Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Krakkar mínir, við skulum byrja skólastarfið með því að læra nýju reglurnar. Það má
skrópa, það má skrökva, það má horfa á vídeó, það má koma of seint og það má brjóta
landslög.
Sveitarfélög á Norð-urlöndum taka æmeiri þátt í þróun
byggðamála, efnahagslífs
og þjónustu við borgarana.
Þau eru einnig sú stað-
bundna stofnun sem veitir
eða stýrir flestum þjón-
ustuþáttum sem nútíma
lífsstíll krefst. Einnig
byggja sveitarfélögin upp
og viðhalda þeim innviðum
sem nauðsynlegir eru til
að laða að og styðja at-
vinnulíf byggðanna.
Fólksfæð og fjarlægð er
vandi margra sveitarfé-
laga á Norðurlöndum. Þau
eru afskekkt og íbúaþróun
neikvæð. Þessi vandi er knýjandi
en vekur jafnframt spurningar um
hvað lítil sveitarfélög og byggðar-
lög geta gert til að vera virkir þátt-
takendur í stefnumótun og þróun.
Höfundar skýrslunnar um
vanda og viðfangsefni lítilla sveit-
arfélaga á Álandseyjum, Íslandi
og í Færeyjum skilgreindu „lítið“
sveitarfélag þannig að þar byggju
færri en 2.000 íbúar. Sveitarfélög
af þeirri stærð þykja þó ekki til-
takanlega lítil t.d. í Færeyjum og á
Álandseyjum. Gerð var viðhorfs-
könnun meðal forystumanna
sveitarfélaga af þessari stærð í
löndunum þremur og leitað svara
við þremur spurningum:
Hvaða vandamál telja lítil sveit-
arfélög að standi helst í vegi frek-
ari þróunar og af hverju stafa
þessi vandamál? Atvinnustarf-
semi? Þjónustu? Innviðum?
Stefnumótun? Öðrum ástæðum?
Hvaða lausnir sjá þeir á vanda
sem stafar af smæð sveitarfélag-
anna?
Er eitthvert samræmi í því
hvernig hin ýmsu litlu sveitarfélög
upplifa vandamál og í tillögum
þeirra um lausnir, eða er munur á
milli sveitarfélaga af mismunandi
stærð sem tengja má mismunandi
staðsetningu svæðislega eða
stofnanalega?
Skýrsluhöfundar segja það al-
mennt viðurkennt að mörg jaðar-
svæði í löndunum þremur, líkt og
víðar, hafi gengið í gegnum miklar
breytingar á liðnum áratugum.
Þar megi nefna íbúafækkun, nei-
kvæða efnahagsþróun vegna ein-
hæfni, viðhorfsbreytingu meðal
yngra fólks sem er sífellt meira á
faraldsfæti og vöxt þekkingarsam-
félagsins. Þetta geri kröfur á
hendur sveitarstjórnum, því að á
undanförnum áratugum hafi sveit-
arfélögin axlað aukna ábyrgð á að
veita þjónustu, jafnt félagslega
sem aðra.
Skýrsluhöfundar telja vanda
litlu sveitarfélaganna í löndunum
þremur einkum vera af þrennum
toga: Vegna efnahagsþróunar,
íbúaþróunar og tekjuskorts.
Það er sameiginlegt með lönd-
unum þremur að því smærri sem
sveitarfélögin eru, þ.e. með færri
en 1.000 íbúa, horfast þau frekar í
augu við vanda sem er skipulags-
legs eðlis og eins vandamál sem
tengjast samskiptum stjórnsýslu-
stiga. Algengara var að stærri
sveitarfélögin glímdu við vanda
sem tengdist þjónustu.
Helstu ástæður vanda sveitarfé-
laga í löndunum þremur virðast
fjórþættar. Í fyrsta lagi virðist
landsstjórnin ekki hafa séð sveit-
arfélögunum fyrir nægum tekjum
til að þau geti sinnt skyldum sín-
um. T.d. er vitnað í bók Norð-
mannsins Jan Mönnesland, um
tekjukerfi sveitarstjórnarstigsins
á Norðurlöndum, þar sem hann
segir að tekjujöfnunarkerfi sveit-
arfélaga á Íslandi sé flókið. Sú
staðreynd að mörg sveitarfélög
hafi fengið aukaúthlutanir 1999 og
2000 bendi til þess að kerfið þarfn-
ist endurskoðunar.
