Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áfengur glæpakokteill
Er hægt að finna eðlilega
skýringu á því að háöldruð
kona finnst frosin í hel í
frystigeymslu á heimili sínu?
Hvaða ástæða getur legið að
baki því að handrita-
fræðingur finnst myrtur á
skrifstofu sinni í Árnagarði?
Úrval sagna úr
glæpasmásagnakeppni
Glæpafélagsins og
Grandrokks – íslenskar
glæpasögur eins og þær
gerast bestar.
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær-
morgun að leggja fram á Alþingi
frumvarp um 4% lækkun tekjuskatts
einstaklinga, 8% hækkun persónuaf-
sláttar, afnám eignarskatts á einstak-
linga og fyrirtæki og hækkun barna-
bóta um 2,4 milljarða. Gert er ráð
fyrir því að þessar breytingar komi til
framkvæmda í áföngum á árunum
2005 til 2007. Heildaráhrif þeirra á af-
komu ríkissjóðs eru metin á rúmlega
22 milljarða króna á ársgrundvelli
þegar þær verða að fullu komnar til
framkvæmda.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra og Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra kynntu breytingarnar á blaða-
mannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í
gær. Sögðu þeir að frumvarpið
byggðist á stjórnarsáttmála flokk-
anna. Stefnt er að því að leggja það
fram á Alþingi á mánudag og gera
það að lögum fyrir jól.
„Gert er ráð fyrir því að breyting-
arnar muni auka ráðstöfunartekjur
heimilanna um 4½% að meðaltali
fram til ársins 2007,“ útskýrði Hall-
dór. Sagði hann einnig að aðgerðirnar
fælu í sér áhrif til tekjujöfnunar m.a.
vegna þess að persónuafslátturinn
myndi hækka um 8% fram til ársins
2007, eins og áður sagði, samhliða
lækkun tekjuskattsins um 4%. „Þetta
þýðir 20% hækkun skattleysismarka
á tímabilinu.“ Hækka þau úr 71.270
kr. á þessu ári í 85.836 árið 2007.
Halldór sagði að efnahagsstefna
ríkisstjórnarinnar hefði skapað svig-
rúm til skattalækkana. Tekjur sam-
félagsins væru að aukast mjög mikið
um þessar mundir og myndu aukast
mikið á næstu árum. Með skatta-
lækkununum væri „ríkið að falla frá
þeirri hlutdeild sem það hefði annars
fengið í þessari miklu aukningu,“
sagði hann.
Tryggi hóflegar
launabreytingar
Halldór sagði almennt um þessar
breytingar að í ljósi þess að verið væri
að gera kjarasamninga um þessar
mundir væri mikilvægt að stefna rík-
isstjórnarinnar í efnahagsmálum lægi
fyrir, svo hægt væri að taka mið af
henni. „Við teljum mikilvægt að þeir
sem munu semja um kaup og kjör á
næstunni hafi þessar upplýsingar í
hendi. Við teljum þess vegna að það
sé mikilvægt fyrir þau markmið okk-
ar að tryggja hér stöðugleika að þetta
liggi einmitt fyrir á þessari stundu.“
Hann sagði ekki ástæðu til að ætla að
skattalækkunin myndi valda þenslu.
Halldór sagði ennfremur í þessu
sambandi að það hefði lengi legið fyr-
ir að ríkisstjórnin væri þeirrar skoð-
unar að besta leiðin til að auka ráð-
stöfunartekjur heimilanna á næstu
árum væri í gegnum skattabreyting-
ar. Þær gætu tryggt hóflegar launa-
breytingar í landinu. „Það er til dæm-
is alveg ljóst að ef allir myndu hafa
sömu kostnaðarhækkanir af kjara-
samningum og sveitarfélögin núna,
vegna nýgerðra kjarasamninga við
kennara – ef allir fengju það sama –
gæti þjóðarbúið ekki staðið undir því.
Ríkissjóður gæti ekki staðið undir því
vegna þess að megnið af útgjöldum
ríkisins er laun.“
Aðhald mikilvæg forsenda
Halldór sagði aukinheldur að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði m.a.
