Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÍN VAR greinilega sárt saknað af nokkrum talsmönnum R-listans við umfjöllun í borgarstjórn um nýjustu skattahækkanir R-listans en ég gat því miður ekki setið síð- ari hluta fundarins. Á þessum fundi héldu talsmenn R-listans því fram að það væri sér- kennilegt að ég væri á móti því að R-listinn hækkaði útsvarið í há- mark. Ég hef ítrekað lýst yfir þeirri skoðun minni í borgarstjórn Reykja- víkur, í fjölmiðlum og víðar að borgaryfirvöld eigi að fara varlega í að leggja aukna skatta og gjöld á Reykvíkinga. Í samræmi við það höfum við sjálfstæð- ismenn flutt tillögur um lækkun fast- eignaskatta. Ég hef að auki ásamt fé- lögum mínum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt harð- lega gengdarlausa skuldasöfnun R- listans og haldið því fram að fyrr en síðar myndi sú óráðsía bitna á borg- arbúum í formi hærri skatta. Nú er komið að þeim skuldadögum. Ávallt hefur lítið verið gert úr varnaðar- orðum okkar og forystumenn R- listans fullyrt að fjárhagsstaðan væri sterk og fjármálastjórnin afar góð. Í áratugi hefur Reykjavíkurborg, langstærsta og öflugasta sveitarfé- lagið í landinu, ekki nýtt sér há- marksútsvar utan ársins 2001 en þá var hámarksútsvar nýtt. Á þeim tíma lá fyrir af hálfu Alþingis að hámarks- útsvar yrði hækkað í 13,03% fyrir ár- ið 2002. Árið 1994 þegar R- listinn náði völdum í Reykjavík var útsvarið 8,4%. Við yfirtöku alls reksturs grunnskólans hækkaði útsvarið í 11,24%. Um það var samkomulag fulltrúa allra flokka í borgar- stjórninni. Árið 2001 var samið um það milli ríkis og sveitarfélaga að hækka útsvarið um 0,99% til að mæta ýms- um kostnaðarauka sem sveitarfélögin höfðu þurft að taka á sig. Reykjavíkurborg hefur á und- anförnum árum gengið miklu lengra en öll önnur sveitarfélög á Íslandi í að hækka útsvarið eða um 1,79% stig frá 1998–2005. Þessi hækkun gefur borg- arsjóði rúml. 4 milljarða króna á árs- grundvelli. Fyrir utan sífelldar hækk- anir á útsvarinu hefur borgarsjóður fengið verulega auknar arðgreiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur og annan fjárstuðning frá því fyrirtæki sem nemur mörgum milljörðum króna. Auk þess var sett á sérstakt holræsa- gjald, sem fært hefur borgarsjóði hátt í tug milljarða á undanförnum 10 árum. Ég hef ávallt verið þeirrar skoð- unar að sveitarfélög, sem búa við laka fjárhagsstöðu, geti nýtt sér lögleyfða tekjustofna til að mæta þeim vanda sem þau standa frammi fyrir. Lang- flest minni og meðalstór sveitarfélög í landinu hafa til margra ára fullnýtt sér útsvarið. Önnur sveitarfélög, meðal annars þar sem fjárhagsstaðan er betri, hafa ekki nýtt sér hámarkið. Reykjavík sem langstærsta sveitarfé- lagið og höfuðborg landsins á að sjálf- sögðu að hafa burði til að fylla þann hóp. Nú þegar R-listinn er búinn að koma fjármálum borgarinnar í slíkt óefni sem raun ber vitni sjá for- ystumenn hans ekki annan kost en að hækka skatta á borgarbúa. Sjálf- stæðismenn geta undir engum kring- umstæðum borið ábyrgð á þessum síðustu skattahækkunum. Þá ábyrgð verður R-listinn einn að axla og þess- vegna greiddu allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn þessum skattahækkunum, enda í engu samræmi við þá fjármálastefnu sem við höfum boðað og myndum við- hafa við stjórn borgarinnar. Íslandsmet í hækkun útsvars Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skrifar um skattahækkanir R-listans ’Ávallt hefur lítið veriðgert úr varnaðarorðum okkar og forystumenn R-listans fullyrt að fjár- hagsstaðan væri sterk og fjármálastjórnin afar góð.‘ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er oddviti borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins. Í KASTLJÓSI var nýlega fjallað um fréttir vikunnar. Meðal gesta í þættinum var Örn Bárður Jónsson, prestur í Neskirkju. Í upphafi var rætt nokkuð um kaup Landssímans á hlut í Skjá einum. Þar lýsti prest- urinn ágæti þeirri skoðun sinni að ekki væri sanngjarn leik- ur fyrir menn á frjálsum markaði að keppa við ríkið. Undir lok þáttarins lýsti Örn Bárður opnun nýs kaffihúss Neskirkju. Ekki aðeins opnun kaffihúss heldur einnig bókabúðar og netkaffis. Viðbygg- ingin við kirkjuna er öll hin glæsilegasta og