Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEGNA skrifa Jóhannesar Einarssonar í Mbl. 19. okt. sl. vildi ég koma eftirgreindu á framfæri: 1. Ég, ásamt Peter Bonde, fyrrv. bankastjóra (tengdur Wallenberg-fjölskyld- unni í Svíþjóð ), vorum heiðraðir í byrjun júní sl. vegna starfs okkar í þágu American Scand- inavian Foundation í New York. Við sitjum báðir í stjórn samtak- anna. Þar barst í tal að Peter var samstarfs- maður Salen- skipafélagsins í Svíþjóð á þeim tíma sem Salen- félagið var samstarfs- aðili Loftleiða um starf- semi Cargolux í Lúxemborg. Frá mér er ekki komin frétt um að hann hafi unnið að stofnun Cargolux. 2. Forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, benti mér á rangfærslur um stofnun og tilurð Cargolux, sem birtist í Air Cargo News í Bretlandi sl. sumar. Þar var sagt að formaður félagsins, Roger Sietzen, hefði sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Cargo- lux verið stofnandi félagins. Hið rétta er að félagið var stofnað að til- stuðlan Loftleiða. Talið var eðlilegt að leiðrétta þetta með bréfi til blaðs- ins, sem birt var. Þar sagði ég frá því hvaða orsakir hefðu leitt til og hvernig staðið hefði verið að undirbúningi að stofnun félagsins svo og hvaðan hug- myndir þar að lútandi hefðu komið. Ég var þá forstjóri dótturfélags Loftleiða í New York, Icelandic Airlines Inc. og varaformaður stjórnar Loftleiða. Sala hlutabréfa Flugleiða í Cargolux eru þessu máli óviðkomandi. Eftir mikinn hallarekstur Cargolux í byrj- un níunda áratugarins voru hluta- bréf þessi færð niður (afskrifuð) um 75%. Vegna erfiðleika Flugleiða á þessum tíma gat félagið ekki tekið þátt í endurfjármögnun Cargolux, þannig að 25% hlutur Flugleiða í Cargolux var kominn niður í liðlega 3%. Flugleiðir afskrifuðu þessi hlutabréf í bókum sínum 1981, þá 2,9 milljónir dala. Þessi hlutur var síðan seldur 1986 skv. einhuga ákvörðun stórnar félagsins – söluverð um 1,5 milljónir dala. Á þeim tíma var ég stjórn- arformaður Flugleiða, en Sigurður Helgason (yngri) forstjóri þess. Aðr- ir aðilar í stjórninni úr Loftleiðaarm- inum voru: Kristjana Milla Thor- steinsson, Kristinn Olsen, Einar Árnason og Grétar Kristjánsson. Hvað kemur Jóhannesi Einarssyni til að hafa uppi efasemdir um verð- mæti þessara hlutabréfa, 18 árum eftir söluna – og sá efasemdum um aðild mína að málinu, skal ósagt lát- ið. Stofnun Cargolux Sigurður Helgason svarar Jóhannesi Einarssyni ’Vegna erfiðleika Flug-leiða á þessum tíma gat félagið ekki tekið þátt í endurfjármögnun Cargolux…‘ Sigurður Helgason Höfundur er fyrrv. stjórnarformaður og forstjóri Flugleiða. HVAÐAN fáið þið þessa meðferð. Hvernig var þessi áfengimeðferð bú- in til? Þeir sem starfa að áfeng- islækningum, læknar, vímuefnaráð- gjafar og hjúkrunarfólk, eru gjarnan spurðir svona spurninga. Sumir eru uppnumdir yfir þeim nýju hug- myndum sem að þeim eru réttar þegar þeir koma til með- ferðar, eru í einhvers konar vakningu og vilja vita meira. Aðrir eru eðlilega gagnrýnir og vilja ekki krukka í hug- myndaheim sinn nema vita á hverju er byggt. Svo eru þeir sem telja sig vita hverjar for- sendur meðferðarinnar eru, hún snúist eingöngu um 12 spor AA, hún sé frá Minnesota, eða hún sé svokallaður heila- þvottur, en þegar á hólminn er komið stangast eitthvað í fræðslunni og leiðbeiningunum á við þessar hugmyndir. Það er því eðlilegt að sjúklingar sem koma til meðferðar spyrji að því hvaðan