Morgunblaðið - 27.09.2004, Side 24
24 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Sig-marsson Þormar
fæddist á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal
10. janúar 1923.
Hann lést mánudag-
inn 20. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar Sigurðar voru
Sigmar B. Guttorms-
son Þormar búfræð-
ingur, bóndi á
Skriðuklaustri í
Fljótsdal, f. 6.12.
1890, d. 5.12. 1976,
og Sigríður Hall-
dórsdóttir húsfreyja
á Skriðuklaustri, f. 30.9. 1889, d.
26.7. 1966. Eftir 1948 bjuggu þau
hjón í Reykjavík. Foreldrar Sig-
mars voru Guttormur Vigfússon
búfræðingur, skólastjóri búnaðar-
skólans á Eiðum, bóndi og alþing-
ismaður í Geitagerði í Fljótsdals-
hreppi, og kona hans, Sigríður
Guðbjörg Anna Sigmarsdóttir frá
Ljótsstöðum í Skagafirði. Foreldr-
ar Sigríðar voru Halldór Bene-
diktsson, bóndi á Skriðuklaustri
og kona hans Arnbjörg Sigfúsdótt-
ir. Systkini Sigurðar eru Halldór
fessors, eru: a) Ásgeir R., dósent í
sálfræði við Karolinska háskólann
í Stokkhólmi, f. 5.11. 1957. Synir
Ásgeirs og Sigrúnar Proppé, f. 4.2.
1951, eru Hugi Hrafn f. 12.11. 1988
og Arnaldur Muni f. 26.3. 1991, en
þau Ásgeir og Sigrún skildu. b)
Valdimar, aðstoðarskólastjóri við
Ölduselsskóla, f. 22.12. 1962,
kvæntur Helenu M. Jóhannsdóttur
listdanskennara og kennara við
Langholtsskóla, f. 11.2. 1964. Börn
þeirra eru Helgi Már, f. 25.4. 1984,
Sigríður Ólöf, f. 31.12. 1993, og Jó-
hann Daði, f. 29.2. 2004.
Sigurður ólst upp á Skriðu-
klaustri. Hann varð stúdent frá
MR 1944, tók fyrri hluta próf í
verkfræði frá HÍ 1947 og próf í
byggingaverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1950. Hann var
aðstoðarverkfræðingur hjá Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen
1950, Birch & Krogboe í Kaup-
mannahöfn 1951 og Stadsbyg-
mesterens directorat í Kaup-
mannahöfn 1952. Hann var
verkfræðingur í mælingadeild
bæjarverkfræðings Reykjavíkur
til 1962, rak eigin verkfræðistofu
1961–1980 og vann jafnframt að
útreikningum og gerð lóðaupp-
drátta fyrir borgarverkfræðing í
Reykjavík. Árið 1980–1993 var
Sigurður verkfræðingur í mæl-
ingadeild borgarverkfræðings í
Reykjavík.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Þormar leigubílstjóri
og verslunarmaður í
Reykjavík, f. 23.7.
1921, d. 17.3. 1988,
Atli Þormar, fulltrúi á
aðalskrifstofu Lands-
símans, f. 8.3. 1924, d.
7.3. 1971, og Valgeir
Þormar iðnrekandi í
Reykjavík, f. 1.11.
1927.
Sigurður kvæntist
2. maí 1970 Ólöfu Vil-
helmínu Ásgeirsdótt-
ur húsmóður, f. 28.7.
1935. Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir Egg-
ertsson, vélstjóri og skipstjóri, og
Guðrún Þorleifsdóttir á Húsavík.
Dóttir Sigurðar og Ólafar er
Sigríður B. Þormar hjúkrunar-
fræðingur, f. 29.8. 1970, búsett í
Hollandi og við doktorsnám í
heilsu- og áfallasálfræði. Sigríður
er gift Birni Einarssyni, fram-
kvæmdastjóra hjá Samskipum, f.
13.2. 1969. Synir þeirra eru Sig-
urður Hrannar, f. 26.12. 1993 og
Tómas Atli, f. 6.6. 2000. Stjúpsynir
Sigurðar og synir Ólafar og Helga
Þ. Valdimarssonar, læknis og pró-
Það er ólýsanlega sárt að setjast
niður og kveðja þig, elsku pabbi
minn. Ég finn að ég á erfitt með að
takast á við raunveruleikann og
dagarnir líða eins og í draumi.
Hvernig er hægt að setja niður á
blað þau tengsl sem voru okkar á
milli? Hver getur skilið það annar
en við?
