Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR BÓNUS Gildir 25. - 28. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Kristjáns steikingarfeiti, 2,5 kg .............. 499 589 199 kr. kg Ósteikt laufabrauð, 20 stk. ................... 679 nýtt 34 kr. stk. Ferskir kjúklingabitar ............................ 299 449 299 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 385 g ................... 69 99 179 kr. kg Frechette pitsa pepperoni, 390 g .......... 299 399 766 kr. kg Appelsín classic, 2 ltr ........................... 89 nýtt 45 kr. ltr Kofareyktur úrb. hangiframpartur ........... 1.199 nýtt 1.199 kr. kg Kofareykt úrbeinað hangilæri ................ 1.599 nýtt 1.599 kr. kg Kofareyktur hangiframp. með beini. ....... 595 nýtt 595 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 25. - 27. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Bezt helgarsteik ................................... 998 1.298 998 kr. kg FK bayonne skinka ............................... 819 1.364 819 kr. kg Hamborgarhryggur úr kjötborði.............. 698 1.148 698 kr. kg Ariel þvottaefni, 2970 g........................ 798 998 270 kr. kg Svínasnitzel í raspi ............................... 998 1.498 998 kr. kg Sparigrís brauðskinka ........................... 196 279 196 kr. kg Svínagúllas úr kjötborði ........................ 899 1.098 899 kr. kg Freschette pitsa, 380g og 2ltr. coke ...... 598 748 598 kr. ltr HAGKAUP Gildir 25. – 28. nóv. verð nú verð áður mælie Holta kjúkl.læri m/legg magnpk. ........... 389 599 389 kr. kg Kalkúnn 1/1 frosinn............................. 599 859 599 kr. kg kjötb. lambahryggur ............................. 799 1.295 799 kr. kg kjötb.lambalæri ................................... 799 1.169 799 kr. kg Svansö bearnaise sauce, 460 g ............ 379 399 823 kr. kg KRÓNAN Gildir til 30. nóv. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie.verð Bautabúrs bayonneskinka .................... 798 1.481 798 kr. kg Kea londonlamb .................................. 812 1.353 812 kr. kg Bautabúrs grísabógur, reyktur ............... 399 626 399 kr. kg Krónu hamborgarhryggur ...................... 779 1.298 779 kr. kg Myllu laufabrauð steikt, norðlenskt ........ 398 598 398 kr. pk. Krónu brauð stórt/gróft ........................ 79 119 79 kr. stk. Egils jólaöl 0,5 ltr................................. 79 99 158 kr. ltr Mackintosh 3 kg .................................. 2.998 3.998 999 kr. kg Homeblest 500 g................................. 99 199 198 kr. kg NETTÓ Gildir 25. nóv. – 1. des. m. birgðir end verð nú verð áður mælie.verð Nettó hamborgarhryggur....................... 695 1.219 695 kr. kg Nettó hangiálegg í bunkum................... 1.649 2.749 1.649 kr. kg Blandað hakk ...................................... 599 799 599 kr. kg Helgarlamb- og grís f/Borgarnesi .......... 1.275 1.594 1.275 kr. kg Ýsubitar roð/beinhr., frá Norðanf. 800 g 479 599 599 kr. kg Ferskur kjúklingur, 1/1 ......................... 345 689 345 kr. kg Ferskir leggir, magnpakki ...................... 475 679 475 kr. kg Vínber græn, blá og rauð ...................... 299 399 299 kr. kg Víking maltöl, 500 ml........................... 79 89 158 kr. ltr Náttúra hveiti, 2 kg .............................. 49 71 25 kr. kg NÓATÚN Gildir til 1. des. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð Séralinn kjúklingur með fyllingu............. 559 nýtt 559 kr. kg Ungnautahamborgari með brauði, 90 g . 99 125 99 kr. kg Nóatúns þurrkryddað lambalæri ............ 899 1.599 899 kr. kg Nóatúns lambalæri .............................. 899 1.499 899 kr. kg Nóatúns pitsa, hawaii/pepperoni .......... 399 599 399 kr. kg Brazzi – borgar fyrir 2, færð 3 ................ 93 139 93 kr. ltr Ferskir maísstönglar ............................. 69 nýtt 69 kr. stk. Borgarnes helgarlamb og grís................ 1.196 1.594 1.196 kr. kg French́s sinnep, klassískt gult ............... 99 nýtt 99 kr. stk. SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 25. – 28. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Ekta hamborgarhryggur ........................ 731 1.219 731 kr. kg Gourmet lambalæri, ófrosið .................. 1.059 1.412 1.059 kr. kg Grísahnakki með gráðostafyllingu.......... 1.299 1.855 1.299 kr. kg Ora jólasíld, 630 g ............................... 449 499 713 kr. kg Ora hátíðarsíld, 500 g .......................... 349 399 698 kr. kg Ömmubakstur laufabrauð, 15 stk. ......... 889 1.198 60 kr. stk. Myllu súpubrauð. 15 stk....................... 199 370 13 kr. stk. Myllu fitty bollur, 4 stk., 250 g............... 129 198 516 kr. kg Myllu seytt jöklabrauð, 350 g................ 99 179 283 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 30. nóv. verð nú verð áður Mælie. verð Nautalundir New Zealand ..................... 2.998 3.898 2.998 kr. kg Bayonneskinka .................................... 818 1.364 818 kr. kg Libero bleiur, tvöfaldur pakki ................. 875 1.298 875 kr. pk. Pampers bleiur, tvöfaldur pakki ............. 979 1.298 979 kr. pk. Sunkist safi, 4 teg., 3x200 ml ............... 119 139 198 kr. ltr Dan cake lúxus kökur, 300 g................. 154 182 513 kr. kg Frón jólakök., hálfm./vanilluhr., 300 g ... 357 446 1.190 kr. kg KS jólakökur, kókos/appelsínu, 350 g ... 423 529 1.209 kr. kg Spar konfekt ........................................ 1.298 nýtt 1.298 kr. kg Piparkökur, 150 g ................................ 98 nýtt 653 kg Laufabrauð, jólaöl og konfekt  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Ekki þarf lengi að ganga umí matvöruverslun meðÞorra Hringssyni mynd-listarmanni til þess að komast á þá skoðun að gott væri að vera í fæði hjá honum. Ekki amaleg vist hjá þeim Sigrúnu Höllu Hall- dórsdóttur, konu Þorra, og dóttur þeirra Iðu. Þorri er með miða í þeirri verslunarferð sem ég fylgi honum í, sá miði er lítill en greinilega mjög út- hugsaður. „Ég er stundum með miða og stundum ekki,“ segir Þorri. „Ég hvika oft frá miðanum ef ég sé eitthvað kræsilegt – nema að ég sé búinn að skipuleggja mjög mótaðan matseðil og vilji endilega halda mig við hann.“ Greinilega er matseðillinn vel mótaður í þessari ferð. Fyrst grípur Þorri tvær stórar sætar kart- öflur, og eina nýpu (steinseljurót), síðan gerir hann hlé og segir mér að hann eldi ekki mikið eftir upp- skriftum. „Þegar ég er að elda eitthvað í fyrsta skipti og það er flókið þá horfi ég á uppskriftina og fylgi henni, eftir það nota ég hana ekki mikið, nema að langt sé síðan viðkomandi réttur hafi verið eldaður. Maður verður að hafa sinn stíl.