meðferðin komi. Það er stórt spurt, en til er einhlítt og einfalt svar. Þorri þeirra sem sækja vímu- efnameðferð, leitar til SÁÁ og leggst inn á sjúkrahúsið Vog. Þangað kem- ur fjórði hver karlmaður á Íslandi fyrir sjötugt og þá er hver ein- staklingur aðeins talinn einu sinni, en ekki eins og viðskiptavinur í Kringlunni sem er talinn í hvert sinn sem hann kemur þangað. Það er stór hluti þjóðarinnar sem leitar lækn- inga hjá SÁÁ og við getum staðfest hvaðan meðferð þeirra kemur. Meðferðin hjá SÁÁ kemur úr vís- indunum. Læknateymi samtakanna er hámenntað fólk sem tryggir að það sem sett er inn í meðferðina byggist á vísindalegum grunni. Til að læknisfræðin samþykki úrræði, þurfa að liggja fyrir sannfærandi rannsóknir og niðurstöður sem gefa til kynna að rétt sé að beita því úr- ræði. Það er fyrst og fremst lækna- hópurinn, sem stendur vaktina og skoðar nýjar rannsóknarnið- urstöður, vegur þær og metur. Þetta tryggir að meðferðin geti þróast. Ef hún byggðist á einhverju öðru, til dæmis því að við vissum að 12 spor AA virkuðu og ekkert annað, eða ef hún byggðist eingöngu á sérstökum trúar- legum hugmyndum hefðum við höndlað einhvern algildan sannleik. Þá kæmist ekkert nýtt að, með- ferðin væri stöðnuð. Áfengissjúklinga og aðrir vímuefnafíkl- ar á Íslandi eru marg- ir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð sjúk- lingar eru lagðir inn á Vog árlega. Eins og á öðrum heil- brigðisstofnunum starfa með lækn- unum aðrar heilbrigðisstéttir hjá SÁÁ. Á Vogi starfa sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og áfeng- isráðgjafar. Sú stétt sem starfar í nánustum tengslum við sjúklingana og ber hitann og þungann af því að koma meðferðinni á framfæri er ráð- gjafarnir. Það gefur því auga leið að áfengisráðgjafinn þarf að vera vel að sér og vera þeim kostum búinn að geta miðlað þekkingu sinni. Starf hans skarast við uppeldis- og fræðslustéttir annars vegar og al- mennar heilbrigðisstéttir hins vegar. Ráðgjafinn þarf að þekkja vel til fíkniefna, áhrifa þeirra og afleiðinga af notkun þeirra. Hann þarf að kunna nokkur skil á lyfjafræði og sama má segja um líffræði. Ráðgjaf- inn þarf að hafa innsýn í sálarfræði og geðsjúkdómafræði. Hann þarf að vera vel að sér í þeim aðferðum sem reynst hafa vel til að drepa í dróma þann lífhættulega sjúkdóm sem áfengissýki er. Áfengis- og vímu- efnaráðgjafinn þarf að vera fræðari og fyrirmynd. Hluti íslenskra áfengisráðgjafa fær ágæta kennslu, það er a.m.k. sá hluti sem starfar hjá SÁÁ, þeir und- irgangast nokkra akademíska fræðslu og verulega verklega kennslu og þjálfun. SÁÁ hefur haft frumkvæði að þessari fræðslu, en heilbrigðis- og menntayfirvöld gera enga kröfu um menntun áfeng- isráðgjafa. Og gera enga kröfu um að þeir, sem vinna við áfeng- ismeðferð hjá öðrum aðilum kunni eitthvað fyrir sér. Það er bæði móðg- un og lítilsvirðing við þann stóra hóp manna, sem er með áfengis- eða aðra vímuefnasýki. Raunar er það svo að áfengisráðgjafar teljast ekki til heil- brigðisstétta, því eins og Landlækn- isembættið lítur á málin teljast þær stéttir til heilbrigðisstétta sem njóta lögverndaðs starfsheitis. Áfeng- isráðgjafar eru ekki ein af þeim stéttum. Það eru þrjátíu starfsstéttir sem njóta lögverndaðs starfheitis og þurfa starfsleyfi heilbrigðisráðherra til starfa. Það eru að sjálfsögðu læknar, hjúkrunarfræðingar og sál- fræðingar. Það eru einnig fótaað- gerðafræðingar, sjóntækjafræð- ingar