ráðlagt að meginþungi skattabreyt-
inganna yrði á seinni hluta kjörtíma-
bilsins. „Við höfum tekið þeim ráðum
enda erum við sammála þeim,“ út-
skýrði Halldór. „Við teljum að það sé
rétt að þær komi til framkvæmda í
lok kjörtímabilsins.“
Á fundinum kom fram að aðhalds-
söm stefna í ríkisfjármálum væri mik-
ilvæg forsenda þessara aðgerða. „Það
þarf að vera mikið aðhald á þessu
tímabili,“ sagði Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra. „Það þarf að passa upp
á að öll útgjöld ríkis, sveitarfélaga og
annarra fari ekki úr böndunum.“
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar segir m.a. að virðisaukaskatts-
kerfið verði tekið til endurskoðunar
með það í huga að bæta kjör almenn-
ings. Á fundinum í gær kom fram að
sú vinna væri að hefjast. „En þessar
skattalækkanir sem verið er að kynna
hér eru forgangsskattalækkanir, sem
ríkisstjórnarflokkarnir hafa komið
sér saman um; þetta eru þær breyt-
ingar sem við teljum vera mikilvæg-
astar,“ útskýrði Halldór. Hann sagði
að ríkisstjórnin hefði fullan hug á því
að lækka skatta enn frekar, en lagði
þó áherslu á að engar ákvarðanir
hefðu verið teknar í því sambandi.
Fyrsti áfanginn um áramót
Samkvæmt frumvarpinu um breyt-
ingar á lögum um tekjuskatt og eign-
arskatt kemur fyrsti áfangi lækkunar
tekjuskatts einstaklinga til fram-
kvæmda í upphafi næsta árs. Verður
skatthlutfallið þá lækkað um 1 pró-
sentustig, úr 25,75% í 24,75%. Jafn-
framt því hækkar persónuafsláttur-
inn um 3%. Þá hækka einnig
viðmiðunarfjárhæðir eignarskatts og
barnabóta um 3%.
Annar áfangi lækkunar tekjuskatts
einstaklinga kemur til framkvæmda í
byrjun árs 2006. Verður skatthlutfall-
ið þá aftur lækkað um 1 prósentustig,
úr 24,75% í 23,75%. Jafnframt því
hækkar persónuafslátturinn um
2,5%. Á sama tíma kemur til fram-
kvæmda fyrri áfangi hækkunar
barnabóta, sem felur í sér 25% hækk-
un tekjuskerðingarmarka og ótekju-
tengdra barnabóta og 10% hækkun
tekjutengdra bóta. Eignarskattar
einstaklinga og fyrirtækja verða
felldir niður frá og með árinu 2005.
Þriðji og síðasta áfangi lækkunar
tekjuskattsins kemur til fram-
kvæmda í upphaf árs 2007. Verður
skatthlutfallið þá lækkað um 2 pró-
sentustig, úr 23,75% í 21,75%. Jafn-
framt því hækkar persónuafsláttur-
inn um 2,25%. Á sama tíma kemur til
framkvæmda síðari áfangi hækkunar
barnabóta sem felur í sér 20% hækk-
un tekjuskerðingarmarka og ótekju-
tengdra barnabóta og 1% lækkun
tekjuskerðingarhlutfalls, úr 3% í 2%
með fyrsta barni, úr 7% í 6% með
öðru barni og úr 9% í 8% með þriðja
barni og börnum umfram það.
Tekjuskattur lækkar um 4% og
persónuafsláttur hækkar um 8%
Barnabætur hækka um 2,4 milljarða
og eignarskattur verður afnuminn
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra
kynntu breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt á blaðamannafundi í
Þjóðmenningarhúsinu í gær.
HALLDÓR Halldórs-
son, bæjarstjóri Ísa-
fjarðar, sem sæti á í
tekjustofnanefnd, segir
það algert lykilatriði að
niðurstaða liggi fyrir í
viðræðum við ríki um
leiðréttingu á tekju-
stofnum sveitarfélag-
anna, áður en kosið
verði um frekari sam-
einingu sveitarfélaga í
apríl á næsta ári. Hann
og aðrir fulltrúar sveit-
arfélaga í nefndinni
gerðu stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga
grein fyrir stöðu við-
ræðna í gær.
„Ég á frekar von á því að okkur
verði falið að vinna áfram að málinu,
en að því gefnu að afstaða ríkisins
breytist. Annar er ekki grundvöllur
fyrir frekari viðræðum,“ sagði Hall-
dór eftir fundinn. Þórður Skúlason,
framkvæmdastjóri Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, vildi ekki tjá
sig um efni fundarins en sagði að
annar fundur hefði verið boðaður á
miðvikudag. Næsti fundur í tekju-
stofnanefnd hefur einnig verið boð-
aður á miðvikudag.
„Við höfum litið svo
á að það þurfi að
liggja eitthvað fyrir
aukalandsþing sveit-
arfélaga sem er 26.
nóvember,“ sagði
Halldór og að hann
muni gera grein fyrir
störfum nefndarinnar
á þinginu.