“ Ég spyr hvort hann sé aðalmat- reiðslumaðurinn á sínu heimili? „Já, ég elda svona í 75% tilvika, ég eldaði raunar allt þegar við byrjuð- um búskap, ég og konan mín, hún hélt þá að ég væri svo góður og treysti sér varla í slaginn, en þetta hefur breyst og hún eldar mjög góð- an mat.“ Hvað með matreiðsluhefðina? „Ég er alinn upp við tvenns konar matreiðsluhefð, annars vegar norð- lenska eldhúsið frá móður minni, Sigurbjörgu Guðjónsdóttur, sem er alin upp á Dalvík, hún eldaði mikið fisk og lambakjöt. Hún hafði verið í húsmæðraskóla, þaðan komu henni dönsk áhrif, en frá pabba kemur villi- bráðin, hann er alinn upp í Aðal- dalnum, þar voru menn mikið í að skjóta fugla og veiddu silung og lax.“ Faðir Þorra er Hringur Jóhannesson myndlistarmaður. Er ekki mikið fyrir unnar kjötvörur Kjúklingar og svínakjöt voru ekki oft á borðum á mínu æskuheimili, ég fór hins vegar snemma að elda kjúk- ling en hef verið ónýtari við svína- kjötið. Hrossakjöt var aftur oft á borðum heima og ég elda oft folalda- kjöt og finnst það frábær matur. Ég er ekki mikið fyrir unnar kjötvörur, borða t.d. ekki pylsur, bjúgu og kjöt- fars. Ef ég er með kjötbollur elda ég þær frá grunni. Það er svo margt annað í boði að ég kemst vel af án unnu kjötvaranna. Ég segi stundum að ég vilji helst horfa í augun á dýr- inu og segja: „Fyrirgefðu en nú ætla að borða þig“, mér finnst best að veiða sjálfur fiskinn og skjóta fugl- inn. Ef ég er hins vegar boðinn í mat þá borða ég unnar kjötvörur ef þær eru á borðum. Grænmeti er miklu fjölbreyttara og betra en það var á árum áður. Eðlilega er því miklu meira græn- meti á borðum nú en þegar ég var að alast upp. Paprikur voru t.d. ekki á borðum heima fyrr en um 1980. Það hlýtur að hafa verið erfitt að vera grænmetisæta áður fyrr. Ég er tengdur inn í fjölskyldu þar sem eru grænmetisætur og þess vegna borða ég fyrir vikið meira grænmeti en ella, þar fæ ég æðislega fína græn- metisrétti sem hefur sýnt mér fram á að það er hægt að lifa góðu lífi án þess að borða kjöt.“ Matur hefur oft verið myndefni Þorra Þorri Hringsson er myndlistar- maður og á sýningum hefur komið fram að matur verður honum oft að myndefni. „Ég hef málað nokkuð margar myndir af mat, ég vildi bara mála það sem ég hef áhuga á, það er ekki flóknara en það. Ég byrjaði að mála mat fyrir um 12 árum og er að því enn þá.“ Þorri leggur nú af stað með inn- kaupakerruna til þess að gera alvöru úr laugardagsinnkaupunum. „Ég ætla að hafa andabringur og veit að þær eru til, þær eru innfluttar frá Frakklandi. Þær eru yfirleitt til, það varð bylting þegar GV- heildsalan var stofnsett og fór að flytja inn „alvöru“ mat. Það hafa líka verið gerðar tilraunir með íslenskar andabringur sem ég keypti um dag- inn, þær eru töluvert minni en prýði- legt hráefni sem þurfa minni eldun. Með andabringunum ætla ég á laugardagskvöldið að hafa rauðvíns- sósu með fíkjum sem ég sýð með rétt í lokin, hráar fíkjurnar sker ég í tvennt, þær eru mjög góðar.