Morgunblaðið - 27.09.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 25
MINNINGAR
og hélt hann fullri reisn sinni til síð-
asta dags.
Aðdragandinn að því að ég kynnt-
ist Sigurði og hans ágætu konu
Ólöfu var sá að við Sirrý dóttir
þeirra urðum einstakar vinkonur frá
því að við vorum saman í sjö ára
bekk í grunnskóla og fram eftir
aldri, þótt við höfum ekki á síðari
árum ræktað okkar vinskap í lík-
ingu við það sem áður var. Ég fór
því fljótt að koma inn á heimili
þeirra hjóna, þar sem ég fann að ég
var ávallt velkomin. Sigurður var
hæglátur maður og hófsamur en
hann var kíminn og brosið náði allt-
af til augnanna, hlýja hans var því
ósvikin og traustið stafaði af honum.
Hann var einstakur maður, hann
tók mér stelpuskottinu eins og ég
væri hans eigin dóttir. Hann talaði
við mig af mikilli skynsemi, leið-
beindi mér eins og ég væri orðin
fullorðin. Hann snerist með okkur
stelpurnar bæinn á enda ef því var
að skipta og meira að segja bauð
hann mér þrisvar sinnum til útlanda
þegar hann fór þangað með fjöl-
skyldu sinni og ég tilheyrði hópnum
sem ein af þeim. Þetta voru dásam-
legir dagar og minningarnar um þá
gleymast ekki. Minningar um allt
það sem þetta góða fólk gerði fyrir
mig, um heimili þeirra og um ferða-
lögin sem að sjálfsögðu voru mér
eins og hvert annað ævintýri. Svona
var hann rausnarlegur í öllu sem
hann gerði.
Ólöf tók ávallt á móti mér með
sömu hlýju og Sigurður, og mun síst
hafa dregið úr því sem þau hjón
gerðu fyrir mig. Að sjálfsögðu mun
vinskapur okkar Sirrýjar hafa
mestu um ráðið því vonandi hefur
það verið talinn góður félagskapur
fyrir báðar. Við fráfall Sigurðar flyt
ég honum og þeim hjónum báðum
þakkir fyrir frábæra vináttu og alla
góðvild og bið honum blessunar. Þar
sem góðir menn fara eru guðsvegir.
Elsku Ólöf og Sirrý, þið hafið
misst mikið og skyndilega en minn-
ingin um góðan mann er ykkur dýr-
mætur fjársjóður á komandi tímum.
Ég og fjölskylda mín sendum ykkur
og fjölskyldunni allri einlægar sam-
úðarkveðjur.
Nína Margrét Pálmadóttir.
Ástkær eiginkona, móðir og dóttir,
EMILÍA KOFOED-HANSEN
LYBEROPOULOS,
sem lést föstudaginn 17. september, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 27. september kl. 15.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Constantin Lyberopoulos,
Irena og Yannis Lyberopoulos,
Björg Kofoed-Hansen.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR
Hlíf 2,
Ísafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði
laugardaginn 25. september.
Kristján Rafn Guðmundsson, Ásthildur Inga Hermannsdóttir,
Jónína Elísa Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Jónsson,
Albert Guðmundsson, Anna Þórunn Sveinsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
systir,
HELGA LEIFSDÓTTIR,
Trönuhjalla 19,
Kópavogi,
sem andaðist mánudaginn 20. september á
gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 28. september kl. 13.30.
Ingibergur Sigurðsson, Íris Kristjánsdóttir,
Anton G. Ingibergsson, Kristján A. Írisarson,
Valgerður Ý. Ásgeirsdóttir,
Steinunn Gísladóttir,
Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson,
Hafdís Leifsdóttir, Sigurbjörn Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR JÓN ÓLAFSSON
bólstrari,
Hátúni 6b,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 28. september kl. 15.00.
Jónína Sigurðardóttir,
Ólafur Halldórsson, Rósa Friðriksdóttir,
Sólveig Halldórsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson,
Erla Halldórsdóttir, Tryggvi Sigurðsson,
Jón M. Halldórsson, Ingibjörg Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær móðir mín,
BJARNVEIG INGIMUNDARDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 20. september verður
jarðsungin frá Krossinum þriðjudaginn
28. september kl. 13.30.
