Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert einstaklega kappsfullur í dag,
hrútur. Ekki lenda í rifrildi. Þú reynir
mikið að sannfæra aðra um viðhorf þín í
stjórnmálum, trúmálum og heimspeki.
Taktu það rólega.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert ekki í vafa um hvað þú vilt gera
við þinn hlut af einhverju sem þér ber.
Þér finnst að aðrir eigi að vera á sama
máli og fara að þínu dæmi, en ekki er
víst að þeir séu sammála.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Reyndu að forðast ágreining við maka
og félaga í dag. Þú finnur hjá þér sterka
hvöt til þess að breyta einhverjum sem
þú þekkir eða bæta, en enginn hefur
áhuga á því að hlusta.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú finnur fyrir miklum og einbeittum
vilja til þess að vinna í dag. Nýttu þetta
tækifæri til þess að koma miklu í verk en
ekki til þess að kúga aðra til þess að vera
sammála þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú finnur fyrir ástríðum og jafnvel af-
brýðisemi í dag. Einhver sem þú þekkir
gerir ekki eins og þú vilt. Mundu að
þöglar væntingar leiða ávallt til von-
brigða.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þetta er góður dagur til þess að bretta
upp ermarnar, hjóla í verkefnin og sinna
viðgerðum á heimavígstöðvum. Taktu til
í myrkum skúmaskotum heimilisins.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hugsar af ákefð í dag og af sömu ná-
kvæmni og leynilögreglumanneskja. Þú
sérð undir yfirborðið og engum tekst að
slá ryki í augun á þér núna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú finnur hjá þér hvöt til þess að kaupa
eitthvað nytsamlegt í dag og vilt nota
peningana þína til þess að bæta að-
stæður þínar á einhvern hátt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hugsanlegt er að þú verðir heltekinn af
einhverju í dag. Eða þá að þú færð lag á
heilann og losnar ekki við það úr koll-
inum, til dæmis Hæ, hó og jibbí jei… það
er kominn 17. júní.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það verður ekki skafið af hæfileikum
þínum til þess að rannsaka eða grafast
fyrir um leyndarmál í dag. Þú hættir
ekki fyrr en þér tekst að komast til botns
í því sem þú vilt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú laðar að þér einstaklega ýtna mann-
eskju í dag. Kannski ræðst viðkomandi á
þig með svívirðingum. Þú þarft ekki að
taka það inn á þig, hristu það af þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Yfirmenn verða einstaklega ráðríkir í
dag og þetta er ekki dagurinn til þess að
valda einhverjum gremju. Margir virð-
ast til í rifrildi þessa dagana.
Stjörnuspá
Frances Drake
Sporðdreki
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur sterka nærveru og sumir óttast
þig jafnvel eilítið fyrir vikið. Þú ert
manneskja sem gefur sig alls ekki ef þú
ert sannfærð um eitthvað, sama hversu
mikil andstaðan er. Reyndar áttu það til
að leita uppi ágreining og vera ein-
staklega meinhæðin. Eitthvað í fari þínu
ber með sér eilífan æskublóma.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 svipað, 4 sveðja,
7 skyldmenni, 8 hrósar, 9
fugl, 11 horað, 13 púkar,
14 tryllast, 15 klöpp undir
sjávarmáli, 17 tala, 20
flana, 22 birtir yfir, 23
kjökra, 24 rannsaka, 25
þátttakenda.
Lóðrétt | 1 trjátegund, 2
stór, 3 einkenni, 4 vers, 5
kjáni, 6 lofar, 10 óleikur,
12 nesoddar, 13 stefna, 15
fjörmikil, 16 áin, 18 ill-
virki, 19 slétta, 20 nabbi,
21 duft.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 forkólfur, 8 labba, 9 kuggs, 10 góa, 11 riðla, 13
remba, 15 seggs, 18 snæða, 21 tók, 22 tafla, 23 eflir, 24
rumpulýðs.
Lóðrétt | 2 ofboð, 3 klaga, 4 lokar, 5 ungum, 6 klár, 7 Esja,
12 lag, 14 enn, 15 sótt, 16 giftu, 17 staup, 18 skell, 19 ætlað,
20 arra.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 25.
september sl. í Háteigskirkju þau Sig-
ríður Rúna Þrastardóttir og Jón Árni
Ólafsson.
