Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra Julefrokost Hótelgisting og julefrokost við allra hæfi í nóv. og des. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Elísabet Magnúsdóttir seg-ist orðið þekkja Prag ofvel og finnst meiraspennandi að ferðast um tékknesku landsbyggðina. Hún kýs að ferðast með bakpoka á ferðalög- um sínum og segir kosti hans ótví- ræða: Ekki bara sé bakpokinn með- færilegri á ferðalögum heldur pakki hún betur og hafi þar að auki ekki pláss til að versla neitt að ráði. Henni finnst nefnilega að ferðalög snúist um að búa til minningar. Að skoða náttúru, kirkjur og minn- isvarða. Að svala þorstanum fyrir að upplifa og fræðast, fara og gera. Elísabet segist nú orðið fremur vilja sækja Prag heim að vetri til og sé aðventan góður tími. Mikil stemning ríki þá í borginni og þægi- legt að gera jólainnkaupin í afslöpp- uðu andrúmslofti. Ekki spilli að verðlagið sé gott þó að það hafi far- ið hækkandi. Lystigarður Evrópu Síðastliðið sumar dvaldist El- ísabet hálfan mánuð í Tékklandi, ásamt eiginmanni sínum Jóni Ágústi Eiríkssyni. Að þessu sinni ferðuðust þau mikið um héraðið Móravíu (Moravia). Þau flugu til Prag með Guðmundi Jónassyni sem hún segir bjóða gott verð. Þau fóru beint á lestarstöð af flugvellinum og keyptu þar afsláttarkort, svokallað „Z Karta“. Það kostar sem nemur rúmlega tvö hundruð kr. íslenskum en gefur 50% afslátt af öllum lest- arferðum í heilt ár. Lestarferðin tók um 3 klst. og var förinni heitið á Lednice-Valtice svæðið sem einnig er kallað Lysti- garður Evrópu (e. Garden of Eur- ope) en svæðið er frægt fyrir fal- lega minnisvarða og náttúrufegurð, sólblóm og vínrækt. Fyrir áhuga- sama er vert að skoða staðsetningu svæðisins vel, því ýmsir ferðamögu- leikar eru þaðan og t.a.m. aðeins klukkustundar lestarferð til Vínar og Bratislava. Svæðið er kennt við bæina Lednice og Valtice en í kringum bæina á um 200 ferkíló- metra svæði, er skógur og landslag sem skipulagt var af Lichten- steinum sem réðu svæðinu til loka seinni heimsstyrjaldar. Mikið er um glæsta minnisvarða og byggingar í skóginum en allt svæðið er á heims- minjaskrá UNESCO. Rík hefð er fyrir vínrækt í héraðinu og segir El- ísabet að þau hjónin hafi tvisvar sótt smökkunarkvöld í vínkjöll- urum. Dýflissur Habsborgara og veitingahús frá 1660 Þau fóru víðar en í Lystigarð Evrópu. Uherske Hradiste segir Elísabet að sé óvanalegur bær, prýddur fallegum, litlum göngugöt- um. Í Norður-Móravíu heimsóttu hjónin Zlin, fæðingarborg föður El- ísabetar. Fóru þau ásamt ætt- ingjum meðal annars í fjallgöngu í Beskydys-fjöllunum þar sem sér yf- ir mikið landsvæði og til Slóvakíu handan landamæranna. Leiðin upp á fjallið mun vera sérlega falleg en gist var á bjálkahóteli í 1.130 m hæð. Rétt áður fóru þau til bæjarins Skansen þar sem húsin eru frá því um 1600 og fyrsta „Opna safnið“ í Mið-Evrópu er að finna. Þar er allt friðað en á svæðinu er kirkja, mat- vörubúð, pósthús og veitingahús frá 1660 þar sem hægt er að borða. Maturinn sem boðið er upp á mun þó ekki vera frá þeim tíma. Viðkomustaðir Elísabetar og Jóns Ágústs eftir Zlin voru meðal annars háskólabærinn Olomoc en þaðan fóru þau til Brno, höf- uðborgar Móravíu. Mun stundum talað um þá borg sem nokkurs kon- ar Prag án ferðamennskunnar. Þar er meðal annars hægt að skoða kastala frá tímum Habsborgara en undir honum voru rammgerðustu dýflissur Austur-Habsborgaraveld- isins þar sem fangar bjuggu við ólýsanlegar aðstæður. Frá Brno fóru þau til Hradec Kralove, sem er gömul, lítil borg. Þar gistu þau eina nótt við aðaltorgið og gátu horft yfir mannlífið á torginu úr lúxus um- hverfi gististaðarins sem kostaði nær ekkert miðað við gæði. Ferðast