Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 16
RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 6,1 milljarðs króna halla á síðasta ári samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Hallarekstur ríkisjóðs árið 2002 var 8,1 milljarður. Auk- inni lánaþörf á síðasta ári var mætt með tekjum frá sölu eigna og af- borgunum veittra lána auk nýrra lána. Eignir ríkissjóðs minnkuðu um 18,4 milljarða á síðasta ári og skuldir um 5,8 milljarða. Eiginfjár- staða versnaði um 12,6 milljarða í fyrra samanborið við 2,8 milljarða bata á árinu 2002. Skýrslu Ríkisendurskoðunar má finna á Netinu: http.//www.rikisendurskod- un.is/files/skyrslur_2004/rikis- reikningur_2003.pdf 6,1 millj- arðs halli ríkissjóðs 16 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! HAGNAÐUR Flugleiða og 13 dótt- urfélaga fyrir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins nam tæpum 2,7 milljörð- um króna, en fyrir skatta nam hagnaðurinn 3,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir skatta 2,1 milljarður króna. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum seg- ir að aðeins einu sinni á sl. tíu árum hafi félagið náð betri afkomu af reglu- legri starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins. Í tilkynningunni segir að afkoma nú sé betri í flestum rekstrargreinum en á sama tíma í fyrra, fjármuna- myndun hafi verið sterk og handbært fé hafi aldrei verið meira. Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 18% frá fyrra ári samkvæmt tilkynningunni og áfram er stefnt að öflugum vexti. Betra en bráðabirgðauppgjör Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segist í tilkynningunni vera mjög ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er ívið betra en kom fram í bráðabirgðauppgjöri sem félagið birti í tengslum við hlutabréfaútboð fyrr í mánuðinum. Í þessu uppgjöri kemur fram sá styrkur sem byggður hefur verið inn í reksturinn undanfarin ár. Félagið hefur sótt fram í mjög fjöl- þættum rekstri í flugi og ferðaþjón- ustu og hefur náð góðum tökum á þessari starfsemi með því að skipta henni í sjálfstæðar rekstrareiningar. Flugleiðir eru að ná góðum rekstr- arárangri þriðja árið í röð á sama tíma og flugfélög í okkar heimshluta eiga flest mjög á brattann að sækja. Þetta hefur skapað félaginu grundvöll til að sækja fram og stefna á bæði innri og ytri vöxt,“ segir Sigurður. Velta Flugleiða á tímabilinu var 34 milljarðar króna, sem er 14% aukning frá fyrra ári, og rekstrarkostnaður var 31 milljarður króna sem einnig er 14% hækkun. Flugleiðir setja arðsemismörk Í tilkynningunni segir að öll starf- semi Flugleiða fari fram í 13 dóttur- fyrirtækjum, en móðurfélagið, Flug- leiðir, setji þeim arðsemismörk, stýri áætlanagerð og fjárfestingastefnu. Icelandair er langstærsta dótturfélag samstæðunnar með um helming veltu á árinu í heild. Í tilkynningunni segir að Icelandair vinni náið með öðrum fyrirtækjum samstæðunnar, sem tengjast alþjóðaflugrekstri. Icelanda- ir sinni t.d. öllum flugrekstri fyrir Loftleiðir Icelandic, sem starfar á al- þjóðlegum leiguflugsmarkaði, og fyr- ir Flugleiðir Frakt, sem starfar á al- þjóðlegum fraktmarkaði. Starfsemi Flugleiðasamstæðunnar á þessum tveimur sviðum, hefur vaxið umtals- vert síðustu misseri samkvæmt til- kynningunni, leiguflugið um hér um bil 50% og fraktflugið um liðlega 20% og afkoman hafi verið góð. Ætlar fé- lagið að halda áfram sókn á þessum vettvangi. Flugleiðir gera ráð fyrir betri af- komu af starfseminni á þessu ári en árið 2003. Því bendi allt til þess að 2004 verði annað besta rekstrarár í sögu félagsins. Í markmiða- og rekstraráætlun fyrir árið 2005 sem félagið vinnur nú að er gert ráð fyrir áframhaldandi hagnaði af starfseminni, áframhald- andi vexti í öllum helstu fyrirtækjum samstæðunnar og nýjum landvinn- ingum í fjárfestingum. Þá verður mik- ið kapp lagt á að stýra framboði hvar- vetna í samstæðunni í takt við arðbæra eftirspurn, að því er segir í fréttatilkynningu Flugleiða. Flugleiðir hagnast um 2,7 milljarða króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Næst best Flugleiðir hafa aðeins einu sinni á sl. tíu árum hagnast meira. FLUGLEIÐIR munu hugsanlega auka við hlut sinn í breska lág- gjaldaflugfélaginu easyJet, sem fé- lagið á nú 10,1% hlut í. Þetta er haft eftir Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni Flugleiða, á fréttavefnum Bloomberg. Segir Hannes í samtali við fréttavefinn að