Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 317. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
BYGGIR MEÐ ÞÉR
SKEMMTILEGRI
JÓL Í BYKO
Kvikmyndir
eru þráhyggja
Heimildamynd eftir Helga Felixson
sýnd í Háskólabíói | Menning
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt að tekjuskattur einstaklinga
lækki um fjögur prósentustig á
næstu þremur árum, persónuaf-
sláttur hækki um 8%, eignarskattar
á einstaklinga og fyrirtæki verði af-
numdir og barnabætur hækki um
2,4 milljarða. Breytingarnar koma
til framkvæmda í áföngum á árun-
um 2005 til 2007 og eru heildaráhrif
þeirra á afkomu ríkissjóðs talin
nema 22 milljörðum króna á árs-
grundvelli þegar þær verða að fullu
komnar til framkvæmda.
„Gert er ráð fyrir því að breyting-
arnar muni auka ráðstöfunartekjur
heimilanna um 4½% að meðaltali
fram til ársins 2007,“ sagði Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra á
blaðamannafundi þar sem aðgerð-
irnar voru kynntar. Hann sagði
einnig að aðgerðirnar fælu í sér
áhrif til tekjujöfnunar m.a. vegna
þess að persónuafslátturinn myndi
hækka um 8% fram til ársins 2007
samhliða lækkun tekjuskattsins um
4%. „Þetta þýðir 20% hækkun
skattleysismarka á tímabilinu.“ Þau
hækka úr 71.270 kr. á þessu ári í
85.836 árið 2007.
Stjórnarandstaðan telur skatta-
lækkanirnar ótímabærar og skapa
hættu á að þensla fari úr böndunum
hér á landi. Þá komi hún hinum
tekjuhærri í þjóðfélaginu sérstak-
lega til góða.
Fyrsti áfangi skattalækkananna
kemur til framkvæmda í upphafi
næsta árs, en þá lækkar tekjuskatt-
hlutfallið úr 25,75% í 24,75%. Jafn-
framt hækkar persónuafsláttur um
3%. Þá hækka einnig viðmiðunar-
fjárhæðir eignarskatts og barna-
bóta um 3%.
Árið 2006 verður tekjuskatts-
hlutfallið aftur lækkað um eitt pró-
sentustig. Persónuafsláttur hækkar
einnig um 2,5%, tekjuskerðingar-
mörk barnabóta hækka um 25%
sem felur í sér 25% hækkun tekju-
skerðingarmarka og ótekjutengdra
barnabóta og 10% hækkun tekju-
tengdra bóta. Eignarskattar ein-
staklinga og fyrirtækja verða felldir
niður frá og með árinu 2005. Kemur
það til framkvæmda við álagningu
árið 2006.
Í upphaf árs 2007 lækkar skatt-
hlutfallið um tvö prósentustig til
viðbótar, úr 23,75% í 21,75%. Jafn-
framt því hækkar persónuafsláttur-
inn um 2,25%. Á sama tíma kemur
til framkvæmda síðari áfangi hækk-
unar barnabóta sem felur í sér 20%
hækkun tekjuskerðingarmarka og
ótekjutengdra barnabóta og 1%
lækkun tekjuskerðingarhlutfalls,
úr 3% í 2% með fyrsta barni, úr 7% í
6% með öðru barni og úr 9% í 8%
með þriðja barni og umfram það.
Ríkisstjórnin kynnir víðtækar aðgerðir í skattamálum á kjörtímabilinu
Tekjuskattur lækkar
um fjögur prósentustig
Stjórnarandstaðan telur aðgerðirnar ótímabærar og þensluhvetjandi
Skattalækkanir/6 og 10
ALAN Greenspan, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, sagði í gær, að hætta
væri á, að erlendir fjárfestar gæfust
upp á því að fjármagna hinn gífur-
lega viðskiptahalla í Bandaríkjunum.
Urðu ummæli hans og hækkun á ol-
íuverði til þess, að gengi hlutabréfa
vestra lækkaði allmikið.
Greenspan lét þessi orð falla á ráð-
stefnu evrópskra banka í Frankfurt
en viðskiptahallinn vestra hefur
slegið öll fyrri met og svo er einnig
með hallann á fjárlögum ríkisins og á
greiðslujöfnuðinum við útlönd.
Greenspan sagði, að enn væru að-
eins takmarkaðar vísbendingar um,
að áhugi erlendra fjárfesta á banda-
rískum ríkisskuldabréfum væri að
minnka en á síðustu árum hafa Kína
og Japan verið stærstu kaupendurn-
ir. Skuldasöfnunin gæti þó ekki
gengið endalaust og að því kæmi, að
kostnaðurinn við lánin hefði sligandi
áhrif á fjárhag ríkisins.
Varar við
skulda-
söfnuninni
Frankfurt. AP, AFP.