og sjúkraflutningamenn, en ekki áfengisráðgjafar. Það eru tann- fræðingar, tanntæknar og aðstoð- armenn tannlækna, en ekki áfeng- isráðgjafar. Það eru matvælafræðingar, næring- arráðgjafar og matartæknar, en ekki áfengisráðgjafar. Niðurstaðan er augljós, það þarf sérstaka menntun, og það eru gerðar ákveðnar og strangar kröfur, af heilbrigðisyf- irvöldum, til þeirra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Undantekningin eru áfengisráðgjafar. Það er erfitt að koma auga á ástæðu fyrir þessari af- stöðu, nema ef vera skyldi undarleg viðhorf yfirvalda til alkóhólisma. Samstarfsvettvangur áfeng- isráðgjafa er Félag áfengisráðgjafa „FÁR“. Það ber að tryggja alkóhól- istum bestu fáanlegu meðferð, þess vegna verður Félag áfengisráðgjafa að gera mjög ákveðna kröfu um lög- verndun starfheitis og stjórnvöld verða að bregðast við þeirri kröfu. Í dag sitja alkóhólistar ekki við sama borð og aðrir sjúklingar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hvaðan kemur þessi meðferð? Hörður Svavarsson fjallar um áfengismeðferð ’Það eru þrjátíu starfs-stéttir sem njóta lög- verndaðs starfsheitis og þurfa starfsleyfi heil- brigðisráðherra til starfa. ‘ Hörður Svavarsson Höfundur er í Félagi áfengisráðgjafa. SAMFYLKINGIN hefur gagn- rýnt hvernig ríkisstjórnin for- gangsraðar í heilbrigðis- og trygg- ingamálum í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, en frumvarpið er til umfjöllunar á Alþingi þessa dagana. Þar hefur stjórnarand- staðan á Alþingi verið samstiga og gerði ég grein fyrir afstöðu okkar til vanefnda ríkisstjórnarinnar á samkomulaginu við öryrkja og fjárveitinga til Landspítala í fyrri grein minni um fjárlagafrum- varpið. Við teljum að huga verði að fleiri þáttum heil- brigðisþjónustunnar áður en fjárlög verða afgreidd fyrir jólin og nefni ég nokkra þeirra hér. Tryggja verður heilsugæslu í framhaldsskólum Þingmenn eru sam- mála um mikilvægi þess að efla heilsu- gæsluna og að hún sé fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigð- iskerfinu. Svo að það megi verða þarf að gera frekara átak í málefnum hennar og styrkja hana með fleiri starfsstéttum, aukinni þverfaglegri vinnu og forvarnarstarfi. Einnig þarf aukna samvinnu heilsugæslu og ann- arra stofnana innan velferðarkerfisins. Í lögum um framhalds- skóla er gert ráð fyrir að skólarnir semji um slíka þjónustu við heilsugæsluna en ekki er gert ráð fyrir fjármagni til þess. Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni í Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnarnesi og Mosfells- umdæmi eru um 10.000 manns án heimilislæknis á því svæði. Þarf því enn að efla heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til íbúaþróunar og aldurssamsetn- ingar. Auka verður geðheilbrigðisþjónustuna Ef litið er til heilbrigðisáætlunar til 2010 sem samþykkt var á Al- þingi 2001 eigum við lengst í land með að ná markmiðum hennar í geðheilbrigðisþjónustunni. Áform eru um að efla geðheil- brigðisþjónustu innan heilsugæsl- unnar með um 42 milljóna króna fjárveitingu. Henni hefur ekki ver- ið skipt milli heilsugæslustöðva og er ljóst að þörfin fyrir fjárveitingu til verkefna í geðheilbrigðisþjón- ustu verður mun meiri en hægt verður að sinna með þessari fjár- hæð. Auk þess að koma á starfi sálfræðinga innan heilsugæsl- unnar er einnig mikilvægt að Tryggingastofnun semji við sál- fræðinga um greiðsluþátttöku eins og heimild er fyrir