Ljósmynd/Kristín Þorgeirdóttir/Krissý
Brúðkaup | Hinn 21. ágúst sl. voru gef-
in saman í Digraneskirkju af sr. Gunn-
ari Sigurjónssoni þau Björn Ásbjörns-
son og Ólafía Sólveig Einarsdóttir.
Heimili þeirra er í Reykjavík.
Ljósmynd/Emil Þór
Skemmtanir
Breiðfirðingafélagið | Breiðfirðingafélagið
heldur dansleik í Breiðfirðingabúð kl. 22–
03. Dansleikurinn er haldinn í afmælisviku
félagsins en félagið var stofnað 17. nóv-
ember 1938. Feðgarnir leika fyrir dansi.
Cafe Amsterdam | Stjörnubandið Raspur
spilar á Amsterdam alla nóttina.
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og
syngur Eyjalögin í kvöld.
Café Victor | Dj. Heiðar Austmann sér um
partýtónlist Victors.
Celtic Cross | Kari and the Clubmembers.
Classic Rock | Hljómsveitin Æði
Dubliner | Hljómsveitin DÚR–X
Holtakráin | Hljómsveit Hilmars Sverr-
issonar á Holtakránni, Grafarholti.
Jón Forseti | Starína kynnir „Kylie Show
Girl“ kl. 24. Vegna fjölda áskorana hefur
Satrína ákveðið að hafa Kylie-kvöld annað
árið í röð. Starína og danshópurinn Star-
dom sjá um skemmtiatriðin.
Kaffi Sólon | Langur laugardagur, dj. Þröst-
ur 3000.
Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Ís-
lands eina von með Eyjólfi Kristjáns og fé-
lögum.
Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit í kvöld kl. 23.
Nelly’s cafe | Rokk tríóið Vax spilar á
Nelly’s Cafe alla helgina frá 10–01.
VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin Úlf-
arnir um helgina.
Tónlist
Fríkirkjan í Hafnarfirði | Eldir Þrestir og
Samkór Rangæinga syngja kl. 17. Einsöngv-
ari er Berglind Gylfadóttir.
Hressó | BRaK mun leika lögin af nýju plöt-
unni sinni og önnur skemmtileg lög í bland.
Laugaland í Holtum | Frændkórinn heldur
tónleika í tilefni af útgáfu á geisladiski að
Laugalandi í Holtum laugardaginn 20. nóv-
ember kl. 16. Með kórnum syngja nú 3 ætt-
liðir. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Ein-
söng með kórnum syngur Helga
Guðlaugsdóttir. Meðleikari á píanó er Arn-
hildur Valgarðsdóttir.
Nasa | Jagúar sendir frá sér nýja breiðskífu,
Hello Somebody, og heldur af því tilefni út-
gáfutónleika á Nasa í kvöld. Spilasveitin
Runólfur hitar upp. Miðaverð 1.500 krónur.
Neskirkja | Tónleikar Caput og Vox Aca-
demica kl. 17. Frumflutt verða verk eft-
irBáru Grímsdóttur, Úlfar Inga Haraldsson
og Hilmar Örn Hilmarsson. Stjórnandi á
tónleikunum er Hákon Leifsson.
Ráðhús Reykjavíkur | Barna- og fjölskyldu-
tónleikar verða laugardaginn 20. nóvember
í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á efnisskrá eru m.a.
sögurnar af prökkurunum Max og Moritz og
syrpa úr ævintýramyndinni Pirates of the
Caribbean. Sögumaður verður Linda Ás-
geirsdóttir leikkona. Tónleikarnir hefjast kl.
15. Aðgangur ókeypis.
Salurinn | Tónleikar kennara Tónlistarskóla
Kópavogs kl. 13. Kristinn Árnason og Hann-
es Guðrúnarson gítarleikarar, Guðrún Birg-
isdóttir flautuleikari og Elísabet Waage
hörpuleikari. Tónlist eftir Sor, Persichetti,
Henze, Paganini og Vinci.