STJÓRN Súdans og uppreisnarmenn í sunn-
anverðu landinu undirrituðu í gær samkomu-
lag um að leggja niður vopn og binda enda á
stríð sem staðið hefur í tvo áratugi. Örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti álykt-
un þar sem þess var krafist að komið yrði á
friði í suðurhlutanum og Darfur-héraði.
Hjálparstofnanir sögðu ályktunina of
veika og gagnrýndu öryggisráðið fyrir að
hóta ekki hörðum refsiaðgerðum ef ekki yrði
bundinn endi á átökin í Darfur-héraði og
árásir á íbúa þess.
Í ályktuninni er hvatt til þess að stjórnin í
Khartoum og Þjóðfrelsishreyfingin/herinn
(SPLM/A) í Suður-Súdan efni loforð sín um
að undirrita friðarsamning fyrir næstu ára-
mót.
Stríðið í suðurhluta Súdans hefur geisað
frá 1983 og kostað 1,5 milljónir manna lífið.
Um fjórar milljónir manna hafa flúið heim-
kynni sín vegna stríðsins.
Í ályktuninni segir að friðarsamkomulag
geti orðið til þess að landið fái mikla þróun-
araðstoð og einnig stuðlað að friði í Darfur-
héraði þar sem annað stríð blossaði upp í
febrúar í fyrra. Öryggisráðið krafðist þess að
stjórnarherinn og vopnaðar sveitir í Darfur
hættu öllum árásum en hótaði ekki refsiað-
gerðum gegn stjórninni í Khartoum kæmi
hún ekki á friði.
Adam Ereli, talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, fagnaði í gær samkomu-
laginu milli stjórnvalda í Súdan og uppreisn-
armanna í suðurhluta landsins og sagði, að
vonandi yrði það einnig til að flýta fyrir
samningum um önnur átakasvæði, einkan-
lega þó í Darfur-héraði.
Lofa friði
í S-Súdan
Naíróbí. AFP.
Reuters
Friðargæsluliðar frá Rúanda í Darfur.
Vonir standa til, að brátt muni ljúka 20 ára
löngum ófriði í Suður-Súdan.
Ný ályktun öryggis-
ráðsins gagnrýnd
SNJÓRINN er nú allsráðandi, allt hvítt norðan
heiða, en óvenjumikil snjókoma hefur verið síðast-
liðna daga miðað við árstíma. Kuldinn er líka mikill
og því ekki annað að gera fyrir þá sem þurfa að
fara ferða sinna fótgangandi en að búa sig eftir
veðri. Það gerði hún Indiana, sem er nemandi í 2.
bekk í Oddeyrarskóla. Hún var á leið heim í hádeg-
ismat þegar ljósmyndari rakst á hana, var raunar
að bragða á snjó sem nóg var af á trjánum á leið
hennar heim. Líklega ekki mikið næringargildi í
þessari stillituggu en samt kannski spennandi að
smakka á einni snjókúlu.
Morgunblaðið/Kristján
Smakkað á snjónum
RENNSLI heita vatnsins á veitu-
svæði Orkuveitu Reykjavíkur á höf-
uðborgarsvæðinu fór nærri því í 13
þúsund rúmmetra á klukkustund í
fyrrinótt, þegar frostið mældist 15
stig, hið mesta í nóvember í borg-
inni í 100 ár samkvæmt mælingum
Veðurstofunnar.
Venjuleg vatnsnotkun á þessum
árstíma er um helmingi minni, að
sögn Guðmundar Þóroddssonar,
forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.
Hann segir notkunina í fyrrinótt
hafa nálgast hámark þess sem kerf-
ið þolir á höfuðborgarsvæðinu, sem
er um 14 þúsund rúmmetrar á klst.
Til að anna álaginu var gripið til
þess ráðs að flytja vatn milli svæða.
Guðmundur segir að með Hellis-
heiðarvirkjun, sem taka á í notkun
árið 2008, eigi ekki að þurfa að
koma upp svipaðar aðstæður og í
fyrrinótt.
Fari notkunin upp fyrir mörk
þess sem kerfið þolir er kyndistöð
sett í gang en dugi það ekki segir
Guðmundur að fólk verði að draga
úr kyndingunni heima fyrir.
Óvenjukalt var á landinu í gær
miðað við árstíma, einkum á Suð-
vesturlandi.
Frostið var á allmörgum veðurat-
hugunarstöðvum 15–20 stig í fyrri-
nótt og dæmi var um 23 stiga frost.
Í Borgarfirði mældist t.d. 19 stiga
frost og 18 á Hjarðarlandi í Bisk-
upstungum og hefur ekki mælst
meira frost á þessum stöðum í nóv-
ember.
Mikil heitavatnsnotkun
Lesbók | Kristín Marja án titils Þú átt ekki heima hér, minn kæri
Börn | Hvaða dynkur er þetta? Óli fær á kjaftinn Íþróttir | Þokumst í rétta
átt Meistarabaráttan í London Íslenska landsliðið spennandi kostur