Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Unglingar I standard-dansar Alex Freyr Gunnarsson – Ragna Björk Bernburg, ÍR John Giannini – Stevie Jones, England Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH Fredrik Lund – Caroline Kjeldgaard Clausen, Danmörk Júlí Heiðar Halldórsson – Telma Rut Sigurðardóttir, DÍK Jökull Örlygsson – Rakel Sara Björnsdóttir, Gulltoppur Unglingar I s-amerískir dansar Alex Freyr Gunnarsson – Ragna Björk Bernburg, ÍR Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH John Giannini – Stevie Jones, England Fredrik Lund – Caroline Kjeldgaard Clausen, Danmörk Júlí Heiðar Halldórsson – Telma Rut Sigurðardóttir, DÍK Sigtryggur Hauksson – Eyrún Stefánsdóttir, Gulltoppur Unglingar II standard-dansar Nikolaj Lund – Camilla Dalsgaard, Danmörk Haukur Freyr Hafsteinsson – Denise Margrét Yaghi, Hvönn Björn Ingi Pálsson – Ásta Björg Magnúsdóttir, DÍH Alexander Mateev – Erla Björg Kristjánsdóttir, ÍR Fannar Helgi Rúnarsson – Lilja Guðmundsdóttir, Gulltoppur David Kastor Nilsen – Anne-Louise Dahl Lassen, Danmörk Unglingar II s-amerískir dansar Nikolaj Lund – Camilla Dalsgaard, Danmörk Björn Ingi Pálsson – Ásta Björg Magnúsdóttir, DÍH Haukur Freyr Hafsteinsson – Denise Margrét Yaghi, Hvönn Fannar Helgi Rúnarsson – Lilja Guðmundsdóttir, Gulltoppur Alexander Mateev – Erla Björg Kristjánsdóttir, ÍR Jón Eyþór Gottskálksson – Helga Soffía Guðjónsdóttir, ÍR Ungmenni standard-dansar Benedikt Ásgeirsson – Benedicte Bendtzen, Danmörk Jónatan Arnar Örlygsson – Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppur Baldur Kári Eyjólfsson – Anna Kristín Vilbergsdóttir, ÍR Kristian Ott Milbo – Maria Sörensen, Danmörk Christian Nonnemann – Ida Moldrup Svendsen, Danmörk Stefen Wedege – Christina Pedersen, Danmörk Ungmenni s-amerískir dansar Benedikt Ásgeirsson – Benedicte Bendtzen, Danmörk Jónatan Arnar Örlygsson – Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppur Kristian Ott Milbo – Maria Sörensen, Danmörk Christian Nonnemann – Ida Moldrup Svendsen, Danmörk Björn Vignir Magnússon – Björg Halldórsdóttir, Gulltoppur Stefen Wedege – Christina Pedersen, Danmörk 16 ára og eldri standard-dansar Benedikt Ásgeirsson – Benedicte Bendtzen, Danmörk Kristian Ott Milbo – Maria Sörensen, Danmörk Christian Nonnemann – Ida Moldrup Svendsen, Danmörk Lárus Þór Jóhannsson – Sigrún Tinna Gunnarsdóttir, ÍR Björn Sveinsson – Bergþóra María Bergþórsdóttir, DÍH Stefen Wedege – Christina Pedersen, Danmörk Jón Eiríksson – Ragnhildur Sandholt, Gulltoppur 16 ára og eldri s-amerískir dansar Max Pedrov – Elísabet Sif Haraldsdóttir, Hvönn Benedikt Ásgeirsson – Benedicte Bendtzen, Danmörk Christian Nonnemann – Ida Moldrup Svendsen, Danmörk Kristian Ott Milbo – Maria Sörensen, Danmörk Björn Vignir Magnússon – Björg Halldórsdóttir, Gulltoppur Atli Björn Gústavsson – Iðunn Jónasardóttir, Gulltoppur Hægt er að nálgast önnur úrslit keppninnar á heima- síðu Dansíþróttasambands Hafnarfjarðar: www.dih.is. DANSÍÞRÓTTASAMBAND Hafnarfjarðar undir stjórn Auðar Haraldsdóttur stendur fyrir Lotto- mótinu sem hátt á annað hundrað pör tóku þátt í að þessu sinni, auk þess sem stórir hópar af byrjendum barna