Flugleiðir verði að leita út fyrir Ísland ætli fyrirtækið að eiga möguleika á því að vaxa. Þá sé ljóst að það muni verða sam- þjöppun á lággjaldamarkaðnum á næstunni og stoðir easyJet séu styrkar. Óháður sérfræðingur á sviði flug- félaga með aðsetur í London, Chris Tarry að nafni, segir í samtali við Bloomberg, að samlegðaráhrifin af samruna Flugleiða og easyJet séu engin. Hann segir að Íslending- arnir eigi peninga en spyr jafn- framt hvað annað þeir hafi fram að færa. „Kannski þurfa þeir aðeins að koma peningunum sínum fyrir,“ segir hann. Hlutabréf í easyJet hafa hækkað um 33% frá því Flugleiðir keyptu fyrst 8,4% hlut í félaginu hinn 22. október síðastliðinn, en fjórum dög- um síðar jók félagið hlut sinn um 1,7%. Flugleiðir eru fjórði stærsti hluthafinn í easyJet. Grikkinn Stel- ios Haji-Ioannou, stofnandi easy- Jet, er stærsti hluthafinn ásamt fjölskyldu sinni með 41% hlut. Heppileg landfræðileg staða Bloomberg fjallar einnig um kaup Air Atlanta á breska leigu- flugfélaginu Excel, sem félagið á nú 84% hlut í. Segir Bloomberg að bæði Hannes Smárason og Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Atlanta, veðji á að hagstæð landfræðileg staða Ís- lands, mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, geri íslenskum flug- félögum kleift að ná til sín fólks- og fraktflutningum milli meginland- anna. Þá segir Bloomberg að þeir Hannes og Magnús séu af nýrri kynslóð íslenskra athafnamanna, sem hafi fylgt á eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, sem hafi komið víða við í fjárfestingum erlendis, m.a. á Bret- landi. Frekari kaup hugsanleg ÍSLENDINGARNIR sem keyptu 83% hlut í dönsku verslanakeðjunni Magasin du Nord í síðustu viku fengu keðjuna á útsölu, að því er segir í Berlingske Tidende í gær. Í grein í blaðinu segir að Baugur Group, Straumur Fjárfestingarbanki og B2B Holding, félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt, sem stefni nú að því að eignast Magasin du Nord að fullu, hafi áður kannað möguleg kaup á keðjunni en horfið frá. Hins vegar hafi kaupendurnir ekki staðist mátið þegar Magasin bauðst á 4,8 milljarða króna. Hefur BT eftir Jóni Ásgeiri Jó- hannssyni, forstjóra Baugs, að Magasin hafi haft samband við Baug fyrir tveimur árum þegar greint var frá því að fyrirtækið ætlaði að opna Debenhams-verslun í Danmörku. Þá hafi Baugur kynnt sér Magasin, en niðurstaðan orðið sú að ekki væru for- sendur fyrir því að kaupa keðjuna. Segir Jón Ásgeir að síðan þá hafi efnahagsástandið batnað, og í sept- ember síðastliðnum hafi málið aftur verið tekið til skoðunar. BT segir Jón Ásgeir ekki draga dul á það að með kaupunum á Magasin komi íslensku fjárfestarnir höndum yfir eignir keðjunnar, sem séu meira virði en nemur kaupverðinu á henni. Magasin á útsölu? ● FYRSTA rafræna lyfjapöntunin frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi til Lyfjadreifingar ehf. var send í gær. Samkvæmt fréttatilkynningu frá ANZA hf. fór pöntunin í gegnum Raf- rænt markaðstorg sem rekið er af ANZA hf. í samstarfi við Ríkiskaup. Tenging fjárhagskerfis ríkisins og markaðstorgsins er sagður stór áfangi, sem auðveldi ríkinu að ná hagræðingu í innkaupum. Rafræn lyfjapöntun ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                          !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1        / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *(&) *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!#   !  "#  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!     >            >  >   > > > > >   > >  > > > > > > >  !4 "#  4   $! > >    > > >   >  >   > >   >  > >  > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ >  AB @  AB > > @ >  AB @ > AB @ >AB @ AB > @ >AB @ >  AB > > @ AB > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $ $ $ $ $  >  $  $ $  $ $ $ $ $  $  $ > $ > $ > > > > >  $ > >  > > > > > > > $                  >   >   >                                                    =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&        >      > > > > > > >   > >  > > > > > > >  ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði í gær um 0,46% og var lokagildi hennar 3.396,11 stig. Mesta lækkun varð á bréfum Landsbankans, eða 1,7%, en mesta hækkun varð á bréfum Marel, eða 1,5%. Úrvalsvísitalan lækkaði 9 &F .GH    A A <.? I J  A A K K -,J    A A *J 9 !    A A LK?J IM 6"!     A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.