í lögum. Slíkt gæti borgað sig upp á skömmum tíma t.d. með minnkandi lyfja- neyslu, en þrátt fyrir lagaheimild og viðurkennda þörf hefur fjár- magn ekki fengist til þessa. Ef stjórnvöld ætla að ná markmiðum heilbrigðisáætlunar í þessum málaflokki verður að gera betur. Þá má minna á að fjöldi átrösk- unarsjúklinga eykst stöðugt og virðist ekkert benda til þess að draga muni úr fjölda þeirra á næstu árum. Sárlega vantar sér- staka sjúkradeild fyrir þessa sjúk- linga, þar sem þeir eiga vart heima á almennum sjúkradeildum. Málefni lífeyrisþega og minnissjúkra Stjórnarandstaðan í heilbrigð- isnefnd hefur sent álit til fjár- laganefndar þar sem bent er á at- riði sem ráða verður bót á áður en fjárlög verða afgreidd. Við bend- um þar á alvarlega stöðu aldraðra sem búa við það að kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra hefur minnkað þar sem skattleysismörk hafa hvorki fylgt verðlagsþróun né launahækkunum. Sérstaklega þarf að huga að því að bæta kjör þeirra líf- eyrisþega sem minnst hafa, s.s. þeirra sem lifa á greiðslum almanna- trygginga eingöngu. Bið eftir hjúkr- unarrýmum er óvið- unandi. Þrátt fyrir að hjúkrunarrýmum hafi fjölgað er bið enn of löng. Nú eru 100 hjúkrunar- sjúklingar á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi sem með réttu eiga ekki heima þar og gætu fengið betri þjónustu annars staðar. Við bendum einnig á brýna nauðsyn úr- ræða fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga, undir 67 ára, svo sem heilabilaða, sem ekki fá hjúkr- unarrými eins og málum er komið nú. Mikilvægt er að fjölgað verði val- kostum og úrræðum fyrir aldraða s.s. með aukinni heimilishjálp, dagþjálfun og hvíld- arinnlögnum, svo þeir fái dvalist sem lengst heima. Lífsgæði sjúkra og aldraðra Bæta verður stöðu heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands svo hægt verði að stytta biðtíma þar. Þjóðin er að eldast og taka verður sér- staklega tillit til þess við fjár- framlög til öldrunartengdrar þjón- ustu. Bið aldraðra eftir þjónustu er óviðunandi því hún rýrir lífs- gæði þeirra á ævikvöldinu. Sjúkrastofnanir eiga flestar í miklum erfiðleikum með að halda uppi óbreyttum rekstri vegna kröfu um aðhaldsaðgerðir í rík- isfjármálum. Mikið álag hefur því verið á alla starfsmenn á und- anförnum árum og verður að vara við frekari kröfum um sparnað svo ekki verði gengið á öryggi sjúk- linga. Ný meðferðarúrræði og þró- unarstarf innan stofnana er tak- mörkunum háð við þessar aðstæður og mun það hafa áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar til lengri tíma litið. Enn hefur ekki verið komið upp rafrænni sjúkraskrá hér á landi og er mikilvægt að fjármagn komi í undirbúning að gerð hennar. Raf- ræn sjúkraskrá er mjög mikilvæg til að auka gæði þjónustunnar og öryggi hennar. Stöndum vörð um velferðarþjón- ustuna okkar. Hún er mikilvægari en skattalækkanir til þeirra best settu. Þeim ber að fresta ef ekki fæst fé til að halda úti mannsæm- andi þjónustu. Enn um heilbrigð- isþjónustuna og forgang ríkis- stjórnarinnar Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um fjárlagafrumvarpið Ásta R. Jóhannesdóttir ’Skattalækk-unum til þeirra best settu ber að fresta ef ekki fæst fé til að halda úti mann- sæmandi vel- ferðarþjón- ustu.‘ Höfundur er þingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík suður. Báðar betri Hreinu sulturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.