“ Þorri tekur tvær 400 g andabring- ur og segir það nóg fyrir þrjá í mat- inn. „Ég sker í fituna á bringunum og steiki þær á pönnu í 4 til 5 mín- útur, síðan er þeim snúið við og þær steiktar svona eina mínútu á kjöt- hliðinni. Eftir það eru þær settar í ofn í 120 gráðu hita í 12 til 15 mín- útur. Svo eru þær látnar standa í 10 mínútur áður en þær eru sneiddar niður í þunnar sneiðar. Með þessu er bökuð, sæt kartafla. Hörpuskel með nýpumauki Í forrétt ætla ég að hafa hörpuskel með nýpumauki. Þessi rótarávöxtur er mjög góður. Hörpuskelina steiki ég við mjög háan hita í svona mínútu, nýpan er soðin í mjólk, svo er hún sett í blandara með dálítið af olíu og krydduð með salti og pipar og svo- litlum sykri. Með þessu er gott að hafa kerfil. Í eftirrétt ætla ég að hafa Créme Brulée. Þetta er sígildur eggjabúð- ingur með vanillu. Þessi réttur er til í mörgum útgáfum en er að stofni til mörg hundruð ára gamall sveitamat- ur sem Poul Bocuse endurvakti á átt- unda áratugnum á hans veitingastað í Burgund, rétt norðan við Lyon.“ Þorri kveður þau hjónin vera dug- leg við að bjóða heim fólki. „Nánast um hverja helgi erum við með matargesti,“ segir hann og seil- ist í hrúgu af súkkulaði. „Ég vil hafa dökkt súkkulaði, helst 70%“ segir hann. Slíkt súkkulaði fyr- irfinnst ekki í hrúgunni. Fólki líður vel af einföldum mat Ég spyr hvort matur sé þýðing- armikið atriði í heimilishaldi fjöl- skyldunnar. „Já, við höfum mikinn áhuga fyrir matseld en það hefur ekki komið að sök hvað holdafarið snertir. Ég held að hollur matur sé ekki fitandi, það er ekki eins mikið af kolvetnum í óunnu hráefni, þess vegna veljum við það fremur en hið unna. Ég held að fólki sem borðar einfaldan mat líði betur og líti betur út.“ Ég spyr um fiskinn. „Við erum oft með fisk í matinn, helst þorsk. Oft var erfitt að ganga að þorski vísum fyrir nokkrum árum en nú er það hægt. Ég fer alltaf í fiskbúðina að Freyjugötu 1, ég vil halda fiskbúðunum við lýði og kaupi þess vegna helst ekki fisk í stór- mörkuðum. Helst vildi ég hafa sér- stakar kjötbúðir líka, en þær eru komnar inn í stórmarkaðina, ég fer í Nóatún við Háaleitisbraut þegar ég vil fá verulega gott kjöt.“ Uppáhaldsverslunin er í París Finns Þorra matur dýr? „Verðlagið hefur mikið lagast, ákveðnar vörur hafa lækkað mikið. Verð á kjöti hefur lækkað eða staðið í stað, en á móti hefur verð á fiski hækkað verulega, ég veit ekki hver er að hirða mismuninn – það er hægt að kaupa þorsk á 120 kr. á fiskmark- aði en hann kostar 600 kr. kg í fisk- búðinni. Flestar vörur hafa þó ekki hækkað umfram verðbólgu.“ Þorri kveðst versla í ýmsum versl- unum. „Ef vörur eru talsvert ódýrari í einni verslun fremur en annarri kaupi ég þar, en á hinn bóginn fæst ekki ýmislegt, sem ég vil fá, í ódýrari verslunum. Sumt fær maður bara í sérverslunum og ef þær bjóða mér sambærilegar eða betri vörur en stórmarkaðir þá versla ég þar.“ Hvað með ferðir til útlanda, eru þá ekki keyptar ýmsar óvenjulegar vörutegundir í leiðinni? „Jú, ég á mér eina uppáhalds- verslun, það er La Grand Epiceri í París – hún er glæsilegasta „gourm- et-búð“ sem ég hef komið í. Hún er eins stór og Hagkaup í Kringlunni en þar fæst allt mögulegt sem fæst ekki annars staðar. Því miður getur mað- ur ekki borið allt það heim sem mann langar þar í, en sumt tek ég með heim – það sem ég tel mig geta geymt og má fara með inn í landið.“  HVAÐ ER Í MATINN? | Þorri Hringsson Hörpuskel og andabringur Háþróaður matarsmekkur Þorra Hringssonar myndlistarmanns leyndi sér ekki í verslunarferð sem Guðrún Guðlaugsdóttir fór í með honum. Í körfuna var aðeins tínt það sem í hinn ágæta kvöld- verð átti að fara, á matseðlinum voru hörpuskeljar með nýpumauki, andabringur og Créme Brulée. Morgunblaðið/Jim Smart Þorri Hringsson velur stórar og myndarlegar andabringur í matinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.