Ingimundur Björgvinsson.
✝ Sigurður Guðmundsson fædd-ist í Otradal í Arnarfirði 10.
júlí 1928. Hann lést á Landspít-
alanum við Hringbraut 28. júlí síð-
astliðinn og var útför hans gerð
frá Háteigskirkju 5. ágúst.
Að eilífðarströnd
umvafin elsku,
frjáls ert farin
ferðina löngu.
Í englaveröld
andinn lúinn,
í föðurfaðmi
friðsæll hvílir.
Takk fyrir tímann
og tryggðarþelið
í mörgum mætum
minningum sem lifa.
Með vinarkveðju,
Jóna Rúna Kvaran.
SIGURÐ-
UR GUÐ-
MUNDS-
SON
Elsku Pálmi, elsku vinur. Nú er
þinn tími liðinn og þú farinn á betri
stað eftir mikla þrautagöngu. Mikið
óska ég þess að þér líði vel þar sem
þú ert því að þú áttir svo miklu betra
skilið.
Þegar ég hugsa til baka fyllist hug-
ur minn öllum góðu stundunum okk-
ar sem voru ófáar. Við bjuggum öll á
sama stað og þú varst besti vinur
hans pabba. Ég man ekki neinar
fyrstu minningar okkar því að þú
varst alltaf frá upphafi partur af
mínu lífi. Þínu stóra gjöfula hjarta
mun ég aldrei gleyma. Ég var alltaf
að koma í heimsókn til þín og alltaf
tókstu vel á móti mér og leyfðir mér
að vera með þér, alveg sama við hvað
þú varst að fást. Við gátum eytt dög-
unum saman við að gera allt milli
himins og jarðar. Ég fékk að fara í
sendiferðir með þér í bæinn, ég fékk
að vera með þér í bílskúrnum og
dunda mér með þér.
Allar stundirnar sem við áttum
saman geymi ég í minningunni. Við
gátum setið saman, þú í stólnum þín-
um og ég á gólfinu hjá þér, hlustuðum
á djass og fórum í leikinn okkar. Þú
teiknaðir einhvern hlut í kringum
okkur og ég átti að giska hvað það
var.
Sértaklega man ég eftir því þegar
ég fór að safna frímerkjum og þú
lagði aldeilis hönd á plóg í því verk-
efni. Þú hafðir farið til Danmerkur og
keypt fullan kassa af frímerkjum sem
PÁLMI
KRISTJÁNSSON
✝ Pálmi Kristjánsson fæddist íReykjavík 9. september 1939.
Hann lést á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 25. júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Fossvogs-
kapellu 29. júlí.
átti eftir að fjarlægja af umslögunum.
Við hertókum stofuna heima hjá
þér og svo var allt sett í bleyti og svo
var þurrkað og þau að lokum slétt öll-
sömul. Þetta var margra daga verk-
efni og ég var svo spennt. Einnig man
ég eftir öllum póstkortunum sem þú
sendir mér frá Danmörku þegar þið
ferðuðust þangað. Ég hljóp í póst-
kassann á hverjum degi til að kíkja
hvort eitthvað væri komið frá Ponna
mínum og þegar kortið kom svo, sem
aldrei klikkaði, var það fullt af frí-
merkjum þó svo eitt hefði dugað.
Þegar þú lentir í slysinu var ég 11
ára. Ég heimtaði að fá að heimsækja
þig án þess að skilja að það yrði aldrei
eins. Ég skildi ekki að ég myndi ekki
sjá þig nákvæmlega eins og áður.
