsmönnum.
FRÉTTIR
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra telur fyllilega réttmætt að
velta upp spurningunni hvort þörf
sé á sérstökum stjórnsýsludóm-
stóli og vísar í því efni til þriggja
nýlegra dóma
sem varða
stjórnsýsluna en
að mati Björns
eru fingurbrjót-
arnir í þeim
áberandi og
sumir alvarlegri
en aðrir og lýsti
hann sig ósam-
mála niðurstöðu
þeirra þegar litið
væri til starfshátta á vegum
stjórnsýslunnar.
Þetta kom fram í ræðu sem
Björn flutti á málþingi Lögfræð-
ingafélags Íslands um eftirlit með
störfum stjórnvalda. „Sumum
þeirra [dómanna],“ sagði Björn,
„hefur ríkisstjórnin meira að segja
neyðst til að bregðast við með því
að leita eftir sérstakri lagasetn-
ingu til að draga úr fordæmisgildi
dóma, þegar þeir hafa gengið
þvert á allt, sem viðtekið hefur
verið í stjórnsýslurétti eftir hefð-
bundnum lögskýringaraðferðum.“
Dómarnir, sem dómsmálaráð-
herra nefndi, eru svokallaður land-
mælingadómur frá árinu 1998 en
þá dæmdi Hæstiréttur ákvörðun
umhverfisráðherra að flytja starf-
semi Landmælinga Íslands til
Akraness ólögmæta þar sem ráð-
herra hefði ekki aflað lagaheim-
ildar fyrir flutningum. Þá svokall-
aður Stjörnugríssdómur frá árinu
2001 þar sem Hæstiréttur hnekkti
úrskurði umhverfisráðherra um
ákvörðun heilbrigðisnefndar þar
sem dómurinn taldi ráðherrann
vanhæfan til að fara með málið og
í þriðja lagi nefndi Björn svokall-
aðan minnisblaðsdóm frá árinu
2002 þar sem felld var úr gildi
staðfesting úrskurðarnefndar um
upplýsingamál á synjun forsætis-
ráðuneytis um að veita aðgang að
minnisblaði til að undirbúa um-
fjöllun og ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um viðbrögð við dómi
Hæstaréttar um tekjutryggingu
öryrkja.
Þurfti frumvarp til að eyða
fordæmisáhrifum dómsins
Um landmælingadóminn sagði
Björn m.a.: „Furðuleg áhrif þessa
dóms má meðal annars merkja af
því, að í frumvarpinu, sem flutt
var til að eyða fordæmisáhrifum
hans, þurfti í sérstöku band-
ormsákvæði að leita eftir heimild
til að starfrækja 9 stofnanir utan
Reykjavíkur, sem þegar voru
starfandi utan borgarinnar, án
þess að njóta til þess heimildar í
lögum. Þar af voru a.m.k. þrjár
ekki fjær höfuðborginni en í Kópa-
vogi!“
Um Stjörnugrísdóminn sagði
Björn að dómarar hafi fallið í þá
gryfju að yfirfæra reglu úr réttar-
fari sem næst hráa yfir stjórn-
sýsluna án þess að leiða hugann að
afleiðingunum. Í dóminum hafi
enginn varnagli verið sleginn við
því í hvaða tilvikum hin óvenjulega
túlkun réttarins á vanhæfisreglum
stjórnsýsluréttarins ætti við. Sér-
hver starfsmaður hefði þannig með
vanhæfi sínu getað gert ráðherra
vanhæfan til að gegna embætti
sínu, algerlega án tillits til þess af
hvaða ástæðu vanhæfi starfs-
mannsins væri sprottið. „Ríkis-
stjórnin átti ekki annan kost,“
sagði Björn, „eftir þennan dóm en
að leita enn eftir lagabreytingum
til að eyða réttaróvissu vegna hans
og árétta löggjafarstefnuna að
baki hæfisreglum laganna.“
Þekkingarleysi réttarins
Um minnisblaðsdóminn sagði
dómsmálaráðherra að þekkingar-
leysi réttarins hafi birst skýrt í út-
leggingum hans á hlutverki starfs-
hópsins sem skipaður var til að
bregðast við öryrkjadóminum svo-
nefnda og til að undirbúa aðgerðir
af því tilefni en þær hafi rétturinn
skilgreint afar þröngt, vægast
sagt. Af því hafi dómurinn svo
dregið þá ályktun að vinna hópsins
hafi ekki verið þáttur í stefnu-
mörkun ríkisstjórnarinnar, jafnvel
þótt hún væri augljóslega fólgin í
því að undirbúa lagafrumvarp fyr-
ir ríkisstjórnina sem hún hafi gert
að sínu og lagt fyrir alþingi til að
bregðast við áðurnefndum dómi.
Skilningur og virðing fyrir
lögmálum stjórnsýslunnar
„Ég hef hér rakið þrjá dóma og
lýst mig ósammála niðurstöðu
þeirra, þegar litið er til starfshátta
á vettvangi stjórnsýslunnar. Nú
getur að sjálfsögðu enginn fullyrt,
að sérstakur stjórnsýsludómstóll
geti ekki komist að umdeildri nið-
urstöðu. Rök hníga á hinn bóginn
til þess, eins og ég gat í upphafi
máls míns, að dómstóll, sem sér-
hæfir sig á sviði stjórnsýslu muni
tileinka sér meiri skilning og virð-
ingu fyrir hinum sérstöku lögmál-
um innan hennar, en fram kemur í
þessum þremur dómum,“ sagði
Björn Bjarnason.
Réttmætt að velta
fyrir sér stofnun
stjórnsýsludóms
Björn Bjarnason
Dómsmálaráðherra gagnrýnir þrjá
dóma sem fallið hafa í Hæstarétti
EIRÍKUR Tómasson, prófessor
og forseti lagadeildar Háskóla
Íslands, flytur erindið: Hvernig
á að skýra fyrirmæli 2. gr.
stjórnarskrárinnar um að Al-
þingi og forseti Íslands fari
saman með löggjafarvaldið? Er-
indið er flutt í málstofu Laga-
stofnunar í Lögbergi, stofu 101,
miðvikudaginn 29. september kl.
12.15. Fundarstjóri er Sigurður
Líndal, prófessor emeritus.
„Í erindinu er gengið út frá
því sem gefnu að forseti geti
synjað lagafrumvarpi staðfest-
ingar skv. 26. gr. stjórnarskrár-
innar, svo að gilt sé að lögum.
Að teknu tilliti til þess verður
leitast við að svara þeirri spurn-
ingu, hvort hendur þingsins séu
að einhverju leyti bundnar eftir
að forseti hefur neitað að stað-
festa frumvarp sem þingið hefur
áður samþykkt. Einkum verður
fjallað um þetta lögfræðilega
álitaefni í ljósi fjölmiðlamálsins
svonefnda,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Umræður munu fara fram á
eftir og eru allir velkomnir.
Erindi um lög-
gjafarvaldið