Þú varst rödd mín og styrkur á
þeim árum sem ég gat ekki talað
fyrir sjálfan mig. Þú kenndir mér
muninn á réttu og röngu án þess þú
nokkurn tíma byrstir rödd þína. Þú
kenndir mér að erfiðleikar geta fyllt
mann visku og styrk og gefið manni
nýja sýn á lífið. Þú kenndir mér um
stjörnurnar og lyftir mér jafnframt
upp í átt til þeirra með því að fylla
mig sannfæringu um að mér væru
allir vegir færir. Það væru engin
takmörk önnur en þau sem ég setti
sjálf. Slík gjöf er ómetanleg í önnum
dagsins þar sem oft er auðvelt að
gefast upp og víkja frá markmiðum
sínum.
Þú kenndir mér hvernig ástin get-
ur verið, hvernig maður elskar ann-
an einstakling skilyrðislaust. Það
hefur gefið mér það veganesti að
sætta mig ekki við minna og orðið til
þess að samband mitt við börnin
mín og maka mun alltaf vera byggt
á sömu gildum.
Ég finn fyrir þér, ég finn hvernig
þú snertir öxl mína á þeim stundum
sem ég er að bugast undan þeirri
staðreynd að þú sért farinn frá mér.
Ég veit þú fylgir mér áfram, ég veit
ég mun njóta leiðsagnar þinnar svo
lengi sem ég þarf á því að halda.
Elsku pabbi minn, takk fyrir að hafa
alltaf verið til staðar þegar ég þurfti
á þér að halda og að hafa alltaf stutt
mig dyggilega í öllum þeim ákvörð-
unum sem ég hef þurft að taka í líf-
inu. Ég er sú sem ég er í dag vegna
þess að þú elskaðir mig.
Þín dóttir,
Sigríður Björk Þormar.
Það vakti nokkra athygli í
Hvassaleitinu fyrir rúmum þrem
áratugum þegar Sigurður Þormar,
þá fjögur ár í fimmtugt, kvæntist
fráskilinni konu með tvö börn. Á
þeim árum var ekki eins algengt og
nú er orðið að fólk skildi og giftist
aftur. Orð eins og stjúpa eða stjúpi
voru hlaðin neikvæðri merkingu úr
ævintýrum. Börnin tvö sem fluttu í
Hvassaleiti 71 vorið 1970 vorum við
bræður þá tólf og sjö ára og með
okkur fylgdi öldruð móðuramma.
Þetta var dágóður pakki að taka á
móti fyrir hvern sem er og myndi
jafnvel enn í dag þykja allstór biti í
háls. Í Hvassaleitinu var fyrir aldr-
aður faðir Sigurðar. Þetta var því
mikil og skyndileg breyting fyrir
tæplega fimmtugan mann sem
lengst af hafði búið einn. Sigurður
fékk svo sannarlega „eina með öllu“
og einkadóttir hans, hún Sirrý litla-
systir, var á leiðinni. Þökk sé stjúpa
þá fengum við bræður að alast upp í
stórfjölskyldu þar sem þrjár kyn-
slóðir deildu sama heimili og örlög-
um. Við vorum engin lömb að leika
sér við á unglingsárunum, villtir og
með eindæmum óstýrilátir. Þegar
við horfum um öxl á þessum tíma-
mótum og skoðum þennan atburð
með augum fulltíða manna sem
sjálfir eiga börn og heimili erum við
fullir aðdáunar yfir þeim einstaka
höfðingsskap og ósérhlífni sem
stjúpi okkar sýndi á þessum árum.
Með tímanum tókust miklir kær-
leikar milli okkar bræðra og Sig-
urðar. Við stóðum með honum þeg-
ar á reyndi og hann studdi okkur
þegar á þurfti að halda. Hann bar
alltaf ótakmarkaða virðingu fyrir
því sem við vorum að fást við og var
barnslega glaður þegar við sýndum
honum og áhugamálum hans áhuga.
Honum tókst ekki að gera okkur að
frímerkjasöfnurum þrátt fyrir
nokkrar góðar tilraunir. Þó að hvor-
ugur okkar hafi í dag meira vit á frí-
merkjum en kötturinn á sjöstjörn-
unni, eins og Sigurður hefði orðað
það, var þekking hans á frímerkjum
og póststimplum svo viðamikil og
djúp að það vakti aðdáun okkar
beggja. Hann sagði oft sögur af því
þegar hann ferðaðist landshornanna
á milli til að hafa uppi á gömlum
póststöðvum, sem var fyrir löngu
búið að leggja niður, í þeirri von að
einhvers staðar leyndist gamall
stimpill. Oftar en ekki hafði hann er-
indi sem erfiði og augun hans lýstu
af ákafa þegar hann sagði frá þeim
skiptum þegar hann fann stimpil á
stöðum þar sem engar skráðar
heimildir voru lengur til um póst-
stöð.
