Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafur Kjartans-son fæddist á
Mið-Skála undir
Vestur-Eyjafjöllum
25. apríl 1926. Hann
lést á Landspítala í
Fossvogi 10. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kjartan Ólafsson
bóndi, f. 17.2. 1898, d.
31.10. 1982 og Guð-
björg Jónsdóttir hús-
freyja, f. 10.1. 1900,
d. 11.6. 1989. Systkini
Ólafs eru Jón, f. 13.9.
1924, d. 23.5. 2001 og
Sigríður, f. 14.10. 1930, gift
Garðari Sveinbjarnarsyni frá
Ysta-Skála, fyrrum kaupmanni í
Reykjavík, f. 14.5. 1925. Börn
þeirra eru: 1) Kjartan, f. 13.5.
1955, kona hans er Antonía Guð-
jónsdóttir, f. 25.5. 1955, eiga þau
þrjá syni og hún á fyrir einn son. 2)
Guðbjörg, f. 12.5. 1956, maður
hennar er Stefán Laxdal Aðal-
steinsson, f. 23.10. 1959, þau eiga
eina dóttur og tvo syni. 3) Anna
Birna, f. 8.6. 1959,
maður hennar er Jón
Ingvar Sveinbjörns-
son, f. 4.1. 1956, hann
á einn son. 4) Guðrún
Þóra, f. 21.8. 1962,
hún á einn son, unn-
usti hennar er Sigur-
jón Ársælsson, f.
24.1. 1959 og á hann
einn son. 5) Sigríður,
f. 17.10. 1965, maður
hennar er Stefán Þór
Pálsson, f. 15.7. 1966
og eiga þau tvo syni.
Ólafur fluttist árið
1928 með fjölskyldu
sinni að Eyvindarholti í sömu sveit
og ólst þar upp. Hann stundaði bú-
skap í Eyvindarholti ásamt for-
eldrum sínum og bróður og síð-
ustu árin einn. Á sínum yngri
árum fór hann í nokkur ár á vertíð
til Vestmannaeyja. Ólafur var
sjálfmenntaður smiður og var
jafnhagur á tré sem járn.
Útför Ólafs fer fram frá Stóra-
Dalskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Í dag kveðjum við Ólaf Kjartans-
son í Eyvindarholti eða Óla frænda
eins og við systkinin ávallt kölluðum
hann. Við þökkum honum samfylgd-
ina með hlýju og þakklæti. Það var
okkar lán og forréttindi að fá að
dvelja í sveitinni hjá Óla ásamt afa,
ömmu og Jóni á meðan þau lifðu. Nú
sitjum við saman og rifjum upp góð-
ar minningar. Það er tómlegt í bæn-
um í Eyvindarholti og það er erfitt að
ímynda sér hann án Óla frænda.
Árið 1900 fluttu búferlum frá Dal-
seli að Eyvindarholti undir Vestur-
Eyjaföllum hjónin Ólafur Ólafsson
og Sigríður Ólafsdóttir og bjuggu
þar ásamt níu börnum sínum. Sonur
þeirra Oddgeir tók við búinu ásamt
konu sinni Þórunni. Þau eignuðust
þrjá syni, Einar, Símon og Ólaf. Árið
1928 fluttu að Eyvindarholti frá Mið-
Skála afi okkar og amma þau Kjart-
an Ólafsson og Guðbjörg Jónsdóttir
ásamt sonum sínum Jóni og Ólafi.
Árið 1930 fæddist móðir okkar Sig-
ríður. Mikil vinátta ríkti á meðal
bræðranna Oddgeirs og Kjartans og
ólust frændsystkinin upp eins og
systkini. Árið 1954 flutti Oddgeir
með fjölskyldu sinni að Dalseli. Afi
bjó áfram á jörðinni ásamt ömmu,
Jóni og Óla. Síðustu árin bjó Óli einn
í Eyvindarholti eftir að Jón frændi
fór á dvalarheimili aldraðra.
Óli frændi var mjög handlaginn
maður. Hann var smiður af Guðs náð
og það lék allt í höndunum á honum.
Það voru margir í sveitinni sem
lögðu leið sína til Óla og báðu hann
um að gera við vélar fyrir sig. Hann
varð alltaf við bón þeirra og naut
þess að hjálpa öðrum. Oft varð að
gera hlé á heyskapnum í Eyvindar-
holti þegar sveitungar hans komu
með biluð heyvinnslutæki til hans.
