Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur á síðustu dögum látið í ljósi andstöðu sína við notkun lyfjaprófa á íslenskum vinnumark- aði og hefur talsmaður félagsins meðal annars fullyrt ranglega að beiðni um lífsýni í þessu samhengi sé „alltaf óeðlileg og óheimil“ (Mbl. 18. nóv.). Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á ástæður og skilyrði notkunar lyfjaprófa á vinnu- markaði. Hvers vegna lyfjapróf? Áhugi íslenskra vinnu- veitenda á notkun lyfjaprófa er eðlileg afleiðing af vaxandi notkun ólöglegra vímugjafa hér á landi. Starfsmaður undir áhrifum vímugjafa getur óafvitandi ógnað öryggi og heilsu samstarfs- manna sinna, viðskiptavina og al- mennings, auk þess að skaða eigin heilsu. Erlendar rannsóknir benda til þess að meirihluti notenda ólög- legra vímuefna sé í fullri vinnu, og að hluti slysa og dauðsfalla á vinnu- stöðum tengist lyfjanotkun. Líklegt er að því sé svipað farið hér á landi. Eftirlit með lyfjanotkun starfs- manna er sérstaklega mikilvægt í atvinnugreinum þar sem almanna- hagsmunir krefjast þess að starfs- menn séu allsgáðir, s.s. löggæslu, samgöngum, verklegum fram- kvæmdum, efnaiðnaði og heilbrigð- isþjónustu. Erlendis eru lyfjapróf ekki umdeild á þessum sviðum, heldur fremur þegar þau eru notuð í starfsemi sem ekki telst sérlega viðkvæm að þessu leyti. Í Banda- ríkjunum nota 95% af Fortune 500 fyrirtækjunum lyfjapróf sem hluta af sínu ráðningarferli, a.m.k. fyrir einhver störf. Lyfjapróf eru ekki ólögleg Söfnun og úrvinnsla lífsýna er háð lögum um persónuvernd, og ekkert í þeim lögum bannar þessa söfnun eða lyfjaprófin sem slík. Lögin gera hins vegar kröfur um að málefna- legur tilgangur búi að baki söfnun viðkvæmra persónuupplýsinga og að meðferð þeirra sé með ákveðnum hætti. Sú lögmæta þörf vinnuveitanda að tryggja að starfs- menn ógni ekki öryggi annarra starfsmanna, viðskiptavina og al- mennings hlýtur að teljast málefna- legur tilgangur í þessu sambandi. Lögmæti lyfjaprófa hefur raunar verið staðfest af Persónuvernd, í áliti frá 20. júní 2003, þar sem fjallað var um ákvæði á umsókn- areyðublaði Alcan á Íslandi þess efnis að læknisskoðun (þ.m.t. lyfja- próf) sé skilyrði fyrir ráðningu og geti einnig farið fram hvenær sem er eftir það. Persónuvernd taldi þetta ákvæði lögmætt, enda gæfi umsækjandinn með útfyllingu eyðublaðs- ins samþykki sitt. Jafnvel mætti halda því fram að lög um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um (46/1980) skylduðu ákveðna vinnuveit- endur til að fram- kvæma lyfjapróf til að tryggja öryggi starfs- manna. Í Bandaríkj- unum eru í gildi lög (Drug-free Workplace Act) sem skylda þá vinnuveitendur á sviði almennings- samgangna og þá sem bjóða í op- inber verk til að hafa reglur um vímuefnalausan vinnustað og fram- fylgja þeim m.a. með lyfjaprófum. Forspárgildi lyfjaprófa Yfirleitt leiðir jákvæð svörun í lyfjaprófi til þess að viðkomandi starfsmaður er ekki ráðinn, og því eru ekki til margar rannsóknir sem sýna tengsl niðurstöðu á lyfjaprófi við hegðun í starfi. Ein slík rann- sókn var þó gerð á vegum US Post- al Service, og fólst hún í því að lyfjapróf var gert á 5.500 nýráðnum starfsmönnum en niðurstöðum þess haldið leyndum fyrir stjórnendum. Þegar afdrif starfsmannanna voru könnuð fimmtán mánuðum síðar kom í