Þegar dauðinn ber að dyrum er
eins og kaldur norðanvindurinn nísti
bæði merg og bein. En svo hellast
minningarnar yfir og við skiljum
hvað átt er við með að ylja sér við
arineld minninganna. Við sjáum
stjúpa fyrir okkur með hatt á gangi,
tígulegan í fasi. Hann bar sig alltaf
eins og höfðingi. Takk fyrir allt,
stjúpi. Þetta orð sem hljómaði í eyr-
um okkar fyrir rúmum þrjátíu árum
eins og hótun úr hrollvekjandi
barnasögu lætur í dag blíðlega í eyr-
um og fer vel í munni.
Ásgeir R. og Valdimar
Helgasynir.
Þegar ég minnist tengdaföður
míns Sigurðar Þormar og þá kemur
upp í hugann mikill virðing og minn-
ing um mann sem ávallt var eins og
klettur fyrir fjölskyldu sína í ólíkum
málum. Ég minnist tengdaföður
míns sem manns sem var afar
fylginn sér og réttlætiskennd hans
réð afstöðu hans í öllum málum. Það
er í mínum huga sá stærsti kostur
sem einn einstaklingur getur haft.
Ég fylltist aðdáun yfir því að fylgj-
ast með Sigurði takast á við hin
ýmsu mál með festu sinni og
ákveðni jafnt í starfi sem áhuga-
málum. Hann var eins og klettur.
Elsku Sigurður, þú varst ávallt til
staðar fyrir fjölskyldu okkar, jafnt í
erfiðum málum sem og í hvatningu
til okkar að efla okkur sem einstak-
linga í námi og starfi. Því gleymi ég
aldrei. Rétt sýn þín á alla hluti hefur
þýtt mikið fyrir okkur, svo mikið að
erfitt er að útskýra í orðum.
Sú væntumþykja, ást og alúð sem
þú sýndir strákunum okkar Sigurði
Hrannari og Tómasi Atla var ein-
stök og ógleymanleg. Þeir skipuðu
sérstakan sess í hjarta þínu sem
náði út yfir öll venjuleg mörk. Um
leið munt þú skipa sérstakan sess í
hjarta þeirra alla tíð. Minningin um
góðan afa mun lifa og verða þeim
mikilvægt veganesti í lífinu.
Takk fyrir allan stuðninginn og
styrkinn sem hefur verið ómetan-
legur alla tíð. Ég vona innilega að ég
hafi komið því nægjanlega sterkt til
skila til þín þennan tíma sem við átt-
um saman því sá stuðningur hefur
gefið okkur svo mikið og hjálpað
okkur ómetanlega.
Ég veit að þú ert nær okkur en
nokkru sinni fyrr og heldur áfram
að gefa okkur styrk og stuðning.
Takk fyrir allt.
Björn Einarsson.
Barnabörnin sjö vilja minnast
Sigga afa með fáeinum orðum í
þeirri röð sem þau eru fædd. Auð-
vitað er hlýjan og væntumþykjan
öllum efst í huga en þau eiga líka
sín litlu minningarbrot um afa sem
þeim langar til að deila með öðrum.
Þau eru Helgi Már Valdimarsson,
20 ára, Hugi Hrafn Ásgeirsson, 15
ára, Arnaldur Muni Ásgeirsson, 13
ára, Sigurður Hrannar Björnsson
10 ára, Sigríður Ólöf Valdimars-
dóttir, 10 ára, Tómas Atli Björns-
son, 4 ára, og Jóhann Daði Valdi-
marsson, 7 mánaða:
Þegar ég frétti að afi væri dáinn
varð ég stjarfur og þegar ég kom í
Hvassaleitið og sá afa liggja á stofu-
gólfinu brast ég í grát. Þetta sem
var svo óraunverulegt varð allt í
einu svo raunverulegt þegar ég sá
Ollu ömmu sitja grátandi og lúta
höfði yfir afa sem geislaði af friði og
ró. Frímerki voru stóra áhugamálið
hans afa. Ég sé hann fyrir mér í
skrifstofunni sinni með flísatöng og
skæri að raða frímerkjum. Ég á ótal
minningar um afa frá Flórída þar
sem hann gekk á ströndinni eða lá
sofandi á svölunum í sólinni við hlið-
ina á ömmu sem sat í skugganum og
borðaði ís. Ég kynntist einstaklega
skemmtilegri hlið á afa þegar ég fór
að fullorðnast. Það voru sögurnar.
