Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðleg
kvikmyndahátíð í
Reykjavík
17.–25. nóvember
Reykjavik International
Film Festival
www.filmfest.is
Háskólabíó kl. 22:00
Regnboginn:
14:00 Stjórnstöðin • Mila frá Mars
16:00 Stjórnstöðin
16:00 Baunir kl. hálf sex
18:00 Í þessu máli...
19:00 Lifandi í Limbói
Háskólabíó:
15:00 Við gluggann hennar
17:30 Undir stjörnuhimni (frums.)
20:00 Jargo
22:00 Heimsins tregafyllsta tónlist
Laugardaginn 20. nóvember
Heimsins tregafyllsta tónlist á sér
stað í eilítið annarlegri útgáfu af
borginni Winnipeg árið 1933.
Kreppan er í algleymingi og
ákveður bjórverksmiðjueigandinn
Lady Port-Huntly (Isabella Rossellini)
að efna til alþjóðlegrar keppni um
heimsins tregafyllstu tónlist. Myndin
vann m.a. til þriggja Genie-
verðlauna af fjórum tilnefningum
og hefur verið sýnd á kvikmynda-
hátíðum víða um heim.
FÖNKSVEITIN
funheita Jagúar
hefur vakið athygli
fyrir stuðvæna tón-
leika og einkar
snyrtilegan klæð-
burð hin síðustu ár.
Plötur hefur hún
gefið út tvær og
kom sú þriðja út í
dag og nefnist hún
Hello Somebody og kemur út á vegum Smekk-
leysu. Mun sveitin fagna útgáfunni í kvöld með
tónleikum á NASA auk þess að troða upp í nýju
Smekkleysuversluninni í dag klukkan 15.00
(Kjörgarði, Laugavegi 59) og einnig kemur
sveitin fram í þætti Gísla Marteins í kvöld í
Sjónvarpinu.
Samúel J. Samúelsson, básúnuleikari og nú
söngvari, segir plötuna hafa verið um tvö ár í
smíðum.
„Í lok júlí ákváðum svo að kýla á að klára
þetta,“ segir hann. „Við ákváðum í fyrsta skipti
að fá utanaðkomandi upptökustjórnanda til liðs
við okkur og vorum lengi búnir að hafa auga á
Al nokkrum Stone sem hefur unnið mikið með
Jamiroquai. Hann samþykkti að vinna með
okkur og kom hingað til lands og vann með okk-
ur tvö lög. Þessi ráðstöfun var mjög holl því að
hún olli því svo að við sáum að okkur langaði
mest til að gera þetta sjálfir og þannig unnum
við restina af plötunni.“
Það var Daði Birgisson, Jagúarmaður, sem
hafði yfirumsjón með upptökunum sem fóru
fram í Stúdói Silence sem er í eigu Daða og
bróður hans Barkar sem leikur á rafgítar í
sveitinni. Samúel segir að helstu áherslubreyt-
ingarnar hjá sveitinni séu að allt sé nú sungið
og sér Samúel, Sammi, sjálfur um þann þátt.
„Svo notum við líka strengi í nokkrum lögum.
Sara Guðmundsdóttir syngur líka bakraddir og
Óskar Guðjónsson þeytir lúðurinn sinn.“
Sammi segist feginn að vera kominn með
þetta í hendurnar þar sem fólk erlendis, en
Jagúar hefur gert talsvert af því að spila þar
undanfarið, spyr oft um plötu.
„Þá finnst mér einkennilegt að vera að af-
henda þeim gömlu plöturnar okkar þar sem það
er enginn söngur þar. Við ætlum að kynna plöt-
una rækilega hér heima og eftir áramót verður
svo haldið utan í víking.“
Þess má geta að einnig er komin út platan
Dansaðu fíflið þitt, dansaðu! þar sem Jagúar, í
stórsveitarformi, leikur lög eftir Tómas R. Ein-
arsson. Það var Samúel sem sá um að útsetja
lögin og setti hann þau í „föt að mínum smekk“
eins og hann orðar það. Platan sú var hljóðrituð
á NASA í sumar, á tónleikum sem fram fóru á
vegum Listahátíðar.
Tónleikar | Jagúar kynnir nýja plötu
Útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 22.00.
Spilabandið Runólfur hitar upp. Miðaverð er
1.500 krónur. www.smekkleysa.is
arnart@mbl.is
Sendiherrar fönksins á Íslandi: Jagúar gefur nú út sína þriðju breiðkífu.
Morgunblaðið/Golli
Fönk
eða
ekkert
Í TILEFNI af útgáfu nýjustu plötu
Quarashi, Guerilla Disco, gangast
mbl.is, rokk.is og Quarashi fyrir
samkeppni um bestu endur-
hljóðblöndun lags af plötunni. Hægt
er að sækja raddrásir þriggja laga af
Guerilla Disco; „Stun Gun“, „Stars“
og „Payback“, á mbl.is og síðan get-
ur sá sem sækir notað raddrásirnar
sem hráefni í endurgerð laganna eft-
ir eigin höfði.
Þær endurgerðir laganna sem
berast verða síðan aðgengilegar á
mbl.is og rokk.is og gestir á vefina
geta hlustað á þær og síðan kosið um
besta lagið. Höfundur þess lags sem
fær flest atkvæði fær fyrir 24 tíma í
Stúdíó Sýrlandi. Meðlimir Quarashi
velja svo það lag sem þeim þykir
best heppnað og höfundur þess fær í
verðlaun Pro Tools búnað frá Hljóð-
færahúsinu.
