Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Alfons Oddssonfæddist á Ytri Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dalasýslu 5. nóvember 1905. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi að- faranótt 18. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Kristjáns- dóttir og Oddur Bergsveinn Jensson. Fyrstu fjögur árin var Alfons í föður- húsum ásamt systur sinni Helgu Odds- dóttur. Þá misstu þau móður sína og fylgdi Helga föður sínum eftir það, en Alfons fór í fóstur til föð- ursystur sinnar Ingibjargar Sig- ríðar Jensdóttur og manns hennar Halldórs Guðmundssonar sem bjuggu í Magnússkógum í Dala- sýslu. Þar ólst Alfons upp í stórum systkinahópi allt fram undir tví- tugsaldur eða þar til að hann fór til náms í búfræðum í Bændaskól- anum að Hvanneyri í Borgarfirði. Hann lauk þaðan námi eftir tvo vetur. Alfons átti sex hálfsystkini samfeðra. Þau voru Guðrún, Rósa, Hallgrímur, Þórdís, Katrín og Ólafur. Eftir dvölina á Hvanneyri lá leiðin til Reykjavíkur sem varð vettvangur lífs hans upp frá því. Alfons stundaði alla algenga vinnu bæði til sjós og lands. Hann tók bílstjórapróf árið 1931 og starfaði hann sem vörubílstjóri fram undir áttrætt. Hann sat í stjórn vörubílstjóra- félagsins Þróttar til margra ára og var þar heiðursfélagi. Hann var einn af stofnendum Breið- firðingafélagsins í Reykjavík og í stjórn þess um árabil og heiðursfélagi. Hann vígðist til Oddfell- owstúkunnar Þór- steins nr. 5 hinn 4. október 1942 og var mjög virkur í starfi fyrir stúkuna og gegndi þar mörgum embættum. Hann var sæmdur heiðursmerki Oddfellowreglunn- ar og var heiðursfélagi í sinni stúku. Hinn 19. maí 1934 kvæntist Alf- ons eiginkonu sinni Sigríði Jeppe- sen, f. 10.12. 1908, d. 25.4. 1981. Þau eignuðust þrjú börn. Elst var Anna, f. 2.11. 1936, d. 25.2. 2003, gift Harrý Sampsted, f. 13.6. 1935. Börn þeirra eru þrjú, Alfons Sig- urður, Hannes Ómar og Berg- sveinn. Næst er Guðrún, f. 2.6. 1940, gift Hans Kragh Júlíussyni, f. 13.1. 1938. Dætur þeirra eru tvær, Agnes Kragh og Sigríður Kragh. Yngstur er svo Berg- sveinn, f. 2.2. 1946, kvæntur Þur- íði Sölvadóttur, f. 21.6. 1946. Börn þeirra eru þrjú, Sigríður, Linda Björk og Sölvi Þór. Barnabarna- börnin eru orðin tuttugu. Útför Alfons verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við hjónin ástkær- an föður og tengdaföður Alfons Oddsson. Daginn eftir að hann lést hringdi góð vinkona okkar í okkur til að sam- hryggjast okkur en sagði um leið að hún samgleddist honum. Okkur fannst mikil skynsemi í þessum orð- um því okkar var sorgin en hann var orðinn saddur lífdaga eftir langa og yfirleitt mjög góða ævi, orðinn 99 ára gamall og heilsan að byrja að gefa sig. Að tala um 99 ára gamlan mann og segja að heilsan hafi verið að byrja að gefa sig er ótrúlegt en satt. Frá því að ég kom fyrst inn á heimili Alf- ons og eiginkonu hans Sigríðar árið 1958 sem verðandi tengdasonur vissi ég aldrei til þess að hann væri veik- ur. Fyrir utan að keyra vörubíl í rúm 60 ár þá elskaði Alfons allan gróður og náttúruna. Hann átti sumarbústað í Kópavogi og þar dvaldi hann öllum stundum þegar hann var ekki að vinna, við að rækta alls kyns gróður, kartöflur, jarðarber o.fl. Í Kópavogi stendur enn birkiskógur sem Alfons ræktaði frá fræi. Eftir að við Guðrún eignuðumst okkar sumarbústað í Grímsnesi kom Alfons með okkur nokkrar helgar austur og þá leið honum best úti í gróðrinum við að reyta gras og arfa frá trjánum sem við höfðum gróð- ursett og gefa þeim áburð. Nú að lokinni langri og góðri sam- leið vil ég þakka fyrir góð kynni og vinskap. Guðrún þakkar og kveður góðan föður, vitandi að nú líður hon- um vel með Sigríði eiginkonu sinni og Önnu dóttur sinni, sem báðar lét- ust allt of ungar. Þínum anda fylgdi glens og gleði. Gamansemin auðnu þinni réði, því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar mínu lífi lýkur ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Hans Kragh Júlíusson. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til þín, elsku Alf- ons minn, er mér efst í huga þakk- læti og aðdáun. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta góðrar nærveru þinnar síðastliðin 39 ár. Aðdáun á hversu duglegur þú varst að búa einn í Mávahlíðinni til 99 ára aldurs. Að fylgjast með þér aka litlu Toyot- unni þinni í heimsóknir til ættingja og vina þar til þú varst 96 ára. Síðan öll þorrablótin hjá Breiðfirðinga- félaginu sem þú hafðir svo gaman af. Mér er minnisstætt þorrablótið í fyrra, þar sem þú skemmtir þér kon- unglega eins og ætíð. Ég var á heim- leið fljótlega eftir miðnættið, en þú varst sko ekki á heimleið svo snemma þar sem þú skemmtir þér svo vel. Þetta fannst mér alveg frá- bært. Það er okkur Svenna mikils virði að hafa átt yndislega samverustund með þér kvöldið áður en þú kvaddir, þar sem þú slóst á létta strengi eins og venjulega. Þú varst svo sáttur við Guð og menn og tilbúinn að kveðja þessa jarðvist. Ég veit að elskurnar þínar, Anna og Sigga, hafa tekið vel á móti þér á nýjum stað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Minningin um þig mun verða ljós í lífi okkar allra. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Þuríður. Það fjölgaði í Mávahlíðinni síðla vetrar. Drengurinn fæddist nokkuð fyrir tímann, taldist heldur rýr og var ekki hugað líf í byrjun. Hann braggaðist hins vegar ágætlega, var gefið nafn afa síns og ömmu og ólst síðan upp í skjóli þeirra, umvafinn ást þeirra og umhyggju. Frá fyrstu dögum lífsins þróuðust þau nánu tengsl milli afa og afadrengs sem staðið hafa órofin síðan. Alli afi lifði tímana tvenna. Lífið var honum erfitt framan af og ekki átti hann þess kost að helga sig bú- skap eins og hugur hans stóð til. Leiðin lá til Reykjavíkur þar sem hann kynntist ömmu Siggu, lífs- glaðri Reykjavíkurmey, sem varð lífsförunautur hans. Saman bjuggu þau fjölskyldu sinni heimili við ör- yggi og ástúð. Ást þeirra entist báð- um ævina þó samvera þeirra yrði styttri en vonir stóðu til. Alli afi var fyrirmynd afadrengs í lífi og starfi. Ófáar eru ferðirnar sem ungur drengur fékk að fara með afa í vörubílnum, ýmist við fiskflutninga eða út fyrir bæjarmörkin þegar sundlaugin í Reykjadal var meiri- háttar upplifun þó lítil þætti á okkar daga mælikvarða. Ferðir í sumarbú- stað með afa og ömmu voru ungum dreng ævintýri þeirra tíma. Stuðn- ingur afa var ómetanlegur þegar rúða hafði verið brotin hjá nágranna í snjókasti, afi kom með þegar geng- ist var við verknaðnum og síðan var skipt um rúðu og málið leyst. Þegar unglingsárin komu og spurningum lífsins var vandsvarað var sest niður með afa til að spjalla, reynslu þess eldri miðlað og stutt við bak þess yngri. Hin gagnkvæma virðing, um- hyggja og vinátta þessara tveggja karlmanna varði ævina alla. Síðustu árin var það afadreng mikils virði að geta veitt þeim eldri liðsinni við sundferðir og ýmis viðvik og eiga samveru með afa sem var honum svo kær. Þegar kvatt er að leiðarlokum haldast hin nánu tengsl órofin, þau breytast í minningar sem fylgja þeim yngri það sem eftir er ævinnar. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Alfons Sigurður Kristinsson, Gerður Aagot Árnadóttir. Elsku afi og langafi, nú þegar við kveðjum þig koma svo margar minn- ingar í huga okkar. Allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, þetta munum við geyma í hjörtum okkur. Það var þægilegt að vera í návist þinni, elsku afi, þú hafðir frá svo mörgu að segja í sambandi við gömlu tímana. Það verður því undarlegt að fá ekki að hitta þig aftur, elsku afi, en þess í stað eigum við fjölda góðra minninga sem munu lifa með okkur í gegnum árin. Við þökkum fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur, það eru ekki allir svo heppnir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinakilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megir þú hvíla í friði og guð fylgi þér, elsku afi Alli. Hannes, Eygló, Harry og Karen. Jæja, elsku afi, þá ertu loks búinn að hitta aftur hana ömmu Siggu. Þú varst nú farinn að tala um það upp á síðkastið að þú vildir fara að kveðja, fannst þetta orðið bara nokkuð gott. Við getum nú ekki sagt annað en lífið hafi farið vel með þig, þessi 99 ár varstu alltaf við hestaheilsu. En hvert eigum við systurnar nú að fara á miðvikudagskvöldum – það var alltaf svo notalegt að setjast hjá þér á þínu hlýja heimili og hlusta á þig tala um gamla tímann á meðan við saumuðum út. Alltaf varstu snöggur til að bjóða okkur kók og kleinur. Sjaldan fórum við tvær einar í heim- sókn til þín, því langafabörnin vildu ólm koma með í Mávahlíðina. Við getum endalaust talið upp það sem þú hafðir unun af, eins og að mæta á Oddfellow-fundi, kartöflurækt og garðyrkjustörf í Suðurhlíðum og Mávahlíð. Elsku afi, við vitum að við eigum eftir að sakna þín mikið, en á kveðju- stund er gott að eiga góðar minn- ingar um þig og þær eru margar. Við vitum að þú ert kominn á góðan stað. Guð geymi þig. Ó sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný og angan rósa rauðra mun rísa af gröfum dauðra og vesæld veikra og snauðra mun víkja fyrir því. (Steinn Steinarr.) Agnes og Sigríður Kragh. Afi Alfons er til moldar borinn í dag. Með örfáum orðum langar okk- ur systkinin að minnast hans og þakka honum fyrir þær stundir sem við áttum saman og minnumst með hlýjum hug. Hann afi var hraustur og jákvæður að eðlisfari og við systk- inin minnumst þess varla að hafa séð hann veikan fyrr en nú seinasta mánuðinn. Það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til afa í Mávahlíðina og heyra sögur hans frá því að hann var ungur. Oft talaði hann um myndirn- ar tvær á skenknum í stofunni, önn- ur af fyrsta hestinum hans og hin af fyrsta vörubílnum sem hann eignað- ist. Hann sagði okkur stundum frá því þegar hann var vinnumaður á Korpúlfsstöðum og hugsum við oft til þess hve tímarnir hafa breyst á hans löngu ævi. Alltaf bauð afi upp á gos, kleinur eða nammi þegar við komum í heim- sókn. Á okkar yngri árum var það mikið tilhlökkunarefni að komast í skálina í eldhúsinu með kúlunum, súkkulaðirúsínunum eða kandísnum. Afi bjó í raun og veru aldrei einn því að hann hafði mikinn félagsskap af páfagauknum sínum, henni Siggu. Hann sagði líka alltaf: „Maður býr ekki einn ef maður hefur dýr hjá sér.“ Langafabörnin hans höfðu auk þess ómælda ánægju af því að koma í heimsókn og hitta hann og fá að leika við Siggu páfagauk sem hann hafði tamið með ótrúlegri natni og gerði hún ótrúlegustu hluti, t.d. að hoppa á eftir afa niður tröppurnar í kjallar- ann, setjast á húninn á ísskápnum þegar hún vildi fá eitthvað í gogginn eða nartaði í kleinu hjá afa. Afi kunni ógrynni af ljóðum og stökum. Fyrir nokkrum árum tók hann sig til með góðri hjálp og setti þær saman í bók sem hann gaf fjöl- skyldu og vinum í jólagjöf. Þessi bók er okkur dýrmæt minning um hann. Við kveðjum þig, elsku afi, með söknuði og vitum að þú ert í góðum hópi á nýjum stað. Linda Björk, Sölvi Þór, Sigríður (Siddý) og fjölskyldur. Elsku langafi minn. Takk fyrir allt það góða og vonandi líður þér vel núna. Þakka þér fyrir góðu kleinurn- ar, konfektið og kókið sem þú gafst okkur. Það var alltaf jafn gaman að setjast hjá þér og tala saman, það var allt svo hlýlegt hjá þér og alltaf gott að vera hjá þér. En þú þurftir að kveðja, ég mun aldrei gleyma þér. Ég held áfram að heimsækja þig með mömmu minni. Ef ég ætti að segja hvað þú varst yndislegur þá gæti ég gert það alveg ótrúlega lengi og aldrei stoppað. Þú varst alltaf jafn fjörugur og skemmtilegur. Nú líður þér vel og hvílist á öruggum stað og ég mun sakna þín. Ragnhildur Ósk. Hann langafi var alltaf svo góður. Mér fannst það ótrúlegt að hann væri orðinn 99 ára, hann var alltaf svo hress. Hann vildi gera allt sjálf- ur. Þegar ég fór með mömmu í heim- sókn til hans lét hann okkur sitja í stofunni þegar hann sótti kók og kleinur. Ég varð frekar sár þegar ég frétti að hann væri dáinn, en ég veit að hann vildi fara að hitta konuna sína og barnið sitt. Mér fannst gam- an að eiga langafa og var mjög stolt af honum. Bless, elsku langafi. Bryndís Inga. ALFONS ODDSSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, ÁRMANN EYDAL ALBERTSSON fyrrv. vélstjóri, Vegamótum í Garði, lést laugardaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jónas Eydal Ármannsson, Margrét Þyrí Guðmundsdóttir, Sigurður Albert Ármannsson, Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir, Elfa Eydal Ármannsdóttir, Atli Alexandersson, barnabörn, Sigríður Benediktsdóttir. SIGURJÓN PÉTURSSON, Fannafold 104, lést mánudaginn 22. nóvember. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SÁÁ. Jarðarför verður auglýst síðar. Guðrún H. Pálsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Hringbraut 52, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 1. desember kl. 13.00. Jóhannes Valgeir Reynisson, Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, Árni Reynisson, Anna S. Bjarnadóttir, Eyjólfur Reynisson, Una Gísladóttir, Jóhann Reynisson, Suphit Donkanha, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.