Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarki HeiðarHaraldsson fæddist á Hvamms- tanga hinn 23. maí 1969. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 9. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Bára Garðarsdóttir, f. 12. maí 1949, og Harald- ur Borgar Pétursson, f. 18. jan. 1945, og búa þau á Hvamms- tanga. Systkini Bjarka eru Hrannar Birkir, f. 23. mars 1974 og Borghildur Heiðrún, f. 20. júní 1981. Elsta dóttir Bjarka er Karen Ýr Nínudóttir, f. 4. október 1987. Bjarki kvæntist hinn 4. september 1999 eftirlifandi eiginkonu sinni, Rósu Dóru Viðarsdóttur, f. 3. júní 1973. Foreldrar hennar eru Sig- ríður Kristjánsdóttir, f. 11. jan 1952, og Viðar Vilhjálmsson, f. 20. des. 1949, d. 20. jan. 2000. Bjarki og Rósa Dóra eiga þrjú börn, Sig- ríði Heiðu, f. 7. sept. 1993, Harald Viðar, f. 29. mars 1999, og Hólmar Sindra, f. 18. des. 2000. Bjarki ólst upp á Hvammstanga og bjó þar fram á ung- lingsárin. Sem barn og unglingur var hann mikill afreks- maður í íþróttum og átti hann fjölda meta í hinum ýmsu grein- um í sínum aldurs- flokkum, m.a. á hann enn Íslandsmet í 800 m hlaupi stráka 11– 12 ára síðan 1981 í Roskilde. Árið 1989 fór Bjarki í framhaldsskóla á Sauðárkrók og kynntist þar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Rósu Dóru, og bjuggu þau þar frá 1993. Bjarki hóf störf 1993 hjá Fisk- iðjunni Skagfirðingi sem háseti á togaranum Skafta. 1997–98 var hann á Þórunni Sveins frá Vest- mannaeyjum. 1998 hóf hann aftur störf hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi á togaranum Málmey. Útför Bjarka verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Bjarki minn. Þetta er svo óraunverulegt, ég trúi því varla að ég sé að skrifa minningargrein um þig. Við sem ætluðum að verða göm- ul saman og töluðum oft um það sem við ætluðum að gera þegar við yrð- um stór. En nú er hetjulegri baráttu þinni við erfiðan sjúkdóm lokið, baráttu sem gekk svo vel í 13 mánuði eða þar til í september og allar tilraunir til að hjálpa þér gengu ekki upp. Söknuðurinn og sársaukinn er svo mikill, það er svo sárt að hugsa til þess að við fáum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Það sem við eigum núna er minningin um þig og allar stundirnar sem við áttum saman. Við minnumst þín sem yndislegs manns og pabba sem var svo stoltur af fjölskyldunni sinni. Takk fyrir allt, elsku Bjarki minn. Þín Rósa Dóra. Elsku pabbi. Nú ert þú kominn til Guðs og við vitum að nú líður þér vel. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú ert besti pabbi í heimi og verður það alltaf. Við sökn- um þín mjög mikið og vildum að þú værir hjá okkur enn þá. Við hugsum til þín á hverjum degi, minningin um þig lifir í hjarta okkar að eilífu. Sigríður Heiða, Haraldur Viðar og Hólmar Sindri. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Bjarki. Mikið getur lífið verið ósanngjarnt að taka þig burt frá konu og þremur ungum börnum. En ég veit að nú líður þér betur og það er mér og öðrum mikil huggun. Margs er að minnast á þeim fimm- tán árum sem við höfum þekkst. Samverustundirnar voru margar, bæði heima og á ferðalögum. Við gátum alltaf talað um lífið og til- veruna og sumt af því var aðeins milli mín og þín. Stutt var í húm- orinn og stríðnin aldrei langt undan. Jólabarn varstu mikið og elskaðir að taka þátt í undirbúningi þeirra þeg- ar þú varst í