Allir sem greiða lögunum atkvæði
komast í pott sem dregið verður úr
að lokinni atkvæðagreiðslu og fá tíu
heppnir Quarashi-bol og nýja disk-
inn, Guerilla Disco.
Getur þú endurhljóðblandað lag
með Quarashi?
Endurgerðu
Quarashi-
lög
www.mbl.is/folk
Tónlist | Sam-
keppni á mbl.is
ILLRÆMT Íraksstríðið hefur sett ömurlegt
mark á fréttatíma síðustu misserin og verið yrk-
isefni heimildarmyndagerðarmanna með Mich-
ael Moore í broddi fylkingar. Nú gefst kostur á
að sjá Stjórnstöðina, sem er sláandi einbeitt og
trúverðug og á ekkert skylt við loddarabrögð
Moores. Sá sem gerir Stjórnstöðina er Jehane
Noujaim, ungur, bandarískur kvikmyndagerð-
armaður af egypskum ættum. Maður skyldi
ætla að hún sé vel til þess fallin að vega og meta
atburðarásina, þennan banvæna árekstur
tveggja, gjörólíkra menningarheima.
Við upphaf stríðsins er Noujaim stödd í að-
alstöðvum arabísku fréttastofunnar Al-Jazeera,
sem er fyrrum útibú BBC að grunni til og ber
höfuð og herðar yfir aðrar slíkar í Mið-
Austurlöndum. Noujaim fylgist með upphafi
stríðsins við hlið fréttastjórans Sameer Khader
og á vettvangi í fylgd með fréttamanninum
Hassan Ibrahim. Umtalsverður hluti Stjórn-
stöðvarinnar fer fram í höfuðstöðvum fjölmiðla
innrásarherjanna í Qatar, þar sem blaða-
fulltrúinn Josh Rushing, liðsforingi í bandaríska
landhernum, er hin opinbera málpípa hern-
aðarbandalagsins. Þessir þrír, ólíku ein-
staklingar, Khader, Ibrahim og Rushing eru
e.k. aðalpersónur í nærmynd af viðkvæmum
fréttaflutningi í atburðarásinni miðri. Arabarn-
ir, sem virðast einlægir og heiðarlegir báðir
tveir, eru mótfallnir innrásinni sem Rushing er
launaður fyrir að verja.
Ekki lýgur tökuvél Noujaim og engin ástæða
til að ætla annað en hér sé skilmerkilega greint
frá atburðum og við okkur blasir „hlutleysi“
fréttamynda, það er fróðleg sjón og minnisstæð.
Það er meira en lítið forvitnilegt að sjá hve
ólíkum augum fréttaefnið er meðhöndlað fyrir
notendur Al-Jazeera í arabaheiminum ann-
arsvegar og vinnubrögð vestrænu fréttastöðv-
anna hinsvegar. Svo er að sjá sem Bandaríkja-
menn fái einsleitari mynd af atburðunum þar
sem lofsunginn er framgangur þeirra manna
gegn illmenninu Saddam Hussein en Al-Jazeera
dregur vitaskuld taum sína kynþáttar (að Kúrd-
um og öðrum óæskilegum þjóðarbrotum og
trúarhópum undanskildum). Þeir sýna grátandi
börn, niðurbrotnar mæður og æstan múg, fullan
haturs á innrásarmönnum. Fréttaflutningur Al-
Jazeera fer ákaflega fyrir brjóstið á Donald
Rumsfeld, sem mótmælir honum sem hverjum
öðrum óþverra áróðri. Við Íslendingar höfum
greinilega fengið betri yfirsýn frá báðum aðilum
frá okkar fréttastofum og er alveg ljóst að við
búum við enn eina „hlutleysisstefnuna“.
Dæmigert fyrir hin mýmörgu og uppfræð-
andi atriði í Stjórnstöðinni er sýn Al-Jazeera
manna á einn táknrænasta atburðinn í þessu
óþverrastríði; er landsmenn brjóta niður risa-
vaxna styttu af harðstjóranum Saddam Huss-
ein. Khader lítur á atburðinn sem niðurlægingu
fyrir hinn arabíska heim sviðsettan af innrás-
arherjunum á meðan við okkur Vesturlandabú-
um, blasir við hetjudáð. Þess ber að geta að
myndin var gerð áður en stríðið tók að dragast á
langinn og upp komst um atburðina í Abu Ghra-
ib-fangelsinu og fleiri ámóta ljót mál.
Öðru fremur undirstrikar Stjórnstöðin og
upplýsir það hyldýpi sem er á milli hinna stríð-
andi aðila og kristallast í gjörólíkum fréttaflutn-
ingi stöðvanna af sömu atburðunum. Blaða-
fulltrúinn Rushing kemst að merg málsins er
hann segir eitthvað á þessa leið: „Það þjónar Al-
Jazeera að höfða til arabískrar þjóðrækni líkt
og það hentar Fox að spila á bandaríska föð-
urlandsást í nákvæmlega sama tilgangi – hitta í
mark hjá áhorfendunum. Málið sem brennur á
minni kynslóð er að hinn vestræni heimur og
arabaheimurinn reyni að skilja hvor annan því
þeir eru að rekast á af fullum krafti.“
Íraksstríðið frá
forvitnilegu sjónarhorni
KVIKMYNDIR
Regnboginn –
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Heimildamynd. Leikstjóri: Jehane Noujaim. Viðmæl-
endur: Sameer Khader, Lt. Josh Rushing, Tom Mint-
ier, Hassan Ibrahim, David Shuster, Deema Khatib.
84 mínútur. Bandaríkin. 2004.
Stjórnstöð (Control Room)
Sæbjörn Valdimarsson
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122