ljós að fjarvistir voru 60% meiri hjá þeim sem höfðu sýnt já- kvæða svörun í lyfjaprófinu, og brottvikningar úr starfi 50% al- gengari. Aðrar rannsóknir hafa sýnt tengsl við slys og framleiðni. Ástæða er til að ætla að for- spárgildi lyfjaprófa sé svipað hér á Íslandi. Framkvæmd lyfjaprófa Vinnuveitendur sem hugleiða að nota lyfjapróf þurfa að vega og meta skyldu sína til að tryggja ör- yggi annars vegar og rétt starfs- manna og umsækjenda til friðhelgi einkalífs hins vegar. Ef menn ákveða að nota lyfjapróf er hægt að velja um a.m.k. þrjár leiðir; (a) að gera lyfjapróf að skilyrði fyrir ráðningu, (b) að prófa starfsmenn einungis þegar grunsemdir vakna, eða (c) að láta tilviljanakennd lyfja- próf fara fram meðal starfsmanna. Varðandi framkvæmd lyfjaprófa er margs að gæta. Í fyrsta lagi ætti notkun lyfjaprófa að tengjast skýr- um reglum um vímuefnalausan vinnustað, sem kynna þarf með áberandi hætti. Þá þarf að ákveða hvort reglur nái einungis til ólög- legra efna eða hvort tilgreind séu einnig ákveðin lyfseðilsskyld lyf og/ eða áfengi, þar sem þau geta verið jafnhættuleg. Vinnuveitandi ætti að gefa skriflega yfirlýsingu þess efnis að lífsýni verði einungis notuð til þess að greina hvort vímu- efnaneysla brýtur í bága við reglur, og starfsmenn eða umsækjendur ættu að staðfesta samþykki sitt með undirskrift. Efnafræðileg greiningarpróf sem notuð eru verða að vera bæði áreiðanleg (e. re- liable), og réttmæt (e. valid), og ætti rannsóknarstofan sem greinir lífsýnin að geta lagt fram gögn um þetta. Ákveða þarf hvernig taka eigi á því þegar einstaklingur neit- ar að hafa neytt efnanna („falskar jákvæðar“ niðurstöður), og því þeg- ar menn neita að gangast undir próf. Loks ætti notkun lyfjaprófa að tengjast heilsueflingaráætlun fyrirtækisins, þannig að starfs- mönnum sé boðin aðstoð til að tak- ast á við vanda sinn þegar við á. Rannsóknir sýna að þetta gerir við- horf starfsmanna til reglnanna já- kvæðara. Vímuefnalausir vinnustaðir eru hagsmunir allra landsmanna og lyfjapróf geta verið mikilvægur lið- ur í að tryggja öryggi og heilsu vinnandi fólks og almennings. Stéttarfélög ættu að taka þátt í málefnalegri umræðu um umgjörð og framkvæmd lyfjaprófa, fremur en að lýsa því ranglega yfir að hún sé óheimil með öllu. Lyfjapróf á vinnumarkaði Ásta Bjarnadóttir fjallar um vinnumarkað og lyfjapróf ’Vímuefnalausir vinnu-staðir eru hagsmunir allra landsmanna og lyfjapróf geta verið mik- ilvægur liður í að tryggja öryggi og heilsu vinnandi fólks og al- mennings. ‘ Ásta Bjarnadóttir Höfundur er vinnusálfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. EIN AF hverjum þremur. Á þessum orð- um hefst nýleg skýrsla UNIFEM, kvennasjóðs Sameinuðu þjóðanna, um ofbeldi gegn konum. Þriðja hver kona verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis. Ofbeldið á sér margar birting- armyndir, allt frá misþyrmingum og nauðgunum á heim- ilum kvenna til kyn- lífsánauðar, barna- hjónabanda og umskurðar. Ofbeldið er slíkt að umfangi að því er líkt við far- sóttir eins og alnæmi og malaríu enda banamein milljóna kvenna um heim all- an. Ofbeldi gegn kon- um er í dag við- urkennt af alþjóðastofnunum sem einn helsti heilsufarsvandi heims. Þrátt fyrir það hlýtur málefnið ekki þá umræðu og athygli meðal al- mennings og