landi. Jólahaldið verður því tómlegt í ár án þín. Umhyggja og þakklæti var aðals- merki þitt. Þú hugsaðir fyrst um aðra og síðan um þig. Ég á aldrei eft- ir að gleyma gleði þinni og þakklæti til mín fyrir að hafa verið viðstödd fæðingu Sigríðar Heiðu, eftir langa og stranga sótt. Einnig er mér minn- isstætt þegar Viðar tengdafaðir þinn átti stutt eftir ólifað. Það var í des- ember fyrir nærri fimm árum. Viðar kom heim um helgar á meðan hann gat. Þú varst í frítúr af sjónum og krafðist þess að fá að sitja hjá hon- um á nóttunni til þess að ég gæti sof- ið. Og svo þegar ég var að ræða um áhyggjur mínar af þér, þegar þú greindist með krabbameinið, sagðir þú: ,,Ég hef áhyggjur af þér, þú ert ein, en ég hef ennþá Rósu Dóru og mamma hefur pabba.“ Já, svona var umhyggja þín og einstakt lundarfar. Elsku Rósa Dóra mín. Guð styrki þig og börnin í sorginni. Í huga mín- um ertu sannkölluð hetja. Hvíl í friði, kæri tengdasonur. Sigríður Kristjánsdóttir (Didda). Ég get engan veginn lýst með orð- um öllum þeim söknuði sem ríkir í hjarta mér núna. Bjarki bróðir minn hefur kvatt þennan heim og það á ég aldrei eftir að geta sætt mig við. Að hugsa sér að 35 ára gamall fjöl- skyldufaðir þurfi að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm og láta svo í minni pokann eftir mikla og erfiða baráttu. Mér finnst að svona eigi ekki að geta gerst. Margar spurningar koma upp í hugann á svona erfiðri stundu. Mikil reiði kemur einnig upp í huga mér og tár- in eru mörg sem streyma niður kinn- arnar. Þrátt fyrir alla reiðina og sorgina vil ég þakka Guði fyrir að hafa gert mig að litlu systur hans Bjarka sem er mér mikill heiður og alveg ómetanlegt og minningarnar um þennan góða mann lifa enda- laust. Elsku Bjarki bróðir minn, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú varst mér svo rosalega góður bróðir og reyndir alltaf að passa upp á mig og hugsaðir svo vel um mig. Ég man svo vel þegar þú og Hrannar klædd- uð mig í asnaleg föt og plastpoka og tókuð myndir af mér, þið voruð svo fyndnir saman. Ég var bara fjögurra ára þegar þú fórst burt í framhalds- skóla og ég man hvað ég saknaði þín alltaf mikið og hlakkaði alltaf jafn- mikið til að þú kæmir heim um helg- ar. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar þú fórst komst heim frá Króknum. Ég var átta ára og iðaði af spenningi eftir að fá stóra bróður heim. Svo heyrði ég að þú varst að koma inn og hljóp fram og sá þá að þú varst ekki einn, heldur kominn með Rósu Dóru heim í fyrsta sinn, voða stoltur að kynna hana fyrir fjöl- skyldunni. Ég var fyrst svolítið af- brýðisöm út í Rósu en svo var ég fljót að eigna mér hana líka enda gerði hún þig rosalega hamingju- saman. Þú varst duglegur að kenna mér ýmislegt. Þú fékkst mig til að fara á fótboltaæfingu þegar þú varst að þjálfa, hjálpaðir mér að veiða fyrstu silungana og fleira. Þér tókst að gera allt svo vel sem þú tókst þér fyrir hendur og varst mjög oft lang- bestur. Öll samtölin sem við höfum átt í gegnum tíðina geymi ég vel. Það var hægt að segja þér allt og tala um alla hluti við þig. Þú skilur margt eftir þig, elsku kallinn minn, frábæra eiginkonu, yndisleg börn, stóra fjölskyldu, marga vini og öll munum við sakna þín ólýsanlega mikið. Einnig skilur þú eftir óend- anlega mikið af góðum minningum og þær munu ávallt lifa með okkur. Elsku Bjarki minn. Ég vona inni- lega