Morgunblaðið - 27.09.2004, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki leggjast í þunglyndi þótt stóru
verkefni sé nýlokið. Njóttu þess að vera í
faðmi fjölskyldunnar og byrjaðu svo á
nýju verkefni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nú er rétti tíminn til að skipuleggja líf
sitt upp á nýtt. Sestu niður með blað og
penna og sjáðu fyrir þér næstu mán-
uðina.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Reyndu að koma til dyranna einsog þú
ert klædd/ur og talaðu út frá hjartanu.
Þegar öllu er á botninn hvolft er öllum
sama um kurteisishjal.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér finnst þú ekki nógu opin/n þessa
dagana. Bættu úr því með því að segja
fjölskyldunni hvað þér þykir vænt um
hana og þér líður betur eftir á.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Fólki leiðist nöldurtónninn í þér. Það er
ekki öðrum að kenna þótt þú sért ekki
ánægð/ur með sjálfa/n þig. Horfðu í
spegil og gerðu eitthvað í málinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ný vinnuvika byrjar vel og ætti að verða
mjög góð. Þú ert létt/ur í lundu og leysir
verkefnin þín af snilld. Aðrir munu dást
að þér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Reyndu að tala ekki of mikið um sjálfan
þig þótt þú sért með minnimáttarkennd.
Það bætir ekki neitt, auk þess sem fólki
finnst þú ágæt/ur einsog þú ert.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Dugnaðurinn er alveg að fara með þig.
Hvernig væri að sinna fjölskyldunni
smávegis? Þú veist vel að hún skiptir
meira máli en vinnan.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hlakkar til á næstu dögum þegar eitt-
hvað mikilvægt mun gerast. Vertu samt
viðbúin/n því að stórir og góðir hlutir
geta reynst erfiðir meðan á þeim stend-
ur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert klár í kollinum og veist það. Það
þýðir samt ekki að þú hafir alltaf rétt
fyrir þér. Yfirlæti gæti komið sér mjög
illa á næstu dögum. Hlustaðu á hug-
myndir annarra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú mátt ekki gleyma þér í umönnun fjöl-
skyldunnar. Þú hefur mikla hæfileika og
ættir að nota þá mun meira á næstu dög-
um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Í dag er rétti tíminn til að láta gamla
drauma rætast. Þú ert til í allt, full/ur af
krafti og það sem þú tekur þér fyrir
hendur mun lukkast vel.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vog
Afmælisbörn dagsins:
Eru hógvær og gáfuð. Þau leyna á sér og
fólk ætti ekki að dæma þau af fyrstu kynn-
um. Þau eru fræðimenn í eðli sínu og
hentar vel að vinna við bækur og tölvur.
Sum þeirra ættu að reyna fyrir sér sem
rithöfundar. Árið reynist þeim skapandi
og skemmtilegt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 ragna, 4 róar, 7
hrognin, 8 viljugt, 9 grein-
ir, 11 jaðar, 13 skora fast
á, 14 matnum, 15 ófrjálsan
mann, 17 tanga, 20
skemmd, 22 annmarki, 23
atvinnugrein, 24 nam, 25
virtur.
Lóðrétt | 1 bugða, 2 önduð,
3 fífl, 4 tréflögu, 5 ana, 6
nagdýr, 10 synja, 12 vin-
gjarnleg, 13 hug, 15 fámál,
16 hyggur, 18 pannan, 19
trú, 20 skot, 21 uppspretta.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 matvendni, 8 nýtur, 9 tómur, 10 kór, 11 tuðra, 13
akrar, 15 hafts, 18 hrund, 21 tía, 22 freta, 23 dónar, 24
Skipasund.
Lóðrétt | 2 altíð, 3 verka, 4 nötra, 5 nemur, 6 snót, 7 þrír, 12
rót, 14 ker, 15 hafs, 16 flesk, 17 stapp, 18 hadds, 19 unnin,
20 durt.
Tveir kostir.
Norður
♠D1075
♥K963 S/Enginn
♦G7
♣Á83
Suður
♠K6
♥ÁDG10874
♦Á954
♣–
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 hjarta
Dobl 2 grönd * Pass 6 hjörtu!
Pass Pass Pass
* Góð hækkun í þrjú hjörtu.
Útspil vesturs er laufkóngur. Hvern-
ig er best að spila?
Suður hefði að skaðlausu mátt fara
sér hægar í sögnum, því slemman er
afleit. Það hefði til dæmis leyst málið
að stökkva í fjögur lauf við tveimur
gröndum til að sýna stuttlit og
slemmuáhuga. Norður á hvorki fyr-
irstöðu í tígli né spaða, svo hann myndi
slá af í fjórum hjörtum.
