Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT deildakeppninnar í brids ráðast um helgina en þar keppa 24 sveitir í þremur deildum. Reglan er sú að tvær neðstu sveitirnar í hverri deild falla í næstu deild fyrir neðan en tvær efstu sveitirnar í neðri deild- unum færast upp þegar næst verður keppt eftir ár. Sigurvegararnir í efstu deildinni fá rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í brids, sem fer fram næsta sumar. Eftir fyrri umferðina, sem fór fram í október, stendur sveit Eyktar best að vígi í efstu deildinni með 140 stig, sveit Skeljungs kemur næst með 118 stig en síðan koma sveitir Vinabæjar með 105, Esso-sveitin með 103 stig og sveit Solvay með 102 stig. Í annarri deild eru sveitir Selís og ÍAV efstar og í þriðju deild standa Suðurnesjasveitin og sveit Marins best að vígi. Keppnin hefst klukkan 11 í dag í húsnæði Bridgesambands Íslands við Síðumúla og stendur til klukkan 19. Á sunnudag er spilað frá klukkan 10 til klukkan 16. Úrslit deildakeppn- innar í brids ráðast um helgina Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá fyrri hluta deildakeppninnar. Rúnar Magnússon og Einar Jónsson spila gegn Ara Má Arasyni og Ólafi Jónssyni. Til sölu Terrano II árg. 2002, 2,7 TDi, 5 gíra, 5 dyra, 7 manna, ek. 50 þús., sóllúga, tvílitur, krókur, varadekkshlíf, vindskeið, lang- bogar, stigbretti, húddhlíf, 31" dekk. Uppl. í síma 895 7340. Til sölu M. Benz ML-320 árg. 2000, ekinn 75 þ. Ríkulega búinn, t.d. BOSE hljómkerfi, leður- áklæði, upphituð framsæti, gler- topplúga, brettakantar, stigbretti og 17" álfelgur. Fallegur bíll í toppstandi. Verð 3.650 þús. Uppl. í síma 820 5289. Til sölu einstaklega vel með farinn Alfa Romeo T Spark árg. '98. Ek. 69 þús. Í toppstandi. Uppl. í síma 895 0383. Pontiac Sunfire, árg. 2001, ek. 55 þús., sjálfskiptur, vél 2,2. Verð 950 þús. Upplýsingar í sím- um 577 1085 og 898 2128. Patrol SE turbo, árgerð 1998 38 tommu breyttur, ný dekk, ál- felgur, brettakantar, gangbretti, leður, talstöð, spottakassi o.fl. o.fl. Ekinn 150.000 km, nýtt hedd, skoðaður '05. Topp eintak. Upplýsingar í síma 893 1530. Pajero Long árg. '90. Staðgr. 200.000 kr. Nýskoðaður, ryðlaus, sjálfskiptur/bensín, cruce-control, geislaspilari, álfelgur, 7 manna. „Eldist vel." Klassajeppi. Upplýs- ingar í síma 896 7531. N. Terrano II SR Tdi árg. '99. Ek. 83.000. Br. 35", er á 33" heilsársd. 7 manna, dráttarkr. Engin skipti. Uppl. 555 0604 og 864 3158. Mercedes Benz Ateco 815 stuttur. Kassi 4,4x2,4. ABS, topp- lúga, rafmagnsspeglar, upphitað sæti, stillanlegt stýri. Sk. 04.2001. Ekinn 130.000 km. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, símar 544 4333 og 820 1070. Land Cruiser árgerð 1992. Kast- arar, aukatankur, nmt-sími, cb- talstöð, gps með tölvutengingu. Nýskoðaður, smur/viðhaldssaga frá upphafi. Uppl. hjá Bílfangi http://www.bilfang.is, sími 567 2000. Ford Ranger 4 l '92, ssk. 33 tommu. Góður undir sleðann. Hátt og lágt drif. 4x4, læstur að aftan. Pallur 2,4 m. Nýuppt. sjálfskipt- ing. Ek. 129 þ. Mikið endurn. (nótur). enter@emax.is 820 0029. Vetrarhjólbarðar til sölu. Góð negld vetrardekk, 195/65 R15 á Saab-felgum með koppum til sölu. Verð 18.000. Uppl. í síma 848 0329. 16" nagladekk til sölu. 205/50 r16 87T M+S Nokia nagladekk, í góðu standi. Kostuðu ný 80.000 kr., seljast nú á 40.000 kr. Uppl. í síma 856 6705 eða netfang se- rafi@internet.is. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, 892 1451/557 4975. Suzuki Intruder, árgerð 1986. Endurnýjað og yfirfarið hjól í algjörum sérflokki. Ekki missa af þessu. Uppl. í s. 564 2218 og 693 9711. Þrjár 16" álfelgur með bognum teinum á Toyota Rav 4 til sölu. Upplýsingar í síma 698 0002. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Dodge Avenger ES 1996. 