Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 57 Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.50, 4, 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI kl. 1.50, 3.45 og 6.15. Ísl tal. H.L.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.05 og 4.10. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. AKUREYRI Sýnd kl. 10.10. AKUREYRI 2 og 4. Ísl tal. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40, 8 OG 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 6.15, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. KRINGLAN 12, 2.05 og 4.10. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50 og 10.10.. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. Stanglega bönnuð innan 16 ára Stanglega bönnuð innan 16 ára Sama Bridget. Glæný dagbók. Sama Bridget. Glæný dagbók. Sama Bridget. Glæný dagbók. Frá spennumyndaleikstjóranum, Renny Harlin kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Sagan af Öskubusku í nýjum búningi KRINGLAN kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 2. ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin í Reykjavík er í fullum gangi og í dag verður haldið málþing í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Yf- irskriftin er Kvikmyndir og samfélag og hefst þingið klukkan 12.00 (nánari upplýsingar er hægt að nálgast í blaði gærdagsins, síðu 51, eða þá á vefsíðu hátíðarinnar). Á hátíðinni verða sýndar sextán myndir og í kjölfar sumra þeirra verða pallborðsumræður og/eða fyr- irlestrar. Saga sem nær til hjartans Í dag verður fyrsta sýning á heim- ildarmyndinni Undir stjörnuhimni eða Beneath the Stars sem gerð er af Helga Felixsyni og Titti Johnson. Helgi hefur verið búsettur í Svíþjóð síðan 1976 og á að baki áhugaverðan feril, hefur framleitt fjölda heimilda- og auglýsingamynda bæði fyrir nor- rænan og alþjóðlegan markað. Heim- ildarmyndir hans taka margar á erf- iðum og umdeildum málefnum og vöktu myndir eins og Bóndi er bú- stólpi og Sænska mafían bæði athygli og umtal. Beneath the Stars fjallar um Friedu Darvel, unga en fátæka stúlku sem elur manninn í Höfða- borg, Suður-Afríku. Hún býr á göt- unni en dag einn brosir gæfan við henni þar sem hún slær í gegn í sjón- varpsþættinum Popstars sem er ein- hvers konar afbrigði af Stjörnuleit- inni. En lukkan er fallvölt og líf Friedu bæði erfitt og flókið. Helgi verður viðstaddur frumsýn- ingu myndarinnar hérlendis. Hann segir blaðamanni að viðtökur við myndinni hafi verið frábærar til þessa og hafi farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég sníð heimildarmyndir mínar að kvikmyndahúsum,“ segir Helgi. „Þetta liggur aðallega í því að hafa sterka persónu sem getur borið uppi áhugaverða sögu.“ Gagnrýni á myndina hefur verið einkar jákvæð og segist Helgi bjart- sýnn á gengi hennar. „Þessi umfjöllun er miklu um- fangsmeiri en ég átti von á, meira en ég gat látið mig dreyma um. Helstu fjölmiðlar hér hafa tekið hana traustataki og myndin er búin að vera mjög mikið í umræðunni. Ég er í sífelldum viðtölum út af þessu og er auðvitað hæstánægður með það. Það er algengara en ekki að svona myndir fari framhjá fólki.“ Helgi kann litlar skýringar á þessu. „Ætli það sé ekki sagan sjálf sem nær svona til hjartans. Aðalpersóna myndarinnar var hérna í síðustu viku og það hjálpaði líka.“ Tilviljun Helgi segir tilurð myndarinnar nokkuð sérstaka, hafi byggst á hálf- gerðum tilviljunum. „Samstarfskona mín var á söng- námskeiði hér í Svíþjóð og kynntist þar konu frá Suður-Afríku og sænsk- um manni hennar. Þau voru með ákveðið verkefni í gangi í Suður- Afríku og þetta endaði með því að við fórum þangað í heimsókn. Þar kynnt- umst við Friedu og féllum kylliflöt fyrir henni og sögu hennar. Við ákváðum strax að gera þessa mynd og lögðum öll önnur verkefni til hlið- ar. Það kom okkur reyndar á óvart að enginn annar væri búinn að þessu.“ Helgi segir að á tveimur árum hafi byggst upp traust á milli þeirra, kvik- myndargerðarmannanna og Friedu. „Upphaflega héldum við að líf hennar myndi breytast til hins betra en þetta er svo miklu flóknara en maður gerir sér grein fyrir. Hún var komin á bólakaf í eiturlyfjaneyslu og við buðum henni með okkur til Sví- þjóðar þar sem við töldum að líf hennar væri í hættu. Lífið á götunni er mjög hart þarna.“ Helgi hefur lifibrauð sitt af kvik- myndagerð en er rekinn áfram af hugsjón. „Ja … ekki eru það peningarnir a.m.k. Það er einhver þráhyggja sem stýrir manni. Kvikmyndir geta verið sterk verkfæri til að hafa áhrif á hlut- ina í kringum sig.“ Kvikmyndir | Helgi Felixson og s-afrísk stjörnuleit Kvik- myndin er gott verkfæri Helgi og Titti ásamt hinni ungu Friedu Darvel. arnart@mbl.is Undir stjörnuhimni er sýnd á Al- þjóðlegu kvikmyndahátiðinni í Há- skólabíói í dag kl. 17.30 og á fimmtudaginn kl. 22.00. www.filmfest.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.