Þegar ég kom til þín leið þér mjög illa
og mér brá svo að sjá þig svona. Þetta
var ekki Ponni minn. Ég grét í marga
daga og skildi ekki af hverju þetta
væri svona. Elsku Ponni, ég kom
aldrei aftur til þín, ég einfaldlega gat
það ekki. Í öll þessi ár sem ég kom
ekki var það ekki af því að ég væri bú-
in að gleyma þér. Ég mun aldrei
gleyma þér. Þú átt hlut í hjarta mínu
alla mína ævidaga, því að þú átt eng-
an þinn líka. Ég vildi að ég hefði get-
að kynnt son minn fyrir þér en hann
mun fá að heyra seinna um besta vin
minn, sem gladdi mig oft og ósegj-
anlega mikið með því að vera til.
Af hverju var ég svo lánsöm að fá
að kynnast þér? Það mun ég aldrei
vita, en alltaf mun ég verða þakklát
fyrir það, það var eitthvað spes sem
við áttum, þvílíkur fjársjóður var þitt
hjarta. Núna ert þú engillinn minn.
Hafðu það gott, elsku vinur.
Kveðja
Hanna Jóna.
Fyrstu kynni mín af
ykkur hjónum, Höllu
og Herði, voru yndis-
leg.
Þið voruð alltaf svo
hress og kát, það lá við
að ég öfundaði Þrúðu
systur að eiga svona góða tengda-
foreldra. Þegar mamma og pabbi
dóu var stórt skarð höggvið í hóp-
inn hjá okkur. Börnin mín vantaði
þá afa og ömmu, því var bara redd-
að í snatri og þar komuð þið til sög-
unnar. Það var alltaf talað um
Höllu ömmu og Hörð afa.
Það var ekki góð afmælisgjöf
sem ég fékk 5. maí síðastliðinn þeg-
ar Eyfi mágur hringdi í mig og
sagði mér að Halla amma væri dá-
in. Ég sem hélt að hún væri orðin
svo hress aftur, eftir mikil veikindi.
Ekki bjóst ég við því að þegar
Þrúða systir hringdi í mig 19. ágúst
að hún væri að láta mig vita að
Hörður afi væri dáinn. Hann sem
var í sumarfríi á Krít. Ekki nema
rúmir þrír mánuðir á milli ykkar.
HÖRÐUR
SIGURVINSSON
✝ Hörður Sigur-vinsson fæddist í
Reykjavík 6. október
1936. Hann lést á
Krít fimmtudaginn
19. ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Garðakirkju
2. september.
En þeir sem þekkja
ykkur vita hvað þið
voruð samrýnd, og nú
verðið þið það áfram
bara á öðrum og betri
stað og fáið ykkur að
borða í hádeginu, eins
og þið voruð vön að
gera alla daga, sama
hvað það var mikið að
gera hjá ykkur í
vinnunni.
Með þessum fáu
orðum vil ég þakka
fyrir að hafa fengið að
kynnast ykkur.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Elsku Eyfi, Þrúða og börn,
Hulda og Hörður, Anna og börn,
Óli og Hjörvar og aðrir ættingjar
og vinir, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Guðrún Ósk (Rúna).
Elsku besti afi.
Ég vildi óska þess að ég
hefði getað sagt þér
hversu mikið mér þykir
vænt um þig og hversu
góður afi þú varst. Þegar
ég var lítil þá sagðir þú mér oft ynd-
islegar sögur og labbaðir með mér
niður að bryggju, Langasand og vita.
HELGI INGÓLFUR
IBSEN
✝ Helgi Ingólfur Ib-sen fæddist á Suð-
ureyri við Súganda-
fjörð 8. september
1928. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
28. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans fram
frá Akraneskirkju 3.
september.
Þú sagðir oft að við
værum lík. Það er
mér mikill heiður að
eiga afa eins og þig.
Ég lærði margt af
þér og þú studdir
mig í mörgu. Ég mun
alltaf hugsa til þess
hversu mikið góð-
menni og hraust-
menni þú varst og ör-
læti þitt mikið. Mér
fannst mjög erfitt að
kveðja þig elsku afi,
þú munt alltaf lifa í
hjarta mínu. Þú ert
langbesti afi í heimi.
Ég mun alltaf elska þig.
Þitt barnabarn,
Elísabet Ólöf Björgvinsdóttir.