sýndu dans. Einnig var keppt í línu- dönsum og mættu þar til leiks tveir hópar. Sem fyrr var höfð liðakeppni og var það lið Dana sem sigraði. Lottobik- arar voru veittir og eru þá valin þau pör sem fá í heild bestu einkunn dóm- ara, eitt par sem keppir í dansi með grunnaðferð og annað sem keppir í dansi með frjálsri aðferð. Það voru þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH í dansi með grunnaðferð og Jónatan Arnar Ör- lygsson og Hólmfríður Björnsdóttir í dansi með frjálsri aðferð. Bæði þessi pör unnu þennan titil einnig á síðasta ári. Sú nýbreytni var að ásamt hinni ár- legu Lottokeppni var haldin opin al- þjóðleg keppni sem nefnd var „Lotto Open“. Alls voru átta pör sem komu erlendis frá og kepptu á mótinu. Sjö þeirra komu frá Danmörku og eitt frá Englandi. Sjö dómarar dæmdu ís- lensku keppnina. Það voru þau Soffie Dalsgaard og Jesper Dalsgaard frá Danmörku, Julie Tomkins frá Eng- landi, Hinrik Norðfjörð Valsson, Birg- itta Sveinbjörnsdóttir, Gerður Harpa Kjartansdóttir og Hildur Jóhann- esdóttir. Í opna mótinu bættust við fjórir dómarar þau Kara Arngríms- dóttir, Níels Einarsson, Unnur Berg- lind Guðmundsdóttir og Sigurður Há- konarson. Dómararnir voru því alls ellefu og er þetta fjölmennasti dóm- arahópur sem dæmt hefur danskeppni á Íslandi. Keppnin hófst með innmarsi kepp- enda og síðan setti formaður Dans- íþróttasambands Íslands, Birna Bjarnadóttir, mótið. Þá hófst keppni yngstu hópanna og síðan sýningar byrj- endahópanna og var yngsti hópurinn sem kom fram aldursflokkur barna sjö ára og yngri. Julie Tomkins frá Englandi var einn af dómurum keppninnar. Hún hefur í gegnum tíðina verið í sambandi við íslenska danskennara og þá mest fyrir fimmtán til tuttugu árum. Hún hafði eftirfarandi um keppnina að segja: „Mér finnst að þetta hafi verið besti dans sem ég hef séð á Íslandi. Þetta var mjög góð keppni og gaman fyrir íslensku pörin að fá dansara er- lendis frá til þess að keppa við. Það var einnig gleðilegt að sjá hve góður og heilbrigður keppnisandinn var. Mér finnst að hópurinn Unglingar I (12–13 ára) gleymi stundum grunninum. Þau þurfa að vinna betur á tækninni. Ég veit að vísu að það er alltaf efitt og stórt stökk að fara úr aldurshópnum Börn II þar sem eingöngu eru dönsuð grunnspor og upp í hóp Unglinga sem keppa í dansi með frjálsri aðferð. Að öðru leyti var ánægulegt að sjá að allir voru snyrtilegir til fara og fallega klæddir og greinilegt að hér voru á ferð glaðir og áhugasamir dansarar.“ Dönsku dómararnir tveir voru hjón- in Jesper og Soffie Dalsgaard. Þau hafa undanfarin ár verið í samvinnu við Dansíþróttafélagið Hvönn og Dansíþróttasamband Hafnarfjarðar við þjálfun. Undirrituð hafði samband við þau og bað þau um að gera grein- argerð um keppnina og ferðina hingað til Íslands og hér kemur hún: „Þegar við gerðum það kunnugt í dansskólanum okkar að við værum á leiðinni til Íslands til þess að dæma í „Lotto Open“ keppninni kom það okk- ur á óvart hversu mörg pör höfðu áhuga á að koma með okkur. Helsta ástæðan var sú að hægt var að fljúga ódýrt til Íslands og fá tækifæri til að sjá eitthvað af landinu. Einnig var hvatning fyrir pörin sú staðreynd að við höfum verið þeirrar ánægju aðnjót- andi að tveir nemendur okkar eru frá Íslandi.