að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég veit að það er fullt af góðu fólki sem tekur á móti þér. Ég kveð þig, elsku bróðir minn, með söknuð í hjarta og tár í auga og bið Guð að varðveita þig og þína fallegu sál. Ég mun aldrei gleyma þér, eng- illinn minn. Þín systir Borghildur. Elsku stóri bróðir, þú ert farinn. En þó ekki farinn, því minningarnar um þig sem við berum í brjósti okkar og þín yndislega fjölskylda sem þú átt gera þig eilífan. Þú varst sannur vinur ekki síður en bróðir enda leit- aði ég til þín ef mig vantaði ráð, hug- myndir, huggun eða hlátur. Hrein- skilinn en nærgætinn varstu ávallt, hlýr og gott að vera þér nærri. Þú varst fjölskyldumaður af guðs náð, elskaðir fjölskyldu þína og hlúðir að henni með ást og umhyggju allra að leiðarljósi. Að koma til ykkar Rósu Dóru og barnanna, dvelja hjá ykkur dagpart, drekka með ykkur kaffi og spjalla um allt og ekkert eru stundir sem ég mun sakna meira en orð fá sagt. Ég sá ykkur fyrst saman þegar þið komuð með skólarútunni á Tang- ann og við Gústi frændi keyrðum ykkur upp á Garðaveg. Mér fannst þið ólík við fyrstu sýn, þú alltaf stór og ófeiminn en hún heldur smærri og frekar hlédræg. Og saman áttuð þið eftir að eiga fimmtán dásamleg ár. Þegar þú varst núna á sjúkrahús- inu töluðum við Íris frænka við þig um hversu vel þú valdir þegar þú valdir þína konu, og ræktaðir þitt samband sem síðan varð að farsælu hjónabandi. Já, ástríku hjónabandi sem var til fyrirmyndar að öllu leyti. Þú ert sá sem ég hef nú sem leið- arljós í mínu lífi. Eftir að þú veiktist komu sterkar stoðir ykkar Rósu bersýnilega í ljós. Þið stóðuð af ykk- ur allar mótbárur, full bjartsýni og lífsvilja. Þið sátuð ekki auðum hönd- um heldur hélduð áfram að byggja upp heimilið og lifa lífinu, og létuð veikindin ekkert stöðva framtíðar- áform. Það hefðu ekki nema sam- heldin og sterk hjón getað staðið af sér. Ég naut þeirra forréttinda að eiga með þér dásamlega tíma sem aldrei munu gleymast. Síðustu tvennar göngur verða þær sem munu lifa lengst í minningunni ásamt hestaferðinni í sumar er við riðum með Víðidalsánni, já, þá var lífið dásamlegt. En söknuðurinn er mikill og sár, það verður aldrei fyllt það skarð sem nú orðið er. Megi Guð fylgja þér, elsku Bjarki minn, til þeirra starfa sem þér eru nú ætluð. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Þinn litli bróðir, Hrannar Birkir Haraldsson. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn, elsku frændi. Það eru erfið og þung skref, stigin með miklum trega og sorg í hjarta. En minningarnar um þig ylja okkur um hjartarætur og munu gera alla tíð, minningar um ljúfan og yndislegan dreng, góðan eiginmann og föður og ekki síst góð- an vin. Þú varst stóri frændinn í fríðum systkinabarnahópnum sem amma og afi héldu svo myndarlega utan um. Alltaf tilbúinn að vernda litlu frænk- urnar, leiðbeina þeim og vera vinur þeirra þegar á þurfti að halda. Við vorum mikið inni á heimili foreldra þinna fyrstu árin með foreldrum okkar og hefur það án efa verið upp- hafið af nánum vinskap okkar frændsystkinanna. Þú varst ótrúlegt afreksbarn í íþróttum á þínum yngri árum og við munum eftir stoltinu sem við upplifðum þegar stóri frændi kom fyrstur í mark í hlaup- um, sem var ekki ósjaldan – og að sjá þig á verðlaunapöllum. Alltaf varstu góður við okkur og vinur okkar þrátt fyrir að við værum svolítið yngri og