Kaffi Rósenberg | Hraun leikur í kvöld.
Myndlist
Gallerí 101 | Daníel Magnússon – „Mat-
prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald
heimilisins.“
Gallerí + Akureyri | Oliver van den Berg,
Þóroddur Bjarnason, Ragnar Kjartanson,
Gunnar Kristinsson, Tumi Magnússon og
Magnús Sigurðarson. – „Aldrei–Nie–Never“
– Þriðji hluti.
Gallerí Dvergur | Anke Sievers – „Songs of
St. Anthony and Other Nice Tries.“
Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Ingunn
Erna Stefánsdóttir og Áslaug Höskulds-
dóttir – „Þrjár af okkur“ M.J. Levy Dick-
inson – Vatnslitaverk.
Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – „Arki-
tektúr“.
Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteinsson
opnar sýninguna „Ókyrrar kyrralífsmyndir“
í dag kl. 14.
Gallerí Tukt | 9 listamenn opna sýningu í
Gallerí Tukt frá kl. 16–18. Hópurinn og sýn-
ingin ber heitið Illgresi. Manifesto: Illgresi er
svar alþýðunnar við elítunni!
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efn-
ið og andinn.“
Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum Jónu
Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewska.
Sýning á verkum Boyle-fjölskyldunnar frá
Skotlandi.
Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð |
Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu- og vatns-
litamyndir.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sólveig Eggertz
Pétursdóttir - Landslagsmyndir.
Hrafnista, Reykjavík | Listakonurnar Guð-
leif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún
Karítas Sölvadóttir, Jóna Stefánsdóttir,
Kristjana S. Leifsdóttir og Sólveig Sæ-
mundsdóttir sýna verk sín á fjórðu hæð á
Hrafnistu.
Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir ol-
íumálverk – „Leikur að steinum“.
Ketilhúsið, Listagili | Anna Richardsdóttir
sýnir tíu ára alheimshreingjörning um
helgina. Sýningin er gerð í samstarfi við fólk
um allan heim undanfarin tíu ár.
Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og
David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are
you looking at me.“ Sara Björnsdóttir – „Ég
elska tilfinningarnar þínar.“
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár
sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal,
Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og
úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Guðmunds-
dóttur á neðri hæð safnsins.
Norræna húsið | Vetrarmessa.
Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – „Inni í
kuðungi, einn díll.“ Björk Guðnadóttir – „Ei-
lífðin er líklega núna.“
Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir –
„–sKæti–“.
Tjarnarsalur Ráðhúss | Sýningu Heidi
Strand á textílverkum lýkur nú um helgina.
Leiklist
Austurbær | Síðustu sýningar fyrir jól á
Vodkakúrnum verða laugardaginn kl. 17 og
kl. 20 í kvöld. Uppselt er á síðari sýninguna.
Einnig eru fyrirhugaðar nokkrar sýningar í
Sjallanum á Akureyri í desember og er nú
þegar að verða uppbókað á þær sýningar.
Bækur
Bókabúð Máls og menningar | Pjaxa-dagur
í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18,
kl.15. Höfundar Pjaxa verða á staðnum,
árita bækur sínar og spjalla við gesti.
Dans
Danshúsið, Eiðistorgi | Gömlu og nýju
dansarnir dansaðir frá kl 22.
Fréttir
Hótel Borg | Safnaramarkaður verður á
Hótel Borg í Gyllta salnum kl. 13–17. Til sölu
og skipta verða frímerki, umslög o.fl. sem
tengist frímerkjasöfnun. Þá verður mynt, ís-
lenskir og erlendir seðlar, minnispeningar,
barmmerki, o.fl.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun kl. 14–17 á Sólvallagötu 48.
Svarað er í síma 5514349 þri.–fim. kl. 12–16
og þá er einnig tekið við fatnaði, matvælum
og öðrum gjöfum.
Reykjavíkurdeild RKÍ | Aðstoð við börn
innflytjenda við heimanám og málörvun.
Kennarar á eftirlaunum og nemar við HÍ
sinna aðstoðinni í sjálfboðavinnu. Aðstoðin
er veitt í Alþjóðahúsinu á mánudögum kl.