Óli var mjög duglegur maður og féll
sjaldan verk úr hendi. Þrátt fyrir
mikil veikindi síðustu ár lét hann það
ekki á sig fá og hans staður var í
skemmunni þar sem hann stundaði
smíðar og smíðaði meðal annars tæki
sem nýttust við búskapinn svo sem
baggakastara og færiband. Fyrir um
tólf árum fór Óli í hjartauppskurð og
uppgötvaðist þá að hann var með al-
varlegan hjartagalla. Þá varð hann
hugsi og sagði síðan: þess vegna hef
ég alltaf verið svona þreyttur. Okkur
fannst aldrei nein þreytumerki á Óla.
Ávallt var fylgst vel með tækninni
í Eyvindarholti. Bræðurnir fengu
sér snemma talstöðvar og komu þær
að góðum notum þegar lagst var á
greni. Þeir bræður voru lengi vel
grenjaskyttur sveitarinnar og
gleymum við því seint þegar Óli var
að eltast við ref í snarbröttum klett-
unum fyrir ofan Núp. Hann var lág-
vaxinn, grannur og kattliðugur.
Óla fannst gaman að ferðast um
landið. Þegar heyskap lauk að sumri
útbjó amma girnilegt nesti og síðan
var farið í ferðalag.
Síðustu þrjú árin var hann ekki
lengur með búfénað, en ræktaði
ennþá kartöflur til eigin nota og
handa fjölskyldunni. Okkur þótti öll-
um svo gaman að vera með honum að
taka upp kartöflur á hólmanum á
Markarfljótsaurum og við nutum
þess að vera öll saman og ekki spillti
fyrir fallegt útsýnið.
Fyrir mánuði lenti Óli í slysi og
lést af völdum þess. Um leið og við
kveðjum Óla frænda með söknuði,
viljum við þakka honum fyrir allt
sem hann hefur fyrir okkur gert.
Blessuð sé minning Ólafs Kjart-
anssonar.
Kjartan, Guðbjörg,
Anna Birna, Guðrún Þóra
og Sigríður.
ÓLAFUR
KJARTANSSON
✝ Maron Guð-mundsson fædd-
ist á Siglufirði 13.
október 1940. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja í
Keflavík hinn 13.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur K.
Einarsson vélstjóri
frá Siglufirði, f. 15.
júní 1909, d. 20. jan-
úar 2002, og kona
hans Guðbjörg M.
Franklínsdóttir frá
Litla Fjarðarhorni í
Kollafirði við Steingrímsfjörð, f.
19. október 1912. Systkini Marons
eru: Einar, f. 30. september 1933,
Helga, f. 18. mars 1937, Guðrún f.
9. nóvember 1941, Benedikt, f. 2.
nóvember 1942, Sigurður, f. 26.
nóvember 1949, og Inga, f. 28. júlí
1952, öll fædd á Siglufirði.
Maron ólst upp á Siglufirði og
lærði þar rennismíði, sem hann
starfaði við í nokkur ár. Á árunum
1969 til 1972 dvelur hann í Svíþjóð
og starfar þar hjá Kokums-skipa-
smíðastöðinni. Eftir heimkomuna
starfar hann lengst af við smíðar
hjá Íslenskum aðalverktökum en
hin síðustu ár hjá Marel hf. Eitt af
áhugamálum hans
var matreiðsla. Hann
fór í matreiðsluskóla
og lauk þaðan prófi
til þess að geta sinnt
þessu áhugamáli
sínu betur.
Maron giftist Vé-
dísi Þórhöllu Lofts-
dóttir, f. 28. apríl
1939. Þau skildu.
Sonur þeirra er Guð-
björn, f. 3. septem-
ber 1963. Fyrir átti
Védís Þórhalla son-
inn Loft Reimar
Gizzurarson, f. 1961.
Sambýliskona Guðbjörns er Krist-
björg Helgadóttir og eiga þau syn-
ina Axel Mána og Aron Snæ. Fyrir
átti Guðbjörn dótturina Helgu
með Hildigunni Bjarnadóttur.