þegar við urðum unglingar varð vinskapurinn enn meiri og þú trúnaðarvinur okkar og við þinn. Þegar þú kynntist Rósu Dóru var greinilegt að þú hafðir fundið konu sem var eins og þú, fjöl- skyldurækin, hlý og góð. Eftir að við stofnuðum fjölskyldur og bjuggum sitt í hverjum landshlut- anum hittumst við ekki eins oft en þegar við hittumst var alltaf eins og við hefðum hist í gær, þarna var vin- skapur sem var órjúfanlegur. Áttum við oft löng samtöl um lífið og til- veruna og hvað það væri sem skipti mestu máli í lífinu. Alltaf komstu inn á hversu mikilvægt það væri að eiga góða fjölskyldu, konu, börn, stórfjöl- skyldu og vini og mun sú mynd af þér lifa í huga okkar. Þú talaðir ávallt af mikilli virðingu og vænt- umþykju um fjölskyldu þína og vini en það var þó samt ekki alltaf á há- dramatískum nótum, alltaf barst tal- ið inn á milli að einhverju skemmti- legu og oft hlógum við svo að tárin runnu. Það er gott að eiga slíkar minningar núÞað er aðdáunarvert hvað þú, Rósa Dóra og nánasta fjöl- skylda sýnduð mikinn styrk og sam- heldni síðustu 15 mánuði. Veikind- unum var tekið af miklu æðruleysi en jafnframt með baráttuvilja og nú sem fyrr átti að sigra. Við vitum öll að þessir mánuðir voru gífurlega erfiðir fyrir fjölskyldu þína en þrátt fyrir það voru þið alltaf kát, jákvæð og bjartsýn. Fyrir það erum við svo ótrúlega stolt af þér og þinni fjöl- skyldu. Þriðjudaginn 9. nóvember sl. fréttum við hversu veikur þú varst orðinn og fórum því norður. Að hafa fengið að kveðja þig er okkur ómet- anlegt og að hafa séð hvernig þú tókst á við veikindin og gekkst þín síðustu skref er eitthvað sem við munum alltaf geyma í hjarta okkar. Þú munt ávallt lifa í huga okkar og hjarta, elsku frændi. Því eins og seg- ir einhvers staðar: dauðinn er ekki til á meðan minningin um mann lifir og minningin um góðan dreng, frænda og vin mun lifa með okkur um ókomin ár. Það hjálpar okkur sem söknum þín að vita að það verður tekið vel á móti þér á nýjum stað; Guðjón frændi, Eggert frændi, Magga amma, Pétur afi og Viðar tengdafað- ir þinn. Það er ótrúlegt og óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur, elsku frændi, aðeins 35 ára gamall. En þú fékkst engu um það ráðið frekar en við, því miður. Nú bíður Rósu Dóru stórt og mikið verkefni, að hugsa um ungu börnin ykkar þrjú og lifa lífinu án vináttu þinnar og nálægðar. Við biðjum Guð að blessa hana, fjöl- skyldu hennar og börnin: Sigríði Heiðu, Harald Viðar, Hólmar Sindra og Karen Ýri. Við biðjum Guð að blessa, foreldra þína, systkini, ömmu og afa og aðra fjölskyldumeðlimi, og veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Þau eiga öll um sárt að binda nú en munu, eins og við, geyma ljúfar minningar um yndislegan dreng. Guð blessi þig og varðveiti, elsku frændi. Sjáumst seinna. Harmið mig ekki með tárum, þó að ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Úr Spámanninum.) Þínar frænkur, Íris og Sóley. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Rósa Dóra. Harmur þinn er mikill við fráfall Bjarka. Hjónaband ykkar einkenndist ávallt af mikilli virðingu, ástúð, samstöðu og sam- vinnu. Þið voruð eins og beint og fal- legt tré. Stofninn stór og sterkur og greinarnar tákn fyrir lífshlaupið. Hlykkjóttar á stundum, rétt eins og lífið sjálft. Nú er kominn stór brest- ur í stofn trésins og sumar grein- arnar dottnar af. Ég vona að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og horfa fram á veginn. Styrkinn getur þú sótt til ljúfu stundanna. Má í því sambandi nefna giftingu ykkar fyrir rúmum fimm ár- um. Athöfnin haldin í faðmi fjöl- skyldunnar í stofunni heima hjá for- eldrum þínum. Þá var faðir þinn orðinn mikill sjúklingur og átti erfitt með að fara yfir. Stundin var ynd- isleg og fer seint úr minni þeirra sem þar voru. Guð blessi minningu góðs drengs og styrki ættingja og vini í sorginni. Kristín G. Friðbjörnsdóttir og fjölskylda. Komin norður með gjöf handa litla frænda með ljósu liðuðu lokkana, vakin um miðja nótt og hann stendur við rúmið með hjálminn á hausnum og annað í höndunum og vill koma upp í – ekki málið. Í Bergstaðastrætinu í heimsókn hjá Guðjóni frænda, þvílíkt fjör, leik- ur og slagsmál, ég gefst upp og þeir svo sterkir, hreyknir og ánægðir með sig – nú aftur saman. Á Reykjaskóla stolt að fylgjast með keppni í frjálsum – hann er svo góður. Mætt í réttir, hann fluttur að heiman en kominn frá Króknum hamingjusamur brosandi út að eyr- um nýorðinn pabbi og Rósa Dóra veitti honum leyfi til að gegna sínum skyldum með Gangnafélaginu Brynjólfi – mikil alvara og mikið gaman. Ættarmót í Steinstaðaskóla á síð- asta ári, við úti, hann með strákana sína, ég með ömmustrákinn, skemmtum okkur við að fylgjast með þeim hlaupa fram og til baka á stéttinni og Hólmar litli reyndi eins og hann gat að halda í við þá eldri, ástúðin og væntumþykjan leyndu sér ekki. Búinn að eiga í veikindum en hafði það bara fínt á leiðinni á sjó- inn aftur svo bjartsýnn og glaður – en skjótt skipast veður í lofti. Ég sakna þín svo. Þín frænka Unnur. Orð mega sín lítils á stundu sem þessari til að lýsa því hvernig síðasta ár hefur verið. Maður hefur setið hljóður frá því að þú skildir við og minningabrotin hafa komið og heim- sótt mann reglulega. Þú varst einn af mínum æskuvin- um, einn af góðum hópi félaga sem ólst upp á Hvammstanga sem hefur síðan þá haldið hópinn. Þú varst eng- inn meðalmaður í þeim félagsskap, þú varst ekki meðalmaður í neinu sem þú tókst þér fyrir hendur. Af- reksmaður varstu á mörgum sviðum og þau afrek sem unnin voru á íþróttavellinum gerðu þig fremstan meðal jafningja en upp úr stendur vinskapur þinn og hve mikið þú lagð- ir á þig til að rækta og viðhalda vina- hópnum. Þér var umhugað um að við misstum ekki sjónar hver á öðrum og varst reglulega í sambandi við okkur og hélst okkur við efnið. Síðasta ár dýpkaði vináttu okkar er ljóst var að þú hefðir greinst með krabbamein sem var þess eðlis að batahorfur voru mjög litlar. Áfallið var mikið og enginn vissi hve langur tími þér yrði gefinn. Það er á svona stundum sem hetjur verða til og við hin getum lítið annað en fylgst með og vottað virðingu okkar. Sú ákvörð- un ykkar Rósu að takast á við veik- indin með jákvæðnina að vopni breytti gangi sjúkdómsins að mörgu leyti. Frá fyrstu stundu var alveg ljóst að það sem þið áttuð saman var einstakt. Allt síðasta ár var fullt af markmiðum og náðust þau eitt af öðru og tíminn var vel nýttur. Fram- tíðin var í þínum huga ekki óraun- hæft markmið en þú gerðir þér vel grein fyrir alvarleika málsins og vissir að brugðið gæti til beggja vona Þær stundir sem við áttum saman við spjall og hugleiðingar eru mér mjög dýrmætar í dag og geymi BJARKI HEIÐAR HARALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.