Morgunblaðið - 27.09.2004, Side 18

Morgunblaðið - 27.09.2004, Side 18
18 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OSRAM flúrperur á alla vinnustaði Jóhann Ólafsson & Co Sundaborg, Johan Rönning Sundaborg/Akureyri, Rekstrarvörur, Osram Perubúðir: Árvirkinn Selfossi, Faxi Vestmannaeyjum, R.Ó. Rafbúð Reykjanesbæ, Glitnir Borgarnesi, Rafbúðin Hafnarfirði, G.H. Ljós Garðabæ, Þristur Ísafirði, Ljósgjafinn Akureyri, S.G. Egilsstöðum, Lónið Höfn, Straumur Ísafirði, Víkurraf Húsavík, Vírnet Borgarnesi. Rafverkstæði Árna Elíssonar Reyðarfirði. ÉG ER alltaf í tapliði. Nei, ég á ekki við í íþróttum. Þar vinn ég nú af og til. En í daglegu lífi gengur ekki alltaf jafn vel. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að gerast félagi í Náttúruvernd- arsamtökum. Við börðumst fyrir því að Eyjabökkunum norð- an við Vatnajökul yrði ekki sökkt undir uppistöðulón eins og Landsvirkjun hafði í huga. Ekki varð neitt úr þeirri áætlun og við fögnuðum ákaft, héldum að við hefð- um unnið stórsigur. En auðvitað var ég samt í tapliði því Kárahnjúkavirkjun sem varð að veru- leika er margfalt verri. Reyndar verða lík- lega fleiri í tapliði þegar fram í sækir. Austfirðingar vakna smám saman upp við vondan draum og öll þjóðin á eftir að súpa seyðið af því. Þetta mun koma betur í ljós seinna. Ekki alls fyrir löngu hélt fjöl- skylda okkar upp á að við vorum búin að borga upp öll lán og átt- um litla raðhúsið okkar skuld- laust. En viti menn, nú hækk- uðum við heldur betur í skatti. Ég ætlaði ekki að trúa því að maður þarf að borga eignarskatt af 90 fermetra húsnæði. Á Íslandi er manninum greinilega refsað fyrir að vera sparsamur og reglusamur. Ég tapaði heldur betur á því að búa ekki til skuldir og taka lán. En mestu tapaði ég á því að vilja starfa sem kennari á Íslandi. Í Þýskalandi, þar sem ég lauk kennaranámi og starfaði fyrst, geta kennarar lifað góðu lífi á 100% starfi og jafnvel framfleytt fjölskyldunni sinni á því. Reyndu þetta hér! Áður fyrr var alla vega sum- arfrí í þrjá mánuði. Þá gat maður aðeins bætt upp kaupið með góðri sumarvinnu. En í síðustu samn- ingum sömdu kennararnir af sér, héldu að þeir hefðu bætt kjörin en fengu í raun og veru bara aðeins meira kaup fyrir miklu meiri vinnu. Aftur var ég í tapliði. Nú stendur yfir verkfall og auðvitað eru kennararnir að tapa á því. Engin vinna, ekkert kaup. Og af greiðslunum úr verkfallssjóði verður tekinn skattur! Gjör- samlega siðlaus þessi tvísköttun! Sveit- arfélögin eru í vinn- ingsliði, vinna millj- ónir á dag með því að borga okkur ekki kaup. Þess vegna liggur þeim ekki á að semja. Við kennarar töpum meira í þessu verk- falli: Margir foreldrar eru okkur reiðir og vilja meina að okkur sé sama um börnin þeirra. Kennurum er kennt um allt. Að börnin læri ekkert, að þau séu á götunni langt fram á nótt, að ung- lingar leiðist út í neyslu eða detti í þunglyndi. Þær raddir hafa heyrst einnig að það sé kennurum að kenna ef verðbólgan rýkur upp og allt fer úr böndunum hjá launafólki (eru það ekki frekar þensluáhrif Kárahnjúka-ævintýr- isins?). Já, þetta eru dapurlegir tímar og ég þarf að leggja mig alla fram að halda lífsgleði og góðum vinnu- móral þrátt fyrir öll töpin. Alltaf í tapliði Úrsúla Jünemann fjallar um kennaraverkfallið Úrsúla Jünemann ’Ég tapaðiheldur betur á því að búa ekki til skuldir og taka lán.