Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 33 UMRÆÐAN Drengja ökklaskór FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 ATH tilboði lýkur á laugardag Verð áður frá 5.995 Verð nú 1.995 Reimaðir Leður - leðurfóður Str. 25-39 Litir: Svartur og brúnn með riflás str. 23-35 litir blár, brúnn, svartur Inngangur Hinn 19. október sl. skrifaði mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ásamt Samtökum at- vinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Versl- unarráði Íslands undir viljayfirlýsingu um stofnun einkahluta- félags er taki yfir starf- semi Háskólans í Reykjavík og Tæknihá- skóla Íslands. Í þessu skjali stendur að stofn- uð verði ný deild í verk- fræði sem stefni að kennslu til MS-gráðu. Ein helstu rök menntamálaráðuneyt- isins fyrir sameiningu háskólanna eru þau að samkeppni muni aukast. Það hljóta að teljast hæpin rök. Með sameiningunni er verið að stuðla að innlendri sam- keppni þegar leitast ætti við að styrkja stöðu Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Verkfræðinám er al- þjóðlegt nám. Sameiningin veikir stöðu Íslands í alþjóðlegri samkeppni og kemur niður á því rannsókna- tengda framhaldsnámi í verkfræði sem byggt hefur verið upp við Há- skóla Íslands. Það er jafnframt ein- kennilegt að ríkið skuli stuðla að samkeppni gegn sjálfu sér. Samþykkt vísinda- og tækniráðs Vísinda- og tækniráð samþykkti eft- irfarandi á fundi sínum í maí sl.: ,,Vís- inda- og tækniráð leggur áherslu á að úttekt fari fram á öllum háskólum þar sem stundaðar eru rannsóknir og að bæði kröfur um vísindaleg gæði og þjóðfélagslegan ávinning verði lagð- ar til grundvallar mati.“ Í ljósi þessa hefði verið mikilvægt að ljúka slíkri úttekt áður en farið var af stað með sameiningu. Nú þegar hafa farið fram margvíslegar út- tektir hjá Háskóla Ís- lands, m.a. stendur nú yfir úttekt á rann- sóknavirkni en engin sambærileg úttekt hef- ur verið gerð hjá hinum háskólunum. Þróun verk- og tæknifræði- menntunar Mikil fjölgun hefur ver- ið í innritunum hjá verkfræðideild Háskóla Íslands á undanförnum árum og hefur verið tvöföldun nem- endafjölda í verkfræðigreinum síðan 1998 og fjórföldun síðustu 20 árin. Þetta er þróun sem hefur ekki sést hjá nágrannalöndum okkar. Þar hef- ur innritunum í slíkt nám frekar fækkað á undanförnum árum. Reyndar náði fjöldinn hámarki í HÍ haustið 2003 þegar verkfræðideild útskrifaði 160 nemendur með BS- og MS-gráður. Tækniháskólinn útskrif- aði 29 tæknifræðinga árið 2003 en bætti aðeins um í ár með því að út- skrifa 38 tæknifræðinga, sem er met. Annars staðar á Norðurlöndum eru tæknifræðingar tvöfalt fleiri en verk- fræðingar en hér á landi er þessu öf- ugt farið. Það er mun meiri þörf á að fjölga iðnaðarmönnum sem fara í tæknifræðinám en að reyna að fjölga verkfræðingum fram yfir það sem HÍ stefnir í. Verkfræðideild HÍ hóf rann- sóknatengt meistaranám um 25 ár- um eftir að hún hóf fjögurra ára verkfræðinám hér á landi 1970, eða fyrir tæpum 10 árum. Fyrr þótti ekki tímabært að hefja rannsóknatengt meistaranám. Sameinaður háskóli HR og THÍ fyrirhugar að hefja slíkt nám nú þegar. Háskóli Íslands hefur fengið óverulegan stuðning frá rík- isvaldinu við uppbyggingu rann- sóknatengds framhaldsnáms. Reiknilíkanið, sem notað hefur verið fyrir grunnnám, dugar ekki óbreytt fyrir meistara- og doktorsnám þar sem hópastærðir í meistara- og dokt- orsnámi eru langt undir því sem lík- anið gerir ráð fyrir. Einnig þarf aukna sérhæfingu til að halda uppi framhaldsnámi og því þarf að fjölga föstum kennurum. Skorir verk- fræðideildar hafa 7–10 fasta kennara, en til að