Hann var óþreytandi að segja sögur
úr fyrri og síðari heimsstyrjöldinni.
Þökk sé honum fékk ég lifandi
áhuga á sögu því sögurnar hans
voru miklu skemmtilegri, nákvæm-
ari og meira lifandi en bækurnar
sem ég hafði lesið í skóla. Afi sá allt-
af spaugilegu hliðina á lífinu og kom
mér oft á óvart. Meira að segja þeg-
ar hann var að læra að ganga upp á
nýtt eftir mjaðmabrotið síðastliðið
vor, þá hló hann bara og brosti eins
og hamingjusamt barn. Ég var
fyrsta barnabarnið hans afa og það
voru viss forréttindi sem ég er
þakklátur fyrir. Olla, amma mín, þú
munt alltaf getað leitað til mín og
minnar fjölskyldu þegar þú þarft á
okkur að halda.
Helgi Már Valdimarsson.
Siggi afi var tillitssamur húmor-
isti. Þannig man ég best eftir hon-
um. Þegar hann frétti í sumar að ég
ætlaði í geimvísindamenntaskóla
langt fyrir norðan heimskautsbaug
hló hann og sagði að það væri al-
deilis ágætt að safna stjörnuglóp-
unum saman þarna fyrir norðan.
Fæturnir væru þá að minnsta kosti
fast frosnir við jörðina þó að hug-
urinn hentist um himingeiminn.
Krummi, litli svarti hundurinn
þeirra afa og ömmu, dó fyrir
skömmu. Þá grét amma mikið. Nú
er afi dáinn bara tveim dögum eftir
að þau fengu nýjan lítinn hvolp sem
heitir Gutti. Nú grætur amma aftur.
Þá tvo daga sem þeir þekktust kall-
aði afi litla hvolpinn alltaf Krumma
og nú er afi farinn að hitta Krumma
gamla. Nú ganga þeir saman
Hvassaleitishringinn á öðrum og
betri stað, gömlu félagarnir. Á
morgun er nýr dagur og við barna-
börnin og Gutti litli stöndum við hlið
ömmu eins lengi og hún þarf á okk-
ur að halda.
Hugi Hrafn Ásgeirsson.
Ég man best eftir afa sem fræð-
ara. Það var ótrúlega skemmtilegt
að sitja hjá honum og hlusta á sögur
úr seinni heimsstyrjöldinni. Afi og
amma fóru til Flórída á hverju ári
og síðastliðið vor buðu þau mér með.
Afi slasaði sig og lá í rúminu mest-
allan tímann. Hann var aðallega
hræddur um að eyðileggja ferðina
fyrir okkur krökkunum. En sann-
leikurinn var sá að mér fannst ekki
síður skemmtilegt að sitja inni hjá
honum og hlusta á sannar sögur
sem hann hafði sjálfur upplifað en
að fara í ævintýragarða úr plasti.
Ævintýrin hans afa voru eins og að
skoða myndaalbúm, þau voru eins
og litlir gluggar inn í liðna tíð.
Arnaldur Muni Ásgeirsson.
Afi minn var alltaf góður. Hann
var besti afi í heimi. Hann var mikill
sögumaður og með aldrinum mundi
hann stundum ekkert hvort hann
var búinn að segja mér þessa sögu
áður og sagði þá: „Er ég búinn að
segja þér þessa sögu áður? „Ég
sagði alltaf nei, alveg sama hvað ég
hafði heyrt söguna oft. Lengsta sag-
an sem hann sagði mér tók 3 daga.
Hún var um seinni heimsstyrjöld-
ina. Þegar afi var hjá okkur í Hol-
landi í ágúst þá sagði hann mér hvað
honum liði alltaf vel að koma til okk-
ar og hvað honum þætti gott að sofa
í rúminu mínu. Ég vildi óska þess að
hann gæti sofið þar oftar. Hann
verðlaunaði mig endurtekið fyrir að
vera góður markmaður og sýndi því
mikinn áhuga. Afi var nefnilega fót-
boltaáhugamaður í leyni. Honum
fannst svo leiðinlegt að komast ekki
á leikina mína úti í Hollandi í sumar
því hann var ekki búinn jafna sig í
fætinum. Elsku afi minn, ég var svo
glaður að þér var að batna en núna
ertu farinn frá mér. Ég á eftir að
sakna þín mikið.
Sigurður Hrannar Björnsson.
Við afi áttum sameiginlegan vin,
gamla svarta hundinn, hann
Krumma. Við vorum bæði svo leið
þegar hann dó fyrir stuttu. Afi sagði
mér að vera ekki leið því Krummi
væri kominn á góðan stað. Ég trú
því að afi sé kominn þangað líka.