‘ Höfundur er kennari. ÞEGAR Jakob Möll- er hæstaréttarlögmað- ur var að verja hlut- dræga umsögn Hæsta- réttar sem raðaði Jóni Steinari Gunnlaugs- syni aftar en öðrum umsækjendum í þætt- inum Ísland í dag var honum bent á að í síð- ustu umsögn hefði rétturinn lagt áherslu á málflutningsreynslu. Jón Steinar er einmitt langreyndasti málflytjandinn í hópi umsækjenda, með 30 ára reynslu eða tvöfalt meiri reynslu í árum talið en sá sem næstur kom í röð- inni. Jakob var með svar tilbúið. Hæstiréttur lagði áherslu á þekk- ingu á réttarfari í fyrri umsögninni. Málflutningsreynslan var ekki nóg. Svo ein- falt er það. – Þannig að Jón Steinar Gunn- laugsson, prófessor í réttarfari og nefndar- maður í réttar- farsnefnd til margra ára, kemur ekki til greina! Auðvitað. Nú, var það réttarfar en ekki málflutningsreynsla? Haukur Örn Birgisson fjallar um veitingu stöðu hæstarétt- ardómara Haukur Örn Birgisson Höfundur er lögfræðingur. UMSÖGN Hæsta- réttar er augljóslega hlutdræg og sniðin til þess að gera lítið úr Jóni Steinari Gunn- laugssyni, hæstarétt- arlögmanni og pró- fessor. Þess vegna sýnir hún betur en nokkuð skjall hefði getað, hversu mikil þörf er á manni eins og honum í réttinn. Þeir dómarar sem skiluðu umsögninni láta geð- þótta sinn greinilega ráða niðurstöð- unni. Það eru vondar fréttir fyrir okkur, sem þurfum að treysta dóm- stólnum fyrir réttindum okkar. Umsögnin sann- ar þannig að í Hæsta- rétt vantar menn eins og Jón Steinar, sem hefur lengi barist fyrir því að dómarar dæmi eftir lögunum, en ekki geðþótta. Frábær umsögn fyrir Jón Steinar Friðbjörn Orri Ketilsson fjallar um ráðningu í stöðu hæstaréttardómara Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur er fram- kvæmdastjóri Frjáls- hyggjufélagsins. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er eng- in tilviljun að hlutabréfa- markaðurinn í Bandaríkjun- um er öflugri en hluta- bréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgar- anna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meiri- hluti jarðarbúa, svokallaður almenningur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóð- ur við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmæt- um fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryf- irvalda...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdótt- ir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnu- eftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með því- líkum vinnubrögðum er auð- vitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskóla- gráður en þær sem TR út- skrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar EYÐILEGGING helgistaða og menningarverðmæta sem tengjast bahá’í trúnni í Íran hefur um nokkurt skeið verið liður í kerf- isbundnum ofsóknum klerka- stjórnarinnar gegn bahá’í minni- hlutanum þar í landi. Bahá’í sam- félagið í Íran er stærsti trúarlegi minnihlutahópur landsins með um 300.000 meðlimi. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun íslamska lýðveldisins hafa rúmlega 200 for- ystumenn þessa hóps verið teknir af lífi. Mörg hundruð manns hafa verið fangelsuð og pynd- uð. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu sína eða neyðst til að flýja land. Ung- um bahá’íum er neit- að um inngöngu í háskóla og fram- haldsskóla og aldr- aðir bahá’íar, sem hafa starfað hjá hinu opinbera, hafa verið sviptir eftirlaunum. Í opinberu skjali frá 1991, sem æðsti maður hennar, Khamenei erki- klerkur, undirritaði og mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna birti 1993, er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagsins með langtímaaðgerðum sem m.a. fela í sér eignaupptöku, eyðilegg- ingu helgistaða og sviptingu al- mennra mannréttinda. Stjórnvöld í Íran virðast nú byrjuð að vinna samkvæmt þess- ari áætlun af fullum krafti. Á und- anförnum mánuðum hefur íranska upplýsingamálaráðuneytið látið eyðileggja byggingar og mann- virki sem tengjast bahá’í trúnni. Í sumar var sögufræg bygging í Teheran lögð í rústir að viðstödd- um fulltrúum ráðuneytisins, en hún hafði tilheyrt Mírza Abbas Núri, föður Bahá’ulláh, stofnanda bahá’í trúarinnar. Mírza Abbas var kunnur stjórnarerindreki og fræðimaður á 19. öld. Húsið hafði verið varðveitt sem fágætt dæmi um íransk-íslamska byggingarlist frá þessum tíma. Írönsk dagblöð, þar á meðal Eteemat í Teheran, hafa lýst yfir furðu og hneykslun yfir þessum aðgerðum og segja að hér sé ráð- ist að sameiginlegum menningararfi þjóð- arinnar. Allt frá stofnun ísl- amska lýðveldisins í Ír- an 1979 hefur klerka- stjórnin beitt sér fyrir eyðingu sögulegra bygginga og minja í eigu bahá’í samfélag- ins. Margir þessara staða hafa verið jafn- aðir við jörðu, þar á meðal hús Bábsins í Shíraz, einn merkasti helgistaður bahá’í heimsins. Hús í Takur, þar sem Bahá’u’lláh, höfundur bahá’í trú- arinnar, eyddi bernsku sinni, hefur einnig ver- ið eyðilagt. Umfangs- mikil spellvirki hafa verið unnin á bahá’í kirkjugörðum í Teher- an, Shíraz og öðrum borgum. Í Teheran hafa meira en 15.000 grafreitir verið eyði- lagðir. Fyrr á þessu ári var graf- hýsi sem kennt var við Quddús, einn fremsta talsmann trúarinnar á 19. öld, brotið niður þrátt fyrir mótmæli bahá’ía innanlands og á alþjóðavettvangi. Ofsóknir á hendur bahá’íum í Íran hófust skömmu eftir stofnun trúarinnar 1844 og hafa að meira eða minna leyti staðið síðan. Yfir tuttugu þúsund manns hafa verið teknir af lífi vegna trúar sinnar og margfalt fleiri orðið landflótta. Af- stöðu stjórnvalda er ekki hægt að skýra á grundvelli stjórn- málaafskipta því að bahá’í trúin hvetur til löghlýðni og bannar fylgjendum sínum íhlutun í stjórn- mál. Bahá’í trúin boðar einingu þjóða heimsins og trúarbragða hans. Hún hafnar því að íslam og önnur trúarbrögð geti gert tilkall til þess að vera lokaorð Guðs til mannkyns og tjái endanlegan vilja hans. Það eru fyrst og fremst þessar kenningar sem hafa vakið þungar áhyggjur og heiftug við- brögð klerkastéttarinnar og leitt til blóðugustu og langvinnustu trú- arofsókna síðari tíma. Í tilefni ný- legra atburða í Íran hafa bahá’í samfélög á Vesturlöndum birt yf- irlýsingar í öllum helstu dag- blöðum þar sem aðförum klerka- stjórnarinnar er líkt við menningarhreinsanir talíbana í Afganistan fyrr á árum sem beindust gegn trúararfi búddista þar í landi. Íranar um allan heim eru jafnframt hvattir til að mót- mæla eyðileggingu menningararfs í heimalandi sínu. Menningar- hreinsanir í Íran Eðvarð T. Jónsson fjallar um bahá’í-trúna og framferði gegn henni í Íran Eðvarð T. Jónsson ’Stjórnvöld í Ír-an virðast nú byrjuð að vinna samkvæmt þessari áætlun klerkastétt- arinnar af full- um krafti.‘ Höfundur er bahá’í. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa verð kr. 4.500 Græni töfrasafinn Hægt að nota sem ávaxtapressu líka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.