ráða- manna sem því ber. Árið 1999 lýstu Sameinuðu þjóðirnar 25. nóvember alþjóð- legan baráttudag gegn ofbeldi gegn konum. Þær hafa frá stofnun samtakanna unnið markvisst að því að styrkja mannréttindi kvenna en það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem allsherjarþingið samþykkti yf- irlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum. UNIFEM og önnur kvennasamtök um heim allan nýta daginn í dag til að beina sjónum almennings og stjórn- valda að mannréttindabrotum gegn konum og benda á nauðsyn þess að yfirlýsingin frá 1993 verði að sáttmála sem hafi gildi þjóðréttarsamnings. Ár- ið 1997 stofnaði UNI- FEM sérstakan ofbeld- issjóð sem fjármagnar verkefni kvennasamtaka og ríkisstjórna sem miða að því að vinna gegn of- beldi gegn konum. Sjóð- urinn annar ekki eftirspurn og hefur því miður ekki fjárhagslegt bolmagn til að styrkja nema brot þeirra verkefna sem óska eftir fjármagni. Í dag brýnir UNIFEM fyr- ir aðildarríkjum SÞ að standa við póli- tískar skuldbind- ingar sínar, stíga framfaraskref í þágu kynjajafnréttis og veita aukið fjármagn til réttindabaráttu kvenna þannig að viðvarandi árangur náist. Í dag hefst al- þjóðlegt 16 daga átak gegn kyn- bundnu ofbeldi. Dag- setning átaksins, frá 25. nóvember til 10. desember, hins al- þjóðlega mannrétt- indadags, var valin til að tengja á tákn- rænan hátt kynbund- ið ofbeldi og mann- réttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi. Hér á landi hafa 17 aðilar, að frum- kvæði UNIFEM á Íslandi, ákveð- ið að hlýða kallinu og standa fyr- ir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. UNIFEM á Íslandi vill taka skrefið til fulls og leggja sitt af mörkum til að einkunnarorð kvennaáratugar SÞ 1975–1985, jafnrétti, þróun og friður geti orðið að veruleika. Ofbeldi gegn kon- um er grófasta birtingarmynd kynjamismununar Rósa Guðrún Erlings- dóttir fjallar um of- beldi gegn konum Rósa Guðrún Erlingsdóttir ’Ofbeldi gegnkonum er í dag viðurkennt af al- þjóðastofnunum sem einn helsti heilsufarsvandi heimsins. ‘ Höfundur er stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi. DREIFÐRI borgarbyggð fylgja miklar vegalengdir. Því dreifðari sem byggðin er því dýrari og um leið óhagkvæmari verður rekstur al- menningssamgangna. Einkabílanotkunin eykst með dreifðari byggð. Aukin einkabíl- anotkun veldur auk- inni loftmengun og fjölgun slysa. Þá krefst gerð dreifðrar byggðar gríðarlegra landfórna. Skv. spá Þjóðhagstofnunar þarf að reisa á höfuðborg- arsvæðinu byggð á stærð við Kópavog, Garðabæ og Hafn- arfjörð á næstu 20 árum. Ef við ætlum eingöngu að byggja áfram hefðbundin úthverfi eins og við þekkjum þau þá þarf að taka gríð- arleg landsvæði undir byggð á næstu árum. Rekstur bifreiðaflotans Beinan árlegan kostnað samfélags- ins við rekstur bifreiðaflotans á höfuðborgarsvæðinu má áætla 65 milljarða. Þetta er kostnaður við rekstur og afskriftir bifreiða, kostnaður vegna slysa, gerðar og rekstrar gatnakerfisins o.fl. Tími ökumanna og farþega er ekki metinn til fjár í þessari tölu og ekki heldur óbeinir þættir eins og minni lífsgæði vegna meiri loftmeng- unar, hljóðmengunar og slíkra þátta. Al- gengast er orðið að taka þessi atriði með þegar verið er að meta slíkan kostnað. Ef það er gert þá má áætla að rekstur bifreiðaflot- ans sé hátt í 100 millj- arðar á ári. Sam- kvæmt gögnum, sem notuð eru við gerð svæðisskipulags á höfuðborgarsvæðinu og miðast við óbreytta stefnu í skipulags- málum, á bifreiðanotkun að aukast um 40–50% á næstu 20 árum. Með- al bílferð mun lengjast úr 6 km í 6,9 km. Þetta þýðir að rekstr- arkostnaður bifreiðaflotans mun aukast um 30 til 45 milljarða á ári á þessu tímabili eftir því hvaða reikniaðferð er notuð. Brýnt er að draga úr þeirri gríð- arlegu aukningu sem séð er að verði á notkun bifreiða og þeim stjarnfræðilegu fjárhæðum sem þessi aukna bifreiðanotkun mun kosta einstaklinga og samfélagið allt. Samtökin um betri byggð munu ekki sitja þegjandi og horfa á skipulagsyfirvöld taka ákvarðanir sem hafa slík stórfelld fjárútlát í för með sér. Það sorglega er að fyrir alla þessa peninga erum við ekki að fá neitt. Þetta eru bara fjárútlát og minni lífsgæði. Við munum verja meiri hluta ráðstöf- unartekna okkar í bensín, dekk og olíur og þurfum að eyða meiri tíma í bílunum í stað þess að verja hon- um með fjölskyldunni eða við tóm- stundaiðju. Núverandi stefna í skipulagamálum er vélin sem knýr áfram þessa óheillaþróun. Umferðar- og öryggismál Önnur meginástæða þess að taka á Vatnsmýrina undir miðborg- arbyggð er umferðar- og öryggis- málin. Ljóst er að betra er að gera 30.000 til 50.000 manna byggð í Vatnsmýrinni í stað þess að leggja tuttugu til þrjátíu sinnum stærra svæði undir jafnfjölmenna úthverf- abyggð. Þá munu árlega sparast milljarðar vegna minni bifreiða- notkunar. Minni bifreiðanotkun þýðir einnig að það verða færri slys. Sparnaður samfélagsins af því að hafa slíka byggð í Vatnsmýrinni í stað þess að hafa hana við Úlfars- fell og á Álfsnesi yrði gríðarlegur. Kostnaður við gerð samgöngu- mannvirkja yrði þó væntanlega svipaður. Að óbreyttri skipulags- stefnu með flugvöll áfram í Vatns- mýrinni í stað þess að nýta svæðið undir miðborgarbyggð þá er verið að taka ákvörðun um sóun gríð- arlegra fjármuna. Með því er jafn- framt verið að taka ákvörðun um að auka bifreiðanotkun, auka loft- mengun og fjölga slysum. Ný miðborg í Vatnsmýrinni Þriðja ástæða þess að við eigum að taka Vatnsmýrina undir byggð er að við eigum enga miðborg. Hér hefur aldrei verið byggð miðborg. Auðvitað er það skylda Reykjavík- ur sem höfuðborgar landsins að bjóða sem valkost þétta miðborg- arbyggð fyrir það fólk sem vill frekar búa í borg en strjálli út- hverfabyggð. Í úthverfunum eigum við að leggja áherslu á raðhúsa- og ein- býlishúsabyggð fyrir þá sem kjósa það búsetuform. Fjölbýlishúsin eig- um við að byggja í Skuggahverfinu og í Vatnsmýrinni. Endurbyggja á Skuggahverfið og Hverfisgötuna frá Hlemmi niður að Þjóðleikhúsi með það að markmiði að koma þar fyrir nýrri blandaðri byggð með 5.000 til 10.000 manns. Í framhaldi af því, innan 5 til 10 ára á að taka Vatnsmýrina undir 40.000 til 50.000 manna nýtísku miðborgarbyggð. Þar eigum við að reisa glæsilegustu miðborg Evrópu sem hluta af nú- verandi miðbæ í Kvosinni. Breytum áherslum í skipulagsmálum Friðrik Hansen Guðmundsson skrifar um skipulagsmál ’Önnur meginástæðaþess að taka á Vatns- mýrina undir miðborg- arbyggð er umferðar- og öryggismálin. ‘ Friðrik Hansen Guðmundsson Höfundur er í stjórn Samtaka um betri byggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.