Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
Opi› í dag laugardag
frá kl. 11-16
ÍSLANDSBANKI hefur annast
heildarfjármögnun nýs fyrirtækis
á Spáni, Europacifico-Alimentos
del Mar, sem sérhæfir sig í sölu
sjávarafurða. Eigendur fyrirtækis-
ins eru stór sjávarútvegsfyrirtæki
sem koma frá þremur heimsálfum
utan Evrópu.
Markmiðið með þessu nýja fé-
lagi er að samnýta þá starfsemi
sem sjávarútvegsrisarnir Nippon
Suisan, Sealord og Friosur halda
úti á Spáni og ná þannig fram sam-
legðaráhrifum, sem gera félaginu
kleift að vinna á lægri kostnaðar-
hlutföllum og bjóða betri og heil-
steyptari þjónustu. Megináhersla
er lögð á markaðssetningu í Suður-
Evrópu, en helstu markaðir eru
Spánn og Portúgal. Verður fyrir-
tækið leiðandi í sölu á lýsingi á
markaðssvæði sínu, en lýsingur er
vinsælasti matfiskur á Spáni.
Europacifico verður með starfsemi
í Bilbao, Vigo og Valencia og er
með um 18 starfsmenn.
Að sögn Jóns Garðars Guð-
mundssonar, viðskiptastjóra hjá
Íslandsbanka, eru eignatengsl
milli fyrirtækjanna þriggja en
Nippon Suisan á helmingshlut í
Sealord og 45% hlut í Friosur. Jón
Garðar segir að evrópski markað-
urinn sé einn af lykilmörkuðum
Nippon Suisan, og stofnun Euro-
pacifico sé liður í því að leggja
meiri áherslu á sölu- og markaðs-
starfsemi félaganna þriggja í Suð-
ur-Evrópu.
Til marks um breytta tíma
„Það er til marks um breytta
tíma og aukna alþjóðavæðingu að
fyrirtækin sem standa að Euro-
pacifico koma frá þremur heims-
álfum; Asíu, Eyjaálfu og S-Amer-
sjávarútvegsfyrirtæki í Japan með
starfsemi um allan heim. Ársvelta
þess er um 4,7 milljarðar dollara og
áætlaður hagnaður um 45 milljónir
dollara. Hjá fyrirtækinu starfa um
6.300 manns. Sealord er alþjóðlegt
sjávarútvegsfyrirtæki með net
sem teygir sig um allan heim í veið-
um, vinnslu og markaðssetningu.
Sealord er annað stærsta sjávarút-
vegsfyrirtæki á Nýja-Sjálandi.
Veltan er um 650 milljónir dala og
hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og
skatta yfir 50 milljónum dala. 1.600
starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu.
Friosur er eitt stærsta fyrirtækið
með sjávarafurðir á neytenda-
markaði í Chile. Friosur hefur ver-
ið í samstarfi við Granda frá árinu
1992. Fyrirtækið er leiðandi í veið-
um á bolfiski í Chile og á einnig
dótturfyrirtæki í laxeldi sem starf-
ar þar í landi.
Íslandsbanki sér um fjármögnun alþjóðlegs fyrirtækis
Fyrirtæki í fjórum heims-
álfum koma við sögu
Morgunblaðið/Sverrir
íku og að fyrirtækið er stofnað í
þeirri fjórðu. Það að Íslandsbanki
hafi verið valinn til að fjármagna
fyrirtækið er viðurkenning á þeirri
sérstöðu sem bankinn hefur skap-
að sér í alþjóðlegum sjávarútvegi.
Fjármögnun Europacifico styrkir
stöðu bankans enn frekar, enda lít-
ur hann á þau fyrirtæki sem eiga
hlut að máli sem framtíðar við-
skiptavini sína,“ segir Jón Garðar.
Nippon Suisan er annað stærsta
SANNKALLAÐUR stjörnufans mætir í þáttinn hjá
Gísla Marteini Baldurssyni í kvöld en það eru þau
Harry Belafonte, Birgitta Haukdal, Kristján Jó-
hannsson og bróðir hans Jóhann Már. Engir áhorf-
endur eru við upptökur á þættinum en Gísli Mar-
teinn segir að það hafi verið svo mikill spenningur
innanhúss að fjöldi manns hafi verið í sjónvarpssal.
„Belafonte var alveg frábær. Hann heillaði alla
upp úr skónum. Það kemur í ljós í þættinum hvort
ætlunarverk okkar að særa hann upp á svið hafi tek-
ist. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Kristján
er staddur hér á landi vegna þess að hann er að fara
syngja á tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum
börnum. Hann er líka að gefa út disk. Með honum er
bróðir hans, Jóhann Már, bóndi í Skagafirði, sem
alltaf þótti rosalega góður söngvari og þótti gefa
Kristjáni lítið sem ekkert eftir. Hann er líka að gefa
út disk og fer beint aftur norður í Skagafjörðinn til
þess að rýja nokkur hundruð kindur en Birgitta er
m.a. að frumsýna nýju Birgittu-brúðuna sem er
brúða sem er gerð í hennar mynd,“ segir Gísli Mar-
teinn.
Morgunblaðið/RAX
Birgitta Haukdal í förðun hjá Elínu Reynisdóttur. Kristján fylgist með, en Belafonte og Gísli spjalla saman.
