Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 45 FRÉTTIR EGILL Jónsson, Sveinn Runólfs- son og Helgi Björnsson, sem skipa ritnefnd bókarinnar Jökla- veröld, sem nýlega kom út, af- hentu forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, eintak af bókinni og margmiðlunardisk sem fylgir fyrstu þúsund eintökum hennar. Halldór Blöndal segir bókina vera einstaklega fallega og skemmti- lega en í henni sé safnað marg- víslegum fróðleik um Austur- Skaftafellssýslu sem sé kannski sá hluti landsins þar sem mestar umbyltingar og breytingar hafa orðið síðan land byggðist. „Mér þótti mjög gott að fá þessa bók í hendur og eftir að ég hafði flett henni sá ég að hún er mikill kjör- gripur, annars vegar geymir hún undrafallegar myndir af náttúru Austur-Skaftafellssýslu en líka merkilegar heimildir um baráttu fólksins á þessari þröngu og litlu strandlengju við hafið og við jökl- ana á mismunandi tímum. Jökl- arnir voru miklu minni þegar land byggðist. Síðan er talað um litlu ísöld frá 1300 fram að alda- mótunum 1900. Við getum sagt að allan þann tíma hafi jöklarnir verið að vaxa og stækka og byrja ekki að hopa fyrr en fyrir 70–80 árum.“ Halldór segir bókina geyma merkilegar heimildir um þessar breytingar sem hafa orðið á land- inu í manna minnum. Í henni sé einmitt sagt frá mönnum sem muna þetta skeið frá því jöklarnir voru í hámarki og eins hvað þeir hafi hopað síðan þá. „Þarna er einnig rakin jarðmyndun þessa svæðis, síðasta gos í Öræfajökli sem er mannskæðasta gos sem hefur orðið hér á landi og verður mjög skemmtilegt að fylgjast með fornleifauppgreftri á Fagurhóls- mýri ef upp koma heillegar bein- grindur, hvað þær segja okkur. Þannig getum við haldið lengi áfram. Í mínum huga er þessi bók kjörgripur sem enginn maður sem hefur áhuga á íslenskri sögu og íslenskri náttúru kemst hjá að lesa,“ segir Halldór. „Bókin er mikill kjörgripur“ Morgunblaðið/Kristinn Egill Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, Helgi Björnsson jöklafræðingur, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. ÚT er komið tímarit UNIFEM á Ís- landi en landsfélagið fagnar 15 ára afmæli 18. desember nk. Í tímaritinu er að finna fjölda greina, viðtala og pistla um Ísland, alþjóðlega þróunarsamvinnu, frið- argæslu, jafnréttismál og hlut einkageirans í þróunarstarfi. Þá er þremur helstu áhersluatriðum UNI- FEM á alþjóðavísu gerð skil, en þau eru efnahagslegt öryggi og réttindi kvenna, mannréttindi og HIV/ alnæmi, ríkisstjórnun, stríð og frið- ur. Eftir ávörp formanns, forsætis- ráðherra og aðalframkvæmdastýru UNIFEM í byrjun blaðsins er rifjuð upp saga landsfélagsins og farið yf- ir störf og áherslur UNIFEM á Ís- landi á liðnu og komandi ári. Blaðið er prýtt myndum víðsvegar að úr heiminum. Blaðið er sent út til félaga UNI- FEM á Íslandi en hægt er að nálgast það í Miðstöð SÞ í Skaftahlíð 24. Tímarit UNIFEM á Íslandi komið út SÍMINN ákvað fyrir skömmu að senda út enska boltann yfir FAR- ICE-1 sæstrenginn. Síminn nálgast dagskrána í London, þaðan sem hún er flutt um ljósleiðarasamband til Edinborgar, þar sem hún er tengd inn á FARICE-1 til Reykja- víkur. Áður fóru útsendingar á boltanum í gegnum gervitungl. Út- sendingin á FARICE-1 tryggir við- skiptavinum stöðugra samband. Með útsendingum um FARICE-1 er leikjunum