Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GLATAÐ TÆKIFÆRI Þátttakendur á ráðherrafundi Norð-urskautsráðsins í Reykjavík undir- rituðu í gær svonefnda Reykjavíkuryf- irlýsingu, þar sem segir meðal annars að aðildarríki ráðsins, sem eru átta talsins, skuldbindi sig til að stuðla að áframhald- andi þróun og verndun umhverfisins á norðurskautssvæðinu. Yfirlýsingin er skref í rétta átt, en betur má ef duga skal. Fyrir fundinum lá ný skýrsla Norð- urskautsráðsins um loftslagsbreytingar á norðurslóðum, en meginniðurstöður hennar voru þær að hitastig þar hækkaði helmingi hraðar en annars staðar í heim- inum og að athafnir mannsins hefðu víð- tæk áhrif á náttúru og mannlíf á þessu svæði. Skýrslan var kynnt á ráðstefnu vísindamanna hér á landi fyrr í þessum mánuði og dregur ekki upp ýkja bjarta mynd af þróun loftslags á komandi ára- tugum. Því er spáð að á næstu öld kunni hitastig að vetri að hækka um tíu gráður á þessu svæði, sem leitt gæti til hækk- andi sjávarstöðu og útrýmingar dýrateg- unda. Jafnframt gætu slíkar hitabreyt- ingar haft áhrif á hafstrauma. Í skýrslunni kemur fram að veðurfars- breytingar af völdum útblásturs gróður- húsalofttegunda, einkum vegna notkun- ar á olíu, gasi og kolum, séu hvergi meiri en í okkar heimshluta. Nú hafa öll aðild- arríki Norðurskautsráðsins nema Bandaríkin staðfest Kyoto-bókunina um ráðstafanir gegn losun gróðurhúsaloft- tegunda, en engin teikn eru á lofti um stefnubreytingu á síðara kjörtímabili George W. Bush. Í ljósi þess að Bandaríkjamenn menga mest allra þjóða, bera ábyrgð á fjórðungi útblásturs gróðurhúsalofttegunda í heiminum, er afstaða Bandaríkjastjórn- ar mikið áhyggjuefni. Oft er haft á orði að mengun virði engin landamæri. Áhrifa loftslagsbreytinga sem verða vegna losunar gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum gætir um allan heim, og ekki síst í okkar heimshluta. Þá er vart við því að búast að þróunarlönd taki sig á í þessu efni ef Bandaríkjamenn, sem gjarnan stilla sér upp sem fyrirmyndar- þjóð í flestu tilliti, skorast undan því. Stjórn Bush hefur sagt að hún vilji grípa til annars konar aðgerða en kveðið er á um í Kyoto-bókuninni. Slíkar aðgerðir hafa hins vegar látið á sér standa. Á ráðherrafundinum í Reykjavík í gær var ekki tekin ákvörðun um neinar skil- greindar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, né voru Banda- ríkin beitt teljandi þrýstingi um að axla sína ábyrgð á aðsteðjandi vanda. Taka má undir með Náttúruverndarsamtök- um Íslands, sem sögðu í gær að það liti út fyrir að ríki Norðurskautsráðsins hefðu misst af tækifæri til að veita forystu í að- gerðum til að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að lífríki norðursins. ÓVISSUÁSTAND Í ÚKRAÍNU Bæði stjórn og stjórnarandstaða íÚkraínu sögðu í gær að landiðrambaði á barmi borgarastyrj- aldar. Yfirkjörstjórn landsins lýsti yfir því í gær að Viktor Janúkovítsj, núver- andi forsætisráðherra, hefði sigrað í forsetakosningunum, sem fóru fram á sunnudag. Viktor Jústsjenkó, mótfram- bjóðandi hans, neitaði að viðurkenna ósigur og hvatti til allsherjarverkfalls. Síðustu daga hafa mörg hundruð þús- und manns mótmælt meintu kosninga- svindli um allt land, ekki síst í Kíev, höfuðborg landsins. Kosningarnar í Úkraínu hafa snúist upp í val á milli austurs og vesturs. Jan- úkovítsj er frambjóðandi fráfarandi for- seta, Leoníds Kútsjma, sem setið hefur í áratug, og hefur hann einnig notið dyggs stuðnings Rússa. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst yfir áhuga á að ganga í Evrópusambandið og sömuleiðis hefur landið átt góð sam- skipti við Atlantshafsbandalagið í gegn- um friðarsamstarf þess. Janúkóvítsj hefur lýst yfir því að hann muni horfa til austurs og meðal annars sagt að hann hyggist gera rússnesku að opin- beru tungumáli í Úkraínu. Jústsjenkó er fyrrverandi seðlabankastjóri lands- ins og gegndi embætti forsætisráðherra frá 1998 til 2001, þegar Kútsjma vék honum úr embætti. Hann hefur lagt ríka áherslu á tengslin í vesturátt. Úkraína var áður hluti af Sovétríkj- unum og eru mikil söguleg tengsl milli landsins og Rússlands. Í austurhlutan- um er stór hluti íbúa rússneskumælandi og þar á Janúkóvítsj mestan stuðning. Stuðningur Jústsjenkós er hins vegar mestur í vesturhlutanum þar sem úkra- ínska er fyrsta mál. Vladimír Pútín, for- seta Rússlands, er mjög í mun að halda í ímynd hins rússneska stórveldis og hafa stjórnmálaskýrendur bent á að hann hafi að undanförnu aukið tilraunir til að hafa áhrif í gömlu Sovétlýðveld- unum. Hann leggur því áherslu á að missa landið ekki í faðm vestursins og síst myndi hann vilja að mörk NATÓ næðu til landamæra Úkraínu og Rúss- lands. Framkvæmd kosninganna á sunnu- dag hefur verið gagnrýnd og segja al- þjóðastofnanir, sem fylgdust með þeim, að þær hafi verið meingallaðar. Kútsjma forseti skoraði í gær á leiðtoga annarra ríkja að skipta sér ekki af gangi mála í Úkraínu. Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjórnvöld landsins yrðu að ákveða hvort þau styddu lýðræði eða ekki og varaði við því að það gæti haft afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna yrði ekkert að gert. Jose Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, sagði sömuleiðis að það gæti haft áhrif á samskipti Úkraínu og ESB yrði óháðum aðilum ekki falið að fara yfir framkvæmd kosninganna. Fréttaskýrendur hafa sagt að mót- mælin síðan á sunnudag minni á það þegar Úkraínumenn flykktust út á göt- ur árin 2000 og 2001 í mótmælaskyni eftir að blaðamaðurinn Georgí Gong- adze var myrtur. Þau mótmæli fjöruðu út, en ekki er víst að það muni gerast nú og velta menn fyrir sér hvort nú sé komið að pólitískum umbrotum á borð við þau, sem hafa átt sér stað í fyrrver- andi lýðveldum Sovétríkjanna sálugu frá árinu 1991, nú síðast þegar Eduard Shevardnadze hrökklaðist frá völdum í Georgíu. Ólíklegt er talið að stjórnvöld í Úkraínu beiti mótmælendur valdi, en þeir eru ekki aðeins úr röðum stjórn- arandstæðinga. Stuðningsmenn stjórn- arinnar hafa streymt til höfuðborgar- innar og gæti slegið í brýnu milli andstæðra fylkinga. Ógerningur er að segja til um það hvort Janúkóvitsj og Kútsjma, sem kallar mótmælin „póli- tískan farsa“, eru reiðubúnir til að gefa eftir. Hins vegar er greinilegt að Úkra- ínumenn eru ekki reiðubúnir til að láta hvað sem er yfir sig ganga og stjórn- völdum í landinu ber að sýna að þau séu reiðubúin til að stunda opin og gagnsæ vinnubrögð og láta fara yfir fram- kvæmd kosninganna. Úkraínumenn eru ekki tilbúnir að sætta sig við að rang- lega kjörinn forseti taki við völdum og fari svo er byltingarhugur í stórum hluta þjóðarinnar. ÞÁTTTAKENDUR í ráðherrafundi Norð- urskautsráðsins sem haldinn var á Nordica hótel í gær undirrituðu svonefnda Reykja- víkuryfirlýsingu þess efnis að átta aðild- arríki ráðsins skuldbindi sig til þess að stuðla að áframhaldandi þróun og verndun umhverfisins á norðurskautssvæðinu. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis- ráðherra stýrði fundinum og sagði að eitt stærsta málið sem Norðurskautsráðið stæði frammi fyrir væru loftslagsbreyt- ingar á norðurslóðum. Meðal þess sem rætt var á fundinum voru hugsanleg við- brögð við hlýnun loftslags. Rússar taka nú við formennsku í Norð- urskautsráðinu. Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússa, ávarpaði fundinn og sagði meðal annars að Rússar hygðust á þeim tíma sem þeir færu með formennsku í ráðinu auka aðgerðir sem miðuðu að því að vinna gegn mengum á norðurskautinu. Hlutverk frumbyggja verði viðurkennt Í Reykjavíkuryfirlýsingunni kemur m.a. fram að mikilvægt sé að viðurkenna hlut- verk og auka þátttöku frumbyggja í störf- um norðurskautsráðsins og annarri tengdri starfsemi þess. Þá er í yfirlýsing- unni lýst ánægju með starf vinnuhópa ráðsins og aukinn sýnileika ráðsins á al- þjóðavettvangi. Lögð er áhersla á mikilvægi alþjóðlegr- ar samvinnu um að takast á við aðkallandi málefni skautsrá þjóðleg stjórnir. hið mik skautinu til mögu inn lífsm urskauts inu fagn Varða slóðum alþjóðle breyting eða Arct á vegum sem ger Rannsóknum skautssvæðinu h VINNA Norðurskautsráðsins hefur skilað áþreifanlegum árangri og við skiljum betur flók- ið umhverfi okkar og erum að taka skref í þá átt að koma í veg fyrir mengun og vernda nátt- úruauðlindir okkar. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra á fjórða ráðherrafundi aðildarríkja Norðurskautsráðs- ins á Nordica hóteli í gær en utanríkisráðherra er formaður ráðsins. Davíð sagði vinnu ráðsins hafa leitt til þess að menn beini sjónum sínum í auknum mæli að samfélagslegum, efnahagslegum og menningar- legum aðstæðum íbúanna við norðurskautið. Þá skipti það miklu máli að hlustað sé betur á radd- ir norðurskautsþjóðanna annars staðar í heim- inum, eftir því sem tengsl svæðisins við aðra heimshluta efldist. Davíð þakkaði sérstaklega þann stuðning sem Ísland hefði fengið í meðan það gegndi for- mennsku. „En athygli okkar á einkum að beinast að framtíðinni. Norðurskautið er svæði þar sem eru mikil tækifæri, bæði efnahagsleg og menn- ingarleg. Um aldir hafa íbúar svæðisins sýnt ótrúlegan hæfileika við að laga sig að breyttum aðstæðum. Við verðum vitaskuld að gera okkur grein fyrir þeim umhverfisbreytingum sem við höldum áfram að mæta,“ sagði Davíð. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, Da ráðherrra og formaður Norðurskautsráðsins, og Gu Betur hlustað á norðurskautsþj HVAÐA fólk er það sem stjórnmála- og vís- indamenn leggja svo mikla áherslu á að gegni hlutverki við að móta framtíð norðurskauts- ins og leggi fram þekkingu sína á sínum heimahögum? Og hver er reynsla þessa fólks? Craig Fleener af Gwich’in þjóðflokknum Fort Yukon í Alaska er íbúi af norðurskauts- svæði og hefur reynt hlýnun á norðurslóðum á eigin skinni. „Eflaust hefurðu heyrt að norðurskauts- svæðið er loftvog alls heimsins hvað snertir loftslagsbreytingar,“ segir hann við Morg- unblaðið. „Og í framtíðinni munu breytingar á borð við þær sem eiga sér stað á norð- urslóðum ná yfir allan hnöttinn. Undanfarin ár höfum við orðið vör hlýnun á mínum heimaslóðum í Yukon í Austur-Alaska. Síð- asta sumar mældist úrkoman aðeins 5 cm og hefur aldrei verið minni frá því mælingar hófust. Af þ on aldrei ve hafa skógar sumar urðu lendis eldi a stæður ger svæðinu. A háð þeim fo ar mat og h arlegu veðu verður lífsb hægt að ber hins vegar u breyttum a því að við h landgæðum irkomulags um dýra- og að upp á ok ekki til stað því ekki ske frjálsan aðg Úrkomubrestur og miklir skógareldar Morgunblaðið/Golli Craig Fleener ásamt dóttur sinni, Rachel, frá Fort Yukon í Alaska. PAULA Dobriansky, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem er einn átta fulltrúa sem standa að Reykjavíkuryfirlýs- ingunni, þakkaði Íslendingum fyrir að hjálpa Bandaríkjamönnum að beina augum sínum að íbúum norðurskautsins á und- anförnum tveimur árum og fyrir að koma auga á möguleika á nánari vísinda- samvinnu og upplýsinga- og sam- kiptatækni til að stuðla að sjálfbærri þró- un. Bandaríkjastjórn væri umhugað um mál- efni norðurskautsins sem sýndi sig í 845 milljón dollara framlagi til málaflokksins frá árinu 2002. Á undanförnum áratug hefði Norð- urskautsráðið verið einstakur vettvangur fyrir fulltrúa ríkisstjórna og borgara til að skiptast á upplýsingum um mikilvæg mál- efni norðurskautsins. Í samtölum við fjölmiðla sagði Dobr- iansky að þær umræður sem hefðu átt sér stað í tengslum við málefni norðurskauts- ins endurspegluðu líflega þátttöku aðila af opinberum vettvangi jafnt sem óop- inberum. Taldi hún Reykjavíkuryfirlýsinguna ekki bara or staklega á s þyrftu aðsto yrðum og kæ „Við erum s.s. með því og benda á m anlega orku ánægð,“ sag Hún minn hefðu sjálfir hefðu þeir v um sem sum bókunina. V arlönd og ön held að við e markmið þó þeim. Þessi áherslur sem Hún sagð mikilli eftirv síðna lokask sem felur í s 300 vísindam norðurslóðu skýrsluna o ar.“ Bandaríkja- stjórn umhugað um málefni norðurskautsins Morgunblaðið/Golli Dr. Paula Dobriansky, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.