Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Blönduós | „Ég hef verið í bók- haldi frá því ég var sextán ára og gerðist síðan bóndi úti í sveit, ef maður má þá kalla sig bónda,“ segir Gísli Jóhannes Grímsson, framkvæmdastjóri Efri-Mýrabús- ins ehf., sem rekur bókhaldsþjón- ustu á Blönduósi og eggjafram- leiðslu á Efri-Mýrum í Refasveit. Framleiðsla á eggjum og papp- írum er býsna ólík en Gísli segir að sér hafi tekist ágætlega að sam- ræma þetta. Gísli hefur unnið við bókhald í hátt í fjóra áratugi, hjá einstökum fyrirtækjum og bókhaldsþjónustu á Blönduósi. Hann stofnaði eigið fyrirtæki 1987 og hefur rekið síð- an. Starfaði fyrst einn og fékk síð- an til starfa dóttur sína í hálft starf til að byrja með. Síðan hefur þetta aukist. „Ég setti undir mig hausinn og réði aðra dóttur mína í fullt starf í haust og er að vinna að því að safna verkefnum þannig að við getum verið þrjú í fullu starfi,“ segir Gísli. Fyrirtækið tekur að sér bókhald og gerð skattframtala fyrir fyr- irtæki og einstaklinga. Eru þetta bæði fyrirtæki á Blönduósi og bændur í héraðinu og raunar fyr- irtæki í öðrum landshlutum einnig. „Netið gerir manni kleift að vinna þetta hvar sem er,“ segir Gísli. Í starfi sínu er hann með putt- ann á púlsinum í atvinnulífinu í Austur-Húnavatnssýslu og verður var við sveiflurnar. „Já, þetta er ýmist í ökkla eða eyra,“ segir hann. Nefnir hann sem dæmi að rækjuiðnaðurinn berjist í bökkum. Þá sé staðan erfið hjá mörgum bænum. „Afkoma bænda með hefðbundinn búskap er ekki nógu góð. Fjöldi manna á grónum búum hefur það ágætt, en þeir eru smám saman að ganga á eignir sínar,“ segir Gísli. Hann bindur vonir við að kúabúin sem hafa verið að byggja sig upp og bæta við kvóta gangi en þau þurfi nokkur ár til að sanna sig. Nýjasta ævintýrið Gísli og kona hans, Halla Jök- ulsdóttir, keyptu jörðina Efri- Mýrar í Refasveit fyrir 24 árum og fluttu þangað frá Blönduósi. Bær- inn er fyrir mynni Laxárdals, við veginn milli Blönduóss og Skaga- strandar. Þau voru með hænur til heimilisins eins og þá var algengt en fljótlega var lögð áhersla á eggjaframleiðslu og búið sérhæft. Fjárhúsin voru tekin undir hænsn- in og síðan byggt nýtt sérhæft hænsnahús. Nú eru framleidd hátt í sextíu tonn af eggjum á ári á Efri-Mýrum. Þótt Efri-Mýrabúið sé til- tölulega lítil eining hefur það víkk- að út starfsemina í samvinnu við aðra eggjaframleiðendur. Þannig er búið aðili að Norðurfugli á Syðsta-Ósi í Miðfirði sem annast uppeldi á varphænum og Norður- eggi sem annast eggjadreifingu á Austurlandi. Fyrr á þessu ári tók fjölskyldan þátt í kaupum á öðru af tveimur stærstu eggjabúum landsins, Nesbúinu á Vatnsleysu- strönd, í félagi við tvo aðra eggja- framleiðendur. Fyrirtækið heitir Hænuegg og framleiðir hátt í þús- und tonn af eggjum á ári. „Þetta er nýjasta ævintýrið hjá okkur,“ segir Gísli Jóhannes. Eggin frá Efri-Mýrum eru að- allega seld í Húnavatnssýslum og Skagafirði enda er þetta eina eggjabúið á svæðinu. „Þrái,“ var svarið sem Gísli gaf þegar hann var spurður um ástæður þess að hann væri orðinn eini eggjafram- leiðandinn í þessum landshluta og bætti síðan við til skýringar: „Það koma sæmilegir tíma inn á milli. Þá nær maður að rétta aðeins úr kútnum og fyllist bjartsýni til að halda áfram.“ Hann segir að rekst- ur eggjabúsins hafi einnig verið liður í því að skapa börnunum vinnu, ekki síst í sumarfríum. Öll fjölskyldan tekur þátt Nú er svo komið að þrjú af fimm börnum þeirra hjóna vinna við fyrirtækið. Valgerður og Lena eru við bókhaldsþjónustuna og Árný við búið. Gísli fullyrðir að dæturnar viti það á morgnana hvort þær eigi að setjast við tölv- una eða fara í gallann til að sinna búinu. „Þær eru ráðnar á skrif- stofuna en það er gott að geta kallað þær í hænsnahúsið, ef á þarf að halda.“ Sonur hans og fjórða dóttirin eru í öðrum störfum en þau taka einnig til hendinni á búinu þegar þau eru nálægt og á þarf að halda. Sjálfur er Gísli í fullu starfi á bókhaldsskrifstofunni og er með mann í starfi við búið. „Ég klára búverkin ef eitthvað er eftir þegar ég kem heim á kvöldin. Svo reyni ég að annast verkin um helgar, þegar ég er heima,“ segir hann. Það hefur sína kosti og galla þegar fjölskyldan vinnur saman. „Maður hefur stundum velt því fyrir sér hvort þetta er nógu snið- ugt. Ef eitthvað er um að vera í fjölskyldunni lamast skrifstofan. Það bitnar á fyrirtækinu og við- skiptavinunum,“ segir Gísli en tek- ur fram að það hafi ekki oft komið fyrir að þau hafi þurft að loka skrifstofunni. Á móti vegi að hann þekki vel hvað starfsfólkið kunni og geti treyst því fullkomlega. Sama fyrirtækið rekur bókhaldsþjónustu á Blönduósi og eggjabú á Efri-Mýrum í Refasveit Gott að geta kallað á bókarana í hænsnahúsið Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Í bókhaldinu Fjórir úr Efri-Mýrafjölskyldunni á bókhaldsskrifstofunni á Blönduósi. Lena Gísladóttir situr fyrir framan systur sína og foreldra, Val- gerði Gísladóttur, Höllu Jökulsdóttur og Gísla Jóhannes Grímsson. AUSTURLAND Selavöður | Mikið er af sel inni í Hornafirði um þessar mundir og sumir koma inn á höfnina alveg inn að bryggjum, eru hinir róleg- ustu og kíkja á umferðina enda afskaplega forvitnar skepnur. Frá þessu er sagt á vefnum hor- nafjordur.is. Karl Sigurðsson, sem er manna fróðastur um líf- ríki í firðinum, segir að fullt sé af sel inni í firðinum og þar liggi þeir á sandeyrunum. Í byrjun síð- ustu viku voru taldir þar 70–80 selir. Karl segir að fyrir ca 25 ár- um hafi verið lítið um sel innan fjarðar og þeir hafi ekki legið inni nema nokkrir sem héldu sig við Álftasker, sem er austan við Þinganes. Þar kæptu nokkrir sel- ir áður fyrr. Svona selavöður eins og eru nánast alltaf núna sáust ekki hér áður fyrr. Karl segir að greinilega hafi breyst eitthvað mikið í lífríkinu því að t.d. er allur selur að heita má horfinn frá Stokksnesi, þar sem þeir lágu alltaf uppi hér áður fyrr. Selurinn virðist hafa nóg æti inni í firð- inum og fer ekkert út á sjó eins og áður var. Í ljós kom við krufn- ingu sela sem voru veiddir innan fjarðar tvö síðustu sumur, að fæða þeirra hafði verið sandsíli og trönusíli. Selurinn gæðir sér líka á kola og ýmsu öðru góðgæti úr lífríki fjarðarins. Aðallega er hér um landsel að ræða og einn og einn útselur flækist með, segir á hornafjordur.is. Morgunblaðið/Þorkell Svamlað í sæ Selir sjást nú gjarnan innarlega í Hornafirði. Einkum eru það landselir en stöku útselur hefur þó flotið með. Fjarðabyggð | Nú styttist í að ár sé liðið frá því að vinabæj- artengslum var formlega komið á milli Fjarðabyggðar og Akra- ness. Á vefsvæðinu fjardabyggd- .is er greint frá því að á þessu ári hafi samskipti þessara sveit- arfélaga verið mikil og í síðustu viku hafi sýning á verkum Tryggva Ólafssonar úr Tryggva- safni verið opnuð á Akranesi. Var það forvígismaður Tryggva- safns, Magni Kristjánsson, sem hafði veg og vanda af uppsetn- ingu og framkvæmd þeirrar sýn- ingar. Þá var nýverið haldið Ungmennaþing í Fjarðabyggð þar sem þátt tóku ungmenni frá Akranesi og Fjarðabyggð. Voru þar til umfjöllunar ýmis málefni, m.a. unglingalýðræði, málefni félagsmiðstöðva og ungmenna- húsa. Vinabæja- tengsl styrkt Ljósmynd/JH Unglingar þinga um eigin mál Efnt var til ungmennaþings í Fjarðabyggð og þar reifuð ýmis hagsmunamál unga fólksins. Freysnes | Skaftafellsjökull hefur hopað um „30 metra í sumar og þynnst gríðarlega mikið inn eft- ir öllu.“ Þetta segir Guðlaugur Gunnarsson á vefnum hornafjordur.is, en Guðlaugur hefur mælt skriðjöklana í Öræfum árlega frá 1947. Hann hef- ur ekki mælt þynningu jöklanna en segir að í brekkunni niður frá hájöklinum séu alltaf að koma fleiri og fleiri klettar í ljós. Svínafellsjökull hopaði 10 metra á þessu ári. „Hann hefur ekki síður hop- að mikið þó talan sé lægri en mælt er niður bratta öldu og þetta er ein mesta lækkun og þynning á jöklinum og stutt í að hann fari að hopa frá öld- unum og þá styttist hann enn meira“ segir Guð- laugur. „Stórt lón var nálægt jöklinum beint upp af Freysnesi og við það lá vegur sem ferðafólk fór mikið til að ganga á jökulinn, þetta lón er nú horf- ið í Svínafellsá.“ Falljökull hopaði 18 metra og segir Guðlaugur það nokkuð mikið miðað við aðstæður þar. Fall- jökull er austan við Svínafellsfjall og kemur skrið- jökullinn niður beggja megin við Rauðakamb og kallast sá hluti sem kemur vestan við Rauðakamb Virkisárjökull. „Ég hef ekki mælt Virkisárjökul vegna þess hvað þar eru miklar grjótöldur og grjót ofaná jöklinum svo erfitt er að komast að honum og eins að sjá hvar hann endar.“ Guð- laugur sem er Öræfingur og bjó á Svínafelli þang- að til hann fluttist á Höfn fyrir nokkrum árum, man þann tíma er Skaftafellsjökull náði fram á ölduna við brúna á Skaftafellsá þar sem útsýn- isskífa er rétt austan við brúna. Hann segir það hafa verið upp úr 1930 sem virkileg breyting fór að verða á jöklunum og þeir tóku að hopa. Guðlaugur segist ekki sakna þess þó skriðjökl- arnir hyrfu alveg og hinir mættu alveg minnka. Hann hefur notið góðrar aðstoðar Ragnars Frank þjóðgarðsvarðar við mælingarnar þessi síðustu ár og vonast til að Ragnar taki við mælingunum þeg- ar hann geti ekki lengur sinnt þeim. Skaftafellsjökull dregur í land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.