halda uppi öflugu og fjöl- breyttu framhaldsnámi þyrfti í það minnsta að tvöfalda fjölda fastra starfsmanna. Með þeirri innlendu samkeppni sem ríkisvaldið stuðlar nú að er verið að gera slíkan vöxt nánast ómögulegan á næstu árum. Skila- boðin eru þau að verkfræðideild Há- skóla Íslands eigi að leggja áherslu á grunnnám. Er það stefna mennta- málaráðuneytisins? Eflir þetta háskóla sem rannsóknastofnanir? Svarið er nei, sameiningin er í and- stöðu við ályktun vísinda- og tækni- ráðs frá 18. des. 2003: ,,Efla háskóla sem rannsóknastofnanir og byggja upp og efla fjölbreyttar háskólarann- sóknir á Íslandi með því að ein- staklingar og rannsóknahópar í há- skólum keppi um fjárveitingar til rannsókna úr samkeppnissjóðum.“ Á næstu 5 árum er fyrirhugað að nýi háskólinn fái rannsóknafé frá ríkinu án samkeppni sem nemur 30% af kennsluframlagi (svipað og Háskól- inn á Akureyri fær nú). Sams konar tala er nú 44% fyrir Háskóla Íslands. Er fjárhagsleg skynsemi í að kenna verkfræði á tveimur stöðum? Svarið er nei, við verkfræðideild HÍ voru um 550 virkir nemendur skóla- árið 2003 til 2004 á fjórum náms- brautum, umhverfis- og bygging- arverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræði og véla- og iðnaðarverkfræði. Þrátt fyrir að verkfræðideild HÍ standi þokkalega fjárhagslega hefur lítið svigrúm gef- ist til þess að setja fjármagn í verk- lega aðstöðu í deildinni. Þar er þörf á uppbyggingu. Stjórnvöld greiða fyrir verk- fræðinema og tæknifræðinema sam- kvæmt reikniflokki 5. Skólaárið 2003–2004 voru um 100 virkir nem- endur við HÍ umfram hámarksfjölda nemenda sem stjórnvöld greiða fyrir til HÍ í þessum reikniflokki. Beint liggur við að stjórnvöld viðurkenni þennan fjölda og greiði fyrir þessa nemendur. Það yrði miklu betri stuðningur við verkfræðimenntun í landinu heldur en að byrja að kenna verkfræði annars staðar. Sá fjöldi nemenda, sem nú er við verk- fræðideild, er nægur til að tryggja hæfilegt framboð af námskeiðum. Fækki nemendum, þó ekki væri nema um nokkra tugi, sjást þess strax merki í fjárveitingum með til- heyrandi fækkun námskeiða og þar af leiðandi ekki eins fjölbreyttu námi. Niðurstaðan gæti orðið sú að í stað þess að vera með góða verkfræði- menntun á einum stað á Íslandi væri verið að hokra á tveimur stöðum. Sá fjöldi nemenda með nægjanlegan bakgrunn í raungreinum sem fram- haldsskólarnir útskrifa á hverju ári leyfir engan veginn mikla fjölgun í verkfræðinámi. Erum við á réttri leið? Ef kennd er bæði tæknifræði og verkfræði í sameinuðum skóla er lík- legt að samkenna yrði talsvert af námskeiðum vegna kostnaðar. Við það aukast líkurnar verulega á að tæknifræðin missi talsvert af sínum sérkennum og úr verði einhver blanda af tæknifræði- og verkfræði- menntuðu fólki. Flestir eru sammála um að mjög mikilvægt sé að bæði tæknifræðin og verkfræðin haldi sín- um sérkennum. Af ofangreindu má vera ljóst að öll rök hníga að því að vera með verkfræðimenntun á Ís- landi á einum stað og tæknifræði- menntun á öðrum stað. Hins vegar gæti orðið samvinna milli þessara skóla til að samræma kennslu og rannsóknir í praktísku námi. Ein- ungis þannig er unnt að tryggja kennslu og rannsóknir í þessum greinum svo sómi sé að og um leið skynsamlega nýtingu á fjármunum. Á að bjóða upp á verkfræðinám í sameinuðum HR og THÍ? Valdimar K. Jónsson fjallar um verkfræði ’Niðurstaðan gæti orðiðsú að í stað þess að vera með góða verk- fræðimenntun á einum stað á Íslandi væri verið að hokra á tveimur stöðum. ‘ Valdimar K. Jónsson Höfundur er prófessor emeritus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.