Sambýliskona Marons var Anna
Sjöfn Stefánsdóttir frá Akranesi,
f. 1. janúar 1947, d. 30. maí 1993.
Þau eignuðust saman dótturina
Guðrúnu, f. 24. febrúar 1975. Fyr-
ir átti Anna synina Eyjólf Stefán
Þórðarson, f. 1964, og Pál Einars-
son, f. 1967.
Sambýlismaður Guðrúnar er
Garðar Jónsson.
Útför Marons var gerð frá
Keflavíkurkirkju 19. nóvember.
Í dag kveð ég elskulegan bróður.
Margar góðar minningar skjótast
upp í hugann. Hann var mér svo
góður bróðir. Frá því að ég man eft-
ir mér var hann alltaf tilbúinn fyrir
mig, að fara með mér í göngutúra
niður á bryggju eða í berjamó upp í
fjall. Við vorum alin upp á Sigló en
það voru 12 ár á milli okkar en alltaf
vorum við samt svo náin. Hann
flutti suður en kom til baka á sumr-
in í heimsóknir með drengina sína.
Ég flutti suður með sjó en Maron
bjó í Hafnarfirði. Kom hann reglu-
lega í heimsóknir. Þegar ég á mitt
fyrsta barn kom hann til mín og
sagði að Anna sín ætti von á sér í
febrúar. Þannig urðum við sam-
ferða, ég með Villa minn og þau með
Guðrúnu sína. Þau fluttu síðan til
Njarðvíkur þar sem ég bjó á þeim
tíma. Við heimsóttum alltaf hvort
annað og fylgdumst vel með hvort
öðru.
Maron var vel að sér í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur,
hvort sem var að baka eða elda góð-
an mat. Hann var ótrúlega handlag-
inn til allra verka. Önnu sína missti
Maron í maí 1993. Það var honum
mikið áfall, en aðdáunarvert að sjá
hve Guðrún og hann voru samrýnd
og höfðu styrk hvort af öðru.
Árið 2002 lenti Maron í bílslysi og
beið þess ekki bætur síðan. Það var
sama hve líðanin var slæm hjá hon-
um, ekki var kvartað og ætíð var
viðkvæðið að hann ætlaði sér að ná
bata og hann hefði það nú ekki svo
slæmt, aðrir væru verr settir.
Fyrir ári kom Maron til mín og
sagði mér frá veikindum sínum.
Hann bað mig að geyma það með
sjálfri mér og ekki láta neinn vita
því að hann ætlaði sér að sigrast á
þessu sjálfur. Því miður varð það
ekki raunin og sjúkdómurinn hafði
yfirhöndina að lokum eftir hat-
ramma baráttu.
Ég á eftir að sakna heimsóknanna
frá bróður og símtalanna frá honum
um hvort ekki væri búið að hella
upp á könnuna því hann væri á leið-
inni. Megi algóður guð umvefja
hann ljósi og kærleika.
Elsku Guðrún, Guðbjörn, Eyvi og
fjölskyldur og elsku besta mamma,
ég bið að algóður guð veiti okkur
styrk og stuðning á þessari sorg-
arstund.
Þín systir
Inga.
Kæri Maron, ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast þér er
ég hóf sambúð með syni þínum.
Þetta voru sérlega ánægjuleg kynni.
Þú varst góðhjartaður, glettinn og
einstaklega örlátur maður. Þér þótti
svo sannarlega sælla að gefa en
þiggja. Þegar þú komst í heimsókn
hafðir þú oftar en ekki lagt lykkju á
leið þína til að kaupa blómvönd. Þú
varst alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd en sjálfur baðstu aldrei um
neitt. Þú varst yndislegur afi og
barst óendanlega umhyggju fyrir
litlu sonarsonum þínum sem þú
varst svo stoltur af. Það er sárt til
þess að hugsa að þeir muni ekki
framar sitja í kjöltu þinni, heyra
sögur af þínum vörum og þiggja
góðgæti úr nammiskálinni þinni.
