Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það munaði bara hársbreidd hjá okkur í Kabúl, hr. Powell. Fótgönguliðið okkar stóð bara alveg berskjaldað við teppakaupin. Í flestum íþróttum ervissulega keppt íkynjaflokkum, en rökin fyrir því eru að kynin séu það ólík, t.d. með tilliti til líkamsstyrks, að ósann- gjarnt væri að stefna kynj- unum saman í einum flokki. En hvað þá þegar kemur að hreinræktuðum hugaríþróttum? „Það er sannarlega rétt að skák hefur þann ein- staka eiginleika á meðal al- þjóðlegra keppnisgreina að það þarf ekki að greina á milli kynja. Skákin er á þann hátt fallega kynlaus og fer ekki í manngreinar- álit eftir kyni, aldri, lík- amsburði, menningarheimi eða yf- irleitt nokkru öðru,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambands Íslands, og bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að langflest skákmót sem fara fram í heiminum í dag eru blönduð, þ.e. fyrir bæði kynin. Hins vegar sé komin hefð fyrir því að keppa bæði í opnum flokki og í sérstökum kvennaflokki á stórum skákmótum á borð við Ólympíu- mótið. „Við íslensku stelpurnar, rétt eins og kynsystur okkar í öðrum löndum, höfum frá unga aldri teflt fyrst og fremst við stráka. Í ljósi sögulegra og félagslegra stað- reynda, er hins vegar að mínu mati bæði nauðsynlegt og dýrmætt að halda í sérstaka stúlkna- og kvennaskákviðburði af öllu tagi. Þetta er viðbót við blönduðu mótin, aukabúgrein sem er til þess gerð að styrkja stelpur og konur í þeirra keppni við strákana. Fræði- lega séð ætti þetta svo sem að vera algjör óþarfi, en raunveruleiki ungra stúlkna og kvenna í skák- heiminum er allt annar en sá fræðilegi; hann er lifður, og ef sá lifði raunveruleiki er ekki vinveitt- ur stúlkum getur hann komið í veg fyrir að þær fái að þroska og nýta hæfileika sína og ástríðu á skák- sviðinu til fulls. Mér er sama hversu stóryrtir menn geta verið í yfirlýsingum um hversu jöfn kynin ættu í raun að vera í skáklistinni. Mér er hins vegar ekki sama um allar þær stelpur sem missa móðinn og hætta að tefla vegna þess að fé- lagslega er það þeim of erfitt í heimi sem er yfirgnæfandi heimur karlmanna og hefur sögulega verið þeim lokaður eða andsnúinn á mis- munandi hátt. Það eina sem skiptir máli í þessu er að stúlkur hafi jafna möguleika á að nýta hæfileika sína í skáklistinni til fulls á við stráka. Sú einfalda staðreynd að karlmenn eru enn í yfirgnæfandi meirihluta sem sterkustu skákmenn heims, sýnir einmitt að svo er í raun ekki.“ Jákvæð viðbót Guðfríður bendir á að í jafn erf- iðri og krefjandi keppnisgrein sem skák er skipti öllu máli að fólk hafi trú á sjálfu sér og innri styrk. Til þess þurfi vinveitt umhverfi sem veiti hvatningu, stuðning og skjól, en af ýmsum ástæðum hefur þetta umhverfi ekki verið nógu öflugt fyrir stúlkur. Það sé þó að breyt- ast. „Það er ómetanlegur stuðn- ingur fyrir stúlkur að geta byggt upp sitt eigið samfélag í skákheim- inum, samhliða samfélagi beggja kynja, til þess einmitt að gera þær sterkari á svellinu á móti strákun- um. Sérstakir stúlkna- og kvenna- viðburðir í skáklistinni eru jákvæð viðbót. Sú viðbót gefur mikið til stúlkna sem þurfa á því að halda, án þess að taka nokkuð í staðinn frá almennu skáklífi, þvert á móti.“ Guðfríður segist vonast til þess að sá dagur renni upp að hin fræði- lega skilgreining að konur standi jafnar körlum í skák standist raun- veruleikann. „Þegar ungum stúlk- um líður jafn vel í skákheiminum og finna fyrir jafn mikilli hvatn- ingu, innri styrk, fyrirmyndum og metnaði og strákar, skal ég fagna mest allra að hægt sé að leggja nið- ur alla sérstaka stúlkna- og kvennaviðburði. Sá dagur er hins vegar ekki kominn. Og satt best að segja er gríðarleg vinna framund- an ef hann á nokkurn tímann að renna upp.“ Aðspurður segir Helgi Ólafsson, stórmeistari, ekkert sem mæli gegn því að kynin keppi saman í opnum flokki, enda sé það algeng- ara fyrirkomulag í dag en aðskilin mót. Hann veltir upp þeirri spurn- ingu hvort ástæða þess hve fáar konur séu atvinnumenn í skák stafi af því að slíkur árangur kalli á gíf- urlegar fórnir sem konur séu al- mennt kannski ekki reiðubúnar að færa. Helgi telur að útskýra megi betra gengi karla í skák með sam- spili margra þátta, bæði félags- legra, uppeldislegra og líffræði- legra. Einnig verði að hafa í huga að almennt séu karlmenn mun „aggresívari“ en konur og virðast sækja mun meira í harðar keppn- isgreinar. Helgi segir það sína reynslu að almennt virðist kynin standa algjörlega jöfnum fótum í yngri flokkunum og stundum séu 12 og 13 ára stúlkur jafnvel bestar í sínum árgangi. „Hins vegar virð- ast stúlkur frekar heltast úr lest- inni og jafnvel gefa skáklistina upp á bátinn þegar þær eldast. Að mínu mati þarf skákhreyfingin að styrkja félagslega þáttinn til muna þannig að við séum með öflugar kvennasveitir.“ Fréttaskýring | Af hverju er kynjaskipting í skáklistinni? Karllægur skákheimur Er þörf á sérstökum kvennaflokki í hugaríþrótt á borð við skák? Harpa Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari kvenna. Skákin er kynlaus og fer ekki í manngreinarálit  Á vel flestum skákmótum, hvort heldur sem er alþjóðlegum eða innlendum, sem haldin eru í dag keppa kynin saman í opnum flokki. Hins vegar er hefð fyrir því að keppa bæði í opnum flokki og sérstökum kvennaflokki á nokkrum stórmótum og má þar nefna Ólympíuleikana í skák sem dæmi. Að mati forseta Skák- sambands Íslands eru sérstakir kvennaflokkar jákvæð viðbót ætluð til þess að styrkja konur í hinu almenna skáklífi. silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.