tryggð ákveðin band- breidd meðan á útsendingu stend- ur, segir í frétt frá Símanum. „FARICE-1 var tekinn í notkun í upphafi þessa árs og markar þau tímamót að í fyrsta skipti er landið tvítengt um aðskilinn ljósleiðara austur og vestur um haf. Þetta þýð- ir mun meira öryggi en áður þegar síma- og tölvunotendur urðu að treysta á aðeins einn ljósleiðara, CANTAT-3, og varasamband um gervitungl í öllum samskiptum sín- um við útlönd. Fjarskiptafyrirtæki geta nú nýtt samhliða báða streng- ina þannig að þótt sambandið rofni á öðrum strengnum veldur það nánast engri röskun á þjónustu.“ Enski boltinn sendur yfir FARICE-1 sæstrenginn HILMAR Biering, sem starfaði í 24 ár hjá Reykjavíkurborg, færði borginni að gjöf ritverk sitt Saga Reykjavíkur sögð með fáum orð- um. Þórólfur Árnason borgarstjóri veitti gjöfinni viðtöku. Um er að ræða hundruð fróðleiksmola úr sögu Reykjavíkurborgar frá land- námi til loka 20. aldar. Hilmar, sem starfaði á hagfræðideild og síðar á fjármáladeild Reykjavík- urborgar, hefur safnað molunum saman á síðustu áratugum. Þeir spanna allt frá því að segja frá því þegar 75 ára gömul ekkja varð fyrst kvenna til að nýta sér kosn- ingarétt sinn í bæjarstjórnarkosn- ingunum árið 1888 til þess er Har- aldur Örn Ólafsson afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þá- verandi borgarstjóra fánann sem hann reisti á Norðurpólnum vorið 2000. Færði borginni veglega gjöf Hilmar Biering og Þórólfur Árnason borgarstjóri við afhendingu gjaf- arinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. FJÓRIR fulltrúar frá Íslandi sitja um þessar mundi heimsráðstefnu Al- þjóðanáttúruverndarsamtakanna, IUCN, þar sem um 5 þúsund þátttak- endur fjalla um náttúruvernd og sjálfbæra þróun. Meðal umræðuefna er fátækt og umhverfisvernd og í smíðum er tillaga til ályktunar um bann við veiðum með botnvörpu. Ráðstefnunni lýkur í dag, fimmtudag. Á vefsíðu Landverndar kemur fram að fulltrúar íslenskra stjórn- valda, Spánverja og fleiri fiskveiði- þjóða hafi ekki léð máls á því að sam- þykkja tillögu sem feli IUCN að mæla fyrir tímabundnu banni á veið- um með botnvörpu á hafsvæðum utan 200 mílna efnahagslögsögu. Er eink- um átt við svæði þar sem svæðis- bundin fiskveiðistjórnun er ekki fyrir hendi eða þar sem viðkomandi stjórn- völd hafa ekki gripið til fullnægjandi aðgerða til að vernda kóralasvæði í hafinu fyrir skaða vegna botnvörpu- veiða. „Úthafsveiðar með botnvörpu hafa fram að þessu verið tiltölulega litlar en mörg náttúruverndarsamtök og einstaka ríkisstjórnir óttast að þær kunni að vaxa á næstu árum. Til að koma í veg fyrir að þær valdi skaða á lífríki sjávar eru margir aðilar þeirrar skoðunar að tilgreina verði veiðisvæði þar sem talið er óhætt að nota botnvörpu eða loka svæðum þar sem taldar eru líkur á að botnvarpa geti skoðað lífríki sjávar,“ segir m.a. á vefsíðu Landverndar. Segir einnig að íslensk stjórnvöld og stjórnir sumra fiskveiðiþjóða telji að ákvörðun um mál af þessum toga séu viðfangsefni viðkomandi svæðisstjórna. Talsmenn tímabundins botnvörpubanns segi hins vegar að svæðisstjórnirnar séu víða mjög veikburða og því þurfi al- þjóðlegir aðilar að koma að málinu. Fram kemur einnig á vefsíðu Landverndar að mikið hafi verið rætt um málið og reynt að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu um texta álykt- unar um efnið. Segir að sú von virðist úti og líklegt sé að tekist verði á um tillöguna í atkvæðagreiðslu. Landvernd er einn af um eitt þús- und aðilum IUCN sem efnir til heimsþinga fjórða hvert ár. Er það haldið að þessu sinni í Bangkok í Taí- landi og sitja það fulltrúar umhverf- isverndarsamtaka, ríkisstjórna og stofnana. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda eru Sigurður Þráinsson frá umhverfis- ráðuneyti og Guðrún Eyjólfsdóttir frá sjávarútvegsráðuneyti og frá Landvernd sitja þingið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður og Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri. Fjórir fulltrúar Íslands á alþjóðlegri umhverfisráðstefnu Deilt um tillögu um bann við botnvörpuveiðum JÓNÍNA Bjartmarz, alþingismaður, hefur verið kjörin formaður Nor- ræna menningarsjóðsins í stað Rannveigar Guð- mundsdóttur sem lætur af störfum sökum þess að hún var kjörin forseti Norð- urlandaráðs. Jón- ína er jafnframt varaforseti Norð- urlandaráðs. Stef- án Baldursson nú- verandi þjóðleikhússtjóri var kjörinn vara- formaður stjórnarinnar. Á fundi sjóðsins í nóvember var úthlutað styrkjum að upphæð u.þ.b. 70 milljónir íslenskra króna. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrki voru sýning á verkum Edvard Munch sem setja á upp í Færeyjum og á Vestur-Jótlandi, norræn leik- húsvika í París, sýning ætluð börn- um sem setja mun tungumál ná- grannaþjóðanna í brennidepil, hlutverkaleikir í Finnlandi og nor- ræn hönnunarsýning á næsta ári.Á fundinum voru kynntar upplýsingar um styrki sjóðsins og kom fram að sýningar, hátíðir og ráðstefnur eru þrjú stærstu viðfangsefni sjóðsins. Tónlist, myndlist og kvikmynda- og myndbandagerð fá hæstu styrkina. Jónína formaður Norræna menn- ingarsjóðsins Jónína Bjartmarz TIL að lausn náist um afmörk- un landgrunns á Hatton Rock- all-svæðinu þarf tvennt að koma til. Annars vegar þurfa ríkin fjögur, sem gert hafa kröfu til landgrunnsréttinda á svæðinu, að komast að sam- komulagi um skiptingu land- grunnsins sín á milli eða um að landgrunnið eða hlutar þess verði sameiginlegt nýtingar- svæði. Hins vegar þurfi ríkin sameiginlega að leggja greinar- gerð eða greinargerðir fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk land- grunnsins, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins, og ákvarða þau með hliðsjón af tillögum landgrunnsnefndarinnar. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu, en viðræður Íslands, Bret- lands, Írlands og Danmerkur fyrir hönd Færeyja fóru fram í vikunni í Lundúnum um Hatt- on Rockall-málið en öll ríkin fjögur hafa gert tilkall til land- grunnsréttinda utan 200 sjó- mílna á Hatton Rockall-svæð- inu og skarast kröfur aðila. Jákvæðar og gagnlegar viðræður Í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir, að viðræð- urnar hafi verið jákvæðar og gagnlegar og ákveðið að halda næsta viðræðufund aðila í Þórshöfn í Færeyjum á vor- mánuðum. Formaður íslensku viðræðu- nefndarinnar er Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, en Stein- ar Þór Guðlaugsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Íslenskum orku- rannsóknum, tekur einnig þátt í viðræðunum af Íslands hálfu. Viðræður um Hatt- on Rock- all-málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.