Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 37
MINNINGAR
✝ Þorsteinn JónNordal Karlsson
fæddist í Búðardal á
Skarðsströnd 21.
apríl 1916. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Silfurtúni í Búðardal
8. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Karl Þórðarson, f. í
Stóra-Fjarðarhorni í
Strandasýslu f. 27.
júlí 1877, d. 3. maí
1932 og Guðbjörg
Þorsteinsdóttir, f. í
Broddanesi í
Strandasýslu, f. 7. apríl 1874, d.
21. desember 1947. Alsystkin
Þorsteins eru Ragnheiður, f. 31.
mars 1906, d. 21. desember 1995,
Sigríður Dóróthea, f. 14. janúar
1908, d. 28. desember 1986, Sig-
urborg, f. 26. október 1909, d. 7.
desember 1987 og Guðbjörg Jón-
ína, f. 5. október 1911, d. 2. júní
2004. Sammæðra er Herbjörn
Guðbjörnsson, f. 31. maí 1898, d.
12. febrúar 1984.
Þorsteinn kvæntist 15. maí
1946 Guðborgu Kristinsdóttur, f.
24. júlí 1918, d. 20. nóvember
1947. Dóttir þeirra er Guðrún, f.
21. apríl 1947, maki Eyjólfur
Kristjánsson, f. 6. maí 1943. Börn
þeirra eru: 1) Guðborg, f. 15. maí
1968, sambýlismaður Guðmund-
ur K. Kristmundsson f. 3. mars
1966, dætur þeirra Eyrún Elín, f.
15. ágúst 1999 og Kristrún
María, f. 23. janúar
2002. 2) Þorsteinn,
f. 19. janúar 1970,
sambýliskona
Harpa Ólafsdóttir,
f. 25. september
1971, dætur þeirra
Guðrún, f. 25. júní
1993 og Heiðrún
Sjöfn, f. 30. janúar
1995. 3) Kristján
Eyþór, f. 27. nóvem-
ber 1985.
Dóttir Þorsteins
og Sigríðar Guð-
jónsdóttur, f. 17.
febrúar 1929, er
Guðbjörg, f. 12. júlí 1950, maki
Þorgeir Hafsteinsson, f. 31. júlí
1952. Börn þeirra eru: 1) Helga
Björg, f. 23. október 1972, sam-
býlismaður Dagbjartur Finnsson,
f. 15. nóvember 1972, synir
þeirra eru Guðjón Ernst, f. 13.
nóvember 2000 og Guðmundur
Snær, f. 4. ágúst 2004. 2) Almar
Þór, f. 18. júní 1974. 3) Sigríður
Erna, f. 7. júní 1982. 4) Hafdís
Lilja, f. 6. ágúst 1989.
Seinni kona Þorsteins er Val-
dís Þórðardóttir, f. 26. júní 1920
og býr hún á Dvalarheimilinu
Silfurtúni í Búðardal.
Þorsteinn ólst upp í Búðardal á
Skarðsströnd og var lengst af
bóndi og smiður.
Þorsteinn verður jarðsunginn
frá Skarðskirkju á Skarðsströnd
í Dalasýslu í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Látinn er nú faðir minn 88 ára að
aldri. Hann bjó alla sína tíð í Búð-
ardal á Skarðströnd. Hann stundaði
fjárbúskap og vann einnig við smíðar
og var vinsæll í því starfi. Faðir minn
giftist móður minni Guðborgu Krist-
insdóttur frá Skarði á Skarðströnd
og gengu þau í hjónaband 15. maí
1946. Rúmu ári síðar, 20 nóvember
1947, lést hún af illkynja sjúkdómi
aðeins 29 ára gömul. Árið 1950 eign-
aðist hann dóttur sína Guðbjörgu
með Sigríði Guðjónsdóttur frá Hara-
stöðum.
Eftirlifandi eiginkonu sinni Val-
dísi Þórðardóttur, frá Klúku í Mið-
dal, Strandasýslu, kvæntist hann
1958 og bjuggu þau í Búðardal á
Skarðströnd allan sinn búskap,
nema síðasta árið er þau fluttu á
Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal.
Pabbi var rólyndismaður og sagði
aldrei styggðaryrði, hvorki við mig
né börnin sem voru í sumarvinnu hjá
honum, en hann vildi að við ynnum
vel og samviskusamlega. Ég bar
mikla virðingu fyrir pabba og mér
datt aldrei í hug að óhlýðnast honum
nema í eitt skipti og því gleymi ég
aldrei.
Ég átti að ná í kindur upp í Fætt-
linga en sagðist ekki geta farið því
stígvélin mín væru blaut og hafði ég
bleytt þau af ásettu ráði svo ég
slyppi við að fara. Pabbi trúði því og
fór sjálfur að sækja kindurnar en á
meðan sat ég heima með nagandi
samviskubit.
