Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 39 MINNINGAR ✝ Stefán Daníels-son fæddist í Tungugröf við Stein- grímsfjörð á að- fangadag jóla 1926. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Hólmavík 7. nóvem- ber síðastliðinn. Stef- án var sonur hjón- anna Ragnheiðar Jónínu Árnadóttur, f. 25. júní 1890, d. 29. mars 1982 og Daníels Ólafssonar bónda, f. 8. október 1894, d. 23. júní 1976. Þau bjuggu á Þiðriksvöllum í Staðar- sveit öll uppvaxtarár Stefáns, eða til 1941 er þau flytja á Trölla- tungu, en þar bjó hann til æviloka. Systkini Stefáns eru Ólafur sjó- maður á Akureyri, f. 17. júlí 1919, d. 27. september 1974, Oddur Finnbogi búfræðingur og múrari í Reykjavík, f. 22. ágúst 1920, d. 13. október 1964, Árni bóndi á Trölla- tungu, nú búsettur á Hólmavík, f. 1 apríl 1922, Jón Guðni bóndi á Tröllatungu og Ingunnarstöðum í Geiradal, f. 25 apríl 1923, tvíburabróðir hans, Þórir fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bands Íslands, f. 25 apríl 1923, býr í Reykjavík og Krist- rún húsmóðir, f. 8. janúar 1928, býr í Kópavogi. Maki Stefáns var Karólína Hulda Þor- valdsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Finnbogi Þor- valdur, f. 18. febrúar 1966, hann á tvær dætur, Birkir Þór, f. 29. nóvember 1968, hann á tvær dætur og uppeldisdóttir Denise Lucile Rix, f. 17. desember 1962, hún á þrjú börn, tvö á lífi. Stefán var búfræðingur frá Hvanneyri 1948 og vann í fyrstu við bú foreldra sinna uns hann tók við og bjó að lokum með Birki syni sínum. Stefán verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Afi Stefán, eins og börnin okkar Dennu kölluðu hann alltaf, hefur nú fengið hvíld. Stefán Daníelsson var sérlega stór persóna um skeið í lífi mínu. Skeið sem spannaði að vísu rúmlega þann áratug sem liðinn er af ævi þessara barnabarna hans en gjarnan hefðum við viljað hafa þá áratugi svo miklu fleiri. Fyrstu dagar og vikur kynna minna af Stefáni eru mér sérstak- lega minnisstæðar. Hann var þá þegar búinn að búa við Parkinson- sjúkdóm í áratugi en var þó ótrúlega virkur við bústörfin í Tröllatungu. Ég dáðist mjög að því hversu vel hann virkjaði vitið til að bæta fyrir það sem óhjákvæmilega vantaði upp á líkamlega atgervið. Mér til mikillar furðu gat hann afkastað á við heil- brigðan mann á makalaust mörgum sviðum búmennskunnar og hann upplifði sig enn á þessum árum sem bóndann í Tröllatungu með þeirri virðingu sem því fylgdi. Það hlutu einnig þeir að gera sem til þekktu enda var ekki annað hægt en að dást að dugnaðinum og samgleðjast hon- um yfir ánægjunni sem hann hlaut af búskapnum. Fyrst og fremst öllu sem viðkom störfum með sauðfé. Haustin og vorin voru auðvitað hans tími þar sem þá er annríkið mest í kringum kindurnar. Val á líflömbum á haustin og takmarkalaus ætlun að koma hverju lambi á legg á vorin. Ógleymanlegt. Svona kýs ég að minnast þessa hlýja manns og veit að svo er um fleiri. Svona veit ég að Stefán var, hvort sem heilsan bauð honum eða bannaði. Hann taldi sig eiga ýmsum verkum ólokið í kringum bækurnar sínar og fleira allt fram í endalokin og sýndi sig þar hin aðdáunarverða þrautseigja hans; hann gafst aldrei upp. Sá eiginleiki hans, ásamt léttri lund og spaugsemi, gaf honum líka lengri vist á meðal okkar en á nokk- urn hátt var raunhæft að búast við og alla tíð var hugurinn heill og virð- ing hans mikil. Mér er það sannur heiður að hafa kynnst Stefáni náið og gott er til þess að vita að börnin manns munu áfram njóta væntumþykju hans og hlýleika svo lengi sem þau lifa. Ég votta öllum aðstandendum samúð vegna fráfalls afa Stefáns, minnugur þess að hann skilur eftir sig svo mik- ið þakklæti með öllum góðu minn- ingunum í hugum okkar allra sem nutum samvista við hann. Halldór Erlendsson. Jæja, nú er víst kominn tími til að kveðja þig, Stefán minn. Ég vildi frekar vera að skrifa til þín bréf heldur en minningargrein en hverju ræð ég, engu þótt ég vildi, ég get engu breytt. En ég náði þó að upp- fylla ósk þína. Við komum til þín 16. okt., á afmælisdegi dóttur minnar. Þú varst oft búinn að vera tala um að að þig langaði að hitta langafabarn þitt hann Kristófer, son Stefáns heitins. Ég kom með hann til þín og mikið varstu glaður að fá okkur og að fá að sjá strákinn þinn. Þú brostir hringinn og