6 cyl., 24 v. Ekinn 80 þús. km, sjálfskipt- ur. Rafm. í rúðum, hraðastillir o.fl. 670 þús. stgr. Upplýsingar í síma 821 4481. VW Polo Milano árg. '97, ek. 97 þús. km. Frábær bíll í mjög góðu ástandi. Dökkblár, geislaspilari, hátalarar aftur í, reyklaus, nýr rafgeymir, tímareim og vatns- dæla. Verð 460 þ. Upplýsingar í síma 861 8277. Engin skipti. ATVINNA mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, og Garðar Hilmarsson, for- maður Vinnudeilusjóðs BSRB, hafa afhent Kennarasambandi Íslands 20 milljónir króna til ráðstöfunar vegna vinnudeilu sem lausn fannst á í vik- unni. Afhendingin fór fram á aðalfundi Kennarasambandsins á Grand hót- eli. Flutti Ögmundur kennurum bar- áttukveðjur frá BSRB og sagði að hér væri ekki um að ræða þrönga kjarabaráttu heldur þjóðfélagsleg átök um skipulag og framtíð velferð- arþjónustunnar í landinu. Það var Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sem tók við framlaginu. KÍ fær 20 milljónir frá BSRB STEINGRÍMUR Ólafsson hefur verið ráðinn upp- lýsingafulltrúi í forsætisráðu- neytinu. Stein- grímur nam fjöl- miðlafræði við blaðamannahá- skólann í Osló og hefur starfað um árabil við blaða- og fréttamennsku. Hann hefur að und- anförnu starfað sem kynningarstjóri Fróða. Steingrímur Ólafsson er fæddur í Reykjavík árið 1965. Maki hans er Kristjana Sif Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn. Ráðinn upplýs- ingafulltrúi UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, hafa samþykkt ályktun þar sem þeir fagna auknum fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðarleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og trygginga- félögum. „Ungir jafnaðarmenn fordæma hins vegar að viðskiptaráðherra ætli ekki að óska eftir rannsókn á því hvort að verðsamráð eða ólöglegir viðskiptahættir tíðkist eða tíðkuðust í bankakerfinu og hjá trygginga- félögunum, líkt og ráðherrann gerði á sínum tíma þegar hún óskaði eftir því við Samkeppnisstofnun að olíufé- lögin yrðu rannsökuð.“ Fagnar auknu fjármagni Jólakort KFUM og KFUK í Reykjavík er komið út en það er selt til styrktar starfi fé- lagsins á meðal ungs fólks. Hönnuður kortsins er Rúna Gísladóttir mynd- listarkona. Jólakortið kostar 100 kr. stk. og fæst á skrifstofu KFUM & KFUK, Holtavegi 28. Hægt er að panta það í síma: 5888899, bréf- síma: 588 8840 og netfangi: kla- ra@kfum.is. Jólakort KFUM og KFUK FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ telur rangt að ríkið miðstýri launum einn- ar stéttar umfram aðrar. Laun eigi að ráðast á frjálsum markaði en ekki innan nefnda ríkisins. Miðstýring launa sé forneskjuleg og ekki í takt við það sem almennt gerist á mark- aði nú til dags. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. „Hagur kennara mun batna hvað mest verði auknu frelsi komið að við rekstur skólanna og rekstrarformi þeirra breytt. Reka þarf skóla á sama hátt og önnur fyrirtæki sem veita þjónustu. Kennarar eiga betra skilið en að þurfa að deila við eina vinnuveitanda kennara í landinu hvað eftir annað. Þeir eiga að hafa frelsi til að hefja rekstur skóla og ráða aðra kennara í vinnu – rétt eins og með hvert annað fyrirtæki. Það er foreldrum ekki bjóðandi að greiða nær helming launa sinna í skatt og fá í staðinn lokaða skóla og enga menntun fyrir börn sín. Gefa ætti foreldrum það frelsi að velja hvar börn þeirra eru menntuð. Frjálshyggjufélagið hefur ítrekað vakið athygli á svonefndu ávísana- kerfi þar sem foreldrar fá sérstaka menntunarávísun frá ríkinu sem verja má til kaupa á menntun. Með þeim hætti skapast samkeppni á milli skóla og þjónusta batnar til muna. Ávísanakerfi mun bæta hag kenn- ara, auka gæði menntunar og frelsa kennara undan því að þurfa að taka á sig mikið launatap hvað eftir annað í síendurteknum verkföllum,“ segir í ályktuninni. Frelsi í launa- málum í stað miðstýringar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.