En það er of seint séð og því ber alla
vega að fagna að vestur skyldi ekki
spila út tígli. Með laufi út er von. Hún
felst í stuttu máli í því að spaðagosinn
komi niður þriðji.
Norður
♠D1075
♥K963
♦G7
♣Á83
Vestur Austur
♠Á843 ♠G92
♥– ♥52
♦D1083 ♦K62
♣KDG105 ♣97642
Suður
♠K6
♥ÁDG10874
♦Á954
♣–
Lykilspilamennskan er að geyma
laufásinn og trompa fyrsta slaginn.
Vestur hlýtur að eiga spaðaásinn og
hann lendir í vanda þegar sagnhafi
spilar næst spaðasexunni að blindum.
Ef vestur dúkkar mun drottningin eiga
slaginn og spaðakóngurinn hverfur svo
niður í laufás. Og drepi vestur verður
hægt að henda þremur tíglum niður í
D10 í spaða og laufás.
Vestur á tvo kosti og báða vonda.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Kvikmyndir
Iðnó | Nordisk forum, málþing um heimild-
armyndagerð og fjármögnun kvikmynda-
gerðar.
Háskólabíó | Kl. 21, The Yes Men.
Regnboginn | Kl. 10, Docs 9: The Tundra
Settlers, My Granddad’s Murderer.
Kl. 12, Shorts 1: Happy now, Simply a twig,
Passing Hearts, Exit, Elexir. Docs 6: Leonid
Shower, The Moment of Truth, Hiding Be-
hind. Kl. 14, Barnadagskrá. Docs 10: Love is
in the Air, The Extra. Directors Choice.
Kl. 16, The Man on the Back / Björk - The
Making of Medulla. Docs 2: War Children.
Myndir frá Balkanskaga
Kl. 18, Docs 4: Arks, Jerusalem My Love.
Shorts 2: Soul Seeker, Strong Hold, Pep-
talk, Fragile. Evrópa í stuttmyndum.
Kl. 20, Docs 11: A Bun in the Oven, Do You
Love Me. Shorts 3: Bad Investment, Tell Me
not to Worry, Little Daddy, The Comet.
Kl. 22, The Story of the Weeping Camel.
Docs 12: Einar, In the Name of the Father.
Málstofa
Hótel Borg | Rannsóknastofa í kvenna- og
kynjafræðum við HÍ, - gengst fyrir opinni
málstofu í tengslum við Nordisk Panorama
kvikmyndahátíðina um „hlutverk kvenna /
kynferðis í kvikmyndum og kvikmynda-
gerð.“ Ráðstefnan hefst kl. 15.00.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist í dag kl. 14, leik-
fimi kl. 9, boccia kl. 10, opin vinnustofa,
bókabíllinn kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 9–16 almenn handa-
vinna, kl. 10–11 samverustund.
Bridsdeild FEBK Gullsmára | Eldri borg-
arar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu-
daga og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í
dag kl. 13. kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línu-
danskennsla byrjendur kl. 18. Samkvæm-
isdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvenna-
leikfimi 9.30, 10.20 og 11.15, ullarþæfing kl.
13, tölvur kl. 17. Opið í Garðabergi kl. 13–17.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Tölvur kl.
17 í Garðaskóla.
Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Kl. 9
postulínsmálun, keramik–perlusaumur–
kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 10 bæna-
stund, kl. 12 hádegismatur, kl. 13.30 skraut-
skrift og kaffi kl. 15.
Hvassaleiti 56–58, | Kl. 9 –16 opin vinnu-
stofa, kl.13 frjáls spilamennska, kl. 9–11
jóga. Fótsnyrting.
Hæðargarður 31 | Kl. 9–16 opin vinnustofa,
handavinna, kl. 9–12 hárgreiðslustofa s.
568–3139, aðstoð við böðun 9–12, hádeg-
ismatur og síðdegiskaffi. Opið öllum ald-
urshópum.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun verður
Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 ganga, kl.
13 opin vinnustofa, kl. 15 kaffi. Sviðaveisla
verður haldin fimmtudaginn 30. sept. kl.
18.30, Böðvar Magnússon sér um söng og
harmonikkuleik happdrætti, upplýsingar og
pantanir í sima 568 6960. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl.
9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skrautskrift, kl.
11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður,
kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45,
bókband kl. 9, myndlist kl. 9, morgunstund
kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt kl. 13,
glerbræðsla kl. 13, frjáls spil kl. 13. Farið
verður í haustlitaferð miðvikudaginn 29.
sept. kl. 13. ef veður leyfir. Upplýsingar í
síma 561 0300.
Þórðarsveigur 3 | Félagsvist kl. 13.30.
