Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Katarín-usardóttir fædd- ist á Folafæti í Norð- ur-Ísafjarðarsýslu 6. ágúst 1919. Hún lést 4. október síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Katarínus- ar Gríms Jónssonar og Guðmundu Sig- urðardóttur. Systkini Þuríðar voru sex talsins og eru þau öll látin að Kristínu frá- talinni sem býr á Ír- landi. Þuríður kynntist eiginmanni sínum, Sigursteini Óskari Jóhannssyni (f. 6.11. 1916, d. 14.1. 1997), ung að aldri. Þau gengu í hjónaband 1942 og bjuggu lengst af í Galtarvík ytri í Skilmannahreppi og á Akranesi. Þau eignuðust níu börn. Þau eru: 1) Guðmundur, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Ólöfu Guðrúnu Elí- asdóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Jóhann Óskar, búsettur á Sel- fossi, kona hans er Hulda Snorradóttir og eiga þau alls sjö börn. 3) Jón Krist- ján, búsettur á Akra- nesi, en hann á þrjú börn. 4) Sigríður, bú- sett í Reykjavík, gift Sigfúsi Tómassyni og eiga þau fjögur börn. 5) Katrín, bú- sett í Danmörku, gift Jens Lehman og eiga þau tvö börn, 6) Jó- hanna, búsett á Raufarhöfn, gift Agnari Indriðasyni og eiga þau þrjú börn. 7) Þuríður Ósk, búsett í Kópavogi, maður hennar er Árni Baldursson og eiga þau alls sex börn. 8) Ragn- heiður, búsett á Egilsstöðum, maður hennar er Magnús Örn Magnússon og eiga þau þrjú börn samtals. 9) Hafdís, búsett á Akra- nesi, en hún á þrjár dætur. Þuríður var jarðsungin í kyrr- þey að eigin ósk. Elsku mamma mín. Nú er komið að þeirri kveðjustund sem engan langar að ganga í gegnum en það er að kveðja móður sína. Það er í mörg horn að líta, við áttum margar góðar og erfiðar stundir saman, þá meina ég öll veikindin sem á þig voru lögð. Það tekur mig sárt hve miklar raun- ir líf þitt var í gegnum árin. Ég dáist að því hvað þú sýndir mikla þolin- mæði, hógværð og þrautseigju við að koma þér upp úr veikindunum alla tíð. Þú baðst aldrei um neitt þér til handa annað en að ég gæti verið hjá þér. Mig hefði langað svo mikið að hafa þig lengur en það er víst bara einn sem ræður því. Ég veit þú verð- ur hjá mér í huganum þegar ég út- skrifast úr skólanum því við getum ekki verið þar saman eins og við ætl- uðum. Það er svo margs að minnast á heilli ævi en erfitt að koma orðum að. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar, þolinmæðina og hina miklu vinnu sem þú lagðir á þig til að koma okkur systkinunum á legg. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt með svona mörg börn. Ég vona að þú hafir fengið ein- hvern styrk frá mér síðustu stund- irnar okkar saman. Ég mun ætíð minnast þín. Ég vil svo að lokum þakka starfs- fólki Sjúkrahúss Akraness og þá sérstaklega Louise Steindal og öll- um hinum á E-deild fyrir hlýhug og umönnun í garð mömmu. Guð geymi þig. Þín dóttir Þuríður Ósk. Þá er komið að kveðjustund. Ég minnist margra góðra samveru- stunda okkar yfir ævina. Á Skaga- braut 50 þar sem þú og pabbi byggð- uð ykkur hús sem og áranna í sveitinni í Galtarvík. Ég minnist líka hvað þú varst góður dýravinur og hlúðir vel að öllum málleysingjum eins og þú kallaðir þau oft. Fjör var hjá okkur að halda utan um systkini mín og hugsa um þau. Þar sem ég var elst af sex systrum lenti það meira á mér en þeim yngri. Ég man hvað það var mikill vinna hjá þér því þá var allt þvegið og soðið í stórum potti og þvottabretti og þú alltaf ófrísk af einhverju barnanna. Ég dá- ist að þinni þrautseigju með þín níu börn og að geta látið alla hluti ganga upp í allri fátæktinni eins og hún var þá. Öll börnin mín þakka þér sam- fylgdina og senda þér góðar kveðjur. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir Sigríður Sigursteinsdóttir. Við höfum átt margt sameiginlegt í lífinu, þar sem ég hef búið hjá þér svo lengi, nú síðast á Sunnubraut 14 þegar ég hef átt frí úr vinnunni. Ég vona að þú hafir fengið einhvern styrk og stoð af mér þann tíma sem við fengum að vera saman. Ég kem til með að sakna þín, elsku mamma. Megi guð vera með þér. Þinn sonur Jón Sigursteinsson. Ég vona að þú hafir haft styrk og stoð af mér í gegnum lífið. Þakka vil ég góðar samverustundir úr Galtar- víkinni. Ég kem til með að sakna þín og börnin mín senda þér líka þakkir fyrir samverustundirnar. Megi Guð vera með þér. Guðmundur. Nú er komið að kveðjustund. Maður lætur oft hugann