Yfir 40 dæmi þar
sem hallað er á
sveitarfélögin
Á fjármálaráðstefnu
sveitarfélaganna 1.
nóvember sagði Hall-
dór að ef ekki fengjust svör frá
fulltrúum ríkisins ætti að slíta við-
ræðum. Spurður um þetta segir
hann að það sé stjórnar sambands-
ins að taka ákvörðun um það.
Tekjustofnanefnd kom fyrst sam-
an í desember fyrir tæplega ári. Í
henni sitja fulltrúar ríkisins og
sveitarfélaga og er nefndinni ætlað
að ná samkomulagi um tillögur að
breytingum á tekjustofnum sveitar-
félaga. Halldór segir að sveitar-
félögin þurfi „nokkra“ milljarða til
að standa straum af verkefnum sem
hafi verið færð til þeirra án sam-
komulags við ríkið og til að bæta
fyrir breytingar á lögum um einka-
hlutafélög sem hafi valdið því að
sveitarfélög fái nú um 1,2 milljarða
lægri tekjur en áður. „Við erum
ekkert að ræða um grunnskólann
eða slík verkefni sem voru færð yfir
með samningum. Við erum að ræða
allt hitt sem hefur verið laumað yfir
til okkar með breytingum á lögum
og reglugerðum og EES-tilskipun-
um svo eitthvað sé nefnt,“ segir
hann.
Halldór kveðst hafa yfir 40 dæmi
um að hallað hafi verið á sveitar-
félögin. Nefnir hann m.a. að ríkið
hafi einhliða ákveðið að minnka
framlag sitt til refa- og minkaveiða
úr 50% í 30%. Þá hafi ríkið áður
borgað 60% af húsaleigubótum og
sveitarfélögin 40% en nú sé hlut-
fallið öfugt. Hækkun lögræðisaldurs
hafi einnig haft aukinn kostnað í för
með sér fyrir sveitarfélögin. Hall-
dór segir að annaðhvort þurfi að
færa þessar tekjur til sveitarfélag-
anna eða gera einhverjar ráðstaf-
anir til að draga úr útgjaldaaukn-
ingunni.
Þungt hljóð í bæjarstjóra Ísafjarðar
um viðræður í tekjustofnanefnd
Sameining sveitarfélaga
veltur á niðurstöðunni
Halldór Halldórsson
VALGARÐ Jónsson Ólafsson, fv.
framkvæmdastjóri Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, SÍF, and-
aðist á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 17. nóvember, 85 ára
að aldri.
Valgarð fæddist á Patreksfirði 24.
september árið 1919. Foreldrar hans
voru Jón Ágúst Ólafsson, kaupmað-
ur á Patreksfirði, og Anna Erlends-
dóttir Ólafsson húsmóðir.
Valgarð varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1940 og
lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla
Íslands þremur árum síðar. Árið
1946 lauk hann BA-prófi í þjóðhag-
fræði frá háskólanum í Manchester.
Valgarð var fulltrúi hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna 1946–1947, skrif-
stofustjóri hjá samninganefnd utan-
ríkisviðskipta 1947–1948, fulltrúi í
sjávarafurðadeild SÍS til 1953 og frá
þeim tíma til 1957 starfaði hann í
New York sem framkvæmdastjóri
Iceland Products Inc. Við heimkomu
1957 gerðist hann framkvæmda-
stjóri sjávarafurðadeildar SÍS og var
þar næstu sjö árin. Á árunum 1964–
1969 rak Valgarð eigið útflutnings-
fyrirtæki, Mjöl og lýsi, en var síðan
ráðinn framkvæmdastjóri SÍF. Því
starfi gegndi hann óslitið til ársins
1985, að hann hætti sökum aldurs.
Eftirlifandi eiginkona Valgarðs er
Sif Þórz Þórðardóttir danskennari.
Þau eignuðust fimm börn og eru
fjögur á lífi. Barnabörnin eru níu og
barnabarnabörnin sömuleiðis níu
talsins. Útför Valgarðs fer fram frá
Kópavogskirkju föstudaginn 26. nóv-
ember næstkomandi.
Andlát
VALGARÐ
J. ÓLAFS-
SON
RÁÐSTÖFUNARTEKJUR einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára
aldri og 125 þúsund kr. tekjur á mánuði hækka um 12.500 kr. á mánuði,
vegna skattabreytinganna, skv. útreikningum fjármálaráðuneytisins.
Skattabreytingarnar verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2007.
Ráðstöfunartekjur hjóna með tvö börn, annað yngra en sjö ára, og með
samtals 300 þúsund kr. tekjur á mánuði hækka um 23.500 kr. á mánuði, skv.
öðru dæmi fjármálaráðuneytisins.
Dæmi um áhrif breytinganna