Fundir
Safnaðarheimili Háteigskirkju | Íslenska
bútasaumsfélagið heldur félagsfund þriðju-
dagskvöldið 28. september kl. 20, í safn-
aðarheimili Háteigskirkju.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Tólf spora hópur kl. 20.
Hugmyndafræði og uppruni 12 spora kerf-
isins kynnt.
Breiðholtskirkja | Barnakórsæfing 7–9 ára
alla mánudaga kl. 15:30 og fyrir 10 ára og
eldri kl. 16:30.
Grafarvogskirkja | KFUK fyrir stúlkur 9–12
ára í Grafarvogskirkju kl.17:30–18:30.
Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Engjaskóla kl.
17:30–18:30.
Langholtskirkja | Ævintýraklúbbur, starf
fyrir 7–9 ára börn verður alla mánudaga í
vetur kl. 16–17. Fjölbreytt, skemmtileg og
uppbyggjandi dagskrá. Umsjón hafa Ólafur
Jóhann og Guðmundur Örn.
Laugarneskirkja | Kl. 18 Opinn 12 spora-
fundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Kl.
20 Síðasti kynningarfundur á tólf spora-
starfi Laugarneskirkju, áður en hópar
lokast. Umsjón hafa Guðlaugur Ólafsson og
Hafdís M. Einarsdóttir.
Neskirkja | Mánudagur: 6 ára starf kl.
13:40. Sögur, leikir og föndur. Skráning í
síma 511 1560. TTT-starf fyrir 10 til 12 ára.
Leikir, spil, föndur og margt fleira. Sjá dag-
skrá á neskirkja.is. 12 sporin – Andlegt
ferðalag. Kynningarfundur kl. 20. Allir vel-
komnir. Sjá nánar á neskirkja.is.
Málþing
Grand Hótel Reykjavík | Tryggingastofnun
efnir til morgunverðarfundar um lífeyr-
ismál kl. 8:30–10:00 þriðjudaginn 28.9 á
Grand Hótel í Reykjavík. „Aldraðir – yf-
irstétt framtíðarinnar“ er yfirskrift fund-
arins en þar flytur Ásmundur Stefánsson
ríkissáttasemjari samnefnt erindi um
stöðu íslenskra lífeyrisþega í framtíðinni.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
MANNSRÖDDIN skipar nær öll hlutverk á nýjustu plötu Bjarkar, Medúllu, en heimild-
armyndin „The inner or deep part of an animal or plant structure,“ eftir Ragnheiði
Gestsdóttur, fjallar um gerð plötunnar og skýrir hvernig hún öðlaðist nafn sitt. Myndin
sýnir það ferli sem liggur að baki hugmyndum hennar eftir fjölmörg ævintýri. Fylgst er
með ferðalögum Bjarkar um heiminn og samstarf við ótrúlegt fólk.
Í kvikmyndinni gefst áhorfendum tækifæri til að fá innsýn í þann sköpunarkraft, einlægni
og gleði sem ríktu við gerð plötunnar.
Myndin verður sýnd í sal 1 í Regnboganum klukkan fjögur í dag.
Gerð Medúllu
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
JPV-ÚTGÁFA hefur
gefið út bókina
Súperflört – Dúnd-
urdaður eftir Trac-
ey Cox, en í henni
er farið yfir líkams-
tjáningu og lestur í
hana auk þess
sem kennd eru
helstu klækja-
brögðin í því að vekja áhuga viðmæl-
anda. Um er að ræða nokkurs konar
handbók daðrarans, þar sem fjallað
er um hinar ýmsu hliðar daðurs og
kynþokka.
Tracey Cox hefur skrifað fjölda
bóka á sviði kynlífs og sambanda og
hefur einnig stjórnað sjónvarpsþátt-
um á því sviði á BBC og fleiri sjón-
varpsstöðvum.
Sjálfshjálp
MÁL og menning
hefur gefið út bók-
ina Lærum að
nema eftir Ástu
Kristrúnu Ragn-
arsdóttur, en þar
er um að ræða
námskerfi fyrir
fólk á öllum aldri,
innan sem utan
hins hefðbundna skólakerfis.
Í Lærum að nema er tekið mið af
þeim þáttum sem ráða úrslitum um
árangur í námi. Hornsteinninn er
lestrarlíkan sem felur í sér markvisst
ferli við nám og hvers konar þekking-
arleit, ásamt því að leiðbeint er um
hugarfar, einbeitingu og ákjósanlega
lifnaðarhætti. Saman við lestrarlík-
anið fléttast aðrir þættir námskerf-
isins; glósugerð, tímastjórnun,
streitu- og kvíðastjórnun og próftaka –
svo úr verður ein heild.