umgjörðin til fyr- irmyndar. Það er þó auðvitað svo að kirkjan er rekin fyrir fé frá hinu opinbera en enginn kemst undan greiðslu sóknargjalda. Staða þessa fyr- irtækis Neskirkju er því ámóta stöðu Landssímans. Í ljósi þeirra pólitísku skoðana sem Örn Bárður sagðist aðhyllast í téðum sjónvarpsþætti leikur undirrituðum forvitni á að vita hvort reksturinn sé tilkominn fyr- ir ríkisfé? Sömuleiðis hvort mögulegur taprekstur verði bor- inn af skattgreið- endum? Er það ef til vill ætlunin að fela einka- aðilum að sjá um rekstur kaffihússins? Undirritaður treyst- ir því að presturinn ágæti sé samkvæmari sjálfum sér en svo að hann lýsi yfir samúð með einka- aðilum sem keppa við ríkið en standi svo sjálfur fyrir rík- isrekstri í samkeppni við einkaaðila. Örn Bárður lýsti því yfir í viðtalinu að hann teldi að prestar ættu ekki að tala neina himnesku heldur fjalla um fólkið sem nú býr á jörðinni. Vonandi sér hann sér því fært að svara þessum einföldu spurningum mín- um. Kirkjan á sam- keppnismarkaði Stefán Ottó Stefánsson fjallar um umæli Arnar Bárðar Jónssonar í Kastljósi Stefán Ottó Stefánsson ’Undirritaðurtreystir því að presturinn ágæti sé sam- kvæmari sjálf- um sér.‘ Höfundur er nemi í Verzlunarskóla Íslands. „ENGINN veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Þessi orð hafa endurtekið komið upp í huga mér er vinir og kunningjar hafa í gegn- um árin spurt mig hvernig ég þori að leggja framtíð mína að veði með því að taka þátt í opinberri umræðu um hitamál eins og stjórnarskrár- málið frá fyrra sumri en ekki síst með mínum miklu afskiptum af málefnum Íslenskrar erfðagrein- ingar. Þetta eru mál sem vinir mín- ir og kunningjar hafa haft miklar skoðanir á en vilja ein- ungis ræða yfir kaffi- bolla því hræðslan við bláu höndina kemur í veg fyrir að þeir láti skoðanir sínar á prent. Hvort sem bláa hönd- in er raunverleg eður ei ríkir hræðsla við hana úti í samfélaginu. Hún er orðin að nokk- urs konar frum- spekilegu fyrirbæri sem einstaklingar taka tillit til þegar þeir ákveða gjörðir sínar, án þess að vita með vissu hvort hún verði reidd til höggs eður ei. Hina frumspekilegu tilveru bláu hand- arinnar og samband einstaklinga við hana má líkja við samskipti sanntrúaðra við Guð; í báðum til- fellum er ekki vitað hvort og þá hvenær frumspekilegi krafturinn reiðist. Þessi frumspekilega tilvera bláu handarinnar hefur lamandi áhrif á lýðræðislega umræðu því hún hvetur til sjálfsritskoðunar, sem leiðir hugann minn að Eþíópíu í lok níunda áratugar síðustu aldar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi árið 1988 að kynnast lífi almenn- ings í alræðisríki er ég starfaði fyr- ir Rauða kross Íslands í Eþíópíu. Á þessum tíma var landinu stjórnað af harðstjóranum Mengistu Haile Mariam, sem sótti fyrirmynd sína til Sovétríkjanna og þá aðallega til Stalíns. Þar voru njósnarar á hverju strái sem fylgdust með lífi almennings og var ógjörningur að aðgreina þá því allir opinberir starfsmenn voru í sams konar ein- kennisbúningi. Af þessum sökum talaði enginn um stjórnmál og önn- ur viðkvæm málefni við ókunnuga, sem gátu verið njósnarar. Ég kynntist þessu áþreifanlega er ég fór að kynnast fólkinu í bænum sem ég bjó í, en það tók mig í sum- um tilfellum margar vikur að ávinna mér traust innfæddra. En þegar traustið var komið brustu flóðgátt- irnar og menn töluðu yfir kaffibolla af mikl- um móð um hið hörmulega stjórnmála- ástand sem ríkti í landinu. Þeir sem vog- uðu sér að mótmæla opinberlega fengu að gjalda það dýru verði. Ég kynntist einum slíkum einstaklingi á meðan á dvöl minni stóð. Dag einn er ég var á leið til vinnu minnar vék sér að mér fullorðinn maður og spurði á óaðfinnanlegri ensku hvaðan ég væri og varð þetta upphaf að vináttu okkar. Þessi maður var með doktorsgráðu í hag- fræði frá háskóla í Bandaríkjunum og hafði verið hagfræðiprófessor við háskólann í Addis Ababa. Hann leyfði sér að mótmæla efnahags- ráðstöfunum Mengistu sem leiddi til þess að hann missti starfið við háskólann og allar eigur sínar, auk þess sem hann og fjölskylda hans voru flutt nauðug í þorpið sem ég bjó í. Hann vann sem götusópari. Munurinn á Eþíópíu og Íslandi er sá að við búum við réttaríki en oft birtist