Þegar ég sé afa fyrir mér sé ég
hann sitja í hrúgu af frímerkjum.
Afi var frábær frímerkjasafnari og
safnaði líka frímerkjastimplum. Það
eru ekki margir á Íslandi sem vissu
jafnmikið um frímerki og hann Siggi
afi en það er bara eitt frímerki sem
gildir til himna. Á því er mynd af
hreinu hjarta og stimpill sem á
stendur „góður maður“. Þetta var
dýrmætasta frímerkið hans afa og
það er líka það eina sem hann tekur
með sér núna.
Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir.
Afi var aldrei reiður, ég var að
hræða hann á bak við sófann og
hann sagði bara „nei, sko, ert þetta
þú?“ Svo var ég að hoppa yfir hann í
sófanum og þá sagði hann bara
„hva, geturðu hoppað svona hátt?“
Afi kyssti alltaf á höfuðið mitt og
svo var afi alltaf í skyrtu.
Tómas Atli Björnsson.
Jóhann Daði er bara sjö mánaða
og getur því ekki sagt okkur hvað
það er sem hann vildi segja afa. En
þó að Jóhann Daði geti ekki talað er
hann ekki mállaus. Hann talar með
augunum, andlitinu, já eiginlega
með öllum líkamanum. Hlýja brosið
hans afa vakti sólskinsbrosið hans
Jóhanns litla og sólskinsbrosið hans
Jóhanns vakti hlýjuna í brjóstinu
hans afa. Þessi orðlausa samræða
þess elsta og þess yngsta lokar
hringnum.
Jóhann Daði Valdimarsson.
Barnabörnin.
Við fráfall Sigurðar frænda míns
koma upp í hugann nokkrar svip-
myndir frá liðnum árum.
Við sáumst fyrst í rigningunni á
Þingvöllum 17. júní 1944, þá báðir
nýútskrifaðir stúdentar, hann frá
MR og ég frá MA. Þó að við værum
bræðrasynir höfðum við ekki sést
fyrr, því við vorum hvor á sínu lands-
horninu og samgöngur ekki jafn-
greiðar og nú. Ég man eftir Sigurði í
mannþrönginni í biðröð að kaupa
lýðveldishátíðarfrímerkin og fá þau
stimpluð á útgáfudegi. Hann hvatti
mig til að kaupa nokkrar seríur því
þær myndu síðar verða mikils virði.
Næst hittumst við haustið 1944 í
verkfræðideildinni í Háskóla Ís-
lands. Ég man að við bjuggum í
stuttan tíma saman á herbergi á
Gamla Garði. Þá veiktist Sigurður
af lömunarveiki, fór í einangrun á
sóttvarnarheimilinu í nokkrar vikur
og náði sér að mestu.
Leiðir okkar lágu næst saman í
Kaupmannahöfn haustið 1947 þar
sem við stunduðum saman nám í
byggingarverkfræði við DTH.
Minningarnar eru margar frá þeim
árum og vorum við mikið saman
bæði í skólanum og í frístundum.
Sérstaklega er mér minnisstæð
kynnisferð sem við fórum með skól-
anum í lest í gegnum Þýskaland til
Parísar sumarið 1949.
Eftir námið lágu leiðir okkar aft-
ur saman, þá hjá Reykjavíkurborg,
en þar var lengst af starfsvettvang-
ur okkar beggja. Síðan við hættum
störfum hittumst við þó sjaldnar
eins og gengur en vissum þó alltaf
vel hvor af öðrum.
Eins og áður segir fékk Sigurður
snemma áhuga á frímerkjum og var
það aðaláhugamál hans alla tíð síð-
an. Síðar fór hann einnig að safna ís-
lenskum póststimplum. Hann
kveikti hjá mér áhuga á frímerkja-
og stimplasöfnun, þegar hann fékk
mig til liðs við sig að safna fyrsta-
dagsstimplum frá öllum 216 póst-
stöðvum á landinu í tilefni af 100 ára
afmæli frímerkisins árið1973. Hann
varð sérfræðingur í íslenskum póst-
stimplum og tók þátt í mörgum frí-
merkjasýningum og vann til verð-
launa á því sviði.
Að leiðarlokum þakka ég frænda
mínum samfylgdina í 60 ár. Við
Guðrún sendum Ólöfu og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Guttormur Þormar.
Sigurður Þormar hefur kvatt
þennan heim. Það gerðist snögglega
SIGURÐUR
SIGMARSSON
ÞORMAR