Eftir að ég varð fullorðin og komin
með fjölskyldu urðu margar ferðirn-
ar vestur í Búðardal til pabba og
stjúpmóður minnar þar sem við
fengum ævinlega góðar móttökur og
áttum ógleymanlegar samveru-
stundir.
Elsku Dísa mín, megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur og all-
ar góðu stundirnar.
Þú lifir í hjarta okkar. Megi góður
Guð umvefja þig.
Guðrún og Eyjólfur.
Margs er að minnast,
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Takk fyrir allt, elsku pabbi,
Þín dóttir,
Guðbjörg.
Hann afi minn, Steini bóndi í Búð-
ardal, er dáinn. Ég byrjaði mjög ung
að fara í sumardvöl hjá afa og ömmu
í sveitina. Spenningurinn var alltaf
svo mikill á vorin áður en ég fór í
sveitina að ég var búin að pakka nið-
ur hálfum mánuði áður en ég átti að
fara til þeirra. Það var alltaf svo
gaman í sveitinni.
Í gegnum árin höfum við farið
vestur tvisvar til þrisvar á ári, og
alltaf erum við jafn velkomin. Því-
líkar veitingar alltaf í boði, maður
átti sko ekki að vera svangur þar.
Eldri dóttir okkar Eyrún Elín sem
er 5 ára minnist þess sérstaklega að
hún átti langan afa (langafa) í sveit-
inni sem var með skegg og hún þorði
ekki að kyssa hann af því að hún hélt
hún myndi fá skegg. En það fannst
afa nú bara skemmtilegt og fyndið.
Fyrir rúmu ári fluttu þau hjón á
Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal,
eftir að hann greindist með sjúk-
dóminn Alzheimer. Þar lést hann
hinn 8. nóvember. Daginn áður en
hann dó fórum við vestur til þess að
kveðja hann, þá vissum við í hvað
stefndi, og við erum mjög þakklát
fyrir það að hafa farið.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Guðborg, Guðmundur
og dætur.
Elsku afi minn, þakka þér fyrir
allt sem þú hefur kennt mér. Betri
fyrirmynd hefði ég ekki getað átt.
Takk fyrir allt. Elsku amma mín,
missir þinn er mikill megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þorsteinn.
Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða,
Kristur, sem birtist oss í þér.
Þú hefur föður hjartað góða,
himnanna ríki, opnað mér.
Ég tilbið undur elsku þinnar,
upphaf og takmark veru minnar.
(Þýð. Sigurbjörn Einarsson.)
Við vorum heppin að fá að kynnast
afa. Það var alltaf gaman að fara
vestur til ömmu og afa í Búðardal og
fylgdi því mikil tilhlökkun. Þaðan
eigum við margar góðar minningar.
Alltaf fannst manni leiðin svo löng og
biðum við með mikilli eftirvæntingu
eftir að sjá gula húsið þeirra með
rauða þakinu. Bros færðist á varir
okkar þegar við beygðum inn af-
leggjarann að Búðardal II og við
vissum að það var frábær tími fram-
undan.
Margir hlutir koma upp í hugann
þegar hugsað er um afa. Hann var
fastheldinn á gamla siði, eins og að
hafa matinn á réttum tíma, hann var
mjög heimakær og vildi helst hvergi
annars staðar vera en heima í daln-
um sínum, hann var mjög góður
smiður og mikill hundavinur, hann
átti marga hunda á ævi sinni sem
hétu flestir Dobbi. Síðast en ekki síst
þá var afa mjög annt um fjölskyld-
una sína.
Elsku afi, nú er þér batnað og þér
líður vel. Við vitum að þú munt
áfram fylgjast með okkur en frá öðr-
um stað. Takk fyrir allt.
Þín barnabörn;
Helga Björg, Almar Þór,
Sigríður Erna og Hafdís Lilja.
Vinur minn, Þorsteinn Karlsson,
bóndi og smiður í Búðardal á
Skarðsströnd, er látinn 88 ára gam-
all.
Hann eiginlega sofnaði svefninum
langa og hvarf hljóðlega úr þessari
veröld, en hann var alla sína tíð hæv-
erskur, lítillátur og umfram allt ró-
legur, yfirvegaður maður. Við hjónin
litum inn til Steina, eins og hann var
ætíð kallaður og Dísu, eiginkonu
hans, en þau hafa búið fremur
skamman tíma á dvalarheimilinu í
Búðardal. Ekki kom til greina að yf-
irgefa átthagana, þar sem hann var
fæddur og uppalinn, fyrr en útséð
var að þau gætu ekki lengur séð um
sig sjálf. Ég mun seint gleyma því,
þegar hann hringdi í mig í septem-
ber 2003, stuttu fyrir réttir og sagð-
ist vera það lítilfjörlegur að hann
treysti sér ekki til að taka á móti
mér, en ég hafði komið árlega í réttir
á Skarðsströndina í hartnær 50 ár.