þið spjölluðuð saman. Þú sagðir hann mjög líkan pabba sínum og spurðir hann um skólann og hvort hann hjólaði í skólann og hvar hann ætti heima núna. Þú horfðir mikið á hann og brostir því gleðin að fá hann til þín sást í andliti þínu og er það mér mjög dýrmætt að hafa getað orðið við ósk þinni. Það var mikil gleði í gangi þennan daginn hjá þér og við tókum myndir af ykkur saman og með Brynju Kar- en líka því hún kom svo líka til að heimsækja frænda og var með í myndatökunni. Þú baðst um eina mynd og hana fékkstu. Meira að segja vastu farinn að gantast því það var svo gaman hjá okkur öllum. Ekki varstu búinn að hafa mikla matarlyst en náðir þá að drekka tvö glös af berjasaft og fá smáfyllingu í magann því þú lifnaðir svo við að fá að hafa strákinn hjá þér í smá stund. Þessari stund gleymi ég aldrei. En svo þegar við vorum að fara baðst þú okkur að koma aftur um kvöldið, en því miður gekk það ekki eftir þótt við vildum, Stefán minn. Svo talaðir þú um að þig langaði að fá hana dóttur þína til þín, hana Dennu, og kom hún svo nokkrum dögum síðar. Talaðir þú líka um Finnboga og kom hann líka með systur sinni svo þú fékkst það sem þú vildir, Stefán minn. Núna vona ég að þú hafir það gott í faðmi ástvina og að þér líði vel. Ég bið góðan guð að varðveita góðan mann. Minning þín mun lifa í hjarta okkar. Denise Birkir og Finnbogi og aðr- ir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð hjálpi ykk- ur í þessari miklu sorg. Með kærri kveðju. María Antonía. Góður maður er genginn á vit for- mæðra og -feðra sinna.Í dag kveðj- um við frænda minn Stefán Daní- elsson. Með trega og tárum verður þín sárt saknað, frændi minn. Ég er sonur systur þinnar eins og þú veist nátturlega og hafði ég þau forrétt- indi þar af leiðandi að fá að vera hjá þér stundum í sveitinni þegar ég var patti og þykir mér óskaplega vænt um það. Og er sá tími mér mjög dýr- mætur. Takk fyrir mig, frændi. Þú varst mér óskaplega góður og hefur alltaf verið enda uppáhaldsfrændi minn. Enda varstu mikill barnamað- ur, hafðir mjög gaman að hafa börn hjá þér ávallt. Áttir þú þrjú börn sjálfur og tókst þér vel til því þau eru alveg eins og pabbi sinn, hlý og góð og gott fólk eins og þú, og voru þau bara heppin að njóta þeirra for- réttinda að eiga slíkan pabba. Og þykist ég vita að Denise, Birkir og Finnbogi séu mér sammála þar og er því þakklátur að þú hringdir í mig oft til að fara með þig í bankann og búðina þegar heilsan leyfði. Er ég þakklátur fyrir að hafa getað gert það fyrir þig, frændi, og það sem þú baðst mig um það gerði ég. En svo þegar heilsuleysið fór að segja til sín hjá þér átti ég mjög erfitt með að fara til þín því ég vildi ekki sjá að þér liði illa því mér þótti það mikið vænt um þig, frændi. Ég ætlaði oft en bara gat það svo ekki því ég vissi að heilsan var ekki góð, ég er bara það viðkvæmur sjálfur að ég á erfitt með að horfa upp á að þeim sem ég elska líði illa og veit ég að þú vissir það og einnig þeir sem mig þekkja. En fór ég svo til þín þegar þinn dagur var runnin upp því þá varstu búinn að fá friðinn og þú fannst ekki til. Var ég þá hjá þér í smátíma, frændi minn, og kveð ég þig með trega og þakka þér allan þann tíma sem við áttum saman, kæri frændi, og veit ég að það er glatt á hjalla hjá þér núna því þú ert kominn með barnabarn þitt hann Stefán í faðm þinn og veit mað- ur núna að hann er kominn í góðar hendur. Bið ég góðan guð að varð- veita þig vel. Denise, Birkir og Finnbogi og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur samúð mína. Kær kveðja. Daníel Gunnar Ingimundarson. Nú er hann Stebbi frændi farinn og finnst mér það mjög skrítið. Hann hefur alltaf verið nr. 1 hjá mér af mínu frændfólki. Ég var ekki nema fimm ára þegar ég kom fyrst í sveit til afa og ömmu að Tungu og þar var Stebbi líka hjá þeim en hann átti heima hjá þeim til ársins 1966 er hann fór að búa með henni Huldu en hann fór samt ekkert í burtu því þau voru bara í öðru húsi. Hann var mér alltaf mjög góður og hefur hann nú stundum örugglega verið þreyttur á þessari skruddu sem var víst frekar fyrirferðarmikil sem barn, þ.e. þessi systurdóttir hans ég. Eftir að hann var orðinn einn með strákana sína þá var ég hjá honum í nokkurn tíma og leið mér mjög vel þar eins og venjulega