Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 16

Morgunblaðið - 20.11.2004, Page 16
RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 6,1 milljarðs króna halla á síðasta ári samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Hallarekstur ríkisjóðs árið 2002 var 8,1 milljarður. Auk- inni lánaþörf á síðasta ári var mætt með tekjum frá sölu eigna og af- borgunum veittra lána auk nýrra lána. Eignir ríkissjóðs minnkuðu um 18,4 milljarða á síðasta ári og skuldir um 5,8 milljarða. Eiginfjár- staða versnaði um 12,6 milljarða í fyrra samanborið við 2,8 milljarða bata á árinu 2002. Skýrslu Ríkisendurskoðunar má finna á Netinu: http.//www.rikisendurskod- un.is/files/skyrslur_2004/rikis- reikningur_2003.pdf 6,1 millj- arðs halli ríkissjóðs 16 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! HAGNAÐUR Flugleiða og 13 dótt- urfélaga fyrir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins nam tæpum 2,7 milljörð- um króna, en fyrir skatta nam hagnaðurinn 3,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir skatta 2,1 milljarður króna. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum seg- ir að aðeins einu sinni á sl. tíu árum hafi félagið náð betri afkomu af reglu- legri starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins. Í tilkynningunni segir að afkoma nú sé betri í flestum rekstrargreinum en á sama tíma í fyrra, fjármuna- myndun hafi verið sterk og handbært fé hafi aldrei verið meira. Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 18% frá fyrra ári samkvæmt tilkynningunni og áfram er stefnt að öflugum vexti. Betra en bráðabirgðauppgjör Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segist í tilkynningunni vera mjög ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er ívið betra en kom fram í bráðabirgðauppgjöri sem félagið birti í tengslum við hlutabréfaútboð fyrr í mánuðinum. Í þessu uppgjöri kemur fram sá styrkur sem byggður hefur verið inn í reksturinn undanfarin ár. Félagið hefur sótt fram í mjög fjöl- þættum rekstri í flugi og ferðaþjón- ustu og hefur náð góðum tökum á þessari starfsemi með því að skipta henni í sjálfstæðar rekstrareiningar. Flugleiðir eru að ná góðum rekstr- arárangri þriðja árið í röð á sama tíma og flugfélög í okkar heimshluta eiga flest mjög á brattann að sækja. Þetta hefur skapað félaginu grundvöll til að sækja fram og stefna á bæði innri og ytri vöxt,“ segir Sigurður. Velta Flugleiða á tímabilinu var 34 milljarðar króna, sem er 14% aukning frá fyrra ári, og rekstrarkostnaður var 31 milljarður króna sem einnig er 14% hækkun. Flugleiðir setja arðsemismörk Í tilkynningunni segir að öll starf- semi Flugleiða fari fram í 13 dóttur- fyrirtækjum, en móðurfélagið, Flug- leiðir, setji þeim arðsemismörk, stýri áætlanagerð og fjárfestingastefnu. Icelandair er langstærsta dótturfélag samstæðunnar með um helming veltu á árinu í heild. Í tilkynningunni segir að Icelandair vinni náið með öðrum fyrirtækjum samstæðunnar, sem tengjast alþjóðaflugrekstri. Icelanda- ir sinni t.d. öllum flugrekstri fyrir Loftleiðir Icelandic, sem starfar á al- þjóðlegum leiguflugsmarkaði, og fyr- ir Flugleiðir Frakt, sem starfar á al- þjóðlegum fraktmarkaði. Starfsemi Flugleiðasamstæðunnar á þessum tveimur sviðum, hefur vaxið umtals- vert síðustu misseri samkvæmt til- kynningunni, leiguflugið um hér um bil 50% og fraktflugið um liðlega 20% og afkoman hafi verið góð. Ætlar fé- lagið að halda áfram sókn á þessum vettvangi. Flugleiðir gera ráð fyrir betri af- komu af starfseminni á þessu ári en árið 2003. Því bendi allt til þess að 2004 verði annað besta rekstrarár í sögu félagsins. Í markmiða- og rekstraráætlun fyrir árið 2005 sem félagið vinnur nú að er gert ráð fyrir áframhaldandi hagnaði af starfseminni, áframhald- andi vexti í öllum helstu fyrirtækjum samstæðunnar og nýjum landvinn- ingum í fjárfestingum. Þá verður mik- ið kapp lagt á að stýra framboði hvar- vetna í samstæðunni í takt við arðbæra eftirspurn, að því er segir í fréttatilkynningu Flugleiða. Flugleiðir hagnast um 2,7 milljarða króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Næst best Flugleiðir hafa aðeins einu sinni á sl. tíu árum hagnast meira. FLUGLEIÐIR munu hugsanlega auka við hlut sinn í breska lág- gjaldaflugfélaginu easyJet, sem fé- lagið á nú 10,1% hlut í. Þetta er haft eftir Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni Flugleiða, á fréttavefnum Bloomberg. Segir Hannes í samtali