okkur réttarríkið á Ís- landi sem gljá skán yfir kraumandi valdagræðgi ráðandi afla, sem í mínum huga leiðir til þess að á vissum sviðum er einungis stigs- munur en ekki eðlismunur á ástandinu sem nú virðist ríkja á Ís- landi og því sem ríkti í Eþíópíu er Mengistu ríkti. Í Eþíópíu lágu leik- reglurnar fyrir, því ef einhver tal- aði óvarlega við ókunnugan mann eða mótmælti opinberlega lagði hann starfsframann og jafnvel lífið að veði. Hér á landi hræðast menn ekki að tjá skoðanir sínar yfir kaffi- bolla við hvern sem er en þegar að því kemur að setja þær á prent kemur upp hræðsla við hinn frum- spekilega kraft bláu handarinnar. Hallrímur Helgason gerði stjórn- völdum mikinn greiða með því að hlutgera þessa undirliggjandi hræðslu í samfélaginu í orða- sambandinu bláa höndin, því með tilkomu þess gátu einstaklingar tengt þessa óræðu hræðslu við raunveruleg orð og þar með mynd- að samband við þau sem er ekki ósvipað samandi fólks við hugtakið guð. Enginn getur sannað tilveru Guðs eða bláu handarinnar en samt virðast þessi frumspekilegu fyr- irbæri stjórna athöfnum fjölda fólks. Það þarf því að koma bláu hendinni fyrir kattarnef og er eina leiðin til þess sú að einstaklingar sem hafa eitthvað til málanna að leggja hætti að einskorða sig við kaffibollahjal og komi hugleiðingum sínum á prent. Hér hefur Morg- unblaðið í gegnum árin gegnt lyk- ilhlutverki því það er óþekkt í hin- um vestræna heimi að Jón Jónsson og Jóna Jónsdóttir geti birt greinar í dagblöðum á borð við Morg- unblaðið, nokkuð sem fólk ætti að hafa í huga nú þegar Norðurljósa- miðlarnir þrengja að blaðinu. Í þessu sambandi bera háskóla- menntaðir einstaklingar mikla ábyrgð því í mínum huga ber þeim siðferðisleg skylda að nota þekk- inguna sem þeir afla sér, á kostnað hins almenna skattborgara, til þess að tjá sig um þau mál sem hæst ber hverju sinni. Ég hræðist hvorki Guð né bláu höndina en velti því samt fyrir mér hvort mín bíði sömu örlög og vinar míns í Eþíópíu. Lýðræðisleg umræða Steindór J. Erlingsson skrifar um hræðslu í samfélaginu ’Hvort sem bláa höndiner raunveruleg eður ei ríkir hræðsla við hana úti í samfélaginu.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. EKKI rekur mig minni til þess að þingmaðurinn Einar Oddur Kristjánsson hafi flutt alvöru- þrungnar ræður í þingsal þegar ríkið undirritaði kjara- samning við fram- haldsskólakennara 7. janúar 2001. Forsaga þess máls var sú að verkfall hafði staðið yfir um nokkurra vikna skeið, með þeim afleiðingum að engin próf voru við framhaldsskólana fyrir jólin. Um ára- mótin fóru síðan að heyrast raddir þess efnis að vorönnin gæti einnig farið í vaskinn. Stúdentsefni ráku skiljanlega upp ramakvein. Samn- ingamenn ríkisins með umboð fjár- málaráðherra upp á vasann þoldu ekki við og gengu að flestum kröfum kennara svo skólastarf fengist framhaldið. Einar Oddur vara- formaður fjár- laganefndar hóf þá ekki upp raust sína og varaði við verðbólguhol- skeflu. Þá hafði hann vit á því að þegja enda sjálfur aðili að samningunum, þeirra sömu samninga og grunn- skólakennarar hafa nú helst miðað við í kröfugerð sinni á hendur sveitarfélögunum. Ekki svo að segja að framhaldskólakenn- arar séu ekki verðugir launa sinna, öðru nær. En eftir höfðinu dansa limirnir og Ein- ar Oddur getur trútt um talað úr þingssal þar sem hann sjálfur hefur þegið launa- hækkanir kjaradóms sem nema tugum pró- senta á örfáum árum. Ef menn í stöðu Einars Odds ætla að kenna samningum sveitarfélaga við grunnskólakennara um flest það sem illa getur farið í þjóð- arbúskapnum eru þeir hinir sömu komnir lengst út í fúafen rök- leysunnar. Oft er ekki víst hvort komi á undan, hænan eða eggið. Þó er augljóst að nú þegar hænan gaggar hátt og kvartar undan eggi sínu hefði verið heppilegra fyrir þing- manninn að koma fyrr auga á hið alkunna samhengi á milli or- sakar og afleiðingar. Hvar var Einar Oddur í janúar 2001? Einar Sveinbjörnsson fjallar um málflutning Einars Odds Kristjánssonar Einar Sveinbjörnsson ’…Einar Oddurgetur trútt um talað úr þingsal þar sem hann sjálfur hefur þegið launa- hækkanir kjara- dóms sem nema tugum prósenta á örfá- um árum. ‘ Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.