Skýrsluhöfundum virðist sem
að byggðastefna á landsvísu í
löndunum þremur mismuni litlum
og afskekktum sveitarfélögum.
Ein skýring þess getur verið
áherslan á að byggja upp svæð-
iskjarna.
Einhæfni í atvinnulífi og fólks-
fæð veldur einnig áhyggjum, en í
mörgum litlum sveitarfélögum er
aðalatvinnan annaðhvort bundin
við fiskveiðar- og vinnslu eða land-
búnað. Þetta veldur fólksfækkun
og hún getur bæði verið orsök og
afleiðing í þessu sambandi.
Forystumenn sveitarfélaganna
lögðu til ýmsar lausnir. Algengt
var að þeir nefndu samgöngubæt-
ur. Einnig að endurskoða þyrfti
verkefnaskiptingu sveitarfélaga
og hærri stjórnsýslustiga. Endur-
skipulagning var oft nefnd í sam-
bandi við aukna ríkisstyrki til
sveitarfélagastigsins, því tekju-
skortur sveitarfélaganna stafi oft
af misræmi í verkefnum sem þeim
eru fengin og tekjum sem eiga að
standa straum af verkefnunum.
Aukin samvinna sveitarfélaga
var oft nefnd sem lausn á vand-
anum. Forystumenn sveitarfélaga
virtust fremur á þeirri skoðun að
aukin samvinna stjórnsýslustiga
og stjórnvaldslausnir væru heppi-
legri en endurskipulagning sem
byggðist á sameiningu sveitarfé-
laga.
Skýrsluhöfundar telja eina
merkustu niðurstöðu rannsóknar-
innar að svo virðist sem mismunur
misstórra sveitarfélaga stafi ekki
af ólíkri staðsetningu eða stofn-
analegri stöðu. Margt virðist gilda
almennt, að minnsta kosti þegar
litið er til Álandseyja, Færeyja og
Íslands.
Fréttaskýring | Lítil norræn sveitarfélög
undir smásjánni
Vandi lítilla
sveitarfélaga
Margt er líkt með löndunum þremur
þegar kemur að vanda sveitarfélaga
Lítil sveitarfélög eiga margt sameiginlegt.
Norræn byggðastefna
skoðuð og skilgreind
Norræna ráðherranefndin
setti á laggirnar verkefni árið
2000 um framtíðarviðfangsefni
og stofnanalegar forsendur
stefnu í byggðaþróun. Í haust
koma út sex skýrslur um jafn-
marga þætti verkefnisins. Í einni
þeirra fjalla Gestur Hovgaard
frá Færeyjum, Grétar Þór Ey-
þórsson frá Íslandi og Katarina
Fellman frá Álandi um verkefni
og áskoranir sem lítil sveit-
arfélög í heimalöndum þeirra
þurfa að sinna í framtíðinni.
gudni@mbl.is
HJÁLMAR Árnason, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
tók vel í þá hugmynd Helga
Hjörvar, þingmanns Samfylking-
ar, í umræðum á Alþingi, um að
Ríkisendurskoðun kanni fjármál
flokkanna. Kom m.a. fram í máli
Hjálmars að þannig mætti e.t.v.
eyða tortryggni varðandi fjár-
framlög til stjórnmálaflokkanna.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, tók einnig vel
í þessa hugmynd flokksbróðurs
síns.
Helgi kynnti þessa hugmynd
sína á vef sínum á Netinu í síðustu
viku: „Það er mín skoðun að
stjórnmálaflokkarnir verði að
gefa Ríkisendurskoðun kost á að
rannsaka fjárhagsleg samskipti
flokkanna við olíufélögin og jafn-
vel aðra þá aðila sem sekir hafa
orðið um alvarleg brot á sam-
keppnislögum,“ segir Helgi.
Tók vel í tillögu Helga
JARÐSKJÁLFTI upp á 3,2 stig á
Richter varð norðnorðvestur af
Flatey á Skjálfanda klukkan rúm-
lega þrjú í fyrrinótt. Jarð-
skjálftahrina hefur verið á þessum
slóðum undanfarið, og urðu tveir
skjálftar á þessu svæði í fyrradag,
sá fyrri upp á 3,5 stig og sá síðari
upp 3,2 stig á Richter. Jarðskjálftar
eru algengir á þessum slóðum og er
ekki talið að þeir séu fyrirborði um
gos.
Jarðskjálfti norð-
ur af Flatey