15–16.30. Aðstoðin er fyrir börn á aldrinum
9–13 ára. Skráning í s. 545 0400.
Söfn
Kringlan | Sýning á vegum Borg-
arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringl-
unnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jóla-
haldi landsmanna og sérstaklega fjallað um
jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýmsum
tímum. Einnig er fjallað um hvað var að ger-
ast í Reykjavík árið 1974.
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og hér-
aðsskjalasöfn um land allt hafa sameinast
um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að
finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í
skjölum. Tilvalið að rifja upp með fjölskyld-
unni minningar frá árinu 1974.
Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís-
lands er með sýningu um „Árið 1974 í skjöl-
um“, á lestrarsal safnsins á Laugavegi 162.
Sýnd eru skjöl sem tengjast þjóðhátíðinni
1974, skjalagjöf Norðmanna og opnun
hringvegarins. Opin skjaladaginn 13. nóv. kl.
11–15, en annars á sama tíma og lestrarsalur.
Veitingahús
Naustið | Jólahlaðborð með 30–40 mis-
munandi réttum.
Fyrirlestrar
ReykjavíkurAkademían | Fundur í dag kl.
13, í fundaröðinni Virkjun lands og þjóðar.
Frummælendur: Ragnhildur Sigurðardóttir
umhverfisfræðingur talar um virkjanir, um-
hverfismál o.fl. og Styrmir Gunnarsson rit-
stjóri ræðir umfjöllum Morgunblaðsins um
Kárahnjúkavirkjun. Alm. umræður.
Málþing
ReykjavíkurAkademían | Málþing um fjar-
skipta- og fjölmiðlasamsteypur kl. 10–12, í
húsnæði RA við Hringbraut 121 (JL-húsinu).
Framsögumenn: Elfa Ýr Gylfadóttir, fjöl-
miðla- og fjarskiptafræðingur, Guðmundur
Heiðar Frímannsson, heimspekingur og
Þorbjörn Broddason, félags- og fjölmiðla-
fræðingur.
Ráðstefnur
Alþjóðahúsið | Ráðstefna um íslensku-
kennslu fyrir innflytjendur í Versölum við
Hallveigarstíg, kl. 10–14 í dag. Fyrirlesarar:
Bjarni Benediktsson, Noureddine Erradi,
Sólrún Björg Kristinsd., Hanna Ragnarsd.
og Sólborg Jónsd. Í pallborði eru fyrirles-
arar og Jónína Bjartmarz. Fundarstj. Tatj-
ana Latinovic.
Fundir
Krabbameinsfélagið | Heilsuskóli Krabba-
meinsfél. Ísl. heldur fræðslu/umræðufund
kl. 20 í húsi Krabbameinsfélags Íslands,
Skógarhlíð 8, 4. hæð. Fundurinn er ætlaður
vinum, kunningjum og vinnufélögum fólks
sem greinst hefur með krabbamein. Um-
sjón: Halla Þorvaldsdóttir sálfræðingur og
Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Fréttir á SMS
MYNDLISTARLISTAKONAN
Sólveig Eggertz Pétursdóttir
sýnir þessa dagana verk sín í
Menningarsal Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Sólveig er fædd árið 1925 og
hefur búið á Hrafnistu síðan
1998. Hún nam myndlist frá
barnæsku en fór ung til Lond-
on og stundaði þar frekara
listnám. Hún hefur haldið
einkasýningar og samsýningar
víða, á Íslandi, Norðurlönd-
unum, Bretlandi, í Þýskalandi
og Bandaríkjunum.
Viðfangsefni Sólveigar á þess-
ari sýningu er Hafnarfjörður
og nánasta umhverfi Hrafn-
istu auk ýmissa landslags-
mynda, en hún hefur tileinkað sýninguna
nágrenni Hrafnistu. Listakonan hefur
einnig gott lag á að lýsa og skýra mynd-
irnar, en þeim fylgja gjarnan einhver hug-
hrif og sýnir í landslaginu, m.a. andlits-
myndir í hrauninu.
Sýning Sólveigar stendur til 14. desember
nk. og er opin alla daga.
Landslagsmyndir á Hrafnistu
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos