Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 52
MARIAH Carey hefur breytt um
nafn og nú vill hún láta kalla sig
Mimi Carey.
Söngkonan þokkafulla hefur
beðið aðdáendur sína vinsamleg-
ast um að kalla sig þessu gælu-
nafni, sem verður í titli
væntanlegrar plötu henn-
ar: The Emancipation of
Mimi.
Mimi útskýrði þessa
ákvörðun sína svo:
„Mimi er afar persónu-
legt gælunafn sem er
aðeins notað af þeim
sem standa mér
næst. Ég hef hing-
að til kosið að
halda því fyrir
mig, til að
greina að per-
sónunar sem
birtast í sviðsljósinu og einkalífinu. “ En nú hefur hún ljóstr-
að upp þessu persónulega gælunafni sínu til þess að sýna
aðdáendum sínum í eitt skipti fyrir öll fram á hversu „sönn“
hún er.
Á heimasíðu sinni segir hún í tilkynningu til aðdáenda:
„Nú tek ég niður grímuna og býð aðdáendum að koma miklu
nær mér. En það sem mestu máli skiptir er að ég er að fagna
því að hafa þroskast og loksins orðið að manneskju og lista-
manni sem finnur ekki lengur fyrir þeirri óöryggiskennd að
finnast ég þurfa að uppfylla óskir annarra um hver Mariah
Carey á að vera. Nú get ég sagt fullum fetum: Þetta er ég,
hin eina sanna ég, taktu því sem býðst eða slepptu því.“
Fólk í fréttum | Gælunafnið er málið
Mimi Carey
Mimi Carey kemur til dyra eins og hún er
klædd – eins og t.d. þegar hún mætti í 35 ára
afmæli Sean P. Diddy á dögunum.
.
:
:
:
,
:
"
2)
2)
90
90
2)
90
90
2)
2)
3 0
0
2)
2)
2)
0
90
90
90
2)
90
! "
#$"
% "!
&
#' ( #) *
#
+
, - &
. /*
# &012"
!"
- 34"
' ' .0
"& $.
-5$ )65
#7$ .
.8'
52 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNINGIN Allra meina þjónn verður
frumsýnd á Litla sviði Broadway á laug-
ardaginn. „Þetta er kabarett, blanda af
tónlist og skemmtiatriðum, uppistandi.
Þarna eru syngjandi þjónar en þetta er
skemmtun undir borðhaldi. Fólk er að
borða þriggja rétta kvöldverð á meðan
sýningin rennur í gegn,“ segir Hallur
Helgason leikstjóri.
„Verkið er samið af leikhópnum en
þetta er líka spuni, fer allt eftir því
hvernig fólk er í salnum,“ segir hann og
bætir við að mikið hafi verið lagt uppúr
að finna rétta fólkið í hlutverkin.
„Vandamálið er að velja rétta fólkið.
Það þarf að kunna að spinna, vera með
gamanmál á reiðum höndum og vera
músíkantar og söngvarar líka,“ segir
Hallur og telur að það hafi tekist.
Leikarar og söngvarar sýningarinnar
eru Brynhildur Björnsdóttir, Inga Stef-
ánsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Vilhjálmur
Goði Friðriksson og Þorkell Heiðarsson.
„Það er ekki hægt að ráða í þetta nema
fjölhæfa einstaklinga. Það er spilað á
harmonikku, gítar, mandólín og píanó.
Þarna er heilmikill tónlistarflutningur.“
Uppselt varð fyrir nokkru síðan á
frumsýninguna en Allra meina þjónn
verður á dagskrá um helgar og geta
fyrirtæki pantað sýninguna önnur kvöld
ef það hentar. „Eitt kvöld er orðið upp-
selt í ágúst á næsta ári,“ upplýsir Hall-
ur en sýningin sú er fyrir hóp ferða-
manna en verkið er líka leikið á ensku.
„Þetta er ákveðin tegund af skemmt-
un sem hefur verið vinsæl um allan
heim. Við erum búin að prufukeyra sýn-
inguna og það gekk mjög vel,“ segir
Hallur.
Áður var Le’Sing sýnt á Litla sviðinu
sem var sýning af svipuðu tagi. Sýndar
voru um 90 sýningar á Le’Sing og nán-
ast alltaf fullt hús en Litla sviðið tekur
160 manns í mat og á sýningu.
En af hverju skyldi þetta vera svona
vinsælt form? „Ætli það sé ekki að fólk
er að láta skemmta sér og getur borðað
og drukkið á meðan. Þú ert að gleðja öll
skilningarvitin í einu. Aðalmálið er að
skemmta fólki, með gamanmálum og
vandaðri tónlist.“
Leikhús | Gamanmál og söngur í Allra meina þjóni á Broadway
Öll skilningarvit örvuð
Morgunblaðið/Kristinn
Leikstjórinn Hallur Helgason ásamt syngjandi þjónunum Ingu Stefánsdóttur,
Brynhildi Björnsdóttur og Frey Eyjólfssyni.
Upplýsingar um verð og matseðil má
finna á www.broadway.is.
ingarun@mbl.is
UNDIRTITILL heimildarmyndarinnar um
Guðberg Bergsson, Rithöfundur með mynda-
vél er óformleg ævisaga. Það má til sanns veg-
ar færa því víða er komið við á litríku og frjó-
sömu lífshlaupi þessa þekkta listamanns.
Myndin er þó öllu frekar hugleiðingar skálds-
ins um lífið og tilveruna, viðhorf hans til um-
hverfisins sem mótaði hann. Þar rísa hæst
bernskuslóðirnar í Grindavík og heimsborgin
Barcelóna.
Varla finnast andstæðari pólar í álfunni, og
þó. Guðbergur veitir okkur innsýn í hvernig
hann tekur á hlutunum, lífsreglurnar eru svo
sem ekkert flóknar og væri heimurinn mun við-
kunnanlegri ef menn bæru almennt gæfu til að
skilja þær og fara eftir þeim. Hann segist ein-
faldlega haga seglum eftir vindi, reyna að haga
sér eins og innfæddur hvar sem hann fer. Er
ekkert að troða Spáni inná Íslendinga og öfugt.
Það er gnótt annarra heilræða í myndinni
þeirra Helgu, Guðbergur segir m.a. frá því
hvernig hann lærði að komast af með góðu móti
í sjávarplássinu með því að vinna þau störf sem
honum voru fengin af samviskusemi, að þeim
loknum réð hann sjálfur dagskránni. Gæfu-
samur er Guðbergur að gera sér grein fyrir
einni af undirstöðureglum mannlífsins þegar á
barnsaldri. Guðbergur útlistar skemmtilega
hvernig ber að haga sér meðal mennta- og
listamanna þar sem dægurmál á borð við veður
og líkamsástand eru mönnum ekki til fram-
dráttar. Aðalatriðið umfram allt að vera eðli-
legur, læra að aðlagast ólíkum menningar-
heimum og umhverfi en gleyma því heldur ekki
hvaðan maður kemur og hver maður er.
Þau Helga og Guðbergur koma víða við,
notaleg, hnyttin og afdráttarlaus. Rithöfundur
með myndavél afhjúpar fágaðan, dálítið hátíð-
legan og skemmtilegan mann sem þrátt fyrir
frægð og frama hefur megnustu skömm á yf-
irborðsmennsku og tilgerð. Lætur álit sitt í
ljósi af stakri háttvísi, jafnvel þó málefnin gefi
tilefni til stóryrða.
Helga Brekkan hefur fléttað fínlega saman
gamlar 8 mm upptökur listamannsins við nýjar
og nýlegar tökur, reyndar kemur myndin beint
úr ofni leikstjórans. Útkoman vandvirknislegt
portrett af heillandi manni sem heldur reisn
sinni og margir geta lært af, ekki síst ef þeir
álíta sig býsna merkilega.
Grindvíkingurinn
og heimsborgarinn
Ljósmynd/Guðbergur Bergsson
„Vandvirknislegt portrett af heillandi manni
sem heldur reisn sinni og margir geta lært
af,“ segir í umsögn um myndina um Guðberg.
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Alþjóðleg kvikmyndahátíð
í Reykjavík
Heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Helga Brekk-
an. Klipping: Steinþór Birgisson.Myndataka: Margir.
Myndin er gerð með stuðningi frá Kvikmyndastofnun
Íslands – Kristínu Pálsdóttur og Svenska Film-
institutet – Hjalmar Palmgre. 52 mín. TC-Films/See-
Film. Ísland/Svíþjóð, 2004.
Rithöfundur með myndavél
– óformleg ævisaga Sæbjörn Valdimarsson
Tónlistarmaðurinn Bob Dylanhefur samþykkt að láta taka við
sig viðtal í sjónvarpi í fyrsta sinn í 19
ár. Það gerist 5. desember en þá
mun hið 63 ára
gamla söngva-
skáld koma fram
á CBS-sjónvarps-
stöðinni, að því er
New York Post
skýrir frá.
Búið er að taka
upp viðtalið við
Dylan, en hann
ræddi í 90 mínútur við fréttamann-
inn Ed Bradley um feril sinn og
frægð, erfitt samband sitt við fjöl-
miðla og um samband sitt við föður
sinn. Dylan hefur nýlega gefið út
æviminningar sínar hjá Simon &
Schuster. Nefnist bókin Chronicles:
Volume One.
Rapparinn Eminem er afar ósátt-ur við þá tónlistarmenn sem
gagnrýnt hafa texta á nýrri plötu
hans og segir þá vega að „listrænu
frelsi“ sínu. Á plötunni, Encore, fá
margir þekktir einstaklingar það
óþvegið, þar á meðal George W.
Bush, Bandaríkjaforseti og söngv-
arinn Michael Jackson.
Segist Eminem telja að ef allir
sem móðgist vegna háðskra laga-
texta hans, færu með mál sín fyrir
dómstóla, þá væri hann fyrr en varði
kominn „á hausinn,“ að því er greint
er frá í tímaritinu Femalefirst. Þar
segir Eminem
það bölvanlegt ef
listamenn fari í
mál við aðra lista-
menn fyrir að
segja hluti sem
listræn tjáning
þeirra bjóði þeim.
„Ef allir sem ég
minnist á á Encore fara í mál við
mig, verð ég ansi fátækur við lok
rappferils míns,“ segir Eminem.
„En, ef þið viljið fara í mál, takið
númer, því það eru margir í röðinni,“
bætti söngvarinn við.
Fólk folk@mbl.is