Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.11.2004, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT deildakeppninnar í brids ráðast um helgina en þar keppa 24 sveitir í þremur deildum. Reglan er sú að tvær neðstu sveitirnar í hverri deild falla í næstu deild fyrir neðan en tvær efstu sveitirnar í neðri deild- unum færast upp þegar næst verður keppt eftir ár. Sigurvegararnir í efstu deildinni fá rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í brids, sem fer fram næsta sumar. Eftir fyrri umferðina, sem fór fram í október, stendur sveit Eyktar best að vígi í efstu deildinni með 140 stig, sveit Skeljungs kemur næst með 118 stig en síðan koma sveitir Vinabæjar með 105, Esso-sveitin með 103 stig og sveit Solvay með 102 stig. Í annarri deild eru sveitir Selís og ÍAV efstar og í þriðju deild standa Suðurnesjasveitin og sveit Marins best að vígi. Keppnin hefst klukkan 11 í dag í húsnæði Bridgesambands Íslands við Síðumúla og stendur til klukkan 19. Á sunnudag er spilað frá klukkan 10 til klukkan 16. Úrslit deildakeppn- innar í brids ráðast um helgina Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá fyrri hluta deildakeppninnar. Rúnar Magnússon og Einar Jónsson spila gegn Ara Má Arasyni og Ólafi Jónssyni. Til sölu Terrano II árg. 2002, 2,7 TDi, 5 gíra, 5 dyra, 7 manna, ek. 50 þús., sóllúga, tvílitur, krókur, varadekkshlíf, vindskeið, lang- bogar, stigbretti, húddhlíf, 31" dekk. Uppl. í síma 895 7340. Til sölu M. Benz ML-320 árg. 2000, ekinn 75 þ. Ríkulega búinn, t.d. BOSE hljómkerfi, leður- áklæði, upphituð framsæti, gler- topplúga, brettakantar, stigbretti og 17" álfelgur. Fallegur bíll í toppstandi. Verð 3.650 þús. Uppl. í síma 820 5289. Til sölu einstaklega vel með farinn Alfa Romeo T Spark árg. '98. Ek. 69 þús. Í toppstandi. Uppl. í síma 895 0383. Pontiac Sunfire, árg. 2001, ek. 55 þús., sjálfskiptur, vél 2,2. Verð 950 þús. Upplýsingar í sím- um 577 1085 og 898 2128. Patrol SE turbo, árgerð 1998 38 tommu breyttur, ný dekk, ál- felgur, brettakantar, gangbretti, leður, talstöð, spottakassi o.fl. o.fl. Ekinn 150.000 km, nýtt hedd, skoðaður '05. Topp eintak. Upplýsingar í síma 893 1530. Pajero Long árg. '90. Staðgr. 200.000 kr. Nýskoðaður, ryðlaus, sjálfskiptur/bensín, cruce-control, geislaspilari, álfelgur, 7 manna. „Eldist vel." Klassajeppi. Upplýs- ingar í síma 896 7531. N. Terrano II SR Tdi árg. '99. Ek. 83.000. Br. 35", er á 33" heilsársd. 7 manna, dráttarkr. Engin skipti. Uppl. 555 0604 og 864 3158. Mercedes Benz Ateco 815 stuttur. Kassi 4,4x2,4. ABS, topp- lúga, rafmagnsspeglar, upphitað sæti, stillanlegt stýri. Sk. 04.2001. Ekinn 130.000 km. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, símar 544 4333 og 820 1070. Land Cruiser árgerð 1992. Kast- arar, aukatankur, nmt-sími, cb- talstöð, gps með tölvutengingu. Nýskoðaður, smur/viðhaldssaga frá upphafi. Uppl. hjá Bílfangi http://www.bilfang.is, sími 567 2000. Ford Ranger 4 l '92, ssk. 33 tommu. Góður undir sleðann. Hátt og lágt drif. 4x4, læstur að aftan. Pallur 2,4 m. Nýuppt. sjálfskipt- ing. Ek. 129 þ. Mikið endurn. (nótur). enter@emax.is 820 0029. Vetrarhjólbarðar til sölu. Góð negld vetrardekk, 195/65 R15 á Saab-felgum með koppum til sölu. Verð 18.000. Uppl. í síma 848 0329. 16" nagladekk til sölu. 205/50 r16 87T M+S Nokia nagladekk, í góðu standi. Kostuðu ný 80.000 kr., seljast nú á 40.000 kr. Uppl. í síma 856 6705 eða netfang se- rafi@internet.is. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, 892 1451/557 4975. Suzuki Intruder, árgerð 1986. Endurnýjað og yfirfarið hjól í algjörum sérflokki. Ekki missa af þessu. Uppl. í s. 564 2218 og 693 9711. Þrjár 16" álfelgur með bognum teinum á Toyota Rav 4 til sölu. Upplýsingar í síma 698 0002. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Dodge Avenger ES 1996. 