“ Það eru þau Ásta Sigvalda- dóttir og Benedikt Ásgeirsson og hafa þau tvö hafa haft mikil áhrif á dans- heiminn í Danmörku, bæði sem góðir vinir og frábærir fulltrúar ís- lenska dansheimsins. „Við viljum þakka öllum sem hlut áttu að máli fyrir frábæra gest- risni. Við höfum fundið fyrir hlýju og góðvild, sem virð- ist vera Íslendingum svo eðlislæg, frá öllum sem við höfum hitt. Þetta er eitt- hvað sem allur danski hóp- urinn, dansarar og foreldrar, hefur tekið eftir og viljum við öll koma á framfæri þakklæti til allra.“ Keppnin sjálf, að undanskildu skipulagi á dagskrá, tókst mjög vel. Andrúmsloftið í húsinu ein- kenndist af vináttu og miklum áhuga fyrir dansi og virtust dans- ararnir skemmta sér konunglega. Í „Lotto Open“ keppnunum voru margir góðir dansarar. Danski hóp- urinn og íslensku áhorfendurnir voru duglegir að hvetja sitt fólk. Í keppni Unglinga I var mikil barátta í báðum greinum í fyrstu umferð- inni þar sem dómarar völdu þrjú pör beint inn í úrslit. Baráttan hélt áfram í milliriðlinum þar sem pörin börð- ust um að fá næstu þrjú plássin í úrslitunum. Okkur fannst dans- inn í úrslitunum vera á háu plani fyrir þennan aldurshóp. Að- alvandamálin virtust vera þau að halda réttri stöðu og sýna rétta fótavinnu. Í standarddönsunum heftir þetta dans- arana í að mynda rétta sveiflu í döns- unum. Í Unglingar II fannst okkur vera greinilegur munur á þremur efstu pör- unum og hinum pörunum. Samt sem áður var mikil keppni um þrjú seinni plássin í úrslitin. Í standarddönsunum var greinilegur munur á þessum hópi og yngri hópnum í færni dansaranna til að standa rétt og nota rétta fóta- vinnu. Þetta gerir dönsurunum kleift að hreyfa sig frjálsar og mynda betri sveiflu í dansinum. Í s-amerísku dönsunum virtist aðal vandamálið vera það að þroska vantar í vinnu fóta og fótleggja. Þetta kemur í veg fyrir réttar mjaðmahreyfingar í cha cha cha og rúmbu. Í paso doble virtust einungis þrjú efstu pörin hafa skilning á grunnatriðum dansins. Hin innri ró í líkamanum, handahreyfingar og færni til þess að standa rétt í paso doble er allt öðruvísi en í hinum s- amerísku dönsunum. Í keppni Ungmenna (16–18 ára) í standarddönsunum var það getan til að standa rétt, mynda rétta sveiflu og staða efri hluta líkamans sem gerði út- slagið þegar við vorum að leita að sig- urvegara. Góð stjórn og fegurð í dans- inum dugar ekki alltaf til sigurs. Þau sem lentu í öðru sæti voru of mikið aft- ur með líkamsþungann en það kemur í veg fyrir að dansarinn getur notað fót- inn sem staðið er á. Þetta varð til þess að þau misstu af sigrinum. Baráttan um næstu sæti fyrir neðan var mjög jöfn og hörð og gaf áhorfendum ástæðu til þess að hvetja dansarana ennþá meira. Í s-amerísku dönsunum var baráttan um sigursætið jafnari að okkar mati. Þar var það samt sem áð- ur góð beiting fóta og fótleggja sig- urvegaranna sem skapaði léttar mjaðmahreyfingar og samvinna þeirra sem danspar sem gaf þeim tvöfaldan sigur. Í keppnisflokknum 16 ára og eldri var eins og búast mátti við dans á hærra stigi. Í s-amerísku dönsunum voru tvö efstu pörin á sérplani. Það breytti því samt ekki að sigurveg- ararnir skáru sig úr hópnum. Þar var á ferðinni góður dans í háum gæða- flokki. Við hefðum samt sem áður vilj- að sjá afslappaðri mjaðmahreyfingar og meiri tengingu á milli herrans og dömunnar. Í standarddönsunum virt- ist það almennt ekki aðalatriðið að nota tónlistina. Sigurvegararnir sem og í hinni greininni skáru sig greini- lega úr hópnum. Þau voru eina parið með rétta stöðu og tengingu líkam- anna. Undanfarin fimm ár höfum við kom- ið reglulega til Íslands. Á þeim tíma höfum við séð marga efnilega dansara sem hafa verið að auka hæfni sína til þess að verða betri keppendur í dansi. En því miður höfum við séð mjög efni- lega dansara hverfa frá danssviðinu hér á Íslandi, áður en þeir hafa getað náð þeim árangri á alþjóðlegum vett- vangi sem þau eiga skilið. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir dansskólana og dansíþróttafélögin í landinu. Það sem við höfum séð á Íslandi virðist í heildina staða dansins vera góð og andrúmsloftið heilbrigt í kring- um dansinn. Okkur finnst samt vanta að dansararnir einbeiti sér að grunn- atriðunum dansins og séu að reyna að bæta sig í of mörgum atriðum í einu. Þetta kemur í veg fyrir áframhaldandi framfarir þessara hæfileikaríku dans- ara. Þetta gæti verið vegna þess að pörin sækja þjálfun og kennslu til of margra kennara. Það hefur þau áhrif að þau fá of margar og ólíkar upplýs- ingar frá ólíkum kennurum sem allir eru að vinna sitt verk vel og vilja döns- urunum vel. En án samræmingar milli kennaranna og/eða þjálfaranna vantar beina stefnu fyrir pörin og það verður ekki eins markviss uppbygging dans- aranna. Að lokum viljum við nefna að okkur fannst dansinn hjá byrjendunum og þeirra sem voru að keppa í barnaflokk- unum lofa góðu fyrir framtíðina. Þar voru á ferð margir efnilegir drengir og stúlkur. Við óskum ykkur öllum áframhaldandi farsældar í dansinum á Íslandi.“ Um keppnina sjálfa vill undirrituð nefna það að hún var að flestu leyti vel heppnuð. Það var góð stemmning í húsinu og öll umgjörð til fyrirmyndar. Eins og ég nefndi eftir síðustu Lotto- keppni ætlar álögum keppninnar ekki að létta. Tímatafla fór úr böndunum og var keppnin allt of löng. Þetta er algjör synd þar sem keppnin var mjög skemmtileg og eiga aðstandendur hennar heiður skilið fyrir að hafa kom- ið þessari keppni í framkvæmd og fengið til leiks erlenda dansara sem ís- lensku pörin gátu borið sig saman við. Lífleg Lottokeppni DANS Íþróttahúsið við Strandgötu Laugardaginn 13. nóvember var haldið hið árlega Lottomót. Kara Arngrímsdóttir Nikolaj Lund og Camilla Dalsgaard, sigurvegarar í báðum greinum Lottokeppn- innar 14–15 ára. Max Pedrov og Elísabet Sif Har- aldsdóttir, sigurvegarar í s-amer- ískum dönsum 16 ára og eldri. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólm- fríður Björnsdóttir, Lottopar árs- ins, í dansi með frjálsri aðferð. Benedikt Ásgeirsson og Benedicte Bendtzen sigruðu í báðum greinum Lottokeppninnar í 16–18 ára. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Alex Freyr og Ragna Björk, sig- urvegarar í báðum greinum Lotto- keppninar í 12–13 ára. Úrslit „Lotto Open“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.