reika á slíkri stundu. Ég minnist okkar fyrstu kynna þegar ég kom í heim- sókn í Galtarvík með dóttur þinni Ósk. Fann ég strax fyrir hlýhug og velvilja ykkar hjóna. Upp frá þeim degi urðu samveru stundir okkar margar og stóðu samfellt í 22 ár. Það var oft í mörg horn að líta í bústörf- um í sveitinni og minnist ég þess hversu börnum okkar Óskar þótti gaman að koma til ömmu og afa í Galtarvík bæði við leik og störf. Elsku Ósk, ég veit að Guð gefur þér styrk til að takast á við þá sorg sem fylgir móðurmissi. Ég er þess fullviss að hún er komin á betri stað, laus við þjáningar vegna veikinda síðustu ára og ég veit að hún er þakklát fyrir þann stuðning sem þú gafst henni með ást og óeigingirni síðustu áratugi í lífi hennar. Systkinum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Árni. Elsku amma. Nú er komið stórt skarð í fjölskylduna, það vantar hana ömmu Þuru. Það var alltaf gaman að koma til þín og afa í Galt- arvík þegar þið voruð þar og fara í fjöruna, tína skeljar og steina og skoða öll dýrin. Við viljum senda þér þakklæti fyrir góðar stundir, til dæmis núna í sumar þegar þú komst í heimsókn og við grilluðum á pall- inum í góðu veðri og góðum fé- lagsskap. Langömmubörnin þakka líka fyrir sig og góðar stundir. Takk fyrir allt. Kveðja. Sigurást, Helgi Þór, Árni Þór og Ingi. ÞURÍÐUR KATARÍN- USARDÓTTIR ✝ Einar Ólafur Ein-arsson trésmiður fæddist 17. mars 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 17. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólöf Bjarnadóttir, f. 1876, d. 1958 og Einar Ís- leifsson, f. 1866, d. 1916. Fósturfaðir hans var Guðmundur Guðnason. Ólöf og Guðmundur bjuggu í Strandarhjáleigu í Vestur-Landeyjum. Systkini Einars voru Bjarni, f. 1903, d. 1978, Ísleifur, f. 1909, d. 1988 og Björgvin, f. 1912, d. 1939. Eiginkona Einars er Jónfríður Gunnarsdóttir, f. 1922. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Björg hjúkrun- arfræðingur, f. 1944, sambýlis- maður Grétar Hart- mannsson vélstjóri, sonur hennar Njörð- ur Árnason, sam- býliskona Hulda Margrét Pétursdótt- ir og eiga þau tvo syni, Arnar Inga og Daníel Erni. 2) Gunn- ur Inga hársnyrti- meistari og ritari, f. 1955, fyrrverandi maki Hjörtur Ólafs- son tölvunarfræðing- ur. Börn þeirra eru Einar Már, Oddgeir og Fríða Sóley. 3) Helgi tölvunarfræðingur, f. 1960, fyrrverandi sambýliskona Birna Rún Björnsdóttir. Sonur þeirra er Ísleifur Kári. Einar verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveð ég Einar, hann var mér sem faðir í mörg ár. Hann og Fríða hans tóku mér vel frá fyrsta degi er ég kynntist þeim. Ég tæplega 18 ára og varla farinn að heiman, var kynntur sem kær- asti Ingu dóttur þeirra. Þau tóku mér sem syni og má segja að þau hafi gengið mér í foreldrastað á þessum árum. Eftir að við hófum búskap þá var það skylda í mörg ár að koma á Ferjubakkann til þeirra í sunnudagslærið. Hann hafði mikinn áhuga á skák og pólitík og minnist ég margra kvöldstunda sem hann og Gunnar Ingólfsson heitinn áttu saman yfir taflborðinu. Það tók mikið á hann þegar hann frétti andlát hans. Í pólitík var Einar lengst til vinstri, hann var einn af þessum gallhörðu kommum og vílaði ekki fyrir sér að ganga nokkrar Keflavíkurgöngur til að mótmæla veru hersins og öllu hernaðarbrölti heimsins. Hann var trúr sinni sannfæringu. Mig langar að minnast hér nokkrum orðum aðstoðar Einars við okkur hjónin þegar við stóðum í húsbyggingu. Þó hann væri hættur að vinna fékk hann aðstöðu hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum og smíðaði handa okkur snúinn tré- stiga sem hann lagði mikla vinnu og alúð í, enda mikill og vandvirkur smiður. Eins aðstoðaði hann okkur meira og minna með allt tréverk í húsinu. Börnin mín þau Einar Már, Odd- geir og Fríða Sóley, sakna afa síns. Öll muna þau hann bakandi kleinur, pönnukökur eða farandi út í búð eftir einhverju smotteríi og fylgdi þá oft eitthvert nammi með í pok- anum heim. Síðustu ár voru Einari erfið, Fríða hans varð að leggjast inn á sjúkrahús og síðan á heimili aldraðra og hann einn heima þar til hann fékk inni á Grund þar sem hann andaðist. Þó leiðir hafi skilið þá þótti mér vænt um að við héldum sambandi og alltaf var gott að koma í heimsókn til hans, spjalla og fá kaffisopa með honum. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann en hér ætla ég að nema staðar og segi far vel, Ein- ar minn, takk fyrir mig. Hjörtur Ólafs. Pabbi hefur fengið langþráða hvíld. Þetta árið hafði honum hrakað stöðugt. Hann pabbi var góður maður og yndislegur pabbi og bar okkur systkinin á höndum sér, allt- af tilbúinn að leika við okkur. Ég man alltaf eftir því hvað það var gaman að fara á háhest og sjá upp á skápa og annað sem maður sá aldr- ei. Og alltaf á sunnudagskvöldum labbaði hann út í sjoppu og keypti ís í brauðformi handa okkur. Hann tók fullan þátt í heimilis- störfunum, kleinurnar og pönnu- kökurnar hans voru ógleymanlegar. Hann var hinn svokallaði „mjúki maður“ sinnar kynslóðar. Hann var góður trésmiður og smíðaði margt fallegt handa okkur systkinunum. Pabbi var réttsýnn maður og tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín og mikið þótti honum gaman að ferðast um landið. Áhugamál hans voru tafl, bók- menntir og þjóðmálin. Hann var ekki mjög mannblend- inn og veislur voru ekki hans uppá- hald en ef hann hitti vini og kunn- ingja á förnum vegi þótti honum gaman að spjalla um daginn og veg- inn. Pabbi eignaðist aldrei bíl enda fannst honum það algjör óþarfi en hann var léttur á fæti og fór allar sínar ferðir fótgangandi eða í strætó. Alltaf hljóp hann við fót eða alveg þangað til hann fór inn á spít- ala síðastliðið ár. Bara einu sinni um ævina fór hann til útlanda en það var til Dan- merkur 1986 og fórum við öll fjöl- skyldan. Hann hafði mjög gaman af þeirri ferð og var gert mikið grín að því og ekki síst hann sjálfur þegar við fórum einn daginn yfir til Þýskalands og ætluðum að fara yfir til Austur-Þýskalands og gista þar eina nótt og leyfa honum að sjá dá- semdir kommúnismans en þegar við vorum komin að landamærun- um komumst við ekki inn í landið því það gleymdist að fá vegabréfs- áritanir. Var þá hugsað fyrir alvöru að gera eins og kellingin í Gullna hlið- inu sem henti sálinni hans Jóns míns inn í himnaríki að opna bíl- hurðina og henda kallinum inn fyrir landamærin. Ef eitthvað er til eftir þetta líf er ég sannfærð um að hann situr og teflir við sína gömlu vini sem eru löngu farnir. Lifi minningin um góðan pabba. Inga. Skömmu fyrir andlát Einars varð mér allt í einu mikið hugsað til hans. Varð mér þá hugsað um hversu stoltur ég er af að hafa átt hann sem afa. Hann var maður með sterkar skoðanir sem lét sér ekki bara nægja að hafa þær heldur lifði einnig í samræmi við þær. Alla tíð stóð hann fast á sinni sannfæringu og var óhræddur við að tjá viðhorf sín í þeim efnum, bæði í pólitík og þjóðfélagsmálum, sem hann sá að var ástæða til að ræða um. Eins lengi og heilsan leyfði vann hann auk þess ötullega að því að lesa og fræða sjálfan sig um heiminn sem hann hætti aldrei að líta með gagn- rýnum hugsunarhætti. Hann var af kynslóð sem mörgu yngra fólki finnst erfitt að skilja, kynslóð sem þurfti í raun og veru að þræla og berjast fyrir sínu og taka skýra afstöðu til heimsmál- anna. Nokkuð sem í dag er nánast horfið – að fólk myndi sér einarðar skoðanir – en er ekki vanþörf á í heimi þar sem aftur horfir til sundrungar og styrjalda og æ fleiri eru troðnir undir hæl hrokafullra valdamanna. Ég þakka afa fyrir það fordæmi sem hann gaf mér með vönduðum lífsháttum sínum og hugarfari, gæsku hans, auk allra minninganna sem ég á um hann frá því á Ferju- bakkanum allt frá því að ég var barn. Hans barnabarn Einar Már Hjartarson. EINAR ÓLAFUR EINARSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Móðir mín, tengdamóðir og amma, RÓSA DAGRÚN EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Þórsgötu 15, andaðist á Hrafnistu mánudaginn 22. nóvem- ber. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. nóvember kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Sesselja Helgadóttir Hicks, Cullas Mack Hicks, Gerður E. Tómasdóttir, Helga Rósa Þormar, Erla Björgvinsdóttir, Björn Helgi Björgvinsson, Jón Gunnar Björgvinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN K. FRIÐRIKSSON hrossaræktandi, Vatnsleysu, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju laugar- daginn 27. nóvember klukkan 14.00. Árdís M. Björnsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Marjan Herkovic, Björn F. Jónsson, Arndís B. Brynjólfsdóttir, Jón Herkovic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.