6 cyl., 24 v. Ekinn 80 þús. km, sjálfskipt- ur. Rafm. í rúðum, hraðastillir o.fl. 670 þús. stgr. Upplýsingar í síma 821 4481. VW Polo Milano árg. '97, ek. 97 þús. km. Frábær bíll í mjög góðu ástandi. Dökkblár, geislaspilari, hátalarar aftur í, reyklaus, nýr rafgeymir, tímareim og vatns- dæla. Verð 460 þ. Upplýsingar í síma 861 8277. Engin skipti. ATVINNA mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, og Garðar Hilmarsson, for- maður Vinnudeilusjóðs BSRB, hafa afhent Kennarasambandi Íslands 20 milljónir króna til ráðstöfunar vegna vinnudeilu sem lausn fannst á í vik- unni. Afhendingin fór fram á aðalfundi Kennarasambandsins á Grand hót- eli. Flutti Ögmundur kennurum bar- áttukveðjur frá BSRB og sagði að hér væri ekki um að ræða þrönga kjarabaráttu heldur þjóðfélagsleg átök um skipulag og framtíð velferð- arþjónustunnar í landinu. Það var Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sem tók við framlaginu. KÍ fær 20 milljónir frá BSRB STEINGRÍMUR Ólafsson hefur verið ráðinn upp- lýsingafulltrúi í forsætisráðu- neytinu. Stein- grímur nam fjöl- miðlafræði við blaðamannahá- skólann í Osló og hefur starfað um árabil við blaða- og fréttamennsku. Hann hefur að und- anförnu starfað sem kynningarstjóri Fróða. Steingrímur Ólafsson er fæddur í Reykjavík árið 1965. Maki hans er Kristjana Sif Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn. Ráðinn upplýs- ingafulltrúi UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, hafa samþykkt ályktun þar sem þeir fagna auknum fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðarleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og trygginga- félögum. „Ungir jafnaðarmenn fordæma hins vegar að viðskiptaráðherra ætli ekki að óska eftir rannsókn á því hvort að verðsamráð eða ólöglegir viðskiptahættir tíðkist eða tíðkuðust í bankakerfinu og hjá trygginga- félögunum, líkt og ráðherrann gerði á sínum tíma þegar hún óskaði eftir því við Samkeppnisstofnun að olíufé- lögin yrðu rannsökuð.“ Fagnar auknu fjármagni Jólakort KFUM og KFUK í Reykjavík er komið út en það er selt til styrktar starfi fé- lagsins á meðal ungs fólks. Hönnuður kortsins er Rúna Gísladóttir mynd- listarkona. Jólakortið kostar 100 kr. stk. og fæst á skrifstofu KFUM & KFUK, Holtavegi 28. Hægt er að panta það í síma: 5888899, bréf- síma: 588 8840 og netfangi: kla- ra@kfum.is. Jólakort KFUM og KFUK FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ telur rangt að ríkið miðstýri launum einn- ar stéttar umfram aðrar. Laun eigi að ráðast á frjálsum markaði en ekki innan nefnda ríkisins. Miðstýring launa sé forneskjuleg og ekki í takt við það sem almennt gerist á mark- aði nú til dags. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. „Hagur kennara mun batna hvað mest verði auknu frelsi komið að við rekstur skólanna og rekstrarformi þeirra breytt. Reka þarf skóla á sama hátt og önnur fyrirtæki sem veita þjónustu. Kennarar eiga betra skilið en að þurfa að deila við eina vinnuveitanda kennara í landinu hvað eftir annað. Þeir eiga að hafa frelsi til að hefja rekstur skóla og ráða aðra kennara í vinnu – rétt eins og með hvert annað fyrirtæki. Það er foreldrum ekki bjóðandi að greiða nær helming launa sinna í skatt og fá í staðinn lokaða skóla og enga menntun fyrir börn sín. Gefa ætti foreldrum það frelsi að velja hvar börn þeirra eru menntuð. Frjálshyggjufélagið hefur ítrekað vakið athygli á svonefndu ávísana- kerfi þar sem foreldrar fá sérstaka menntunarávísun frá ríkinu sem verja má til kaupa á menntun. Með þeim hætti skapast samkeppni á milli skóla og þjónusta batnar til muna. Ávísanakerfi mun bæta hag kenn- ara, auka gæði menntunar og frelsa kennara undan því að þurfa að taka á sig mikið launatap hvað eftir annað í síendurteknum verkföllum,“ segir í ályktuninni. Frelsi í launa- málum í stað miðstýringar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.