til föðurlandsins Þótt Elísabet hafi ferðast svo oft til Tékklands sótti hún þó uppruna- land föður síns ekki heim fyrr en árið 1996. Ekki var hægt að ferðast til Tékklands fyrr en eftir hrun Sov- étríkjanna þar sem landið var aust- an járntjalds kalda stríðsins. Þegar landamærin stóðu loks opin fór öll fjölskyldan þangað, einnig faðir El- ísabetar, Miroslav R. Mikulcak eða Magnús Magnússon. Hann flúði Tékkland árið 1947 sem pólitískur flóttamaður og fékk íslenskan rík- isborgararétt 1958. Dóttir Elísabet- ar, Katrín Þóra Jónsdóttir, hreifst svo af landinu að hún ákvað að fara þangað til náms og dvaldist í tvö ár. Var upplifun hennar af tékknesku samfélagi afar jákvæð; sú að allt væri þar svo einstaklega þægilegt, ekkert hefði verið að og ekkert tek- ið á taugarnar. „Eyða litlu, lifa grand og líða vel!“ Elísabet segir að gisting í Tékk- landi sé mjög góð og fari batnandi. Lestarsamgöngur séu frábærar, bæði ódýrar og góðar. Tékkland sé fallegt land og skynjun á náttúrunni sterk. Landið sé gróið og gamalt en sagt hefur verið að í Tékklandi séu fleiri kastalar en McDonald’s staðir í Bandaríkjunum. Tékkar séu af- slappaðir og gestrisnir en tilfinning fyrir einkalífi sé sterk því ferða- menn séu ekki angraðir mikið. Möguleikar til skoðunarferða, menningar og afþreyingar séu endalausir og Tékkar hafi varðveitt menningu sína vel. Í Tékklandi er líka mikið um heilsulindir en El- ísabet bendir þó á að þau hafi farið í frí „Til að eyða orku til að byggja upp orku!“ Kjörið sé fyrir göngu- og hjóla- fólk að ferðast um Tékkland og Tékkar kunni sannarlega að búa vel að þreyttum ferðalöngum. „Tékkar kunna þetta!“ segir Elísabet þegar hún minnist þess að hafa gengið lengi og komið þreytt upp á fjall þar sem hún rakst óvænt á bar til að hvíla lúin bein við. Tékkland sé líka mikið bjórland en um 100 tegundir eru bruggaðar í landinu. Afar ódýrt er að borða á veitingastöðum og á góðum veitingastað í smábænum Valdice segir hún að máltíðin fyrir tvo kosti um 1.000 krónur með víni og kaffi á eftir. Elísabet segir það sérlega nota- legt að ferðast um þar sem ferða- mannastraumurinn er lítill. Ekkert mál sé að ferðast um landsbyggð Tékklands án þess að panta fyr- irfram en best sé þá að sækja upp- lýsingaskrifstofur ferðamanna heim því þar sé afar auðvelt að nálgast upplýsingar um góða gistingu og annað sem ferðafólk þarf. Almennt séu Tékkar meðvitaðir um ferða- mennsku og enska mikið töluð í landinu. Umfram allt sé auðvelt að skreppa til Tékklands, „Eyða litlu, lifa flott og líða vel!“  TÉKKLAND | Spjallað við Elísabetu Magnúsdóttur um forvitnilega staði sem hún hefur rekist á Elísabet segir auðvelt að leigja hjól á vægu verði og hjóla um Valtice-Lednice-svæðið. Góði dátinn Svejk? Elísabet á lestarstöð í Tékklandi með hermönnum í búningum frá 1914. Kastalar, göngu- ferðir og hjólatúrar Hagnýtar upplýsingar Gististaðir: Valtice – Pension Siesta og Pension Prinz. www.penzion-siesta.cz/ www.valtice.cz/prinz Brno – Hotel Continental. www.continentalbrno.cz/ Hradec Kralove – Penzion Pod Vezi. http://www.hotelpodvezi.cz/ Almennt um gistingu í Tékklandi www.travel.cz Veitingastaðir: Valtice – Hotel Apollon og Valticka Rychta Restaurant. Elísabet Magnúsdóttir hefur ferðast átta eða níu sinnum til Tékklands og farið vítt um breitt um landið. Þó segir hún nóg eftir til að skoða. Tékkland sé frábært ferðamannaland og ótal margt fleira að sjá en höfuðborgina Prag. Anna Pála Sverrisdóttir spjallaði við Betu. Við vínekru í smábænum Valtice. Elísabet segir að hver einasta fjöl- skylda á svæðinu bruggi sitt eigið vín og Tékkar komi þangað sjálfir til vínkaupa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.