við fréttavefinn að Flugleiðir verði að leita út fyrir Ísland ætli fyrirtækið að eiga möguleika á því að vaxa. Þá sé ljóst að það muni verða sam- þjöppun á lággjaldamarkaðnum á næstunni og stoðir easyJet séu styrkar. Óháður sérfræðingur á sviði flug- félaga með aðsetur í London, Chris Tarry að nafni, segir í samtali við Bloomberg, að samlegðaráhrifin af samruna Flugleiða og easyJet séu engin. Hann segir að Íslending- arnir eigi peninga en spyr jafn- framt hvað annað þeir hafi fram að færa. „Kannski þurfa þeir aðeins að koma peningunum sínum fyrir,“ segir hann. Hlutabréf í easyJet hafa hækkað um 33% frá því Flugleiðir keyptu fyrst 8,4% hlut í félaginu hinn 22. október síðastliðinn, en fjórum dög- um síðar jók félagið hlut sinn um 1,7%. Flugleiðir eru fjórði stærsti hluthafinn í easyJet. Grikkinn Stel- ios Haji-Ioannou, stofnandi easy- Jet, er stærsti hluthafinn ásamt fjölskyldu sinni með 41% hlut. Heppileg landfræðileg staða Bloomberg fjallar einnig um kaup Air Atlanta á breska leigu- flugfélaginu Excel, sem félagið á nú 84% hlut í. Segir Bloomberg að bæði Hannes Smárason og Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Atlanta, veðji á að hagstæð landfræðileg staða Ís- lands, mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, geri íslenskum flug- félögum kleift að ná til sín fólks- og fraktflutningum milli meginland- anna. Þá segir Bloomberg að þeir Hannes og Magnús séu af nýrri kynslóð íslenskra athafnamanna, sem hafi fylgt á eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, sem hafi komið víða við í fjárfestingum erlendis, m.a. á Bret- landi. Frekari kaup hugsanleg ÍSLENDINGARNIR sem keyptu 83% hlut í dönsku verslanakeðjunni Magasin du Nord í síðustu viku fengu keðjuna á útsölu, að því er segir í Berlingske Tidende í gær. Í grein í blaðinu segir að Baugur Group, Straumur Fjárfestingarbanki og B2B Holding, félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt, sem stefni nú að því að eignast Magasin du Nord að fullu, hafi áður kannað möguleg kaup á keðjunni en horfið frá. Hins vegar hafi kaupendurnir ekki staðist mátið þegar Magasin bauðst á 4,8 milljarða króna. Hefur BT eftir Jóni Ásgeiri Jó- hannssyni, forstjóra Baugs, að Magasin hafi haft samband við Baug fyrir tveimur árum þegar greint var frá því að fyrirtækið ætlaði að opna Debenhams-verslun í Danmörku. Þá hafi Baugur kynnt sér Magasin, en niðurstaðan orðið sú að ekki væru for- sendur fyrir því að kaupa keðjuna. Segir Jón Ásgeir að síðan þá hafi efnahagsástandið batnað, og í sept- ember síðastliðnum hafi málið aftur verið tekið til skoðunar. BT segir Jón Ásgeir ekki draga dul á það að með kaupunum á Magasin komi íslensku fjárfestarnir höndum yfir eignir keðjunnar, sem séu meira virði en nemur kaupverðinu á henni. Magasin á útsölu? ● FYRSTA rafræna lyfjapöntunin frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi til Lyfjadreifingar ehf. var send í gær. Samkvæmt fréttatilkynningu frá ANZA hf. fór pöntunin í gegnum Raf- rænt markaðstorg sem rekið er af ANZA hf. í samstarfi við Ríkiskaup. Tenging fjárhagskerfis ríkisins og markaðstorgsins er sagður stór áfangi, sem auðveldi ríkinu að ná hagræðingu í innkaupum. Rafræn lyfjapöntun ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                          !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1        / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *(&) *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!#   !  "#  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!     >            >  >   > > > > >   > >  > > > > > > >  !4 "#  4   $! > >    > > >   >  >   > >   >  > >  > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ >  AB @  AB > > @ >  AB @ > AB @ >AB @ AB > @ >AB @ >  AB > > @ AB > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $ $ $ $ $  >  $  $ $  $ $ $ $ $  $  $ > $ > $ > > > > >  $ > >  > > > > > > > $                  >   >   >                                                    =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&        >      > > > > > > >   > >  > > > > > > >  ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði í gær um 0,46% og var lokagildi hennar 3.396,11 stig. Mesta lækkun varð á bréfum Landsbankans, eða 1,7%, en mesta hækkun varð á bréfum Marel, eða 1,5%. Úrvalsvísitalan lækkaði 9 &F .GH    A A <.? I J  A A K K -,J    A A *J 9 !    A A LK?J IM 6"!     A A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.