Stjörnur hjá Gísla Marteini
SÝNING Vesturports á Rómeó og Júlíu er
komin aftur á fjalir Lundúnaleikhúsanna, nú
á svið Playhouse leikhússins. Frumsýning
var í fyrrakvöld, og strax í gær birtust fyrstu
dómar gagnrýnenda í bresku blöðunum.
Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garð-
arsson sem jafn-
framt fer með hlut-
verk Rómeós, en
Nína Dögg Filipp-
usdóttir leikur Júl-
íu. Gagnrýnandi
Times, kemst svo að
orði:
„Að Rómeó og
Júlía komi frá Ís-
landi virðist jafn frá-
leitt og að Snæ-
drottningin komi frá
hitabeltinu og að
Brandur Ibsens sé
settur upp í Sahara-
eyðimörkinni.
Þaðan getum við
varla vænst þess
dramatíska hita sem
Verónaborg og
brennheitur harm-
leikur Shakespeares
kallar á. Þetta héld-
um við að minnsta
kosti þegar ensk uppfærsla Vesturports var
frumsýnd í Young Vic á síðasta ári.
En við höfðum jafn rangt fyrir okkur og
hugsast gat. Og hver sá sem mætir með
slíka fordóma í farteskinu á enduruppfærslu
Gísla Arnar Garðarssonar á sirkusstílfærðu
verkinu í Playhouse leikhúsinu nú, mun hafa
jafn rangt fyrir sér. [...]“
Gagnrýnandinn fjallar um einstaka per-
sónur verksins og lýsir þeim furðum sem
þær kunna að vera í augum þeirra sem ein-
ungis hafa séð hefðbundnar uppfærslur á
verki Shakespeares. „Og þau skilja, og þau
deyja fagurlega, flækt hangandi í hvítum
tjöldum; í annað sinn, með lík dauðra Kap-
úletta hangandi á hvolfi í baksýn. Kenjótt?
Já. Áhrifamikið og jafnvel hjartnæmt? Ann-
að já.“
Evening Standard lét ekki sitt eftir liggja
með dómi. „Leikstjórinn, Gísli Örn Garð-
arsson, sem jafnframt leikur Rómeó, hefur
ratað á stórkostlega viðeigandi leikhúss-
aðferð til að tjá þá tilfinningu að verða hel-
tekinn af sársauka fyrstu kynferðislegu
ástríðunnar.“
Ást á bláþræði. Gísli Örn
Garðarsson og Nína
Dögg Filippusdóttir í
titilhlutverkunum.
Rómeó og Júlía frumsýnd
í Playhouse í London
Kenjótt,
áhrifamikil
og hjart-
næm sýning
Skringilega heillandi/25
TALIÐ er að fjöldi sauðfjár hafi
brunnið inni er eldur kviknaði í
hlöðu sem sambyggð er við fjárhús
á bænum Hrútatungu í botni
Hrútafjarðar í gærkvöldi. Engan
mann sakaði og var íbúðarhúsið í
Hrútatungu ekki í hættu frá eld-
inum.
Tilkynnt var um eldinn um
klukkan 20 samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar á Blönduósi.
Slökkvilið frá Hvammstanga,
Borðeyri og Búðardal var kvatt út
auk þess sem fjöldi heimilisfólks af
nálægum bæjum kom til aðstoðar.
Talið er að innst í hlöðunni sem
brann hafi verið um 100 fjár en
tókst að bjarga hluta fjárins úr
hlöðunni og áföstu fjárhúsi. Ekki lá
ljóst fyrir í gærkvöldi hversu
margt fé brann inni.
Hlaðan sem skiptist í hey-
geymslu og fjárhús er mikið
skemmd eftir brunann.
Erfiðar aðstæður
í brunagaddi
Aðstæður til slökkvistarfa voru
erfiðar þar sem um 17 stiga frost
var í Hrútafirði í gærkvöldi. Sam-
kvæmt upplýsingum sem fengust
hjá slökkviliði Hvammstanga
þurfti að ná í vatn í Hrútafjarðará,
auk þess sem slökkviliðið frá Búð-
ardal kom með vatn.
Slökkviliðsmönnum tókst að
koma í veg fyrir að eldurinn næði í
sambyggt fjárhúsið og unnu að því
seint í gærkvöldi að reykræsta
bygginguna og moka heyi út úr
hlöðunni. Ekki er vitað með vissu
um upptök eldsins, en talið er
hugsanlegt samkvæmt upplýsing-
um lögreglu að eldurinn kunni að
hafa kviknað út frá dráttarvél, sem
brann inni í hlöðunni.
Þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma sem fé brennur inni en
mikið tjón varð í eldsvoða á bænum
Knerri í Snæfellsbæ 18. október
þar sem brunnu hundruð fjár inni.
Fé brann
inni er eld-
ur kvikn-
aði í hlöðu
ÞAÐ er algert lykilatriði að niðurstaða
um leiðréttingu á tekjustofnum sveit-
arfélaganna liggi fyrir áður en kosið
verður um frekari sameiningu sveitar-
félaga í apríl í vor. Þetta segir Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, en
hann á sæti í tekjustofnanefnd en
fulltrúar sveitarfélaga í henni gerðu
stjórn Sambands íslenskra sveitarfé-
laga grein fyrir stöðu viðræðna við rík-
ið í gær.
Halldór segir ekki grundvöll fyrir
frekari viðræðum nema afstaða ríkis-
ins breytist.
Sameining
veltur á skipt-
ingu tekna
Sameining/6