Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 47 DAGBÓK Ámorgun föstudaginn 26. nóvember,stendur Listaháskóli Íslands fyrir svo-kölluðum Opnum degi á milli klukkan9.00 og 14.00. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkur dagur er haldinn í öllum deildum Listaháskóla Íslands og gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemi skólans innanfrá og í ná- vígi við nemendur og kennara. Deildir Listahá- skólans eru fjórar; leiklistardeild, tónlistardeild, myndlistardeild og hönnunar- og arkítektúrdeild og fer kennsla jafnan fram á þremur stöðum í bænum, á Sölvhólsgötu, við Skipholt og í Laug- arnesi. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir hugmyndafræðina á bakvið dag sem þennan liggja í því að fólk geti með auðveldum hætti fengið innsýn í það sem fram fer í skólanum. „Það er ekki endilega nóg að kynna sér skólann í gegnum bæklinga,“ segir Álfrún. „Á morgun geta þeir sem eru að spá og spekúlera í svona námi gægst á bakvið tjöldin og séð hvernig skóla- starfið fer fram og gefst áhugasömum kostur á að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum hinna mismun- andi deilda.“ Sem dæmi tekur hún að leiklistardeildin mun standa fyrir einskonar sýnis-inntökuprófi sem samanstendur af leiktúlkun, líkamsþjálfun, radd- beitingu og söng. Þeir sem hafa velt því fyrir sér hvernig inntökupróf í leiklistina ganga fyrir sig fá því rækilega innsýn inn í það ferli. Inntökuprófið stendur frá klukkan 9.00 til 11.00. Hinar deildirnar hafa sömuleiðis útbúið dag- skrá vegna koamndi gestagangs. Nemendur tónlistardeildar taka þá á móti nem- endum og leiða þá um húsnæðið og þegar búið er að fara rúnt um húsið geta gestir valið sér að kíkja inn í einstaka námskeið og hlusta á tónleika. Svip- að verður uppi á teningnum hjá myndlistardeild og hönnunar- og arkítektúrdeild. „Nemendur og kennarar verða svo til taks fyrir gesti og munu svara spurningum, fræða fólk eftir bestu getu og leiða það um skólann ef þess er ósk- að en öll námskeið, verkstæði og kennslutímar verða opin almenningi. Það eru allir velkomnir og hvet ég alla áhugasama til að nýta sér þetta tæki- færi.“ Álfrún vill að lokum minna á að mánudaginn komandi verður ársfundur Listaháskólans sem þjónar á vissan hátt viðlíka tilgangi og Opinn dag- ur. Fer hann fram í Laugarnesi klukkan 20.30. Á fundinum flytja stjórnendur skólans skýrslu yfir starfsemi síðasta skólaárs, kynna þau verk- efni sem helst eru á döfinni auk þess sem farið verður yfir almenna stefnumótun skólans. Líkt og með Opinn dag er fundurinn öllum opinn og verða fyrirspurnir og umræður í lok hans. Listir | Opinn dagur verður í Listaháskóla Íslands á morgun Allir geta kynnt sér starfsemi skólans  Álfrún G. Guðrún- ardóttir er kynning- arstjóri Listaháskóla Íslands. Hún er með M.A. próf í listrænni stjórnun og menning- arfræðum með leik- húsfræði sem aukafag, B.A. próf í íslenskum bókmenntum og hefur lokið V. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Áður en Álfrún hóf störf hjá Listaháskólanum starfaði hún í nokkur ár sem deildarstjóri Listadeildar í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Auk þess hefur hún unnið víða í tengslum við menningu og listir. Álfrún er fædd 1968. Maki er Kjartan Ólafsson tónskáld og eiga þau samtals þrjú börn, þau Hring, Védísi og Sunnevu. Arnargerði Í FLATEY á Skjálfanda er nokkuð sem enginn veit hvað er. Er það kall- að Arnargerði, birtist manni sem hringlaga garður hlaðinn af mönn- um. Við nánari athugun kemur í ljós að garðurinn er sporöskjulaga og er þvermálið 80–120 metrar. Innan garðsins hækkar landið inn að miðju og eru þar ummerki um hús sem þar hafa staðið. Af þessu er ljóst að ein- hverjir menn hafa flutt til á yfirborði jarðar hundruð eða jafnvel þúsundir tonna af jarðefnum. Af forvitni gróf sá er þetta ritar, ásamt þrem ungum mönnum, þeim Hauki, Grétari og Elmari Hilmarssonum, holu ca 15 metra frá miðju gerðisins. Á 40 cm dýpi var flatur steinn eins og notaðir voru í stéttar og lag úr líparítösku ca. þriggja cm þykkt. Steinninn var greinilega úr Krosshúsabjargi og askan úr Heklugosi árið 1104. Ýms- ar hugmyndir hafa verið um, hvað þarna var. Ein er að þetta hafi verið stjörnuathugunarstöð og vísað í sög- ur af Stjörnu-Odda sem var þarna í héraðinu. Hverjir voru þarna, hvað voru þeir að gera, hvers vegna fóru þeir? Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Rvík. Gleraugu í óskilum NÆRSÝNISGLERAUGU í rauðu hulstri fundust í Safamýrinni sl. laugardag. Upplýsingar í síma 863 8222. Kettlingur fæst gefins 12 VIKNA kettlingur (högni) fæst gefins. Upplýsingar í síma 565 4210 eða 869 5128. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Deildakeppnin. Norður ♠6 ♥G3 S/Enginn ♦D7653 ♣D9865 Vestur Austur ♠DG43 ♠987 ♥42 ♥ÁD85 ♦KG ♦10842 ♣ÁKG104 ♣73 Suður ♠ÁK1052 ♥K10976 ♦Á9 ♣2 Eitt af fyrstu spilum helgarinnar var bútur í hjarta, sem bauð upp á skemmtileg tilþrif sagnhafa. Spilið er frá 8. umferð Deildakeppninnar og víða gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði 1 grand Pass Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass Byrjunin er næstum sjálfgefin: Vestur kemur út með laufás og skipt- ir svo yfir í tromp, sem austur tekur og spilar aftur hjarta. Hvernig metur lesandinn horfur sagnhafa? Lítum á tapslagina. Vestur hlýtur að fá tvo slagi á spaða og það er sennilegt að austur fái tvo á tromp. Einn laufslag hefur vörnin fengið og tígulkóngurinn bíður síns tíma. Það er sem sagt hætta á því að gefa sex slagi. Baráttan kemur til með að snúast um hjartadrottninguna. En til að byrja með hleypir sagnhafi trompinu yfir á gosann. Spilar svo ÁK og þriðja spaðanum. Vestur gerir best í því að taka annan spaðaslag og spila sér út á laufkóng. Suður trompar og spilar tígulás og tígli að blindum. Vestur drepur og verður að spila laufi. Ef austur kýs að trompa laufdrottningu, yfirtrompar suður og á afganginn heima. Ef austur hendir í laufið, spilar sagnhafi tíguldrottningu og hendir spaða. Svo á hann út í borði í tveggja spila endastöðu og nær þannig trompinu af austri. Fallegt bútaspil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ER EILÍFT líf eins eftirsóknarvert og það virðist við fyrstu sýn? Hverj- ir eru kostir og gallar ódauðleik- ans? Er gyðingurinn gangandi enn á röltinu? Þessum spurningum er m.a. velt upp í nýrri leiksýningu sem Hugleikur í Reykjavík og Leik- félag Kópavogs setja upp í samein- ingu. Verkið sem nefnist Memento Mori er sett upp undir stjórn Ágústu Skúladóttur. Frumsýning verður í dag og fara sýningar fram í Hjáleigunni í Fé- lagsheimili Kópavogs. Memento Mori er latína og þýðir „Mundu dauðann“ eða „Mundu að þú munt deyja“. Hugmyndina að sýningunni má rekja til klausturs í Litháen þar sem munkar, sem svar- ið höfðu þagnareið, máttu þó minna hver annan á fallvaltleika lífsins með þessum orðum. Sýningin er unnin í spunavinnu undir hand- leiðslu hugmynda- og handritshóps í samvinnu við leikstjóra, leikhóp og fleiri. Vinna við sýninguna hefur staðið yfir með hléum síðan síðast- liðið vor og hafa fjölmargir lagt hönd á plóginn. Þessi tvö félög hafa borið hróður íslenskrar leiklistar víða á erlend- um leiklistarhátíðum undanfarin ár svo sem í Svíþjóð, Noregi, Litháen, Eistlandi og Rússlandi. Leiklist | Samstarf Hugleiks og Leikfélags Kópavogs Kostir og gallar ódauðleikans Huld Óskarsdóttir og Helgi Róbert Þórisson í hlutverkum sínum. ÁRLEG jólavaka Karlakórsins Stefnis verður nk. sunnudag í Hlé- garði og hefst kl. 20.00. Eins og næstliðin ár verður jóla- vakan í samvinnu við Skólakór Var- márskóla. Kórarnir syngja saman og hvor í sínu lagi nokkur lög, Karla- kórinn Stefnir undir stjórn Atla Guðlaugssonar og Skólakór Varm- árskóla undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Píanóleikarar eru Sigurður Mar- teinsson og Arnhildur Valgarðs- dóttir. Bæjarstjórinn Ragnheiður Rík- arðsdóttir flytur hugvekju og Her- mann Stefánsson, rithöfundur les úr nýrri bók sinni. Boðið er upp á kaffihlaðborð að hætti Stefnanna, sem er félag eig- inkvenna karlakórsmanna. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Jólavaka Stefnis Atli Guðlaugsson Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 24. nóvember 2004 2308 B kr.24.720.000,- 2308 E kr. 4.944.000,- 2308 F kr. 4.944.000,- 2308 G kr. 4.944.000,- 2308 H kr. 4.944.000,- HREINLÆTISVÖRURNAR FRÁ Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Helgartilboð 15%afsláttur af öllum drögtum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.