Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 46
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Svínið mitt © DARGAUD ÞÚ VEIST AÐ, ÞÓ SVO AÐ ÞÚ SÉRT BARA HNIKILL ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ NOTA HÁRNÆRINGU OFTAR ÉG VEIT! ÉG VEIT! HÉRNA ER HEIMS- FRÆGUR MATVÖRU- KAUPMAÐUR AÐ TAKA SÉR STÖÐU... TVÖ BRAUÐ ... FERSKJUR .... SMÁKÖKUR ... MJÓLK ... HNETUSMJÖR ... FRIKKI! HVAÐ KOSTAR HNETUSMJÖRIÐ ÞESSA DAGANA?!? ÉG VEIT HVAÐ ÞAÐ KOSTAR... ÞAÐ ER BARA SVO GAMAN AÐ ÖSKRA.... HÆ PABBI! ÞETTA ER KALVIN HVERNIG ER Í VINNUNNI? ÞAÐ ER ÁGÆTIS VEÐUR ÚTI ER ÞAÐ EKKI? ÞÚ ÆTLAR EKKERT AÐ KOMA MEÐ EINVERJAR GJAFIR HANDA MÉR ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM? ÉG VAR BARA AÐ SPÁ... ÞÚ HLÝTUR AÐ VER AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR ÞÉR AF HVERJU ÉG HRINGDI ÞETTA ER HERFERÐ GEGN ÞVÍ AÐ AÐ HUNDAR SÉU ÓLARLAUSIR Í BORGINNI ÞAÐ ERU MÖRG SLYS Á HVERJU ÁRI VEGNA ÞESS AÐ FÓLK ER BITIÐ AF ÓLARLAUSUM HUNDUM ÞESSI PLAKÖT ERU ALLS STAÐAR HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA PABBI? SEM BETUR FER ERU SVÍN EKKI MEÐ Í ÞESSARI HERFERÐ RÚNAR RÆÐST HELDUR EKKI Á NEINN. HANN ER SVO GÓÐUR GROIN!! EKKI RÚNAR!! ÆÆÆ! RÚNAR! KOMDU HINGAÐ! RÚNAR! NEI!! GROIN!! MAMMA!! ÞETTA DÝR ER ALVEG BRJÁLAÐ. ÞAÐ RÍFUR Í SIG AUMINGJA KALLINN HONUM AÐ KENNA! SJÁÐU HVAÐ HANN GENGUR MEÐ! GLEYPTU HANN!! ÞAÐ SEGIR ENGINN NEITT ÞEGAR MAÐUR ÆTLAR AÐ FÁ SÉR SKINKUSAMLOKU EN ÞEGAR SVÍN FÆR SÉR MANNASAMLOKU VERÐUR ALLT BRJÁLAÐ ÞETTA ER ÁLITAMÁL Dagbók Í dag er fimmtudagur 25. nóvember, 330. dagur ársins 2004 Af hverju er það nán-ast orðin regla frekar en undantekn- ing að segja að „hann/ hún sé á tali“ þegar það er á tali hjá við- komanda? Það er alveg ótrúlegt hvað margir símaverðir hjá fyr- irtækjum og stofn- unum eru farnir að taka svona til orða. Víkverja finnst þetta hundleiðinlegt og leið- réttir fólk stundum. Annars ætti Víkverji kannski að taka sjálfan sig í gegn á málfars- sviðinu í stað þess að gagnrýna aðra. Hann á til að segja takk fyrir „þetta“ í lok símtals í stað þess að segja auðvit- að takk fyrir „spjallið“. Og þá segir hann „sko“ í tíma og ótíma. Það geng- ur sko ekki til lengdar. Úr því að Víkverji er kominn út í þessa sálma verður hann að tjá sig um hinn hvimleiða sið fjölmiðlafólks að ávarpa viðmælendur sína með þeim kjánalegum hætti að segja „heyrðu“ við þá. Sérstaklega er út- varpsfólk með hlustanda í símanum slæmt með þetta. Stundum er jafnvel sagt „herðu“ og þá er Víkverja öllum lokið. Víkverji vill leiðrétta vitleysu frá því í haust þegar hann var að tala um gömlu mánaðaheitin. Þetta var í upphafi gormán- aðar eða í lok október og Víkverji ætlaði að slá um sig með því að nefna fleiri gömul mán- aðaheiti. Þetta gekk allt vel þar til röðin var komin að ýli, sem nú er nýhafinn. Víkverja varð það á að segja gellir og biðst hér með afsökunar. x x x Þjóðsöngur Íslend-inga hefur verið í umræðunni undanfarið og vilja sumir skipta um þjóðsöng. Hann þykir nefnilega erfiður í flutningi að sumra mati. Að mati Víkverja er hann ekki það erfiður að það eigi bara að skipta honum út. Allir geta tekið sungið upphafslínurnar og síðan frá miðju og til enda. Fólk gerir of mikið úr vand- anum að mati Víkverja. Í öðru lagi skiptir þjóð ekki bara um þjóðsöng si- svona þótt hann sé e.t.v. í lægð um skeið. Leyfum honum að eiga sín góðu og slæmu skeið. Þannig er það hjá fólki almennt. Að skipta um þjóð- söng væri uppgjöf. Svo er hann líka afar fallegur. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Listdans | Það var líf í tuskunum í húsakynnum Listdansskóla Íslands í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Íslenski dansflokk- urinn, í samvinnu við Listdansskóla Íslands, stendur þar að danssmiðju, vett- vangi fyrir unga Íslenska danshöfunda og dansara. Smiðjan er nýsköpun á sviði danslistar á Íslandi. Markmiðið með danssmiðju Íslenska dansflokksins er að leiða saman unga höfunda og dansara og gera þeim kleift að þróa sig sem listamenn, þjálfa hæfni og auka þekkingu þeirra svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við stærri verkefni, á vegum Íslenska dansflokksins, sem og annars staðar. Jóhann Freyr Björgvinsson hefur umsjón með skipulagningu danssmiðj- unnar og er fyrsti danshöfundur hennar. Morgunblaðið/Golli Dans í smíðum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 26.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.