hjá Stebba. Svona tveimur til þremur árum seinna flutti ég svo alveg norður og fór að búa á næsta bæ og var þá samgangur mikill á milli og þeir feðgar voru alltaf hjá okkur á jóladag er ég bjó á Hrófá en svo önnur hver eftir að við fluttum að Hólmavík og Denna var líka kom- in norður. Það var alltaf mjög ánægjulegt og kenndi hann mér þá að búa til almennilegt súkkulaði, ekki kakó. Alltaf var gaman að fá Stebba í heimsókn. Mikið var skrafað og hlegið og hann hló alltaf hátt og mik- ið og erum við enn jafn hissa að Kiddi, þá ungabarn, okkar skuli hafa getað sofið í næsta herbergi við eld- húsið er Stebbi var í heimsókn og mikið talað og hlegið. Á síðustu árum var þrekið mikið farið því hann hafði þjáðst af park- isonsjúkdómnum í um 30 ár. Veit ég að honum líður vel núna og vel hefur verið tekið á móti honum af afa, ömmu og dóttursyninum Stefáni sem dó fyrir sex árum og fór ekki vel með minn mann. Að lokum þakka ég og mín fjöl- skylda öll árin saman. Megi góður guð varðveita okkur öll, börnin hans, barnabörn og systkini. Takk fyrir allt, Stebbi minn. Þín systurdóttir, Ragnheiður. Stefán frændi, við viljum fá að kveðja þig með nokkrum orðum. Vonandi hefurðu það betra núna á nýja staðnum þínum. Okkur þykir rosalega vænt um þig. Og það var mjög gaman að koma til þín 16. okt. síðastliðinn. Þá kom ég, Brynja Kar- en, til þín og það var glatt á hjalla. Við erum alveg viss um að þú ert núna að passa systur okkar því þú varst svo barngóður maður. Núna ert þú skærasta stjarnan á himnum, kæri Stefán frændi. Við munum aldrei gleyma þér, heldur geyma minningu þína í hjörtum okkar. Guð blessi þig og varðveiti. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt, þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Guð blessi þennan góða mann. Aníta Sonja, Brynja Karen, Daníel Ingi og Rebekka Lind Daníelsbörn. Þegar einhver deyr snýst sú sorg sem fólk verður fyrir ekki um sam- hryggð gagnvart hinum látna heldur það að þeir sem áfram lifa hafi misst þann sem fór. Fólk grætur ósögð orð og gjörðir, sem og það að geta ekki lengur notið samvista við hinn látna, eða kannski öllu heldur, það að eiga ekki möguleika á því lengur. Þetta kann að virka dálítið sjálfhverft og þar af leiðandi neikvætt. En svo er ekki! Sjálfhverft er það jú, en nei- kvætt ekki. Það að telja sig hafa misst af miklu við lát einhvers þýðir í sem fæstum orðum að maður hafi virt hann mikils, notið samvistanna, lært af honum, þótt vænt um hann. Þannig líður okkur á þessari stundu. Við sýtum þann tíma sem við hefðum getað eytt með Stebba, bóndanum í lífi okkar. Og auðvitað voru ferðir okkar til hans ekki eins tíðar og þær hefðu átt að vera, enda virkar lífið stundum svo hratt og er- ilsamt að manni finnst sem maður hafi vart tíma til að lifa því. Þannig falla oft milli þilja aðalatriðin og það sem á að standa hjarta manns næst; að eyða tíma með því fólki sem mað- ur virðir, þykir gott að vera í kring- um, lærir af, þykir vænt um. Við erum mjög sjálfhverf í sorg okkar og söknuði, enda þótti okkur afar vænt um Stebba og gerði hann, þó ekki væri nema bara með tilveru sinni einni, líf okkar auðugra og víð- ara Takk fyrir okkur, Stebbi. Ólafur Guðsteinn, Edda og Anna Líf. STEFÁN DANÍELSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Legsteinar Englasteinar www.englasteinar.is Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREGGVIÐUR EYFJÖRÐ GUÐGEIRSSON byggingameistari og fyrrv. byggingafulltrúi, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 23. nóvember. Ólöf S. Jensdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson, Sigríður Kr. Jóhannsdóttir, Ólafur Magnús Hreggviðsson, Guðgeir Veigar Hreggviðsson, Sigrún Gestsdóttir, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir, Hólmar Eyfjörð Hreggviðsson, Veiga Eyfjörð Hreggviðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur og bróðir, HENRY BERG JOHANSEN, lést á hjartadeild Landspítala Háskólasjúkra- húss laugardaginn 20. nóvember. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Unnur Baldvinsdóttir, Jenny Johansen, Snorri Henrysson, María Björk Hermannsdóttir, Hanna Björg Henrysdóttir, Baldvin Páll Henrysson, Antonía Bjarnadóttir, Halldór Bjarnason og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.