Hann tók þetta mjög nærri sér og
fannst mér hann hálfklökkur, að
þurfa að tjá sig um þessi ótíðindi.
Einhverjar ánægjulegustu stundir
lífs míns voru að heimsækja þau
hjón á þessum árstíma, alltaf glatt á
hjalla í Búðardal og skrafað fram
eftir nóttu. Var stutt í glettni og
gamansemi hjá þeim hjónum og
gestrisnin engu lík.
Ungur að árum, eða aðeins 7 ára,
var ég sendur ásamt Helgu systur
minni í Búðardal, eins og algengt var
í þá daga, en það þótti eftirsóknar-
vert af foreldrum Reykjavíkurbarna
að koma þeim á gott sveitaheimili á
sumrin. Það var mikið lán að lenda
hjá því góða fólki og heimili sem
Búðardalur á Skarðsströnd var.
Sveitin var ævintýraheimur, engir
bílar komu þar fyrr en síðar, sláttu-
og heyvinnuvélar ekki til, heldur
slegið með orfi og ljá, heyinu rakað
saman og þurrkað, eins og gert hafði
verið um aldaraðir. Steini bóndi var
einn þeirra fyrstu til að tileinka sér
nýja tækni, enda ávallt í takt við nýja
tíma. Sveitin var einangruð frá þjóð-
veginum svokallaða, sem ekki var
upp á marga fiska og innansveitar-
vegir á Skarðsströndinni ekki lengri
en ca 15 km. Eftir sem áður keypti
Steini notaðan Willys-herjeppa og
tók marga daga að koma honum yfir
straumharðar ár, holt og hæðir, í
hreppinn. Blessaðar skepnurnar
urðu skelfingu lostnar, kýrnar sturl-
uðust af hræðslu og hestar fældust
og hlupu fram á dal. Svona áhrif
höfðu nú bílar á húsdýrin og þarfasta
þjóninn, hestinn. Margir jeppar
fylgdu svo í kjölfarið, allir nr. D 35.
Tækniöldin var komin til að vera.
Sumrin sem ég dvaldi hjá Steina
bónda og heimilisfólkinu í Búðardal,
sem var tvíbýli, eru mér ákaflega
minnisstæð og höfðu án nokkurs efa
mikið uppeldislegt gildi, sem ég
sjálfsagt hefi búið að alla mína ævi.
Vinnan var dyggð og aldrei slegið
slöku við. Vorverkin voru drjúg, far-
ið í mógrafir, mórinn keyrður á hest-
vögnum heim á tún þar sem hann
var þurrkaður og sama máli gegndi
með taðið.
Steini var smiður góður og vann
mikið við smíðar, sem áttu hug hans
allan. Þegar þau hjón byggðu svo
Búðardal 2 fór að rýmkast og gat
hann þá tekið að sér stærri verk.
Þær eru ófáar eldhúsinnréttingarn-
ar í sveitinni og næstu hreppum sem
smíðaðar voru á verkstæði Þorsteins
Karlsson, enda þótti hann með af-
brigðum vandvirkur. Á yngri árum
vann hann ennfremur við húsasmíð-
ar og byggði nokkur hús í hreppnum
og nágrenni. Hann var einfaldlega
smiður af Guðs náð.
Tveir synir okkar hjóna réðust í
kaupavinnu til Steina og Dísu og lík-
aði vistin vel og fóru þangað sumar
eftir sumar og þroskuðust vel undir
handleiðslu þeirra hjóna.
Við kveðjum góðan dreng, sökn-
um hans sárt, en óskum honum góðs
gengis í nýrri veröld þar sem hann á
eflaust eftir að sveifla hamrinum að
nýju.
Reynir Jónasson.
Elsku afi.
Alltaf þegar ég hugsa til þín,
hugsa ég um stundirnar þegar ég
kom til ykkar á sumrin, þegar ég var
lítill. Hugsunin við að koma vestur
var alltaf svo skemmtileg, sérstak-
lega þegar við vorum komin í Búð-
ardalinn og það var bara smá spotti
eftir til ykkar, sjá svo gula húsið
ykkar. Þá gat maður ekki beðið eftir
að hitta ykkur, þið tókuð svo vel á
móti manni, alltaf með kræsingar á
borðum og elskulegheit.
Ég man alltaf eftir hvað það var
gaman að fara með þér í jeppann,
t.d. út á Skarð, eða til að tékka á
veiðimönnunum, hvort þeir væru
nokkuð að gera eitthvað sem þeir
ættu ekki að gera.