Þegar heilsunni fór að hraka beist
þú á jaxlinn og barst þig ávallt eins
og hetja. Þú kvartaðir aldrei og orð-
ið uppgjöf var ekki að finna í þinni
orðabók. Þrátt fyrir veikindin gerðir
þú hvað þú gast til að gleðja þá sem
í kringum voru. Það lýsir þér ef til
vill best að síðastliðið sumar tókstu
sumarbústað á leigu fyrir fjölskyld-
una en sást þér sjálfur ekki fært að
vera þar með okkur sökum heilsu-
brests. Þú hringdir daglega til að fá
fréttir af litlu strákunum þínum og
fullvissa þig um að okkur liði vel.
Dvölin var ánægjuleg en það
skyggði á gleðina að þú skyldir ekki
geta verið með okkur.
Baráttunni við illvígan sjúkdóm
er nú lokið. Eftir stöndum við með
sorg í hjarta en jafnframt innilegt
þakklæti fyrir að eiga góðar minn-
ingar um einstakan mann.
Kristbjörg Helgadóttir.
Malli var æskuvinur minn. Við
vorum fjórir strákarnir við Suður-
götuna á Siglufirði, sem lékum okk-
ur mest saman. Það vorum við Jón-
arnir Sæmundur og Pálsson og svo
Benni bróðir Malla.
Snorri Þórðar og Gulli Valtýs,
sem áttu um tíma líka heima við
Suðurgötuna, ásamt strákunum of-
an af brekkunni eins og Hreinn Júl.
og Helgi P. voru oftar en ekki gjald-
gengir í liðið. Stelpur voru frekar
illa séðar og fékk Gunna systir
Malla oftar en ekki að kenna á því.
Hún fékk nú ekki alltaf að vera með
þegar ræningja- og kúrekaleikirnir
tóku á sig æsilegar myndir. Eins
þótti hún nú ekki gjaldgeng í berja-
mó eða meiri háttar fjallgöngur.
Hún bæði tíndi meira og var oft
duglegri að ganga. Það var ekki
hægt að búa við það.
Það er merkilegt hvað aldurs-
munur fer að skipta máli þegar
fram í sækir. Malli var árinu eldri
en ég og Benni og Jón Páls voru
árinu yngri. Leiðir skildu með mis-
munandi bekkjarfélögum og með
mismunandi skólagöngu. Mismun-
andi búseta minnkaði svo ekki fjar-
lægðina þegar kom fram á fullorð-
insár.
En æskuminningarnar sækja
ákaft að þegar einn úr æskuhópnum
fellur frá. Það er eins og æskan fjar-
lægist meira en efni standa til og
minningarnar verða óraunverulegri.
Malli er annar úr ofantöldum hópi
sem fallinn er frá, en Gulli frændi
minn dó ungur af sviplegum slysför-
um. Malli lék hins vegar svo stórt
hlutverk sem æskuvinur að minning
hans mun í huga mér ætíð vera
sveipuð þeim bjarma sem aldrei
dofnar.
Við Bigga sendum ástvinum
Malla, Guðbjörgu móður hans og
börnum hans, Guðrúnu og Guðbirni,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.
MARON
GUÐMUNDSSON
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SIGTRYGGS ÓLAFSSONAR,
Skarðshlíð 27c,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfja-
deildar F.S.A.
Kristín Þorbjörg Stefánsdóttir,
Hörður Sigtryggsson,
Heimir Sigtryggsson, Herborg Þorgeirsdóttir,
Guðrún H. Sigtryggsdóttir, Stefán Guðmundsson,
barnabörn og langafabörn.
Þökkum af hjarta öllum, nær og fjær, sem
sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför
MAGNÚSAR S. GUÐMUNDSSONAR,
Frumskógum 5,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir fá starfsfólk og vistfólk á
dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og Hörpu-
kórinn á Selfossi.
Börn, tengdabörn,
afabörn og langafabörn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför sonar okkar, bróður og
mágs,
JÓNMUNDAR VALGEIRS PÁLSSONAR,
Mið-Mó
í Fljótum.
Læknum og starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauð-
árkróki eru færðar þakkir fyrir veitta umönnun
og stuðning sinn við Jónmund, svo og öllum þeim fjölmörgu vinum og
kunningjum, sem studdu hann í veikindum hans og hafa minnst hans.
Lifið öll heil og í Guðs friði.
Björg Sigurrós Jóhannsdóttir, Páll Ragnar Guðmundsson,
Sigríður Pálsdóttir,
Guðmundur Óli Pálsson, Guðrún Kristín Kristófersdóttir.