En það var samt eitt atvik sem ég
hef alltaf hugsað um, sem gerðist
þegar ég var 16 ára. Ég fékk að fara
rúnt með mömmu á jeppanum okk-
ar, ég var að keyra og það óhapp
gerðist að ég gleymdi mér aðeins og
keyrði útaf. Bíllinn rétt slapp við að
velta, og ég þurfti að ná í hjálp til þín
og pabba. Þið komuð og við náðum
bílnum upp og allt var í góðu nema
ég, sem var í sjokki. Þú sagðir mér
þá sögu um þig þegar þú varst ungur
að keyra og þurftir að taka á honum
stóra þínum við að lenda ekki í
ógöngum og sagðir mér að ég ætti að
keyra strax aftur svo ég myndi ekki
vera hræddur við það og ég fór að
þínum ráðum og ég man þetta alla
ævi. Það var líka alltaf svo gaman að
hlusta á sögurnar þínar, afi minn.
Ég votta þér samúð mína, elsku
amma mín, ég vona að þér líði vel og
ég veit að hann afi er hjá þér og hon-
um líður miklu betur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristján Eyþór.
ÞORSTEINN JÓN
NORDAL KARLSSON
Mig langar til að
þakka frænku minni
fyrir samfylgdina í
gegnum árin hér í
Reykjahlíð. Þegar ég sem barn flyt
með foreldrum mínum úr Vogum í
Reykjahlíð vorið 1943 voru það mikil
viðbrigði. Nýja heimili okkar var í
gömlu steinhúsi þar sem bjuggu 4
fjölskyldur. Auk þess voru Pétur og
Þuríður foreldrar Fríðu og hennar
systkina nýflutt í Reynihlíð sem nú
er nefnd Gamla Reynihlíð. Þangað
var gaman að koma. Allt var nýtt og
stofurnar stórar og bjartar. Helga
systir Fríðu var 3 árum eldri en ég
og lékum við okkur mikið saman
bæði úti og inni. Aftur á móti var
Fríða komin í gagnfræðaskóla og lít-
ið heima á vetrum. Ég minnist henn-
ar frá því fyrst ég leit hana. Hún var
fríð í andliti – ljóshærð og glaðleg
stúlka og alltaf svo mikil kátína í
kring um hana. Sú kátína fylgdi
henni reyndar alla tíð og þessi smit-
andi hlátur sem ég heyri ennþá –
hann gleymist seint.
En Fríða var mikil persóna og átti
gott með að umgangast annað fólk –
sérstaklega börn. Mig langar til að
rifja upp eitt atvik frá 1949 er skóla-
skemmtun var haldin á Skútustöðum
HÓLMFRÍÐUR
PÉTURSDÓTTIR
✝ Hólmfríður Pét-ursdóttir fæddist
í Presthvammi í Lax-
árdal 17. júlí 1926.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingey-
inga, Húsavík, 3.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Reykjahlíðarkirkju
13. nóvember.
til fjáröflunar fyrir
ferðalag á komandi
sumri. Þá var skólinn
starfræktur í Reykja-
hlíð. Við höfðum æft
kór um veturinn sem
átti að syngja á
skemmtuninni og
stjórnaði Þráinn Þóris-
son skólastjóri honum.
Einnig voru æfð leikrit
og skrautsýning fyrir
skemmtunina. Fríða
var fengin til að hjálpa
til með búninga, leik-
tjöld og fleira sem sneri
að uppsetningu leikrit-
anna. Faðir minn flutti okkur öll suð-
ur í Skútustaði tímanlega um morg-
uninn og þar var æft af kappi öll þau
atriði sem sýna átti. Um hádegið var
tekið hlé og við borðuðum nesti. Ég
man hvað ég hlakkaði til að fá heitt
kakó að drekka því frekar var kalt í
húsinu. En vonbrigðin urðu mikil er
við systkinin opnuðum hitabrúsann.
Flaskan hafði brotnað svo kakóið var
ónýtt. Þá kom Fríða með stóran
kakóbrúsa og hellti í könnurnar okk-
ar og síðan rétti hún okkur stóran
bauk fullan af smurðu brauði og
bauð okkur að gera svo vel. Ég
gleymi aldrei hvað ég varð fegin og
þakklát frænku minni fyrir þetta.
Svona var Fríða – alltaf tilbúin að
hjálpa og veita af því sem hún átti –
hlý og hughreystandi en líka svo
kjarkmikil og stór þegar á móti blés.
Hún var fjölhæf listakona og dug-
mikil í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Ég þakka Fríðu fyrir allt
sem hún gaf mér og mínu fólki. Inni-
legar samúðarkveðjur til fjölskyldu
hennar. Minningin lifir.
Sólveig Illugadóttir.